Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 44
4 ÓSKAÍr LÍFEYRIR «ð þínu víili! $mf SÍHií 91-692500 VISA LEIÐIN UM EVRÓPU TST ■■■ FARKLÚBBUR VISA Simi 91-671700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK Slm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 83 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Afli utan landhelg'i í þjóðhagsáætlun __ Utflutningsverð- 'mætið nemur 1,5 milljarði kr. VINNA við nyja þjoðhagsáætlun stendur nú yfir en í henni verður reiknað með verðmæti afla sem veiddur er utan landhelginnar. Varlega áætlað mun þessi afli nema rúmlega 2% af útflutningverð- mæti ársins í ár eða um 1,5 milljörðum króna. Hlutfallið gæti hækk- að töluvert ef veiðar í Smugunni halda áfram á svipaðan hátt og verið hefur. Sé það gefið sem forsenda nemur aflinn utan land- helgi 3% af útflutningsverðmætinu í ár. í fyrra nam þessi afli rúm- lega 1% af útflutningsverðmætinu þannig að vægi hans mun tvöfald- ast milli ára. Fiskistofa hefur sapt Þjóðhags- stofnun yfirlit um afla utan land- helginnar. I þeim tölum er tekinn saman þorskafli sem rússneskir, færeyskir og þýskir togarar hafa landað hér, úthafskarfinn sem veiðst hefur, rækjuaflinn á Flæmska hattinum og þorskafli ís- lensku togaranna í Smugunni. Sam- tals nemur þessi afli hátt í 20.000 þorskígildistonn en hvert prósent í útflutningsverðmætum er talið vera um 7.000 þorskígildistonn miðað v~^ið að heildarútflutningsverðmæti ársins verði 70 milljarðar króna. Veiðar í Smugunni gætu breytt dæminu Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, segir að fyrr- greindar tölur miði við að landanir rússneskra og annarra erlendra skipa á þorski nemi um 6.000 tonn- um, að úthafskarfaaflinn í ár nemi 20.000 tonnum, að rækjuafli ís- lenskra skipa utan landhelgi og landanir erlendra skipa, einkum grænlenskra, verði á svipuðum nót- um og í fyrra, eða 3.500 tonn. Auk þess er lagt til grundvallar að þorsk- afli íslenskra skipa í Smugunni sé orðinn nær 2.000 tonn. „Við förum varlega í að áætla vægi þessa afla í útflutningsverð- mætum en það er ljóst að það nem- ur að minnsta kosti rúmlega 2%,“ segir Ásgeir. „Erfiðara er að segja til um þróunina fram til áramóta í veiðum í Smugunni og áhrif þeirra á útflutningsverðmætið. Ef við gef- um okkur að átta skip stundi þar veiðar og dagsafli þeirra sé 15 tonn í þær tíu vikur sem eru fram að áramótum er komið eitt prósent til viðbótar í útflutningsverðmæti. Þetta er hlutur sem við verðum að meta í vinnunni við hina nýju þjóð- hagsáætlun. Hinar aflatölurnar sem nefndar voru liggja nokkuð ljósar fyrir." Morgunblaðið/Golli Jakob Pálmason svíður lappir af kappi og segir þær vinsælar i kunningjahópnum, en þær eru borðaðar soðnar, súrar og í sultu eftir smekk hvers og eins. Svíður lappir af kappi JAKOB Pálmason á Gilsbakka- veginum á Akureyri hefur ver- ið önnum kafinn síðustu daga við að sviða lappir. „Eg hef gert þetta nokkur undanfarin haust, fyrir okkur hérna heima og kunningjana," sagði Jakob í spjalli við Morgunblaðið í gær. Jakob sagði að mikil vinna væri við þetta verk, það þyrfti að sækja lappirnar í sláturhúsið og flytja heim, hreinsa og svíða. „Það er óttalegt skak við þetta, en þeg- ar maður er orðinn eins gamall og ég, þá finnst manni ágætt ef hægt er að dunda við eitthvað svona, þó lítið sé,“ sagði Jakob, sem er 77 ára gamall. Hann sagði að mikilvægt væri að tíð væri þokkaleg, helst logn og alls ekki rigning því hann væri með aðstöðu úti við. Sælgæti „Þetta er ljómandi góður mat- ur, ég er alinn upp í sveit og ég man að okkur þótti það hreint sælgæti að fá lappir þegar ég var krakki," sagði Jakob, en hann sagði misjafnt hvað menn gerðu við lappimar, sumir byggju til sultu og settu í súr og aðrir súrs- uðu lappimar án þess að gera sultu og eins væri líka hægt að sjóða lappimar. „Ég hefur prófað þetta allt saman og þykir gott.“ Miklilax í Fljótum leitar nauðasamninga vegna 800 milljóna skulda Tekjur í fyrra 71 millj. en rekstrargjöld 145 millj. Byggðastofnun á 562 milljóna kröfu sem að mestu hefur verið afskrifuð Ríkislög- -maðurgaf ekkiálit RÍKISLÖGMAÐUR neitaði í gær að verða við ósk utanríkis- ráðherra um að gefa álitgerð um lögmæti innflutnings á svínakjöti, sem Hagkaup er eig- andi að og innflutningsleyfi hefur ekki fengist fyrir. í svari ríkislögmanns kemur fram að hann geti ekki gefið álitsgerð um efnisatriði málsins og er vísað til þess að þessi ágreiningsatriði muni koma til kasta dómstóla. „Við höfum þegar fengið jákvæð ” viðbrögð við fyrirspurnum okkar til útgerðarmanna um áhuga þeirra á FISKELDISFYRIRTÆKIÐ Miklilax í Fljótum hefur fengið leyfi héraðsdóms Norðurlands vestra til að leita nauðasamn- inga við lánardrottna sína um að kaupa þessi skip,“ segir Jónas. „Þetta eru ekta línu- og netabátar upp á gamla mátann og henta vel niðurfellingu skulda. Fyrirtæk- ið skuldar 800 milljónir króna en bókfært verðmæti eigna er 655 miIU. Stjórn Byggðastofn- unar hefur gefið skilyrt sam- á vertíð hérlendis." Auglýst víða Að sögn Jónasar eru stjórnvöld á Nýfundnalandi nú að leita allra leiða til að minnka fiskiskipastól sinn í kjölfar hruns á veiðistofnum á miðunum við landið. Skipin sem LÍÚ er að auglýsa til sölu hér eru auglýst víðar í Evrópu, meðal ann- ars hjá dönskum skipamiðlurum. þykki fyrir þvi að afskrifa eða breyta í víkjandi lán um 440 milljónum af 562 millj. kröfu stofnunarinnar í fyrirtækið en í þeim umleitunum sem eru að hefjast verður farið fram á eft- irgjöf á stórum hluta þeirra 120 miiy. sem eftir standa. Sam- kvæmt ársreikningi Miklalax árið 1992 voru tekjur fyrirtæk- isins það ár 71 milljón króna en rekstrargjöld 145 milljónir króna, þar af 45 millj. vegna afskrifta. Á síðasta ári samþykkti stjórn Byggðastofnunar á fundi sínum að afskrifa 562 milljón króna skuldir Miklalax hjá stofnuninni niður í 180 milljónir króna, 60 milljónir af því í víkjandi lánum, að því tilskildu að samningar næð- ust við aðra kröfuhafa. Það gekk ekki eftir en Brynjar Níelsson umsjónarmaður með nauðunga- samningum sagði í samtali við Morgunblaðið að ef forða eigi fyr- irtækinu frá gjaldþroti þurfi Byggðastofnun að samþykkja að leggja einnig þær 120 milljónir sem eftir standa undir nauða- samning. Brynjar sagði að hins sama verði farið á leit við aðra veðkröfuhafa en Atvinnuleysis- tryggingasjóður á 28 milljón króna veð og Islandsbanki um 20 milljón- ir. 14 starfsmenn Þá á Búnaðarbanki íslands 109 milljóna króna veð í birgðum fyrir- tækisins, sem metnar eru á 146 millj. kr. en aðrar eignir eru í fast- eignum sem byggðar hafa verið í tengslum við reksturinn og tækj- um. Forgangskröfur vegna ógreiddra launa eru taldar nema 5 milljónum króna en samnings- kröfur eins og þær sem venjulega væri fjallað um í nauðasamningum um 60 milljónum. Um fjórtán starfsmenn hafa starfað hjá Miklalaxi, sem er fyrirtæki í eigu einstaklinga í Fljótunum. Brynjar Níelsson sagði forráða- menn Miklalax telja að tekjur þess gætu aukist til mikilla muna í haust og á næsta ári eftir að skipt var um stofn í stöð Miklalax. Þar er nú ræktaður lax af norskum stofni með 2-3 falt meiri vaxtar- hraða en íslenski stofninn. Stjórnvöld á Nýfundnalandi leita liðsinnis LÍÚ Fj ögur sérhæfð línu- og netaskip boðin til sölu *^!TJÓRNVÖLD á Nýfundnalandi hafa beðið LÍÚ að annast fyrir sig sölu á fjórum sérhæfðum línu- og netaskipum. Er auglýsing þess efnis í Verinu, aukablaði Morgunblaðsins í dag. Jónas Har- aldsson, skrifstofusijóri LÍÚ, segir að mjög hagstætt verð sé á þessum skipum, eða 100-150 milljónir fyrir hvert, og því kjörið tækifæri fyrir eigendur línu-og netabáta hérlendis að yngja upp skip sín en skipin sem auglýst eru til sölu voru smíðuð á árunum 1987-1989 og eru 486 brúttótonn að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.