Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Landbúnaðurinn BEIN GREIÐSLUR ERU EKKILAUN Umræður um málefni land- búnaðarins hafa tilhneig- ingu til að þróast út í miklar öfgar á báða bóga. Talsmenn landbúnaðarins taka hvers kyns gagnrýni á landbúnaðar- kerfið óstinnt upp og svara henni á þann veg, að hleypir illu blóði í gagnrýnendur þeirra og raunar marga fleiri. Gagn- rýnendur landbúnaðarkerfisins ganga of oft alltof langt í um- fjöllun sinni um málefni þessar- ar atvinnugreinar. Segja má, að báðir aðilar hafi búið um sig í skotgröfum og eiri engu, sem frá andmælendum kemur. í nokkra áratugi voru bænd- ur hvattir til þess í orði og á borði m.a. með miklum fjár- hagslegum stuðningi að auka ræktun landsins og þar með fóðurframleiðsluna og fram- leiðslu búanna. Sveitirnar blómstruðu. Umframfram- leiðslan var flutt út fyrir lítið fé en skattgreiðendur borguðu mismuninn. Að því hlaut að koma, að dæmið gengi ekki upp. Skyndilega var snúið við blaðinu og bændur hvattir til þess að draga úr framleiðslu sinni og taka í staðinn upp nýjar búgreinar eins og loð- dýrarækt. Bændur urðu við þessum tilmælum, drógu úr framleiðslu kindakjöts og settu upp loðdýrabú, sem kostað hafa skattgreiðendur milljarða króna. Enginn getur haldið því fram með rökum, að bændur hafi ekki sinnt tilmælum um að draga úr framleiðslu kinda- kjöts. Sauðfé landsmanna hef- ur verið fækkað um helming og framleiðslan á dilkakjöti hefur minnkað í samræmi við það. Hún er nú helmingi minni en hún var 1978. Mjólkurfram- leiðslan hefur að mestu verið samræmd neyzlunni. Þetta er verulegur árangur, sem sýnir, að bændur hafa verið tilbúnir til að horfast í augu við stað- reyndir. En þrátt fyrir þennan mikla samdrátt er ekki nóg að gert. Kreppan hefur áhrif á stöðu landbúnaðarins, ekki síð- ur en á aðrar atvinnugreinar landsmanna. Fólk borðar minna kindakjöt en ella vegna verulega skertra lífskjara og ríkissjóður hefur ekki efni á að borga árum saman háar fjár- hæðir vegna landbúnaðarins. Bændur geta ekki gert kröfu til þess að sitja við annað borð en launþegar almennt. Ef sam- dráttur verður í byggingariðn- aði og tekjur byggingariðnað- armanna dragast saman af þeim sökum geta þeir ekki komið til ríkisstjórnar og óskað eftir stuðningi hennar. Þar duga hvorki tilvísanir til fjár- festinga, sem þeir geti ekki staðið undir eða aðrar rök- semdir. Ef samdráttur verður í neyzlu landbúnaðarafurða m.a. vegna kreppunnar eiga bændur ekki að geta komið til ríkissjóðs og krafizt þess, að þeim verði tryggðar óbreyttar tekjur. Þeir verða að sætta sig við þá staðreynd, að fram- leiðsluvara þeirra er ekki jafn eftirsótt og áður alveg eins og byggingariðnaðarmenn verða að sætta sig við, að vinna þeirra er ekki jafn eftirsótt og áður. Þegar augljóst er, að land- búnaðurinn framleiðir of mikið af einhverri afurð eins og t.d. dilkakjöti er fáránlegt að halda áfram fjárfestingum í atvinnu- greininni, að ekki sé talað um að halda þeim áfram á niður- greiddum vöxtum, á meðan aðrir atvinnuvegir og fjölskyld- ur standa engan veginn undir því háa vaxtastigi, sem er að öðru leyti í landinu. Það er löngu tímabært, að bændur og þá ekki sízt tals- menn þeirra, horfist í augu við þennan veruleika. Þjóðin hefur ekki lengur efni á að greiða milljarða fyrir framleiðslu, sem ekki er markaður fyrir og hefur raunar aldrei haft það. Þetta háttalag var fjármagnað ára- tugum saman eins og svo margt annað í þessu landi með erlendum lántökum. Þær eru nú komnar á hættumörk, ef ekki yfir hættumörk og að því getur komið fyrr en varir, að erlend lán standi okkur ekki lengur til boða í sama mæli og áður. Algert innflutningsbann á landbúnaðarvörum á að heyra fortíðinni til, ef sannanlegt er, að sjúkadómahætta sé ekki fyrir hendi. Hins vegar er eðli- legt, að landbúnaðurinn fái hæfilegan umþóttunartíma til þess að laga sig að breyttum aðstæðum. Slíkur innflutningur á því að fara hægt af stað. Þeir þingmenn, sem líta á sig sem sérstaka málsvara bændastéttarinnar eru margir. Ef þeir nota aðstöðu sína á Alþingi til þess að koma í veg fyrir eðlilegar breytingar á landbúnaðarkerfinu, mun krafan um jafnan atkvæðisrétt allra landsmanna magnast. Þá munu margir þeir, sem hingað til hafa talið rök fyrir einhverri misskiptingu í þeim efnum, ganga til liðs við þá sem krefj- ast jafnréttis. Þetta ættu tals- menn óbreyttrar stöðu í land- búnaðarmálum að hafa hug- fast. eftirHákon Sigurgrímsson í nýja búvörusamningnum sem tók gildi 1. september 1992 er um það samið að framleiðendur mjólkur- og sauðfjárafurða fái hluta afurðaverðs- ins greiddan í svokölluðum beinum greiðslum frá ríkinu. Það fé sem ríkissjóður ver nú til beinna greiðslna til bænda var áður notað til að greiða niður verð þessara sömu afurða á heildsölustigi. í stað þess að greiða þetta fé í formi niður- greiðslna til sláturhúsa og mjólk- urbúa og lækka þannig vöruverð til neytenda fara greiðslurnar nú millil- iðalaust til bænda og lækka þannig verð þess hráefnis sem afurðastöðv- arnar fá til vinnslu. Fyrir neytendur er útkoman sú sama. Því má segja að beingreiðslurnar séu framleiðslu- tengdar niðurgreiðslur. Hvað fá búin greitt? Samkvæmt ákvörðun tölvunefndar eru upplýsingar um beingreiðslur til einstakra búa trúnaðarmál. Hins veg- ar skulum við líta á hvernig þetta kemur út fyrir verðlagsgrundvallar- búið. I sauðfjárframleiðslunni er árs- framleiðsla verðlagsgrundvallarbús- ins 7.625 tonn af kjöti. Að meðaltali fær búið 410,36 kr. fyrir hvert kg kjöts og koma 50% þess í gegnum beingreiðslurnar. Hinn hluta afurða- verðsins greiðir sláturhúsið. Heildar beingreiðsla til búsins samkvæmt gildandi verðlagsgrundvelli nemur 1.564.498 kr. á ári. Ársframleiðsla grundvallarbúsins í mjólkurframleiðslunni er 79.443 lítrar mjólkur og 1,6 tonn af naut- gripakjöti. Fyrir hvern lítra fær búið greiddar 52,58 krónur samkvæmt síðasta útreikningi og nemur bein- greiðslan 47,1% af því. Hinn hluta afurðaverðsins greiðir mjólkurbúið. Heildar beingreiðsla til búsins er eftir Magnús E. Finnsson Kreditkort Notkun kreditkorta hefur aukist mjög mikið hér á landi sl. ár og er mun almennari en víða annars stað- ar. Heildarvelta kreditkortafyrirtækj- anna, Visa og Kreditkorta, var á sl. ári 52 milljarðar eða nánast um helmingur af heildarveltu smásölu- verslunarinnar í landinu. Á síðasta ári voru þjónustugjöld, sem verslanir og önnur þjónustufyr- irtæki greiddu til kortafyrirtækj- anna, að meðaltali um 1,6% af veltu (frá 0,9% af veltu upp í 3%). Sam- tals nam því sú upphæð, sem fyrir- tækin í landinu greiddu kortafyrir- tækjunum tveimur í þjónustugjald a.m.k. 800 milljónir króna. Þá er ekki reiknað með þeim kostnaði sem fylgir því að lána vöruna í allt að 45 daga. Auk þess greiða fyrirtækin leigu fyrir svokölluð „pos-tæki“, raf- ræna lesara sem tengdir eru með síma beint við kortafyrirtækin. Kort- hafar greiða síðan árgjald og út- skriftargjald sem handhafar kort- anna. Þegar allt er reiknað, má gera má ráð fyrir að heildarkostnaður við kreditkortin sé um eða yfir tveir milljarðar. Augljóst er að þessi kostnaður hefur leitt til hækkunar vöruverðs í landinu. Bankarnir og sparisjóðirnir sem eiga kortafyrir- 1.967.803 kr. á ári miðað við verðlag 1. september sl. Beingreiðslur eru greiddar mán- aðarlega í samræmi við innlagðar afurðir. Greiðsla mjólkurbúanna á síðan að koma 10. dag næsta mán- aðar eftir innleggsmánuð og slátur- húsin eiga að gera að fullu upp við bændur fyrir 15. desember vegna haustinnleggsins. Á búi bóndans er það hins vegar svo, eins og í öðrum rekstri, að reikningana verður að greiða fyrst, launin eru það sem eft- ir stendur þegar allur kostnaður hef- ur verið greiddur. í sauðfjárfram- leiðslunni er það því miður svo að sum sláturhúsin hafa ekki enn greitt bændum fyrir innlegg síðasta hausts nema að litlu leyti og sumstaðar horfir svo að hluti afurðastöðvaverðs- ins tapist. Beingreiðslan hefur farið í að greiða aðföng og annan reksturs- kostnað búsins en bóndinn situr launalaus eftir. Af þessu sést hve fráleitt það er að tala um beingreiðsl- ur sem laun. Hve margir fá beingreiðslu? Beingreiðslur eru einungis greidd- ar á afurðir sem seljast á innlendum markaði. Þörf innlenda markaðarins fyrir kindakjöt á tímabilinu 1. 9. 1993-31. 8. 1994 er áætluð um 8.000 tonn og þörf markaðarins fyr- ir mjólk á sama tímabili er áætluð 100 milljónir lítra. Þessu magni er síðan skipt milli búanna m.v. framleiðslu þeirra hvers og eins á undanförnum árum og nefn- ist það greiðslumark búsins. Alls eru 3.300 bú skráð með greiðslumark. Þar af eru 400 félagsbú tveggja eða fleiri fjölskyldna. Um 500 bú teljast hrein kúabú, um 1.850 teljast hrein sauðfjárbú og um 950 teljast blönduð bú mjólkur- og sauðfjárframleiðslu. Stærð þessara búa er afar misjöfn. Stærðardreifingin er mun meiri í sauðfjárframleiðslunni þar sem meirihluti búanna er rekinn sem tækin Visa og Kreditkort hafa hagn- ast verulega á þessari starfsemi, meira en nokkur hafði reiknað með í upphafi. Bæði almenningur og eig- endur þjónustufyrirtækja hafa séð þessi rúmu fjárráð endurspeglast á ýmsan óvenjulegan hátt í formi aug- lýsinga og ýmissa uppákoma í skemmtanalífi landsmanna. Bank- arnir ætla nú að sækja harðar á þessi mið með útgáfu svokallaðra debetkorta, þótt landið sé lítil „smuga“ er míkillar veiði von og nægur er kvótinn. Vissulega fagnar verslunin og aðrir þjónustuaðilar í landinu þeirri þróun sem er að verða með tilkomu rafrænna viðskipta en vilja ekki kaupa hana hvaða verði sem er. íslensk verslun hefur tileink- að sér fullkomnustu tækni sem í boði er hveiju sinni. í öllum tilvikum hafa fyrirtækin átt valkosti um gæði og verð nema þegar greiðslukortin eiga í hlut. Debetkort Debetkortunum er ætlað að leysa ávísanir af hólmi eða a.m.k. að draga úr notkun þeirra. Áfram verða þó ávísanir notaðar í viðskiptum manna á milli af skiljanlegum ástæðum. Talsmenn debetkorta halda því fram að með tilkomu þeirra muni draga úr notkun kreditkorta. Þeir beita þeim rökum að um helmingur þeirra sem fram að þessu hafa notað kredit- kort, geri það vegna þægindanna en ekki vegna greiðslufrestsins. Það má vera að eitthvað sé til í því en þó er víst að allflestir nota kredit- hlutastarf. Stærstu búin eru hins vegar lífsframfæri fleiri en einnar fjölskyldu. Stærð búsins hefur ekki áhrif á hlutfall beingreiðslu í verði hvers lítra mjólkur eða kg kjöts. Hvers vegna var þessu breytt? Ástæða þess að ákveðið var að færa niðurgreiðslurnar af heildsölu- stigi yfir á framleiðendastig er m.a. sú gagnrýni sem komið hefur fram á niðurgreiðslukerfi á undanförnum árum, ekki síst frá núverandi stjórn- arflokkum. Því var m.a. haldið fram að milliliðimir högnuðust óeðlilega á niðurgreiðslunum og lægju með féð í rekstrinum. Eðlilegra væri að niður- greiðsluféð gengi milliliðalaust til framleiðenda. Þá var það gagnrýnt að niðurgreiðslurnar stuðluðu að óeðlilegri verðlagningu einstakra vara og nýttust því ekki neytendum eins og til væri ætlast. Frá sjónar- miði bænda er ávinningurinn af breytingunni ekki síst sá að festa niðurgreiðslustig kjöts og mjólkur og koma þannig í veg fyrir þær miklu sveiflur sem verið hafa á hlutfalli niðurgreiðslna á undanförnum ára- tugum allt eftir því hvaða pólitísku vindar blésu hverju sinni. Stöðugleiki í verðlagi búvara er að sjálfsögðu sameiginlegt hagsmunamál bænda og neytenda. Þá er þess að geta að beinar greiðslur til bænda em viður- kennt stuðningsform innan væntan- legs GATT-samnings. Velþekkt fyrirkomulag- Beinar greiðslur afurðaverðs til bænda eru vel þekkt stjórntæki í landbúnaði nálægra landa. Til dæmis hafa þær lengi verið grundvallarat-' riði í landbúnaðarstefnu Bandaríkj- anna. Þar fá kornframleiðendur um þriðjung kornverðsins greitt frá rík- inu. Framleiðendur annarra afurða, svo sem nautakjöts, mjólkur og ali- fuglaafurða, fá síðan kornið á niður- greiddu verði. Jafnframt virkar bein- kortin ekki síst vegna greiðslufrests- ins. Það eru því hæpin rök að halda því fram að með tilkomu debetkort- anna dragi almenningur við sig að nota kreditkortin. Sérstaklega þegar litið er til þess að útlánavextir eru hér háir og lán sem fást með notkun kreditkorta em vaxtalaus. Með því að inna af hendi greiðslu með debetkorti, eru peningar færðir á rafrænan hátt á milli reikninga og gerist slíkt samdægurs. (Við af- greiðsluna er notast við sömu tæki sem notuð eru þegar tekið er á móti greiðslu með kreditkorti, svokölluð ,,pos-tæki“). Með tilkomu debetkortanna munu forráðamenn bankanna krefja versl- anir og aðra þjónustuaðila um þókn- un af þesskonar viðskiptum og er ætlunin að sú upphæð nemi 0,7%-l,7% af veltu. Áuk þess er gert ráð fyrir að handhafar debet- korta greiði árgjald auk færslu- gjalds, fasta upphæð í hvert sinn sem kortið er notað. í því sambandi hafa verið nefndar 20 kr. á hveija færslu. Bankarnir gera ráð fyrir að veltan í debetkortum verði um 25 milljarðar eftir 2 ár ef samningar nást við þjón- ustuaðila. Gefnar eru út árlega um 30 milljónir ávísana hér á landi og mun núverandi kostnaður bankana af ávísunum vera um það bil 1,5 milljarður á ári. Þann kostnað er fyrirhugað að lækka í um helming með tilkomu debetkortanna. Áætlun bankana er því að spara 750 milljón- ir. Landsmenn hjóta að fagna þess- ari hagræðingu í bankakerfinu og Bankamír í „smug Nokkur orð um greiðslukort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.