Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 Barnast. 120-170 cm Verö kr. 5.990 Ungbarnasamfestingar Verð frá kr. 2.990 Fullorðinssamfestingar Verð frá kr. 7.400 SPORTBÚÐiN Armúla 40 Sfmar 81355S 09 813655 Morgunblaðið/Kristinn ÞING og aðalfundur Hins íslenska kennarafélags hófst í gær á Holiday Inn-hótelinu. Þinginu lýkur í dag með afgreiðslu mála og kosningum. Skólakerfið til iunræðu á þingi E ÞINGI og aðalfundi Hins íslenska kennarafélags, sem hófst í gær, lýkur í dag. Helstu mál þingsins varða kjara- og hagsmunamál framhaldsskólakennara, mennta- stefnumál og samvinnu og hugs- anlega sameiningu Kennarasam- bands íslands og Hins íslenska kennarafélags. Að sögn Eggerts Lárussonar, fráf- arandi formanns HÍK, munu stjórn- völd hugsanlega beita sér fyrir veru- legum breytingum á skólakerfmu sem munu snúa að vinnuumhverfi nemenda og kennara, lengd skóla- árs, fjölgun svokallaðra nemenda- daga í skólum, fækkun prófdaga og fjölgun kennsludaga. Menntastefnu- nefnd vinnur nú að tillögum í málinu og leggur hún þær fram mjög fljót- lega. „Við vitum að ýmsar slíkar hug- myndir eru á sveimi þótt ekki sé ljóst hvernig þær verða útfærðar ná- kvæmlega. Ef þær ná fram að ganga verður samið upp á nýtt þar sem þær fela í sér róttækar breytingar á vin- nutíma kennara. Þótt endanlegar til- lögur liggi ekki enn fyrir voru þessi mál engu að síður rædd enda menn ekki á eitt sáttir. Þá voru ýmis rétt- indamál eins og samnings-, lífeyris-, veikinda- og biðlaunaréttur rædd. Lífeyrisréttindum verður hugsanlega breytt með lögum og hafa menn áhyggjur af því enda er þarna óvissa í aðsigi. Síðan hefur mikið verið rætt um samstarf eða sameiningu kennarafélaganna, færslu grunn- skólans til sveitarfélaganna, gæða- stjóm í skólum, samræmd próf í framhalds- og grunnskólum og fleiri stór og þung mál,“ sagði Eggert. Ný stjórn tekur við að loknu þingi en hún var kjörin í október. I henni sitja Elna K. Jónsdóttir, formaður, Benedikt Bragason, Sigríður J. Hannesdóttir, Helga Siguijónsdóttir, Árni Heimir Jónsson, Atli Harðarson og Lárus H. Bjamason. Löng bið einkamála er hættuleg réttarörygginu LÖNG bið eftir niðurstöðu áfrýj- unarmála hlýtur að teljast hættu- leg réttarörygginu í landinu, að mati Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra. Lagafrumvörp, sem liggja fyrir Alþingi, gera meðal annars ráð fyrir að eyða BARWSMIIUW hala óafgreiddra einkamála fyrir Hæstarétti á tveimur árum og að biðtími slíkra mála fyrir réttinum verði eftir það ekki lengri en hálft ár. Þetta kom fram á dómsmálaþingi í gær sem dómsmálaráðherra ávarp- aði. Hann sagði að þá um morguninn hefði umræða hafist um þessi fmm- vörp á Alþingi, en þar hefðu komið fram vísbendingar um að sú umræða myndi snúast upp í pólitísk átök sem meðal annars tengdust umræðu um laun hæstaréttardómara. Millidómstig ekki tekið upp Þorsteinn Pálsson sagðist telja ólíklegt að millidómstig verði tekið upp á ísiand. Það myndi meðal ann- ars kalla á útgjaldaauka ríkisins og færa vandann í áfrýjunardómstiginu til. Fram kom í máli Valtýs Sigurðs- sonar formanns Dómarafélagsins á dómaraþinginu í gær að réttarfars- nefnd hefði skilað í framvarpsdrög- um tillögum um það hvernig sneiða eigi hjá millidómstigi án þess að réttaröryggið skerðist. Valtýr sagði, að víðast hvar á Norðurlöndum væri farið að gera auknar kröfur til fyrsta dómstigsins og í Þýskalandi hefði nú verið iög- fest sú starfsregla, að dómarar á millidómstiginu ákveði sjálfir að mál skuli dæmt af einum dómara í stað þess að þrír dómarar skipi _dóm í hvetju máli. Valtýr sagði að Islend- ingar hefðu farið aðra leið en flest- ar þjóðir með því einfaldlega að fjöL skipa dóm þegar þurfa þætti. „Á margan hátt er það aðgengileg leið. Því eigum við að hinkra við með kröfur um millidómstig og fullreyna aðrar leiðir. Takist það mun það vekja athygli víða,“ sagði Valtýr. í ávarpi sínu fjallaði Þorsteinn Pálsson einnig um breytingu á sýslumannsembættum og sagði fækkun þeirra og sameiningu ekki endilega þurfa að þýða skerta þjón- ustu. Þá sagði hann að með slíkri hagræðingu myndu forsendur skap- ast til að fela sýslumannsembættum ný verkefni af ýmsu tagi og hefði verið skipaður starfshópur undir stjórn Þorleifs Pálssonar sýslu- manns til að skoða þá möguleika nánar. Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar Alls mældust 1.460 þús. tonn af loðnu RANNSÓKNIR Hafrannsóknastofnunar sýna að færa má aflakvóta á loðnu upp í 670 þús. tonn það sem eftir er sumar- og haustvertíð- ar, sem svarar til um 1.250 þús. tonna afla á vertíðinni allri eða 350 þús. tonnum til viðbótar við 900 þús. tonna bráðabirgðakvóta sem ákveðinn var í vertíðarbyrjun. 22% af því mega Norðmenn og Græn- lendingar veiða og því tæp milljón tonn sem Islendingar mega veiða. Tillögur stofnunarinnar byggjast á rannsóknum rannsóknarskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæ- mundssonar sem luku nýlega berg- málsmælingum á stærð loðnu- stofnsins á svæði norður af Vest- fjörðum og vestanverðu Norður- landi og norðaustur og austur af Langanesi og úti af norðanverðum Austfjörðum. Mældust alls um 1.460 þús. tonn af loðnu, þar af 1.020 þús. tonn af hrygningar- loðnu. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun var stærsti hluti ókynþroska loðnunnar ársgam- all fískur og svarar mælingin til um 670 þús. tonna aflakvóta það sem eftir er vertíðarinnar þegar gert hefur verið ráð fyrir náttúrulegum afföllum og því að 400 þús. tonn nái að hrygna í mars á næsta ári. Veiðibann afnumið Sjávarútvegsráðuneytið ákvað í gær í samráði við Hafrannsókna- stofnun að fella niður svæðisbundið bann við loðnuveiðum fyrir Norður- landi frá deginum í dag til 21. nóvember, en ákvörðun um fram- hald veiðanna verður tekin í lok tímabilsins. Seinustu 10_ ár hefur heildar- loðnuveiði á íslandsmiðum mest verið um 1.268 þús. tonn árið 1985 en minnst 255,5 þús. tonn árið 1991. Loðnutonnið til útflutnings er nú á milli 27 og 28 þús. krónur án flutningskostnaðar (fob). opnar leikfanga- og gjafavðruverslun í dag föstudaginn 12. nóv. Opnunarlími: Mánudaga - föstudaga kL 10 -18 Langardaga kl, 10 -16 rnasmiojan Gylfaflöt 7,112 Reykjavík, sími 68 48 03, fax 68 48 09 L i þ i i i t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.