Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 URSLIT Valur - Aberdeen 0:3 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni bikarhafa —. 1. umferð, fyrri ieikur, þriðjudaginn 14. september 1993. Aðstæður: Góður völlur, logn og um 10 stiga hiti. .Mörk Aberdeen: Duncan Shearer (8.), Eoin Jess 2 (27. og 56.). Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Michel Kraux frá Belgíu. Dæmdi vel. Línuverðir: Gorges Pollet og Pierro Mannaerts frá Belgíu. Áhorfendur: 656 greiddu aðgangseyri. Valur: Bjami Sigurðsson — Jón Grétar Jónsson (Sigurbjöm Hreiðarsson 83.), Jón S. Helgason, Sævar Jónsson, Bjarki Stef- ánsson — Arnljótur Davíðsson, Steinar Adolfsson, Ágúst Gylfason, Hörður Már Magnússon, Kristinn Lárusson — Anthony Karl Gregory (Tryggvi Valsson 83.). Aberdeen: Theo Snelders — Brian Irvine, Alex McLeish, Stewart McKimmie, Stefhen Wrigth — Joseph Miller (Roy Atken 76.), Jim Bett (David Winnie 56.), Paul Kane — Eoin Jess, Duncan Shearer, Robert Connor. Evrópukeppni bikarhafa Leverkusen: Leverkusen - Brno (Tékk.lfðv.)....2:0 Pavel Hapal (30.), Andreas Thom (66.). 6.100. Degerfors: Degerfors - Parma.................1:2 Henrik Berger (72.) — Faustino Asprillia 2 (87., 88.). 10.482. UEFA-keppnin Salzburg: Salzburg - Streda (Slóvakía)......2:0 Amerhauser (40.), Pfeifenberger (85.). 6.500. Moskva: Dynamo Moskva — Frankfurt.........0:6 — M. Gaudino (9.), Ralf Weber (25.), Jan Furtok (45.), Uwe Bein (48.), Jay-Jay Okoc- ha (81.), Anthony Yeboa (89.). 23.000. ■Valery Gazzayev, þjálfari Moskvuliðsins, sagði starfi sínu lausu eftir leikinn. Vacr Ungveijalandi: Vac Samsung — Apollon (Kýpur).....2:0 Istvan Szedlacsek (43.), Elek Nyilas (78.). 4.000. Nikosía Apoel (Kýpur) - París St G........0:1 — Jean-Luc Sassus (78.). ■Bernard Lama, markvörður Parísarliðs- ins, varði vítaspymu á síðustu mín. leikins. Karlsruhe: Karlsruhe - PSV Eindhoven.........2:1 Edgar Schmitt (21.), Sergei Kiryakov (30.) — Giga Popescu (36.). 25.000. Dublin: Bohemians (írl.) - Bordeaux.......0:1 Christophe Dugarry (16.) 5.000. Antverpen: Antverpen - Maritimo (Portú.).....2:0 Severyns (57.), Milos Bursac (90.). 5.000. Dnepropetrovski: Dnepr (Úkraínu) - A. Wacker.......1:0 Júri Maksimo (76.). 12.000. Lahti: Lahti (Finnl.) - Waeegem..........4:0 Juha Annune (17.), Ismo Lius 2 (19., 75.), Kalle Lehtinen (25.). Edinborg: Hearts - Atletico Madrid..........2:1 John Robertson (70.), John Colquhoun (75.) — Roman Kosecki (77.). 15.596. Belfast: Crusanders - Servetta.............0:0 3.500. Álaborg: Álaborg - La Coruna...............1:0 Sören Thorst (66.). 8.100. Bern: Young Boys - Celtic...............0:0 8.000. Luxemborg: US Luxemborg - Boavista...........0:1 Casaca (40.). 1.067. ÍAogKRáalþjóð- legum seðli Idag kl. 16.55 lýkur sölu á fyrsta Eu- rotips-seðli ársins, sem getraunafyrir- tæki í Austurríki, Danmörku, Svíþjóð og á íslandi standa að. 14 leikir eru á seðlin- um og þar á meðal Evrópuleikur ÍA og Feyenoord í Evrópukeppni meistaraliða í kvöld og KR og MTK Búdapest í Evrópu- keppni félagsliða á morgun. Fimm leikir á seðlinum em í Evrópu- keppni meistaraliða, sjö úr Evrópukeppni félagsliða og tveir t Evrópukeppni bikar- hafa. Fyrsti vinningur fyrir 14 rétta verð- ur greiddur úr sameiginlegum potti, en auk þess verður greitt fyrir 13, 12 og 11 rétt tákn á íslandi. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Valsmenn úr leik Valur B. Jónatansson skrifar DRAUMUR Valsmanna um að komast áfram í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa varð að engu í gær er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Aberdeen, 0:3, á Laugardalsvelli. Skoska liðið hafði mikla yfirburði þó svo að mörkin hafi öll verið af ódýrara taginu. „Þetta var mun auðveldara en ég bjóst við fyr- irfrarn," sagði Jim Bett, leik- maður Aberdeen, eftir leikinn og það eru orð að sönnu. Valsmen léku stífan varnarleik frá fyrstu mínútu og gáfu eft- ir miðjuna. Gestirnir gengu á lagið og gerðu fyrsta markið strax á 8. mínútu og kom það nánast upp úr engu. Þeir fengu auka- spyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals út við hliðarlínu vinstra meg- inn — tóku hana strax og Valsmenn áttuðu sig ekki í tæka tíð. Joseph Miller fékk frítt skot að marki frá vítateig, Bjarni varði en hélt ekki boltanum og Duncan Shearer fylgdi vel á eftir og skallaði í netið. Anthony Karl var nálægt því að jafna leikinn á 22. mínúut eftir snarpa sókn. Kristinn Lárusson óð þá upp völlinn og renndi innfyrir vörnina og Anthony Karl kom á fullri ferð og náði að pota í boltann sem rúllaði rétt framhjá. Þetta var eina alvöru færi Valsmanna í leikn- um. Fimm mínútum síðar kom rot- höggið fyrir Valsmenn er Skotamir bættu öðru marki við og útlitið þá orðið dökkt. Eftir mistök í vöm Vals náði McKimmie góðri fyrirgjöf frá vinstri, Robert Connor fram- lengdi með skalla inn að markteig og þar var minnsti leikmaðurinn á vellinum, Eoin Jess, og skallaði í bláhomið. Leikmenn Aberdeen fóru sér engu óðslega í síðari hálfleik enda með ömgga forystu. Þeir fengu reyndar nokkur ágæt færi en náðu aðeins að skora úr einu með aðstoð Sævars Jónssonar. Jess átti þá skot í gegnum vömina og Sævar breytti Yfirburðir Morgunblaðið/Bjami ABERDEEN hafði mikla yfirburði gegn Val í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli í gær. Hér hoppar Duncan Shearer, sem skoraði fyrsta mark leiksins, yfir Steinar Adolfsson. Var of stórt tap - sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Valsmanna „ÞETTA var of stórt tap að mínu mati. Mörkin voru mjög ódýr. Við vorum að spila ágæt- lega á köflum, en þetta var ein- faldlega ekki okkar dagur," sagði Kristinn Björnsson, þjálf- ari Vals. Kristinn sagðist vera þokkalega ánægður með strákana sína. „Við gerðum okkar besta og vorum að skapa okkur færi. En þeir refs- uðu okkur fyrir þau mistök sem við gerðum. Við ætluðum að loka betur svæðum en það gekk ekki upp. Það verður erfitt að spila úti og það þarf nánast kraftaverk til að snúa þessum úrslitum okkur í hag. Þetta er góð reynsla fyrir okkar ungu leikmenn og þeir sjá að það er hægt að spila á meiri hraða og það þarf að vinna fyrir því inná vellin- um,“ sagði þjálfarinn. Willie Miller, framkvæmdastóri Aberdeen, var að vonum ánægður með úrslitin. „Við fengum óskabyij- un og eftir að við gerðum annað markið var þetta aldrei spurning. Þessi sigur gerir okkur auðveldara fyrir í síðari leiknum og ætti að duga okkur áfram. Það er ljóst að leikmenn Vals skortir meiri reynslu og getu til að leika gegn atvinnu- mönnum." „Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við stjórnuðum leiknum allan tímann og mörkin komu á góðum tíma,“ sagði Jim Bett sem meiddist á ökkla og varð að fara útaf um miðjan síðari hálfleik. „Þetta er kannski ekki óeðlilegur munur á áhugamönnum og atvinnumönnum. Valsmenn voru þó að reyna að skapa sér færi,“ sagði Bett. Hann sagði að það væri alltaf jafn gaman að leika á íslandi og vonandi ætti hann eftir að fá tækifæri til þess aftur. „Leikurinn var ekki mjög góður af okkar hálfu. Fyrsta markið kom upp úr röð af mistökum og það sló okkur út af laginu. Við náðum aldr- ei að sækja hratt og þeir áttu auð- velt með að loka á okkur. Leikurinn í Skotlandi verður erfiður en það er bara að bíta á jaxlinn og leggja sig fram,“ sagði Bjarni Sigurðsson, markvörður Vals. stefnu knattarins þannig að Bjarni misreiknaði boltann sem sveif yfir hann og í netið. Eftir þetta komust Valsmenn meira inní leikinn en náðu sjaldan að skapa sér opin færi, enda vörn Aberdeen vandan- um vaxin. Leikurinn var slakur að hálfu Valsmanna og gerði skoska liðið aðeins það sem þurfti til að vinna án þess að sýna neinn stórleik. ís- lensku strákarnir báru of mikla virðingu fyrir þeim skosku og það kann ekki góðri lukku að stýra. Það vantaði baráttu og að sækja boltann framar á völlinn. Það er kannski engin skömm að tapa fyrir atvinnu- mannaliði en það mátti hafa aðeins meira fyrir þessu. Kristinn Lárus- son og Ágúst Gylfason voru bestu leikmenn Vals ásamt Arnljóti Dav- íðssyni. Jim Bett var sá sem valdið hafði á miðjunni hjá Aberdeen þar til hann fór útaf meiddur um miðjan síðari hálfleik. Við það datt leikur liðsins aðeins niður og eins og leik- menn sættu sig við þessi þijú mörk enda aðeins formsatriði að klár%r- síðari leikinn til að komast í 2. umferð keppninnar. ÍPRÚmR FOLK ■ VALSMENN náðu ekki að skora<— gegn Aberdeen, sem hafði þrisvar áður leikið á Laugardalsvellinum í Evrópúkeppninni og fengið á sig mark í öllum leikjunum. ■ KNÖTTURINN sprakk í síðari hálfleik er Kristinn Lárusson ætl- aði að hreinsa framm, en leikmaður Aberdeen komst á milli og það þoldi boltinn ekki og sprakk og varð því að fá annan bolta til að klára leikinn. ■ EYLEIFUR Hafsteinsson skor- aði fyrir KR, 1:4, 1967, Sigurður Halldórsson og Júlíus Ingólfsson fyrir ÍA 1983, 1:2, og 1985, 1:3. ■ ÍSLENSK lið hafa skorað 102 mörk í Evrópukeppninni og skor- aði Alexander Högnason 100. Evr- ópumark íslands gegn PartizawT' Tírana á Akranesi á dögunum. Gunnar Felixson, KR, skoraði fyrsta markið gegn Liverpool 1964. ■ VALSMENN hafa skorað flest mörk í Evrópukeppni, eða 23. Þeir hafa einnig leikið flesta leiki, eða 39 af þeim 179 sem íslensk lið hafa leikið. ■ FEYENOORD hefur einu sinni áður leikið gegn íslensku liði í Evr- ópukeppni, en ekki á íslandi. KR lék báða leiki sína gegn félaginu 1969 í Rotterdam — 2:12 og 0:4. Baldvin Baldvinsson skoraði bæði mörk KR og var annað þeirra, glæsi- legt skallamark, útnefnt mark ársins á heimavelli Feyenoord það ár. ■ SÍÐAST þegar SkagameniU' léku Evrópuleik á Laugardalsvell- inum, töpuðu þeir stórt — 0:9 fyrir Sporting Lissabon, 1986. ■ ARNAR Gunnlaugsson er ann- ar Skagamaðurinn, sem leikið hef- ur með Feyenoord. Pétur Péturs- son lék á árum áður með félaginu og skoraði t.d. þijú mörk í Evrópuleik gegn Malmö FF 1979, 4:0. Þrír Víkingar í leikbann Þrír leikmenn Víkings voru úr- skurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í gær. Víkingarnir Halldór Jónsson, Bjöm Bjartmarz og Thomas Javorek verða í leik- banni í næsta leik í 1. deildinni gegn ÍBV á laugardaginn. Eyja- menn verða þá með tvo leikmenn í banni, Nökkva Sveinsson og Rút Snorrason. Alls voru tíu leikmenn 1. deildar karla úrskurðaðir í leikbann. Þeir eru: Aðalsteinn Víglundsson og Finnur Kolbeinsson, Fylki. Jón S. Helgason, Val, Ólafur Þórðarson, ÍA og Þorsteinn Halldórsson, FH auk þeirra fyrrnefndu. Fjórir leikmenn úr 2. deild karla taka út leikbann í síðustu umferð- inni á laugardag. Pétur Björn Jóns- son, markahæsti leikmaður deildar- innar úr Leiftri, verður í leikbanni gegn Breiðabliki. Hinir eru: Ormarr Orlygsson, KA, Friðrik Sæbjörns- son, Stjörnunni og Vilhjálmur Vil- hjálmsson, Þrótti Reykjavík, sem fékk tveggja leikja bann. FIFA Evrópukeppni meistaralida Laugardalsvöllur ÍA - FEYENOORD mióvikudag 15. september kl. 20.30. MiftaverA: Stúka kr. 1.100 - Stæfti kr. 700 - Börn kr. 300 ATH.AogBkortgilda Knattspyrnufélag ÍA UEFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.