Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 37 K I I j I I I .3 I I I I I I I Mannlegi þátturinn er kjarni málsins Frá Sigurði Boga Sævarssyni: ÞAÐ YRÐI Guðmundi Árna Stef- ánssyni heilbrigðisráðherra ærið dýrt að leggja vistheimilið í Gunn- arsholti niður. Ráðist er á garðinn þar sem hann er lægstur og að lítt athuguðu máli að því er virð- ist. Heggur sá er hlífa skyldi mætti segja um heilbrigðisráðherr- ann og gjörningahríð hans. Stjóm- arliðar á Alþingi jafnt sem and- stæðingar ríkisstjórnarinnar hafa efasemdir um réttmæti lokunar vistheimilisins og hefur verið bent á að vafamál sé að annars staðar megi fá meðferð fyrir áfengissjúkl- inga sem kostar samfélagið jafn litla íjármuni og þar eystra. Vinnan göfgar manninn Sá sem þetta skrifar átti þess kost á síðasta ári að kynna sér starfsemina í Gunnarsholti, en hún byggist fremur á heimilislegum anda en stofnanabrag. Og kjörorð- ið um að vinnan göfgi manninn er líka í hávegum haft. Stór hluti í þeirri meðferð sem fólk fær er að læra að lifa eðlilegu og reglu- legu lífi; vakna á morgnana, mæta í mat á réttum tíma og vinna eins og heilsan leyfir. Segja forsvars- menn heimilisins að slíkt sé mjög mikilvægt fyrir alla uppbyggingu einstaklinganna, en þangað komi menn hátt á þrítugsaldri sem jafn- vel hafi aldrei stundað neina vinnu svo heitið geti. Starfseminni svipar nokkuð til stórs sveitaheimilis, þar sem bijóstvit góðra manna dugar langt til að leiða þá sem afvega hafa lent í samfélaginu á réttar brautir. Óvirðing og ábyrgðarleysi Hér skal fúslega viðurkennt að ríkissjóður er í knappri stöðu og mikilvægt er að endar nái saman í ríkisbúskapnum. Víða má skera niður og hagræða, um það deilir enginn en hvar skuli bera niður er alltaf matsatriði. Heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að bera niður í Gunnarsholti og leggja starfsem- ina þar niður enda þótt umdeilt sé hvort einhver sparnaður náist. Menn skyldu hins vegar ekki gleyma mannlega þættinum í Gunnarsholtsmálinu. Að hér eru okkar minnstu bræður í annan stað og ekki er stórmannlegt að ráðast að heimili þeirra „og Gunnarsholts- hælið hefur farið vel með þá“, sagði réttilega í grein Áma John- sen í Morgunblaðinu sl. miðviku- dag. Og þótt heilbrigðisráðherra lofi að vistmönnum verði tryggð vistun annars staðar, þó heimilinu í Gunnarsholti verði lokað, er slíkt einföldun á staðreyndum. Þó menn hafi náð fótfestu í lífinu á einum stað er næsta óvíst að þeir nái henni á öðrum stað. Það er full- komið ábyrgðarleysi og óvirðing að tala um samastað og eina skjól okkar minnstu bræðra aðeins út frá köldum rökum þess hve ríkis- sjóður standi illa. Burtséð frá hinu pólitíska lands- lagi vil ég heita á allt gott fólk um að koma í veg fyrir að vistheim- ilinu í Gunnarsholti verði lokað. Sýnt hefur verið fram á að saman- borið við aðrar sambærilegar stofnanir er reksturinn þar eystra næsta ódýr. Og hinn mannlegi þáttur má ekki gleymast í þessu máli - hann er kjarni þess en ekki hismið þó margur telji að þvi sé öfugt farið. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, Sunnuvegi 3, Selfossi. LEIÐRÉTTINGAR Parketverð 1 Húsasmiðjunni í þættinum Smiðjunni í fast- eignablaðinu í gær þar sem fjallað var um parketmarkaðinn var farið rangt með verð á parketi í Húsa- smiðjunni. Birt var verðlistaverð á beyki og merbau-parketi í stað stað- greiðsluverðs. Taflan er því endur- birt hér með réttum tölum frá Húsa- smiðjunni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Verslun Teg. Teg. Húsasmiðjan Beýki 2.719 Merbau 3.570 Byko Beyki 2.707 Merbau 3.919 Bjöminn Beyki 2.680 Eik 3.100 Harðviðarval Beyki 2.762 Merbau 3.800 Egill Árnason Beyki 2.689 Eik 3.640 Metro • Beyki 2.770 Eik 4.126 Afmæli Félag-s bókasafnsfræðinga í Morgunblaðinu í gær, föstudag, er birt grein Guðrúnar Pálsdóttur, formanns Félags bókasafnsfræð- inga, í tilefni af 20 ára afmæli fé- lagsins 10. nóvember 1993. Félagið heldur ekki upp á afmælið á morg- un, sunnudag, eins og lesa má út úr texta greinarinnar. í tilefni af- mælisins gengst félagið hins vegar fyrir röð fyrirlestra um rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræðum. Það efnir og til sérstakrar ráðstefnu dagana 11. og 12. nóvember nk. þar sem fjallað verður um bókasöfn og atvinnulíf, bókasöfn og rann- sóknir og bókasöfn og menningu. Kórstsjóri Slæm prentvilla varð á dagbók- arsíðu Morgunblaðsins í gær, þar sem skýrt var frá því að Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri væri fímm- tug. Hún var ranglega nefnd for- stjóri og er hún beðin afsökunar á þessum mistökum. VELVAKANDI HARMSAGA UR HEIMI FLATBÖKUVIÐ- SKIPTANNA SUNNUDAGINN 17. október birtist í Velvakanda yfirlýsing ánægðs viðskiptavinar Pizzastað- arins Seljabraut 54. í kjölfar hennar ákváðu undirritaðir að verða aðnjótandi hinnar „frábæru þjónustu" og panta sér „ódýra og góða pizzu“. Var nú beðið með talsverðri eftirvæntingu. Þegar ein klukkustund var liðin frá pönt- un flatbökunnar komumst við að þeirri niðurstöðu að eitthvað hlyti að hafa farið úrskeiðis. Var því hringt og pöntunin ítrekuð. Við- mælandi taldi þá skammt í af- hendingu og bað um að hringt væri eftir fimm mínútur, ef svo ólíklega skyldi fara að hún hefði ekki farið fram innan þess tíma. Næstu mínútur bólaði hins vegar ekkert á sendlinum svo enn var gripið til símans. Viðmælandi féllst þá á þá skýringu að ekki væri allt með felldu. Þegar honum var tjáð óánægja okkar með fram- gang mála samþykkti hann með semingi að lækka verðið um heilar 265 krónur. Var nú lofað skjótri lyktan mála. Þegar 30 mínútur höfðu liðið birtist loks sendill með hina langþráðu böku. Við nánari eftirgrennslan kom þó i ljós að hér var um aldeilis ókunna pöntun að ræða og fékk hún því að fljóta til baka. Nú var hringt hið sna- rasta og ekki vantaði fögur fyrir- heit, bökunni var enn á ný lofað um hæl, en hvorki beðist afsökun- ar né boðinn frekari afsláttur. Ákváðum við að svo stöddu að gefa viðskiptin upp á bátinn, þeg- ar ein klukkustund og 38 mínútur höfðu liðið frá hinni afdrifaríku símhringingu. Við óskum hér með Pizzastaðn- um, Seljabraut 54, hjartanlega til hamingju með „frækilega" fram- göngu sína í þessu máli og vonum að frásögnin fái fólk til að hugsa sig tvisvar um þegar hungrið sverfur að. ísak Jónsson, kt. 130772-3589, Ragnar Guðmundsson, kt. 290573-5729. KYNJAMISRÉTTI MIG LANGAR að kvarta vegna kynjamisréttis í körfuknattleiks- deild Grindavíkur. Þar fá karl- menn fleiri æfingar en konur. T.d. fá drengir, fæddir 1981, fjór- ar æfingar á viku, en stúlkur fæddar 1980, 1981 og 1982 fá æfingar þrisvar í viku. Unglinga- flokkar drengja fá tíma fjórum sinnum í viku en stúlknaflokkur þrisvar, sumar þeirra komast þó ekki á eina æfinguna því þær eru í skóla á sama tíma. Drengir fæddir 1983 og stúlkur fæddar 1982 (þær eru aðeins tvær) eru saman og fá íjórar æfingar í viku. Meistaraflokkur karla fær fimm æfingar í viku en meistaraflokkur kvenna fjórar. Þegar keppni stendur fyrir dyr- um hjá drengjum fá þeir aukaæf- ingu, annaðhvort lausa tíma eða æfingar af stúlknaflokkum. Ég skora á körfuknattleiksdeild Grindavíkur og KKÍ að laga þetta. GÆLUDÝR Týndur köttur FESSKETTLIN GUR um 6-7 mánaða fannst í Elliðaárdal sl. sunnudag. Hann er svarbröndótt- ur með svartar loppur. Kötturinn er með svarta leðurhálsól með gráu skrauti og lillablárri bjöllu. Þeir sem sakna kattarins eða geta gefið upplýsingar um hann eru beðnir um að hringja í síma 39871. Týndur köttur SKOTTA, eins árs gömul, hvít læða, fjörug og bamgóð, óskar af sérstökum ástæðum eftir nýju kattavinaheimili. Hún er geld og eyrnamerkt. Upplýsingar í síma 666191. TAPAÐ/FUNDIÐ Myndavél tapaðist CASIO reiknivél, Power Graphic fx-8700 GB, tapaðist á bíiastæði fyrir utan SPRON í Módd sl. mið- vikudagsmorgun. Vélin er í gráum plasthulstri. Skilvís finnandi hafi samband við Kristján Eysteinsson í síma 31382 eða 626380. Fundar- laun. Gleraugu fundust KVENGLERAUGU í svartri um- gjörð og svörtu hulstri, líklega lesgleraugu, fundust á bílastæði fyrir utan Ármúla 18, fyrir rösk- um tveimur vikum. Eigandi má hafa samband í síma 38382 á kvöldin. Hjól í óskilum LITIÐ drengjahjól með bláum dekkjum er í óskila í Dunhaga 19. Upplýsingar í síma 17527. CITIZEN ALLTAF GÓÐ HUGMYND VERÐ AÐEINS 26.982 M/VSK SNIIIDARHUGMYND SEM FÆDDIST EKKI I GÆR Citizen 90 er hljóðlótur og hentugur prentari. Prentar meðal annars ó nótur í 4-riti og umslög. Einnig fóst Citizen litprentarar, stærri prentarar með arkamatara o.fí. Kynntu þér línuna! Umboðsaðili fyrir Citizen prentara og rekstrarvörur: M Tæknival Skeifunni 17 - Sími 91-681665 RÝMINGAR- Bleiki fíllinn rýmir fyrir nýjum vörum. Auk þess keypti Bleiki fíllinn lager „Útskála" sem á allurað „seljast", m. a. Balmoral hillusamstæður, sófasett, borð o. fl. o. fl. Dæmi: Balmoral borð og 6 stólar; áður 163.050, nú 105.304 stgr. Sófasett frá kr. 59.900 stgr. Barnahúsgögn (Barbie), 60% afsiáttur. Mitab glerskápar, 60% afsláttur. Búsáhöld, 30% afsláttur. Og margtfleira á rosalegum afslætti. ÚTSALA með allt að 60% afslætti! Opið 10-18 Opið 12-18 á laugardögum. á sunnudögum. BLEIKI FÍLLITNIIM mP XS HÚSGÖGN SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI 7? 91-44544 f JQCOQ yö/NílNNQH - HVrNÁöB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.