Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 39 Að vera hafður Frá Jóhönnu Tryggvadóttur Bjamason: Laugardaginn 24. þ.m. birtist í dálk- inum „Bréf til blaðsins" grein eftir Svein M. Sveinsson, framkvæmda- stjóra Plús-Film hf., sem hann nefndi Evrópuferðir-Ríkisútvarpið-Plús- Film. Segist hann í greininni vilja upplýsa lesendur um samskipti nefndra fyrirtækja haustið 1989. Vil ég nú taka fram staðreyndir málsins. í samningi Plús-Film og Evrópu- ferða 1. ágúst ’89 skyldu Evrópu- ferðir greiða Plús-Film 550 þúsundir fyrir það verkefni að kvikmynda fyr- ir ferðaskrifstofuna kynningarefni í Norður-Portúgal. f hjálögðum samn- ingi er nákvæmlega tilgreint með hvaða hætti staðið skyldi að mynda- tökum og hvemig greiðslum skyldi hagað. Fullyrðingar framkvæmda- stjóra Plús-Film um að Evrópuferðir hafi ekki staðið við greiðslur eru ósannar. Skal nú tilgrein með hvaða hætti greiðslurnar voru inntar af hendi: Þetta var greiðslan til Plús-Film en hvernig stóðu þeir við sinn hluta samningsins? Við fengum eina aug- lýsingamynd vorið 1990 og ekkert meira. Svik Plús-Film við okkur eru aug- ljós sé borið saman orðalag samnings þeirra og Evrópuferða annars vegar og orðalag Sveins M. Sveinssonar um sama hlut í grein hans hins veg- ar. í samningnum frá 1. ágúst ’89 stendur: „Plús-Film mun vinna að því að koma hinni breyttu útgáfu af myndinni til sýningar í Ríkissjón- varpinu eða Stöð 2. í grein Sveins stendur hins vegar „að reynt yrði að selja kynningarmynd Evrópuferða til RUV eða Stöðvar 2. Samning Plús-Film og RÚV þann 21. nóv. ’89 fengum við fyrst að sjá í jan. ’92. Í honum stendur m.a.: „Sjónvarpið öðlast óskoraðan rétt yfir notkun þáttanna á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum þar á meðal réttinn til að dreifa þeim á myndsnældum." Á öðrum stað stend- ur: „Þættirnir voru teknir upp í ág- úst 1989.“ Upphæð samnings: kr. 550.000 19.09. 89 Greitt með peningum kr. 186.616 02.10. 89 2 ávísunum kr. 43.740 22.05. 90 ávísun kr. 50.000 07.06. 90 ávísun kr. 50.000 23.05. 90 víxli pr. 23.06. kr. 51.541 23.05. 90 víxli pr. 23.07. kr. 52.199 06.06. 90 ferðaúttekt kr. 100.000 06.06. 90 peningum kr. 100.000 06.06. 90 Afsl. Plús-Film til Evr.ferða kr. *63.384 Alls kr. 634.096 kr. 486.616 10.07. 91 Innh.kostn. víxla m/fjárnámi kr. 36.740 Samtals greitt Plús-Film Greiðsla umfram samning kr. 670.836 kr. 184.220 Alls kr. 670.836 kr. 670.836 VELVAKANDI ÞAKKIRTIL FARARSTJÓRA OG SAMFERÐAFÓLKS VIÐ HJÓNIN keyptum okkur ódýra ferð til Cala d’Or á Mall- orca hjá Samvinnuferðum- Landsýn 15. júní síðastliðinn. Umsagnir í auglýsingabæklingi létum við okkur í léttu rúmi liggja, enda ætlunin að sleikja sólina og slappa af. Stór hópur íslendinga, u.þ.b. 90 manns, var með í för til 2-4 vikna dvalar á sama stað. Því er skemmst frá að segja, að frá því að flugvélin lenti í Palma vorum við öll sem eitt borin á höndum frábærra farar- stjóra, sem leystu hvers manns vanda og miklu meira en það. Vissulega var samferðafólkið frábært, en fararstjórarnir gátu á sinn elskulega hátt laðað fram hið jákvæða í hveijum og einum og gert þennan stóra hóp að einni stórri fjölskyldu, þar sem enginn „nörd“ þreifst. Hafi þau Herdís, Ingó og Gréta enn á ný hjartans þökk fyrir samveruna. Ekki sakar að geta þess, að Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Sigríður, Baldur Brjánsson og Gulla og Sóley Jóhannsdóttir (Dansstúdíó Sóleyjar) voru á staðnum og KK kíkti við. Laddi og Sigríður gátu fengið einn og einn til að brosa út í annað öðru hvetju, jafnvel feng- ið mig til að segja einn eða tvo „djóka“. Baldur doblaði okkur upp úr skónum, Gulla í salatið og Sóley gat tælt mig, stirða fitubollu, í leikfimi á hverjum morgni. Enn á ný þakkir til fararstjór- anna Herdísar, Ingós og Grétu, skemmtikraftanna og jazzbal- letkennarans auk alls samferða- fólksins. Þakka frábæra ferð. Saxi rafvirki (eða svoleiðis). TAPAÐ/FUNDIÐ Úr og hringur töpuðust FERKANTAÐ kvenúr með brúnni leðuról og hringur töpuð- ust á gæsluvelli milli Háteigsveg- ar og Meðalholts. Finnandi vin- samlega hringi í síma 675979 eða 632061. Bryndís. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA fannst við stræt- isvagnaskýlið við Austurbrún 6 sl. mánudag. Upplýsingar í síma 37849. Hjólkoppur tapaðist HJÓLKOPPUR tapaðist undan Toyota-bifreið, líklega á Álfta- nesafleggjaranum, í Garðabæ eða Hafnarfirði, nýlega. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 650036. Týndur vasahnífur SVISSNESKUR vasahnífur, mikill dýrgripur, með mörgum fylgihlutum tapaðist við fjöl- skyldugarðinn í Laugardal sl. sunnudagskvöld. Finnandi vin- samlega hringi í síma 36958. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND, keðja, tapað- ist sl. laugardag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 42849. Fundarlaun. Gallajakki tapaðist BLÁR telpnagallajakki með gler- augum í tapaðist á Gull- og silf- urmótinu í Kópavogi á dögunum. I vasa á jakkanum voru gler- augu. Stúlkan var í KR-liðinu. Hafi einhver orðið jakkans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 10322. \ Fjallahjól fannst PROSTYLE fjallahjól fannst á Langholtsvegi sl. mánudag. Upp- lýsingar í síma 686143. að fífli Er ekki venja Sjónvarpsins að gera skriflega verksamninga við menn áður en verk er unnið? Port- úgalsþættirnir eru eign Evrópuferða, gerðir að frumkvæði þeirra og í sam- ráði við og með fulltingi ferðamálayf- irvalda í Portúgal. Það er kjarni málsins og framhjá því verður ekki litið. Hluta efnisins sem við höfðum kostað töku á, tveir 45 mínútna þættir, framseldu Plús-Film-menn Sjónvarpinu og stungu greiðslunni í eigin vasa. Plús-Film var ráðið sem verktaki hjá okkur og réttarbrot Sjónvarpsins gagnvart Evrópuferðum fólst í því að það notaði sér, við gerð sinna þátta, aðstöðu og kostnað sem Evr- ópuferðir höfðu hinn 1. ágúst 1989 samið um við Plús-Film hf. og lagt til í Portúgal við gerð kvikmynda- þátta fyrir Evrópuferðir. Evrópuferðir fengu engar myndir frá Plús-Film þótt framkvæmdastjór- inn fullyrði hið gagnstæða. Ástæða þess að við greiddum ekki fyrir sýn- ingu auglýsingamyndar sem unnin var af PIús-Film upp úr efni frá okk- ur er sú að Sjónvarpið greiddi röng- um aðila fyrir sýningu Portúgalsþátt- anna. Kostnaðinn við birtingu augl. myndarinnar hefði með réttu átt að draga frá greiðslum til okkar fyrir sýningu þeirra. Sveinn M. Sveinsson endar grein sína í „Bréfi til blaðsins" þannig: „Undirritaður bendir Jóhönnu á að það sem hún vill að aðrir geri henni, það skal hún einnig gera öðrum.“ Takk sömuleiðis, Sveinn! Með þökk fyrir birtinguna. JÓHANNA TRYGGVADÓTTIR BJARNASON, forstjóri Evrópuferða. Pennavinir Tvítugur Breti með áhuga á tón- list (Depeche mode og Madonna): Paul Burns, 132 Evesham Road, Headless Cross, Redditch, Worcs. B97 5ER, England. Grísk 24 ára stúlka, verkfræð- ingur, með áhuga á bréfaskriftum, dansi, sundi, borðtennis og segl- brettasiglingum. Vill skiptast á frí- merkjum og póstkortum: Tina Koroli, M. Alexandrou 41, 17121 Athens, Greece. Frá Ghana skrifar 24 ára karl- maður með áhuga á íþróttum og tónlist: Gamaliel K. Sackey, Old Towe, P.O. Box 1276, Oguaa, Ghana. LEIÐRÉTTIN G AR Rangflokkaður Ólafur Þ. Benediktsson, bæjar- fulltrúi á Bolungarvík, var í blaðinu á þriðjudag ranglega sagður í Framsóknarflokknum. Hið rétta er að han er bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. Ekki fyrrverandi bæjarstjórn í bréfi Hallgríms Guðmundsson- ar, bæjarstjóra í Hveragerði, sem birtist hér í blaðinu í gær, slæddust inn tvær villur og er önnur þeirra meinleg. Um leið og Morgunblaðið biðst afsökunar á mistökunum eru setn- ingarnar birtar aftur, og nú réttar. „Ingvar segir, að það hafí verið mikil hagræðing, þegar bæjar- stjórnin á sínum tíma tók á leigu sorpgámana, sem er valinn staður í miðju íbúðarhúsahverfi við hlið áhaldahúss bæjarins. Að áliti Ing- vars hefur „duglítil bæjarstjórn" (sú núverandi) hins vegar ekkert að- hafst til að fjarlægja þess sömu gáma og finna þeim annan stað!“ Hlaut doktorsgráðu í japönskum fræðum HINN 27. júlí 1993 hlaut Eyþór Eyjólfsson doktorsgráðu í jap- önskum fræðum og málvísindum við Ludwig-Maximilians-háskól- ann í Miinchen, Þýskalandi. Fyrir doktorsritgerð sina hlaut Eyþór fýrstu ágætiseinkunn (magna cum laude). Ritgerðin, sem gefin verður út á næsta ári í Þýska- landi undir titlinum Die Vernebelte Welt des Japanischen, Einige lingu- istische Aspekte des Nihonjin-ron, „Hinn þokukenndi heimur japönsk- unnar, málvísindaumræður frá sjónarhóli Nihonjin-rons“, fjallar um þjóðerniskenndar umræður í Japan um sérkenni japanskrar tungu og áhrif þessara sérkenna á hugsunarhátt og sjálfsímynd Jap- ana Eyþór Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 29. júlí 1963, sonur Eyj- ólfs G. Jónssonar og Ingu Jónu Sig- urðardóttur. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1983 og hóf nám við Ríkishá- skólann í Moskvu sama ár. Sumar- ið 1984 hóf hann nám í japönskum fræðum og málvísindum við Ludw- ig-Maximilians-háskólann í Munchen. Sumarið 1989 lauk hann magister-prófí við sama háskóla og Dr. Eyþór Eyjólfsson innskrifaðist í doktorskúrs við há- skólann í Hiroshima. Ritgerð sína vann hann við Háskólann í Hiros- hima og að hluta til við Háskólann í Munchen. í maí sl. hóf Eyþór starf sem framkvæmdastjóri við norska sjáv- arafurðafyritækið Cocoon Ltd. in Tokyo. Eyþór er með fasta búsetu í Japan. ............................ Verslunarmannahelgi '93 Hótel Örk Mekka ferdamannsins Stutt frá stærstu sumarbústaðabyggð landsins Lykill að ógleymanlegri helgi meö börnunum, vinunum, félögunum, elskunni, pabba, mömmu, systkinum Ódýrari en þú heldur! Fjölskyldur, einstaklingar, pör, hóparl Þiö komið meö grillmatinn - viö bjóðum ykkur ókeypis grillaðstööu í sundlaugargaröinum. Los Dos Paragayos alla daga. - Píanóbar öll kvöld. Skapiö ykkar eigin hátíð um heigina Sundlaug, barnalaug, heitir pottar, gufubað, vatnsrennibraut, trambolin, golfvöllur, púttbrautir, tennisvelir, skokkbrautir, ýmsar gönguleiöir o.fl. Stutt í Eden, Tívolí og Eidhesta Flýtlð ykkur hægt í umferðinni. Pantanir og upplýsingar í síma 98-34700. HÓTEL ÖDK HVERAGERÐI • SÍMI 98-34700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.