Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 _______KYIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir á næstunni kvikmyndina___________ „Beflfly & Joon“ sem er allóvenjuleg mynd um ástarsamband ungs fólks sem ekki er í einu og öllu eins og fólk er flest. Ástínþekkir engin landamæri HÁSKÓLABÍÓ tekur á næstunni til sýninga kvikmyndina Benny & Joon með Johnny Depp og Mary Stuart Masterson í aðai- hlutverkum. Þetta er rómantísk ástarsaga á mörkum ráunveru- leikans um ungt fólk sem ekki gengur að öllu leyti heilt til skóg- ar, og er þema myndarinnar í stuttu máli það að allir eigi möguleika á að finna sér lífs- förunaut við hæfi. T OON Perl (Mary Stuart Masterson) er falleg og gáfuð ung kona sem búin er listrænum hæfíleikum en á við geðræn vandamál að stríða. Hún býr í vernduðu umhverfí hjá bróður sínum Benny (Aidan Quinn), en hann er bifvélavirki sem leggur allt kapp á að veija hana fyrir umheiminum. Inn í líf þeirra systkinanna kem- ur á óvæntan hátt hinn kostulegi Sam (Johnny Depp), en hann er ekki eins og fólk er flest. Hann er haldinn óslökkvandi dálæti á meisturum þöglu myndanna, og þá sérstaklega þeim Charlie Chaplin og Buster Keaton, sem hann tekur sér til fyrirmyndar og reynir að lifa sig inn í. Þótt lífstaktur hans sé þannig ekki eins og þeirra sem eðlilegir teljast, þá kemur í ljós að hann er Línurnar lagðar Leikstjóri Benny & Joon, Jeremiah Chechik, leiðbeinir þeim Johnny Depp og Aidan Quinn við tökur á myndinni. ekki einn á báti. Joon reynist vera sú manneskja sem nær að lifa í sama takti og hann, og saman fínna þessir óvenjulegu einstaklingar hina sönnu ást. Höfundurinn fyrrverandi trúður Handritshöfundur Benny & Joon er‘ Barry Berman, sem útskrifaðist úr trúða- skóla Ringling Brothers Barnum and Bailey og kom hann fram með hinum fræga sirkus þeirra um gjörvöll Bandaríkin sem trúður í eitt ár. Hugmyndin að sögunni um Benny & Joon kviknaði á þessum tíma, en handritið skrifaði hann þó ekki fyrr en fimm árum síðar þegar hann var fluttur til Hollywood og hafði lagt handritsgerð fyrir sig. Handritið kom fljótlega fyrir augu framleiðenda myndarinnar þeirra Susan Arnold og Donnu Roth, sem sáu samstundis að Verndarhendi BENNY (Aidan Quinn) heldur verndarhendi yfir systur sinni sem á við geðræn vandamál að stríða, en sú við- leitni hans verður til þess að hann á það á hættu að missa hana fyrir fullt og allt. Furðufugl SAM rekur óvænt á fjörur systkinanna og reynist hann vera hinn mesti furðufugl. full ástæða var til að koma því á hvíta tjaldið. Þær fengu kanadíska leikstjórann Jer- emiah Chechik til liðs við sig en hann hafði áður leikstýrt einni kvikmynd í fullri lengd, en það var „National Lampoons Christmas Vac- ation“ með Chevy Chase í aðalhlutverki, sem hann gerði árið 1989. Hann hafði áður getið sér góðan orðstír fýrir auglýsingamyndir og tónlistarmyndbönd, en hann hefur unnið til margvíslegra verðlauna á því sviði. Meðal þeirra listamanna sem hann hefur gert myndbönd fyrir eru Phil Collins, Whitney Houston, Van Halen og Hall & Oates. Ekkert markmið að vera hjartaknúsari HINN 31 árs gamli Johnny Depp hefur lýst því yfir að hann hafi það ekki að neinu sérstöku markmiði að skipa sér á bekk með hjartaknúsurum í Hollywood á borð við Tom Cru- ise, en hvað sem því líður þá er það engu að síður staðreynd að hann er í dag talinn vera meðal hæfileikaríkustu og vin- sælustu kvikmyndaleikaranna af yngri kynslóðinni . Tohnny Depp vakti fyrst verulega athygli fyrir að leika unglingslöggu í sjónvarpsseríunni „21 Jump Street", sem sýnd hefur ver- ið á Stöð 2, en hann sló þó ekki í gegn fyrir alvöru fyrr en hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Edward Scissorhands", sem Tim Burton leikstýrði. Depp ætl- aði sér upphaflega alls ekki að leggja stund á kvik- myndaleik, heldur var það tónlistin sem hann ætlaði sér að gera að lifíbrauði. Tónlist- aráhuginn vaknaði hjá hon- um ungum þar sem hann var að alast upp í borginni Mir- amar í Flórída, en þar stofn- aði hann rokksveit sem kallaðist Kids. Hljómsveitin öðlaðist þó nokkrar vinsældir á heimaslóðum, og það varð Sviðsvön MARY Stuart Masterson er fyrir löngu orðin sviðsvön, en hlutverk hennar sem Joon er hið stærsta sem henni hefur hlotnast til þessa. Hæfileikaríkur JOHNNY Depp þykir í dag vera meðal hæfileikarík- ustu leikara af yngri kynslóðinni. til þess að meðlimir hennar ákváðu að halda til Los Ang- eles og freista gæfunnar þar. Upp úr samstarfí þeirra slitnaði hins vegar skömmu eftir að komið var til stór- borgarinnar, og þá tók Depp að reyna fyrir sér sem leik- ari samkvæmt ráðleggingu góðs vinar. Það leið ekki á löngu þar sem honum bauðst nokkuð bitastætt hlutverk, en það var í hryllingsmyndinni vNightmare on Elm Street". I kjölfarið fylgdu hlutverk í myndunum „Slow Burn“, „Private Resort", og óskars- verðlaunamyndinni „Plat- oon“. í framhaldi af því bauðst honum hlutverkið í sjónvarpsþáttunum „21 Jump Street“, og þar með var ísinn brotinn. Aðalhlut- verkið í „Edward Scissor- hands“ stóð honum til boða og færði það honum frægð um víða veröld, enda naut sú kvikmynd mikilla vin- sælda á sínum tíma. Næsta mynd sem hann lék í var „Cry-Baby“, sem John Wat- ers leikstýrði, og næsta mynd sem hann kemur til með að sjást í er mynd Emir Kusturica, „Arizona Dre- am“, en í henni leikur hann á móti Jerry Lewis og Faye Dunaway, og því næst fá áhorfendur að beija hann augum í mynd sænska leik- stjórans Lasse Halström, „Gilbert Grape“. Johnny Depp tekur sjálfan sig mátulega hátíðlega, en hann segist aðeins hafa áhuga á því sem hann er að gera hveiju sinni og ekki vera með nein sérstök áform varðandi framtíðina. Með leikarablóð í æðum Mary Stuart Masterson sem leikur Joon var ung að árum þegar hún fékk sitt fyrsta hlutverk, en hún var aðeins sjö ára gömul þegar hún kom fram í kvikmyndinni „The Stepford Wives“, sem gerð var eftir skáldsögu Ira Levin. Hún er dóttir leikstjórans Peters Masterson og leikkonunnar Carlins Glynn, og því má með sanni segja að hún hafí fæðst með leikarablóð í æðunum. Hún hefur verið viðloðandi leiklist bæði í kvikmyndum og á leiksviði frá unga aldri, en fyrsta stóra kvikmynda- hlutverkið fékk hún í mynd- inni „Somekind of Wonder- ful“, en í henni lék hún á móti Eric Stoltz. Þá hefur hún meðal annars leikið á móti Sean Penn í myndinni „At Close Range“ og í kvik- myndinni „Fried Green Tomatoes" fór hún með stórt hlutverk. Leikkonan hefur nýlega lokið við að skrifa sitt fyrsta kvikmyndahandrit og vonast hún til að geta leikstýrt kvikmynd byggðri á því á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.