Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 27 Á skólaráðstefnu FRÁ ráðstefnu Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og SAMFOKS sem bar yfirskriftina „Farsæl fyrsta skóla- ganga - fjársjóður um daga langa“. Námsstefna haldin um kennslu 6 ára bama NÁMSSTEFNA um kennsiu 6 ára barna sem bar yfirskriftina „Farsæl fyrsta skólaganga - fjársjóður um daga langa“ var haldin á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og SAMFOKS, Samtaka foreldrafélaga í grunnskólum, í Borgartúni sl. laugardag. Að sögn Áslaugar Brynj- ólfsdóttur, fræðslustjóra Reykjavíkurumdæmis, var megin þema náms- stefnunnar að skólinn þyrfti að vera í stakk búinn til að meta stöðu barnanna og láta foreldra vita um allt sem þau gætu gert til aðstoðar varðandi skólagöngu þeirra. Helgi vann alla á helgarskákmóti HELGI Ólafsson stórmeistari vann allar skákirnar II á helgarskák- móti á Akranesi um helgina. í öðru sæti með 9 vinninga kom Jóhann Hjartarson. Hann tapaði fyrir Helga og gerði tvö jafntefli. Þetta var 41. helgarskákmót timaritsins Skákar. í þriðja sæti með 8,5 vinninga var skákforritið Chess Genius sem tefldi við marga sterka andstæðinga en þó ekki þá allra bestu. Forritið tap- aði einni skák fyrir Arnari Þorsteins- syni, Akureyri, og gerði þrjú jafn- tefli við þá Jón Hálfdánarson, Akra- nesi, Magnús Sólmundarson, Haustnám- skeið fyrir foreldra NÚ ER að fara af stað haustnám- skeið fyrir foreldra sem fyrir- ! tækið Samskipti: fræðsla og ráð- gjöf sf. heldur. Á námskeiðinu er fjallað um sam- B skipti foreldra og barna, hvernig sé hægt að ala á ábyrgðarkennd, sjálfstæði og tillitssemi hjá börnum og komast hjá stöðugri „valdabar- áttu“ í uppeldi. Hugmyndirnar sem liggja að baki aðferðunum sem námskeiðið byggist á eru settar fram af banda- riskum sálfræðingi, dr. Thomas Gordon. Námskeið sem þetta er nú haldið í nær 30 löndum víða um heim. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð en þeir hafa sótt þjálfun til Bandaríkjanna og hafa einkaleyfi á að halda námskeið dr. B Gordons á íslandi. Reykjavík, og Guðmund S. Gíslason, ísafirði. Þátttaka slíkra skákforrita í skák- mótum hefur verið afar viðkvæm en samt færst í vöxt enda augljóst að í framtíðinni glíma menn í auknum mæli við tölvuforrit. í 4.-8. sæti með 7 vinninga urðu þeir Guðmundur Halldórsson, Karl Þorsteins, Haukur Angantýsson, Dan Hansson og Arnar Þorsteinsson. Unglingaverðiaun sem eru í boði á helgarskákmótinu hlutu Héðinn Björnsson, Unnar Þór Guðmundsson og Róbert Rúnarsson. Hlutskarpast- ur heimamanna varð Jón Hálfdánar- son. Hlutskarpastur dreifbýlismanna varð Arnar Þorsteinsson. Hlutskarp- astur öldunga varð Gunnlaugur Sveinbjörnsson, Akranesi, 77 ára, hlaut 4,5 vinninga. Keppendur voru 40. ♦ ♦ ♦------- ■ Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði skorar á ökumann ljósleits Range Rover jeppa með krómfelgum, sem stakk af frá hörðum árekstri á Elliðavatnsvegi á föstudagskvöld og ók skömmu síðar út af vegi á Rjúpnahæð, að gefa sig fram. Áreksturinn sem ökumaðurinn stakk af frá var mjög harður og mildi að ekki hlaust af alvarlegt slys, að sögn lögreglu. Sjónarvottar að því og útafakstri jeppans skömmu síðar hafa gefið lýsingu á þeim sem í bílnum voru og telur lögreglan víst að málið sé í þann veg að upplýsast en skorar þó á ökumanninn að gefa sig fram. Eftirfarandi erindi voru flutt á námsstefnunni. Anna Guðný Ara- dóttir, foreldri, talaði um væntingar til skólans. Hildur Skarphéðinsdótt- ir, umsjónarfóstra, talaði um mikil- vægi samvinnu leikskóla og grunn- skóla. Kristin G. Andrésdóttir, skóla- stjóri, talaði um skipan skólastarfs með tilliti til byijenda, Anna N. Möller, kennari, talaði um sam- ábyrgð foreldra og skóla og Matt- hildur Guðmundsdóttir, kennslufull- trúi hélt erindi sem nefndist Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Eftir hádegishlé hélt Árni Sigfús- son, formaður Skólamálaráðs Reykjavíkur erindi sem nefndist Heilsdagsskóli, Björg Eysteinsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur, hélt erindi um heilsugæslu. Eyrún Gísladóttir, sérkennslufulltrúi, talaði um sér- kennsluhúsnæði innan skólakerfis- ins. Víðir H. Kristinsson forstöðusál- fræðingur ræddi um sálfræðiþjón- ustu og Guðbjörg Björnsdóttir for- maður SAMFOKS hélt erindi sem nefndist Heim úr skólanum glöð. 'r' I lok námsstefnunnar voru um- ræður í klukkustund. Námsstefnu- stjóri var Kristín Hraundai. 3 Leigjandi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sliver. Sýnd í Háskólabíói og Sambíóunum. Leiksljóri: Philip Noyce. Handrit: Joe Eszterhas. Framleiðandi: Rob- ert Evans. Aðalhlutverk: Shar- on Stone, William Baldwin, Tom Berenger, Martin Land- au. I spennumyndinni Sliver, sem sýnd er jöfnum höndum í Há- skólabíói og Sambíóunum, sam- einast á ný töfradúettinn úr Ógn- areðli, handritshöfundurinn Joe Eszterhas og leikkonan kyn- þokkafulla Sharon Stone, en lítið er eftir af fyrri töfrum hafi þeir þá verið einhveijir. Handrit Eszt- erhas uppúr sögu Ira Levin er hreinasta eyðimörk og leikur Stone staðfestir þær grunsemdir að á bak við allt skrumið í kring- um hana leynist aðeins meira skrum. Sjálf myndin er einn skrumbingur, eingöngu gerð til að græða á tímabundnum vin- sældum Stone. Roman Polanski gerði ágæta mynd um leigjanda sem flutti í á ystu nöf íbúð með skuggalega fortíð líkt og Stone gerir í Sliver en Pol- anski er hér víðsfjarri. í handriti Eszterhas segir frá glæsilegum starfsmanni bókaforlags - Stone tekur sig flott út á skrifstofunni þótt hlutverkið sé ekki meira sannfærandi en svo að mann grunar að hún haldi að vasabrot sé eitthvað úr fataskápnum - sem flytur í íbúð í háhýsi þar sem voveiflegir atburðir hafa gerst og þeim linnir síst eftir að hún kemur við sögu. Það lítur ekki út fyrir að Eszt- erhas hafi haft spennumynd í huga þegar hann hnoðaði saman handritinu heldur kroppinn á Stone. Myndin á öðrum þræði að vera víti til varnaðar í þjóðfé- lagi þar sem rafeinda- og mynd- ’ bandatæknin gerir einkalíf fólks að útdauðum hlut en í staðinn fyrir uppbyggingu spennu og persónugerð sem maður getur látið sig varða um kemur hvert sundurlaust atriðið á fætur öðru þar sem sexapíll leikkonunnar gegnir aðalhlutverki: Hún fróar sér í baði, sefur mjög hjá William Baldwin og í hallærislegasta atr- iðinu af þeim öllum klæðir hún sig úr undirbuxunum á stoppfull- um veitingastað. Það á að vera smart og ögrandi (allir vita að Eszterhas hefur sérstakt dálæti á undirbuxnalausu kvenfólki) en verður dæmalaust ómerkilegt sirkusatriði og mun síðra veit- ingahúsaatriðinu í Þegar Sally hitti Harry... þaðan sem því er stolið. Þess á milli mistekst ástralska leikstjóranum Philip Noyce („De- ad Calm“) algerlega að búa til spennu úr söguþræðinum því hann er nánast enginn. Tom Berenger er úti að aka sem rit- höfundur á ystu nöf og Baldwin er viðbjóðslegur gægjufíkill, sem við eigum mögulega að hafa sam- úð með, en annar þeirra er morð- ingi af mjög ókunnum ástæðum, ef nokkrum. Morðmálið fjarar einhvem veginn út. Myndataka Vilmos Zsigmond er eftirtektar- verð en samanburður við annan nýlegan fjölbýlishúsatrylli, „Single White Female" eftir Bar- bet Schroder, fær mann til að hrista hausinn yfir gerviveröld- inni í Sliver. Menn hafa gengið svo langt í að nýta sér skrumið í kringum Stone sem kyntákn að þeir hafa gleymt sjálfri bíó- myndinni. SltlCI auglýsingar FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Helgarferð 8.-10. sept. Landmannalaugar-Hrafntinnu- sker-Álftavatn. Gist i skálum F.(. fyrri nóttina í Laugum og seinni nóttina við Álftavatn. Skoðaðir íshellarnir. Ganga á laugardeginum úr Hrafntinnu- skeri í Álftavatn, eöa ekið niður hjá Laufafelli ef vill. Þórsmerkurferð 8.-10. sept. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferðir. Ath. Þórsmörk er aldrei fegurri en á haustin. Nota- leg gisting í Skagfjörðsskála, þar er allt sem til þarf fyrir gesti. Helgarferð til Þórsmerkur er góð tilbreyting. \ Brottför í helgarferðirnar er kl. 20 föstudag. Síðasta skipulagða gönguferðin um „Laugaveginn" (5 dagar) milli Landmannalauga og Þórs- merkur 15.-19. sept. Brottför miðvikudagsmorgun kl. 08. Verð kr. 12.400,-. Félags- verð kr. 11.100,-. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bibliulestur kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. ÉSAMBANO ISLENZKRA ____' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Almenn kristniboðssamkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar segir frá nýliðinni ferð sinni til Afríku. Benedikt Arnkels- son talar. RAÐAUGÍ YSINGAR + tr A að flytja inn ódýran mat? Félagsfundur sjálfstæðismanna í Árbæ verður haldinn fimmtudaginn 9. september kl. 20.30 í Hraunbæ 102b. Dagskrá: 1. Kjör landsfundarfulltrúa. 2. Dr. Þorvaldur Gylfason ræðir innflutning á matvöru. Stjórn sjálfstæðisfélagsins í Árbæ, Selási og Ártúnsholti. Sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins Boöað er til fundar í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins miðviku- daginn 8. september nk. kl. 20.30 í Valhöll v/Háaleitisbraut. Á dagskrá fundarins er að ræða og ganga frá drögum að ályktun um sjávarútvegsmál fyrir komandi landsfund. Stjórnin. Hluthafafundur í Skildi hf., Sauðárkróki verður haldinn fimmtudaginn 9. september kl. 21.00 í kaffistofu Frystihússins. Fundarefni: Stjórnarkjör og önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.