Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 MORGUNB^LAÐIIIfLAUGARDAGUR^N-ÓVEMBER 1993 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Skólastefna á villigötum Sú skðlastefna, sem framfylgt hefur verið á síðustu tveim- ur áratugum, hefur aldrei verið óumdeild. í ljósi reynslunnar eru nú hins vegar margir, sem í upphafi voru henni fylgjandi, teknir að gagnrýna hana. A und- anförnum árum hefur verið að koma í ljós að með þeim breyt- ingum, sem gerðar voru á skóla- kerfínu á áttunda áratugnum, eru nú að vaxa úr grasi kynslóð- ir, sem ekki hafa fengið viðun- andi undirstöðu í þeim náms- greinum, sem áður töldust grundvöllur bóknáms,, ekki síst íslensku, sögu og raungreinum. Rannsóknir sýna að lestrar- kunnáttu ungra barna hefur far- ið hrakandi og færa má rök fyr- ir því að íslensk ungmenni séu almennt verr undir framhalds- nám búin en ungmenni í mörgum öðrum vestrænum ríkjum. Ein- hvers staðar hefur orðið mis- brestur í skólakerfínu. En hver er ástæðan fyrir þessu? í mjög athyglisverðu við- tali, sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi, viðrar Helga Sigurjóns- dóttir, sem starfað hefur í skóla- kerfinu frá árinu 1957 sem kennari og námsráðgjafi, for- vitnileg sjónarmið. Hún segir m.a.: „Þó að fáir segi það opin- berlega vitum við kennarar og , fleiri sem höfum farið ofan í kjölinn á nýju kennslufræðinni, að námsgreinamar sjálfar eiga að þoka í annað sæti en atferlis- og viðhorfamótun að vera í fyrsta sæti. í samræmi við þetta var hafið stríð gegn hefðbundnum náms- greinum, sérstaklega sögu. Samfélagsfræði á að ná yfír þessar námsgreinar en gerir það ekki. Það átti að gera sjö ára böm að litlum þjóðfélagsfræð- ingum á kostnað hefðbundinna greina eins og sögu og landa- fræði. Atburðir í sögu voru ekki í réttri tímaröð, heldur voru teknir út bútar hér og þar, unn- in svonefnd þemavinna, þar sem alla tengingu vantaði. Ég tel að þetta sé búið að stórskemma fyrir tugum ef ekki hundruðum ungmenna. Eg veit að sonur minn, sem nú er 24 ára gamall, hefur ekki haft yfírlit yfir íslandssöguna og er að bæta sér það upp núna. Hann lærði eitthvað um land- nám, eitthvað um móðuharðind- in og eitthvað um Jón Sigurðs- son, allt í bútum og í Iausu lofti. Það hefur verið stunduð til- raunastarfsemi á hópum barna, sem hefur haft mikil áhrif á þroska þeirra. Ég tel að þau hafí verið vanmetin sem vits- munaverur.“ Helga segir aukin áhrif sér- fræðinga, þ.e. uppeldisfræðinga, sálfræðinga og áhrifamanna í menntamálaráðuneytinu, hafa dregið úr áhrifum kennara í skólakerfinu. Kennarar og jafn- vel skólameistarar séu komnir í „faglegt aukahlutverk“. Það er hárrétt sem Helga bendir á að ein helsta orsök þess vanda, sem við stöndum frammi fyrir í dag, er að fylgt hefur verið stefnu sem hefur það að markmiði að námsgreinum eigi að þoka í annað sæti en atferlis- og viðhorfamótun eigi að vera í fyrsta sæti. Spytja má, hvort lit- ið hafi verið á skólakerfið sem verkfæri til að vinna að ákveðn- um hugmyndum varðandi þjóð- félagsþróunina. Andstaða við staðreyndanám og þó sérstak- lega próf hefur til að mynda byggst á þeirri hugmyndafræði að allir eigi að vera jafnir og því beri ekki að mismuna með mis- góðum prófárangri. Það hefur einmitt verið eitt helsta einkenni hinnar nýju skólastefnu að taka mið af meðalmennskunni. Til að koma í veg fyrir að hluti nem- enda skari fram úr hefur verið dregið úr heildarkröfunum þann- ig að sem flestir geti uppfyllt þær. Verulegum hluta ríkisútgjalda er árlega varið til menntamála og íslendingar státa sig stundum af hinu háa menntunarstigi þjóð- arinnar. Það er líka tiltölulega óumdeilanleg staðreynd að í framtíðinni munu þær þjóðir eiga bestu möguleikana, sem besta hafa menntunina. Ekki síst þess vegna er mikilvægt að allsheijar endurskoðun fari fram á þeirri hugmyndafræði sem mótað hefui- þá skólastefnu, sem fylgt er á íslandi. Skólinn á að efla þekkingu yngri kynslóðanna og gera einstaklingana að ábyrgum þjóðfélagsþegnum. Skólinn á að undirbúa ungmenni fyrir þjóðfélagsþátttökuna með því að veita þeim haldgóða þekk- ingu í grundvallargreinum á borð við íslensku og stærðfræði. í stuttu máli þá þarf að vissu leyti að hverfa aftur til hinnar gömlu, sígildu skólastefnu, sem byggðist á lærdómi en ekki sam- félagsrýni, en að sjálfsögðu ekki til þess lokaða skólakerfís, sem fyrir aldarfjórðungi takmarkaði mjög valkosti ungs fólks í námi. Það felst ákveðin kaldhæðni í því að margar af kenningum sérfræðinganna í uppeldiskerf- inu hafa haft að markmiði að koma í veg fyrir þjóðfélagslega misjöfnun. Vissulega getur nám orðið til að jafna stöðu þjóðfé- lagsstétta. Það gerist hins vegar ekki með því að reyna að feta veg meðalmennskunnar heldur með því að gefa öllum þjóðfé- lagsþegnum kost á alvöru menntun. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Viðræður viðskiptabanka og Seðlabanka Átök eru um skiptingu her- kostnaðar af raunvaxtalækkun Mikil fundahöld í Seðlabanka í dag, með bönkum, verðbréfasjóðum og lífeyrissjóðum LEIKAR geta allt eins farið svo nú um helgina að ríkisstjórnin blandi sér með afgerandi hætti í viðræður Seðlabanka og viðskiptabanka um breytt og bætt starfskjör bankanna í samskiptum við Seðla- banka. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þá mun Seðlabank- inn taka þunglega í kröfur viðskiptabankanna um afnám 5% bindi- skyldu í Seðlabanka, stórfellda lækkun 12% lausafjárskyldu og ekki hvað síst í þá kröfu bankanna að 3,5% vextir Seðalbanka á bindi- skyldu verði hækkaðir til jafns við meðalútlánavexti lánastofnana og að hækkunin verði afturvirk til 1. janúar á þessu ári. Likur eru taldar á því að Seðlabankinn vilji lækka bindiskylduna svo nokkru nemi. Seðlabankinn fundar með fulltrúum viðskiptabanka nú eftir hádegi og að þeim fundi loknum verður fundur með fulltrúum verð- bréfasjóða og Seðlabanka og loks mun Seðlabankinn eiga fund með fulltrúum lífeyrissjóða síðar í dag. Jón Sigurðsson, Seðlabankastjóri og formaður bankastjórnar Seðla- bankans, kom aftur til landsins í gærkveldi, en ráðgerð heimkoma hans var ekki fyrr en næstkomandi miðvikudag. Tómas Árnason, Seðla- bankastjóri, er erlendis og ekki vænt- anlegur hingað til lands næstu daga. Það verða því þeir Jón og Birgir ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri sem munu síðdegis í dag eiga fund með fulltrúum viðskiptabankanna, þar sem farið verður yfir svör Seðla- bankans við óskum viðskiptabank- anna. Þess er jafnvel að vænta að seinni part dagsins í dag, fáist niður- staða í þessum viðræðum, jafnframt því sem þá mun hugsanlega liggja fyrir hvort viðskiptabankarnir telja nóg að gert af hálfu Seðlabankans. Ég hef upplýsingar um að Seðla- bankinn telji ófært að afnema bindi- skyldu með öllu, þótt hann sé reiðu- búinn til þess að lækka hana. Bank- inn mun beita þeirri röksemd að hann verði að hafa yfir ákveðnum sjóðum að ráða til þess að kaupa spariskírteini ríkissjóðs ef nauðsyn beri til, til þess að halda niðri raun- vöxtum. Án slíks stjórntækis geti bankinn ekk.i haft þau áhrif á raun- vaxtastig sem aðgerðir ríkisstjóm- arinnar til lækkunar vaxta gangi út frá. Raunar má líkja viðræðum við- skiptabanka og Seðlabanka um starfskjör viðskiptabankanna við kjaraviðræður, þar sem bankarnir eru í hlutverki launþega, en Seðla- bankinn í hlutverki atvinnurekenda. Ljóst þykir að bankarnir muni sækja það af hörku að Seðlabankinn taki þátt í herkostnaði raunvaxtalækkun- arinnar og Seðlabankinn muni veij- ast eftir megni þótt ljóst sé, einkum með hliðsjón af yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá því á föstudag í síðustu viku, að um einhveijar tils- lakanir verði að ræða af hálfu Seðla- banka. Einn viðmælandi minn orðaði þetta þannig í gær: „Viðskiptabank- arnir munu segja að Seðlabankinn, með sína digru sjóði, verði að bera herkostnaðinn gf raunvaxtalækk- uninni alfarið. Seðlabankinn mun svara á þann veg að viðskiptabank- arnir verði að taka þátt í vaxtalækk- un ríkisvaldsins. Seðlabankinn muni ekki taka allan kostnaðinn á sig. Niðurstaðan verður ákveðnar tilslak- anir af hálfu Seðlabanka, sem ganga til móts við kröfur viðskiptabank- anna án þess að uppfylla þær að öllu leyti. Skipting herkostnaðarins verður niðurstaðan.“ Vaxtamunur mun minnka Það viðhorf er uppi innan Seðla- bankans að ekki þurfi svo mikið að koma til af hálfu hans til þess að bæta starfskjör viðskiptabankanna. Bankarnir þurfi ekki á fjármunum að halda til þess að lækka sína útl- áns- og innlánsvexti, svo fremi sem það gerist í sama mæli á báðum láns- formum. Vandi þeirra sé eínfaldlega sá að eitthvað muni draga saman í vaxtamun bankanna, þar sem bank- arnir geti líklega ekki lækkað vexti á innlánum að sama skapi og útlán- um, þar sem mjög lág ávöxtun á inníánum muni verða til þess að sparifjáreigendur reyni að ávaxta sparifé sitt með öðrum hætti en bundnum sparifjárreikningum í við- skiptabönkum. Með minnkandi vaxtamun myndu tekjur bankanna rýrna að sama skapi. Það sé bönk- unum alls ekki að skapi og vilji þeir því gera ofangreindar kröfur til Seðlabankans. Talsverðra efasemda gætti í máli viðmælenda minna úr viðskiptabönk- unum í gær í þá veru að Seðlabank- inn væri reiðubúinn að bæta starfs- kjör viðskiptabankanna í Seðlabanka á þann veg að nægilega traustur grunnur fengist fyrir raunvaxta- lækkun bankanna upp á tvo hundr- aðshluta fyrir 10. nóvember næst- komandi. Því var jafnvel fleygt, meðal við- mælenda, að ef Seðlabankinn væri ekki tilbúinn til þess að koma til móts við viðskiptabankana á þann hátt sem þeir teiji viðunandi, þá muni bankarnir snúa sér til ríkis- stjórnarinnar með einfaldri orðsend- ingu eitthvað í þessa veru: „Fram- hald málsins ér í ykkar höndum.“ Þrátt fyrir þær efasemdir sem uppi eru innan bankakerfisins um að niðurstaða funda í dag verði með þeim hætti að viðskiptabankarnir telji fullnægjandi, þá er talið fullvíst að bankarnir muni ekki heykjast á þeim ásetningi sínum að lækka raun- vaxtastig um 2% og gefa út yfirlýs- ingu í þá veru fyrir 10. nóvember, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsókn í Granda BRYNJÓLFUR Bjarnason, forstjóri Granda sýnir Dr. Sam Nujoma, fylgdarliði hans og Þorsteini Páls- syni, sjávarútvegsráðherra, fiskvinnslu fyrirtækisins. Opinber heimsókn Sams Nujoma, forseta Namibíu Hreifst af hitaveitunni og nýtingu fiskjarins DR. SAM Nujoma, forseti Namibíu heimsótti í gær fiskvinnslufyrirtæk- ið Granda, eftir stutta ferð til Nesjavalla og Þingvalla. Fannst Nujoma mikið til hitaveitunnar á Nesjavöllum koma og kvað það einnig athygl- isvert hversu vel fiskurinn væri nýttur í fiskvinnslunni. Nujoma skoðaði Nesjavelli og Þingvelli í fyld með forsætisráð- herrahjónunum, Davíð Oddssyni og Ástríði Thorarensen. Kvaðst Nujoma hafa hrifist mjög af Nesjavallastöð- inni og á hvern hátt íslendingar virkja jarðhitann. Á Þingvöllum tók séra Sigurður Árni Þórðarson á móti gestunum og kynnti þeim sögu staðarins. Forseti Namibíu og forsætisráðherrahjónin sátu að því búnu hádegisverð í Ráð- herrabústaðnum á Þingvöllum. Kalt var á Þingvöllum og gekk á með hríðarbyljum en virtist mönnum Nujoma ekki kippa sér upp við kuld- ann. í Reykjavík var haldið að Granda, þar sem Brynjólfur Bjamason tók á móti Nujoma, fylgdarliði hans og Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráð- herra. Kaus Nujoma að stíga ekki inn í frystiklefa fyrirtækisins, enda búinn að fá nóg af kulda þann dag- inn. En framleiðsla Granda vakti áhuga forsetans. „Mér fannst sér- staklega athyglisvert að engu hrá- efni er hent, jafnvel beinin eru nýtt. Við vonumst til að unnið fisk á svip- aðan hátt í Namibíu,“ sagði Nujoma. Með Sam Nujoma eru í för utan- ríkis-, viðskipta- og sjávarútvegsráð- herrar Namibíu. Þeir funduðu með kollegum sínum hér á landi að lok- inni heimsókninni í Granda. Um kvöldið sóttu gestirnir frá Namibíu kvöldverð i Höfða í boði borgar- stjórnar Reykjavíkur. Sam Nujoma og fyldarlið hans heldur af landi brott í dag. Fræðslumiðstöð í ffknivömum tekur til starfa FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ í fíknivörnum var opnuð formlega að Grensás- vegi 16 í Reykjavik í gær. Miðstöðin hefur það markmið að auka og efla forvarnarstarf í fíkniefnamálum og stuðla að aukinni samvinnu ýmissa aðila, sinna almennu upplýsinga- og fræðslustarfi og starf- rækja gagnasafn. Sérstök áhersla er lögð á að vinna að úrbótum í grunnvörnum meðal barna og unglinga. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir var viðstödd opnun Fræðslumiðstöðvarinnar á föstudag. Ávörp fluttu Árni Einarsson fram- kvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar- innar, Guðmundur Bjarnason alþing- ismaður, Aldís Yngvadóttir verk- efnastjóri í menntamálaráðuneytinu og Árni Sigfússon borgarfulltrúi og formaður skólamálaráðs Reykjavík- ur. í ávarpi Árna Einarssonar kom m.a. fram að Fræðslumiðstöðinni er ætlað að styrkja og efla fíknivarnir í landinu með fíölbreyttu upplýsinga- og fræðslustarfi til almennings en megin áhersla er lögð á að ná til barna og ungs fólks. Forvarnarstarf Miðstöðinni er ætlað að afla upp- lýsinga um fíkniefnamál, stuðla að könnunum, starfrækja gagnasafn og gefa út upplýsinga- og fræðslurit. Miðstöðin skipuleggur og stendur að fíknivörnum í skólum og veitir ráð- gjöf og upplýsingar varðandi útgáfu á efni um fíkniefnamál. Foreldra- samtökin Vímulaus æska og æsku- lýðssamtökin ÍÚT starfa í nánum tengslum við fræðslumiðstöðina og bjóða uppá ýmiss konar viðbótar- þjónustu. Fíkniefnaneysla veldur miklu tjóni hér á landi sem annars staðar. Ekk- ert lát virðist á aðsókn í þjónustu meðferðarstofnana og fer hún jafn- vel vaxandi. Forvarnastarf má því ekki sitja á hakanum vegna skorts á samstöðu og samvinnu eða pen- ingaleysis. Forvarnarstarf er langt- um hagkvæmari og ódýrari leið fyrir samfélagið en meðferðarúrræði og kemur þar að auki í veg fyrir marg- vísleg vandamál og þjáningar. Fræðslustarf Miðstöðin býður upp á fyrirlesara fyrir almenna fundi og veitir fjölmiði- um upplýsingar um fíkniefnamál. Einnig tekur miðstöðin að sér að skipuleggja fundi og ráðstefnur sem Ijalla um ávana- og fíkniefnamál. Miðstöðin gefur árlega út skýrslu um fíkniefnamál á Islandi, ýmis fræðslurit, almennt upplýsingaefni og unnið er að undirbúningi tímarits um forvarnarstarf. Þar er að finna flest efni og gögn um fíkniefnamál sem til er á íslensku. Einnig er þar fíöldi bóka, bæklinga, tímarita og skýrslna á öðrum tungumálum. Gagnasafnið er öllum opið. Aðstaða er til þess að vinna úr gögnum á staðnum. Starfsfólk miðstöðvarinnar veitir aðstoð við gagnavinnu og út- vegar gögn sem ekki eru til á staðn- um. Miðstöðin skipuleggur fræðslu um fíkniefni í skólum á öllum stigum og útvegar fyrirlesara um ýmsa þætti fíkniefnamála. Boðið er uppá fræðslu- og kynningarfundi fyrir kennara. Jafnframt er boðið upp á fyrirlesara og gögn fyrir foreldra- fundi. Fiskiþing týsti yfir ánægju sinni með lækkun vaxta Mikill meirihluti þings- ins hafnaði Þróunarsjóði FISKIÞING hafnaði í gær stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins, en fagnaði jafnframt áhuga forystumanna fiskvinnslunnar að komið verði á laggirnar úreldingarsjóði fyrir fiskvinnslu- hús. Þá lýsti þingið áhyggjum sínum af hallarekstri sjávarút- vegsins og taldi að margs konar gjöldum mætti létta af honum. Jafnframt var þeirri lækkun vaxta, sem nú er fram að ganga, fagnað. Nokkrar 'umræður urðu um ályktun um hugmyndir um Þróun- arsjóð sjávarútvegsins. Fjárhags- nefnd samþykkti að leggja fram tillögu, þar sem sagði að vel kæmi til greina að skoða hugmyndir um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Þing- ið teldi þó að markmiðin lægju ekki nógu ljóst fyrir í fyrirliggjandi frumvarpi og þyrftu þau í einstaka tilfellum að vera önnur. Til dæmis að hægt sé að byggja upp nýjan atvinnurekstur á grunnu þess, sem lagt verði niður. Þá væri þingið mótfallið því að þróunarsjóður yfir- tæki aðra sjóði, sem ljóst væri að yrðu að afskrifa hluta eigna sinna og hafnaði öllum hugmyndum um að sjóðurinn yrði tengdur auðlinda- skatti. Þá væri stuðningur Fiski- þings við stofnun sjóðsins háður því, að frumvarpið yrði tekið til endurskoðunar með þátttöku fé- lagasamtaka í sjávarútvegi og um það næðist bærileg samstaða. Við þessa tillögu kom fram breyt- ingar tillaga, þar sem áformum um stofnun sjóðsins var hafnað, en hún var svo hljóðandi: „52. Fiskiþing mótmælir harðlega áformum stjón- valda um stofnun sérstaks Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins. 52. Fiskiþing leggur áherzlu á að hagræðingarsjóður verði verði efld- ur, svo hækka megi úreldingar- styrki úr honum vegna úreldingar fiskiskipa. 52. Fiskiþing fagnar áhuga forystu- manna fiskvinnslunnar að komið verði á laggirnar úeldingarsjóði fyr- ir fiskvinnsluhús, sem fiskvinnslan sjálf greiði iðgjald til og ráði sjálf hvaða fiskvinnsluhús fái úrelding- arstyrki.“ Tillaga þessi var samþykkt með 21 atkvæði gegn 5. Af öðrum samþykktum um af- komu- og íjárhag sjávarútvegsins má nefna samþykkt um nauðsyn þess að lækka álögur á útveginn svo sem rafmagnsverð, sérstakt álag á vörugjald og lagfæra mis- ræmi í álagningu þess, tryggingar og fleira og jafnframt var því mót- mælt að sjávarútvegurinn fengi aldrei að njóta þeirra hagræðingar, sem hann næði fram í rekstrinum. Nokkrar umræður urðu um rekstur og fjárhag Fiskifélagsins og samþykkt tillaga svo hljóðandi: „52. Fiskiþing hefur áhyggjur af rekstri Fiskifélagsins í framtíðinni. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á rekstrargjöldum sem gengið hefur nærri starfsemi félagsins og starfs- fólki, vantar allnokkuð á að líklegt sé að félagið skili hallalausum rekstri í nánustu framtíð. Þingið leggur til við stjórn félagsins og fiskimálastjóra að undirbúa og leggja fyrir næsta Fiskiþing tillögur um leiðir til að afla nýrra tekna.“ Það var í tengslum við þessa niðurstöðu, sem Sveinbjörn lagði til að hugmyndinni um tekjuöflun með rekstri spilakassa um borð í skipun- Þá benti þingið á nauðsyn þess að halda kostnaði við eftirlit í hófi og sérstaklega þyrfti að halda kostnaði við skoðunarstofur í skefjum. Þá var skorað á Alþingi að famlengja niðurfellingu tryggingagjalds út næsta ár og að það hefji endurskocL un á lífeyrismálum með það í huga að jafna lífeyrisrétt landsmanna, tryggja lágmarkslífeyri og koma í veg fyrir óhófslífeyri. Þá var vísað til stjórnar Fiskifé- lagsins tillögu um að kannað yrði hver áhrif fiskveiðistefnan hefði haft á þróun, rekstur og fíárhags- lega stöðu útgerðar og fiskvinnslu í landinu. um yrði vísað til stjórnar félagsinsj. Hann benti á að æðsta mennta- stofnun Iandsins færi þessa leið til tekjuöflunar og því væri Fiskifélag- inu engin minnkun að því að gera slíkt hið sama. Hann flutti mál sitt meðal annars í bundnu máli og hlaut nokkurn stuðning, meðal ann- arra þeirra Kristjáns Loftssonar, útgerðarmanns frystitogarans Ven- usar, og Reynis Traustasonar, út- gerðarmanns á Flateyri. Formaður stjómar Fiskifélagsins, Jónas Har- aldsson, og fiskimálastjóri, Bjarni Grímsson, lögðust báðir gegn tillög- unni og fór svo að tillaga um að vísa henni frá var samþykkt með 14 atkvæðum gegn 12. Enga spila- kassa um borð HUGMYND um nýstárlega leið til tekjuöflunar fyrir Fiskifélag- ið var hafnað á þinginu í gær. Þá var lagt til að félagið aflaði tekna með rekstri spilakassa um borð í stærri skipum. Flutnings- maður, Sveinbjörn Jónsson, frá Súgandafirði, vísaði í því tilefni til fjáröflunar Háskóla íslands og taldi Fiskifélagið geta farið sömu leið. Snarpar umræður um ályktanir sjávarútvegsnefndar Sáttatilraun um veiðar krókabáta var samþykkt EIN af ályktunum sjávarútvegsnefndar á Fiskiþingi fjallaði um veiðar krókabáta og fól í sér að útfærsla á veiðiheimildum þeirra verði heildardagafjöldi, 160 dagar miðað við núverandi afla- mark á þorski. Föst sókn telst 92 dagar í mánuðunum maí, júní og júlí. Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeig- enda sagði að hér væri um verulega skerðingu að ræða fyrir krókabáta en ályktunin væri sáttatilraun í deilunum um veiðar þeirra og hann skoraði því á þingfulltrúa að samþykkja þennan sáttagrundvöll. Fór svo að ályktunin var samþykkt með 17 at- kvæðum gegn 9. Mjög snarpar umræður urðu á Fiskiþingi um ýmsar ályktanir sjáv- arútvegsnefndar, þó einna helst til- lögu um að meðan kvótakerfið sé við lýði sé eðlilegt að sala og and- virði sölu veiðiheimilda verði á höndum ríkissjóðs. Guðjón A. Krist- jánsson var einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs um þessa ályktun og sagði m.a. að hann teldi að ef ekki væri hægt að koma í veg fyrir óeðli- lega viðskiptahætti með kvóta myndu sjómenn hallast í þessa átt, það er hafa sölu veiðiheimilda í höndum ríkisins. Kristján Loftsson sagði m.a. að hann fengi ekki skil- ið hvernig þetta ætti að ganga upp ef útgerðarmenn yrðu að afhenda ríkissjóði kvóta sinn endurgjalds- laust en kaupa hann síðan aftur fullu verði. Hér væri því aðeins verið að setja auknar álögur á út- gerðina. Breytingu vísað frá í miðjum umræðunum komu þeir Jónas Haraldsson og Gísli Svan Einarsson fram með breytingartil- lögu í þá átt að Fiskiþing styðji núverandi kvótakerfí og fijálst framsal veiðiheimilda en þeirri til- laga var vísað frá með miklum meirihluta atkvæða. Reynir Traustason einn af höf- undum ályktunarinnar um söfe veiðiheimilda sagði m.a. að hún væri sett fram til svæla menn úr grenum sínum og ágætt að það skyldi takast á þinginu. „Afstaðan er skýr, þeir sem fella ályktunina eru að velja kvótabraskið áfram,“ sagði Reynir en svo fór að ályktun- in var felld með miklum meirihluta atkvæða. Af öðrum ályktunum sem sam- þykktar voru frá sjávarútvegsnefnd má nefna að Fiskiþing leggur til að línuveiðar í nóvember til febrújr verði óbreyttar, það er tvöföldiln áfram. Og samþykkt var að mót- mæla núverandi framkvæmd á kvótakerfinu sem ýtir undir brask með aflaheimildir. Hinsvegar var fellt að allur ferskur fiskur færi um fiskmarkaði og fellt var að afnema bæri heimild til að framselja leiguk- vóta nema þegar um er að ræða jöfn skipti á kvóta milli skipa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.