Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 Borgarspítalinn segir upp námssamn- ingum sjúkraliðanema í sparnaðarskyni Sjúkraliðar mót- mæla harðlega „Hluti af aðhaldsaðgerðum okkar,“ segir Árni Sigfússon formaður spítalans BORGARSPÍTALINN hefur sagt upp námssamningum við sjúkra- liðanema frá fjölbrautarskólunum í Breiðholti og við Armúla sem taka áttu gildi 15. ágúst. Stjórn og fræðslunefnd Sjúkraliðafélags íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem þessu er mótmælt harðlega. Árni Sigfússon formaður stjórnar Sjúkrastofnana Reykjavíkur segir að því miður hafi þurft að grípa til þessa niður- skurðar í aðhaldsaðgerðum þeim sem Borgarspítalinn stendur í til að geta verið innan þeirra fjárlaga sem spítalanum eru ætluð. Kristín Á. Guðmundsdóttir for- maður Sjúkraliðafélagsins segir að þessi ákvörðun stjórnar Sjúkra- stofnana Reykjavíkur hafí komið þeim algerlega á óvart og þær hafi ekki frétt af málinu fyrr en skólarnir höfðu samband og greindu þeim frá henni. Kristín segir að félagið beini nú þeim til- mælum til heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra að þeir geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að fínna viðunandi lausn á fjárhagsvandræðum Borgarspítal- ans svo spítalinn geti staðið undir skuldbindingum sínum við fjöl- brautarskóla landsins um menntun sjúkraliða. í ályktun stjórnar Sjúkraliðafé- lagsins segir m.a.: „Stjórn og fræðslunefnd SLFÍ beinir þeirri kröfu til stjómenda sjúkrahússins að taka fyrri ákvörðun um samn- ingsrof við tiltekna fjölbrautar- skóla til endurskoðunar og um- ræddum sjúkraliðanemum heimil- að að Ijúka námi sínu við Borgar- sjúkrahúsið eins og um er samið.“ Aðhaldsaðgerðir Árni Sigfússon segir að þessi mótmæli sjúkraliða tengist að- haldsaðgerðum á Borgarspítalan- um. „Við erum í þeim vanda að þurfa að skera niður í rekstrinum til að halda okkur innan fjárlaga til spítalans. Við höfum haft að leiðarljósi að aðhaldsaðgerðir okk- ar bitni sem minnst á sjúklingum og því miður urðum við að segja upp þessum námssamningi," segir Ámi. „En ég reikna ekki með að þessi ákvörðun stjómarinnar sé varanleg." Aðspurður um hvort hér sé um háar fjárhæðir að ræða segir Árni svo ekki vera en i aðhaldsaðgerð- um þeim sem gripið hefur verið til geri margt smátt eitt stórt. Nefnd semur frumvarp um skatt á vaxtatekjur FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa nefnd til að semja frumvarp til laga um skatt á vaxtatekjur í samræmi við yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar frá 21. maí sl. í tengslum við gerð kjara- samninga. I framhaldi af fyrirheiti um lækkun virðisaukaskatts á matvæli í 14% segir í yfirlýsingunni: „Til að fjármagna þessa lækkun að hluta verður lagður skattur á fjármagnstekjur frá 1. janúar 1994. Miðað verður við 10% skatt á nafnvexti sem verður innheimtur í staðgreiðslu." Við samningu frumvarpsins skaL nefndin stefna að eftirfarandi: Heimsmeistaramót U-21 í snóker stendur yfir í Reykjavík Einbeiting Morgunblaðið/Þorkell ÞORBJÖRN A. Sveinsson í leik gegn Pasanen frá Finnlandi. Þorbirni hefur ekki gengið sem best í upphafi mótsins, enda hefur hann lítið getað æft vegna anna við knattspyrnuiðkun. Þorbjörn er fjölhæfur maður, leikur í landsliði íslands í snóker og knattspyrnu. Jóhannes varð fyrstur til að ná 100 stigum Heimsmeistaramótið í snóker 21 árs og yngri er haldið þessa dagana í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Þrettán ís- lendingar taka þátt í mótinu auk bestu erlendu spilaranna í þess- um aldursflokki, þar á meðal er Sri Lanka-búinn Indika, sem hafnaði í öðru sæti á HM í Brunei í fyrra. Gengi Islendinganna fram að þessu hefur verið upp og ofan en Jóhannes B. Jóhannes- son er sá eini þeirra sem náð hefur meira en 100 stigum, en hann náði 109 stigum. Hæst er hægt að ná 147 stigum í snóker. Þetta er í annað sinn sem HM undir 21 árs er haldið hér á landi og mótið núna er merkilegt fyrir íslendinga því tvemur af spilur- unum er raðað á meðal tíu bestu. Kristjáni Helgasyni er raðað í fjórða sæti og Jóhannesi B. Jó- hannessyni í tíunda sæti, en röð- unin reiknast út frá árangri spil- aranna á mótum á síðasta ári. íslendingar í stuði Bjöm Elísson, sem situr í stjójn Billjard- og snókersambands ís- lands, telur bestu íslensku spilar- ana eiga góða möguleika á að komast í úrslit, en leikið er í átta riðlum í undankeppninni. Kristján Helgason, sem riðli 4, þykir til alls líklegur, og hann náði 147 stigum á æfingu nýverið. Hann vann Inveijann Kalidindi 4:2 í fyrstu umferð mótsins. Jóhannes B. vann Weerakkody frá Sri Lanka og Jóhannes R. vann Pas- anen frá Finnlandi 4:2 og Swee frá Singapore 4:1. Leiknar eru þrjár umferðir á dag, kl. 12, 16 og 20 á fimm borðum. Reiknað er með að riðla- keppni ljúki um helgina og sextán manna úrslitum á mánudag. Ékk- ert verður leikið á þriðjudag en á miðvikudag verða átta manna úrslit. Undanúrslit verða á fimmtudag og föstudag en úrslita- leikurinn, sem er 21 rammi, verð- ur á sunnudaginn 22. ágúst. SKEMMTANIR Skatturinn nái til allra fjár- magnstekna einstaklinga, sem eru skattfijálsar samkvæmt núgild- andi tekjuskattslögum, þ.m.t. vaxta af hvers kyns peningalegum eignum, verðbréfum og innistæð- um í innlánsstofnunum. Skattstofn verði vextir, verð- bætur, afföll og hvers kyns sölu- hagnaður af peningalegum eign- um. Skatturinn verði innheimtur í staðgreiðslu og án eftirálagningar þegar vextir eru greiddir rétthafa, færðir honum til tekna eða eru til ráðstöfunar með öðrum hætti. Afföll verði skattlögð við sölu eða kaup verðbréfa. Eftir því sem við á verði álagn- ing og innheimta skattsins í hönd- um banka, sparisjóða, verðbréfa- fyrirtækja og annarra, sem inna af hendi, móttaka eða hafa milli- göngu um skattskyldar tekjur. í nefndinni eru skipuð: Stein- grímur Ari Arason, aðstoðarmaður ráðherra, formaður, Bolli Þór Bollason, skristofustjóri, Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, alþing- ismaður, Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri, Sveinn Jóns- son, aðstoðarbankastjóri, og Vil- hjálmur Egilsson, alþingismaður. Starfsmaður deildarinnar verð- ur Bragi Gunnarsson, lögfræðing- ur. Nefndin Ijúki störfum og skili drögum að frumvarpi eigi síðar en 15. sept. nk. ■ STJÓRNIN lýkur sumarferð sinni um landið með dansleik föstu- dagskvöld á Dalvík og á laugar- dagskvöldinu verður hljómsveitin í Ýdölum í Aðaldal. ■ LEIKSVIÐ FÁRÁNLEIK- ANS stendur fyrir „mini-rokkfes- tivali“ í Tunglinu við Lækjartorg laugardaginn 14. ágúst. Þetta er í síðasta sinn sem hljómsveitin kemur fram. Leiksviðið var lagt niður á síðasta ári en fyrir misskilning bók- uð á óháðu listahátíðina sem haldin var í sumar. Eftir að hafa troðið þar upp var ákveðið að halda eina tónleika enn fyrir haustið þar sem flestir sem komið hafa við sögu sveitarinnar tækju þátt. Þeir eru Alfreð Alfreðsson, Harry Ósk- arsson og Hreiðar Hreiðarsson. Einnig skipa^ sveitina Sigurbjörn Úlfsson og Ágúst Karlsson. Auk Leiksviðsins koma fram hljómsveit- irnar INRI, Yucatan, Púff og Curver. Dagskráin hefst um kl. 23. ■ PLÁHNETAN leikur fyrir Norðlendinga um helgina. Á föstu- dagskvöldið leikur hljómsveitin í Sjallanum á Akureyri en á laugar- dagskvöldið verður sveitin í Mið- garði i Skagafirði. ■ LIPSTICK LOVERS skemmtir gestum í nýju og endurbættu Tungli á föstudagskvöld. Á laugar- dagskvöld verður hljómsveitin gest- ur Stjórnarinnar á dansleik í Ýdöl- um, Aðaldal. ■ DJASSTRÍÓ VESTURBÆJ- AR heldur tónleika í Djúpinu, Hafnarstræti 15, í kvöld, fimmtu- daginn 12. ágúst. Tríóið skipa Ómar Einarsson á gítar, Stefán S. Stefánsson á saxófón og Gunn- ar Hrafnsson á bassa. Gestur kvöldsins er Einar Valur Scheving trommuleikari. Fjölbreytt dagskrá verður á tónleikunum sem hefjast kl. 21.30. Aðgangur er ókeypis. ■ UNDIR TUNGLINU leikur fyrir dansi í Inghóli á Selfossi föstudagskvöld. Hljómsveitina skipa Elfar Aðalsteinsson, Tómas Gunnarsson, Almar Sveinsson, Ólafur Már Guðmundsson og Sig- mundur Sigurgeirsson. ■ LA CAFÉ heldur áfram með sitt svokallaða Fimmtudagsfestival. í kvöld, fimmtudag, verður haldið rokkkvöld á veitingahúsinu en þá verða heiðursgestir The Rolling Stones. ■ BAROKK. Föstudags- og laug- ardagskvöld skemmta Stefán E. Petersen píanóleikari og Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona gestum veitingahússins. ■ JÖTUNUXAR halda í kvöld, fimmtudag, tónleika á veitingahús- inu Hressó. Hljómsveitin var stofn- uð fyrir þremur árum og hafa þeir gefið út eina hljómplötu. Hljóm- sveitina skipa: Rúnar Örn Frið- riksson, Guðmundur Gunnlaugs- son, Svavar Sigurðsson, Jón Ósk- ar Gíslason og Hlöðver Ellerts- son. ■ NÝDÖNSK lejkur um helg- ina í Sjallanum á ísafirði föstu- daginn 13. ágúst og laugardaginn 14. ágúst. Þess má geta að hljóm- sveitin hefur nýlokið við upptökur á hljómplötu sem kemur út á hausti komandi og er nú unnið að hljóð- blöndun hennar. ■ SNIGLABANDIÐ skemmtir föstudagskvöldið á Tveimur vin- um. Sama kvöld verður Sniglaband- inu afhent svokölluð Bullplata fyrir mjög viðunandi árangur á árinu. Boðið verður upp á drykki kl. 23-24. Laugardagskvöldið verður hljóm- sveitin með dansleik í Lýsuhóli á Snæfellsnesi. ■ SSSÓL leikur í Festi í Grinda- vík á föstudagskvöldið og er aldurs- takmarkið 18 ár. Laugardagskvöld- ið skemmtir hljómsveitin í Njálsbúð í V-Landeyjum en aldurstakmark- ið þar eru 16 ár. ■ SÍN leikur um helgina á veit- ingahúsinu Ránni í Keflavík. Hljómsveitina skipa Arna Þorsteins, söngur, Guðmundur Símonarson, gítar og söngur, og Guðlaugur Sigurðsson, hljómþorð og röddun. Lagaval hljómsveitarinnar er fjöl- breytt og hafa þau leikið víða um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.