Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 Vilhjálmur Páls- son - Minning Fæddur 28. júlí 1922 Dáinn 5. nóvember 1993 Farsælli lífsgöngu mikilhæfs manns er lokið. Engan mann þekkj- um við hjónin, sem skilað hefur drýgra iífsstarfi til heilla sjálfum sér og í þágu þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna glímunnar miklu við Bakkus konung. Við áttum því láni að fagna að kynnast þeim hjónum Villa og Val- gerði fyrir um það bil 15 árum þegar miklir erfiðleikar steðjuðu að í lífí okkar. Þau hjónin voru einstaklega sam- stiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og voru ávallt tilbúin, hvort sem var að nóttu eða degi að koma til okkar, ef það mætti verða til þess að við kæmum auga á þá leið, sem þau höfðu fetað og hafði gef- ist þeim svo vel. Villi var óþreyt- andi við að taka mig með sér á AA-fundi og liðsinna mér í hví- vetna. Hann útvegaði mér vinnu hjá sér á Vöruflutningamiðstöðinni og vann ég þar undir hans stjóm í tvö ár. Seinna störfuðum við einn- ig saman í Landsþjónustunefnd AA-samtakanna og í stjóm Ferða- félagsins Bata. Við og bömin tókum þátt í ferðalögum og skemmtunum á vegum þess í mörg ár. Villi hélt því ávallt fram að alkó- hólismi væri fjölskyldusjúkdómur og að aðstandendur alkóhólistans þyrftu ekki síður á hjálp að halda. Það sýndu þau hjónin í framkvæmd með því að stofna fyrstu opnu AA-deildina og einnig með stofnun Ferðafélgsins Bata, ásamt þeirri hjálp sem þau vom ætíð tilbúin að veita öllum þeim fjölmörgu alkóhól- istum og aðstandendum sem til þeirra leituðu. Sú stund sem ég átti með honum á sjúkrahúsinu nokkmm dögum áður en hann lést líður mér seint úr minni. Sagði hann mér frá síð- asta fundinum sínum, sem var af- mælisfundur deildarinnar. Þá var hann orðinn fjársjúkur, en það aftr- aði honum ekki frá því að slíta fund- inum. Augun ljómuðu þegar hann sagði hvað sér hefði tekist vel upp. Þegar ég kvaddi sagði hann, og vom það síðustu orðin sem okkur fór á milli: „Binni minn, ég elska AA-samtökin.“ Þessi mikli hugsjónamaður og mannvinur sem nú er fallinn fyrir sigð dauðans verður okkur ávallt minnisstæður. Við viljum þakka Villa af alhug fyrir allt sem hann gerði fyrir okk- ur og bömin okkar. Elsku Valgerður, þinn missir er mikill, en megi ánægjulegar minn- ingar ásamt bæninni okkar vera smyrsl á sárin. „Guð gefi mér æðmleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til þess að greina þar á milii.“ Þér og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Brynjólfur og Jóhanna. í dag er til moldar borinn Vil- hjálmur Pálsson. Ætt hans þekki ég ekki en hjartalag hans þekkti ég. Ég var f ERFIDRYKKJUR1 BÍTBL ISJl sími 689509 V J svo lánsamur að kynnast honum fyrir sextán ámm. Þá var ég á Víf- ilsstöðum í meðferð og hann kom þangað með fund og það sem hann hafði að segja hreif mig. Frá honum streymdi mikil hlýja og þörf að sá boðskapur sem hann boðaði næði til allra. Ég hafði mikinn áhuga á því að komast á fund í deildinni hans og það gerði ég strax sama dag og meðferð minni lauk. Hann tók vel á móti mér, leiddi mig fyrstu sporin og skýrði út fyrir mér á ein- faldan hátt hvað mér væri fyrir bestu. Hann vildi hafa hlutina ein- falda, hann talaði ekki neitt gáfu- mannatal um hlutina, heldur þannig að allir skildu hann. Þess vegna náði hann til allra. Ég og fjölskylda mín eigum Villa mikið að þakka. Hann var vakandi yfir okkur, hann gladdist með okk- ur þegar það átti við og hann var fljótur að rétta hjálparhönd þegar miður fór. Hann Villi hafði líka mikinn stuðning frá henni Val- gerði. Þau höfðu það að sameigin- legu áhugamáli að hjálpa öðrum að komast frá áfengisbölinu. Það marga hafa þau aðstoðað að ég mundi ekki treysta mér til að kasta á þá tölu. Léttieiki Villa var einstakur, það geislaði frá honum og hann hreif fólk með sér. Ég og fjölskylda mín minnumst ferðalaga bæði innan- lands og utan sem famar voru með ferðafélaginu Bata. Þar fóru þau hjónin í broddi fylkingar. Margar minningar streyma fram í hugann sem gaman er að ylja sér við. A fyrstu árunum innan samtak- anna mynduðust sterk tengsl innan þeirra. Ég og Diddi vinur minn vorum mjög duglegir að sníkja okk- ur kaffi í Ljósheimunum eftir fundi og þá var oft setið og talað saman fram á nótt. Einu sinni tókum við að okkur að endurskipuleggja stað- setningu á öllum myndum á veggj- um heimilisins og var þá mikið hleg- ið. Þegar ég heimsótti Villa síðast var hann kominn á sjúkrahús, sár- þjáður, en samt sló hann á létta strengi og þannig minnist ég hans. Elsku Villi minn, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Guð blessi þig. Að lokum vii ég og fjölskylda mín votta þér', Vaigerður mín, böm- um ykkar og öllum sem eiga um sárt að binda, okkar dúpstu samúð. Guðjón Finnbogason. Dáinn, horfinn, harmafregn. Hversu oft höfum við ekki heyrt, lesið og hugsað um þessi spöku orð? Það er oft, en aldrei hafa þau sótt eins á mig og nú þegar vinur minn Vilhjálmur Pálsson er búinn að kveðja þetta skeið, sem við köll- um jarðvist. Mikilmenni eru oft kallaðir þeir menn, sem vinna sem flestar or- ustur og stríð sem því miður em oft stráð dauða, kvölum, ótta og harmi, en Vilhjálmur Pálsson vann flölda omsta og mörg stríð með eftirlifandi konu sína, Valgerði Ágústsdóttur, sér við hlið, en sá vegur sem hann varðaði með or- ustum sínum er stráður blómum ástar, vonar, trúar og kærleika. Hin fórnfúsa lund þessa mikil- mennis er búin að veita þúsundum einstaklinga og fjölskyldna tæki- færi á betra og sannara lífí. Þau fræ sem Vilhjálmur og kona hans Valgerður hafa sáð munu bera ávexti ástar og kærleika, meðan menning er á þessari jörð. Mér auðnaðist að hafa kynnst Vilhjálmi fyrir um þijátíu ámm, og það var mest í gegnum áfengi, því að báðir vomm við gleðimenn. Svo árið 1969, eða fyrir tuttugu og fjómm ámm, uppgötvaði Vil- hjálmur að áfengi var lítill gleði- gjafi og gekk hann til liðs við AA- samtökin og stofnaði fljótlega deild innan AA-samtakanna, sem hafði þá sérstöðu að vera opin deild, það er makar og ástvinir máttu sitja fundi og taka þátt í þeim. Þetta nýnæmi áð bjóða ástvini og maka alkóhólista til þátttöku mæltist misjafnlega fyrir, en reynsl- an hefur sýnt að Vilhjálmur hefur ásamt Valgerði konu sinni brotið blað með stofnun þessarar deildar, því að mjög mörgum hjónaböndum og fjölskyldum hafa þau bjargað. Þeir sem lesa þessar línur, hafa tekið eftir að þegar talað er um Vilhjálm verður óhjákvæmilegt að tala um Valgerði konu hans, því að samstæðari hjónum hef ég aldrei kynnst. Vilhjálmur og Valgerður stofn- uðu ferðafélag, sem ber nafnið Bati, og hefur markmið þess verið heilbrigt líf. í mörg ár voru haldnar ýmiss konar skemmtanir á vegum Bata, dansleikir, þorrablót, utan- landsferðir ásamt innanlandsferð- um og göngum um nágrennið. Vilhjálmur Pálsson var sannur trúmaður, hann átti sérlega gott með að einfalda hluti svo að allir gátu skilið. Eins var með bænina og þá látlausu meðferð sem hann notaði, samanber: „Ég bað guð þess að morgni að fá að vera edrú í dag og þakka honum fyrir að kveldi, ef það hafði tekist." Svo einfalt var það, og það tókst. Þegar Vilhjálmur veiktist af sjúk- dómi þeim er leiddi hann til dauða voru hann og Valgerður að halda upp á tuttugu og fjögurra ára af- mæli Langholtsdeildar AA-samtak- anna, svo það var í nær aldaríjórð- ung sem þau hjón gátu starfað sam- an við að bjarga mannslífum og fegra mannlífið. Það er erfítt fyrir eiginkonu, böm og aðra ástvini að horfa á eftir svona manni yfír móðuna miklu, en það er huggun harmi gegn að líf hans í og með AA-samtökunum hefur borið ríkulegan ávöxt. Guð blessi þig, Valgerður mín, bömin ykkar og alla ástvini, og veiti ykkur styrk í sorginni. Halldór Lárusson. í dag verður til moldar borinn góður vinur minn og tengdafaðir, Vilhjálmur Pálsson. Fyrir rúmri viku kvaddi hann mig hinstu kveðju, yfirvegaður og ákveðinn að vanda. Og nú verður ekki umflúið að taka þeirri kveðju. Ég kynntist þeim sæmdarhjónum árið 1960. Feiminn og hikandi hitti ég þau á heimili þeirra í Bræðra- tungu í Kópavoginum. Þama kynnt- ist ég jákvæðasta og lífsglaðasta manni sem ég hef hitt um dagana. Þessi opinskái og glaðværi maður hafði afar sterk áhrif á mig. Hlýtt viðmót þeirra hjóna varð síðan grundvöllur að ævarandi vináttu og ástúð. Langur tími er nú liðinn síð- an kvöldið góða, en þessi fyrstu kynni renna mér aldrei úr minni. Mig hefur aldrei undrað hve auð- velt honum veittist það að hrífa með sér annað fólk og þau áhrif virkjaði hann til hjálpar fólki sem átti í erfiðleikum í baráttunni við Bakkus. Hinn stóri vinahópur sem að þeim hjónum stendur ber hvað best vitni hér um. Sigramir vom svo sannarlega margir, en sá stærsti var er hann í einvígi lagði Bakkus fyrir 25 ámm. Stuðningur Valgerðar var ómetan- legur og að hans eigin sögn nauð- synlegur. Samheldni og styrkur þeirra hjóna var öðmm hvatning til eigin sigra. Tilsvör Villa voru oft spaugileg og jafnvel kaldhæðin. Á sjötugs- aldri var honum óverðskuldað sagt upp vinnu, sem honum líkaði ann- ars vel. Það varð til þess að hann réð sig í vinnu hjá Landsbankanum. Sagði hann gjaman að þessi brott- rekstur hefði orðið sitt stærsta lán. Þar með öðluðust þau rétt til þátttöku í byggingu raðhúsa við Naustahlein í Garðabæ, sem byggð vom af DAS. Þetta varð sá sælu- reitur sem þau byggðu sér síðustu árin saman og aldrei þreyttist hann á að segja okkur hve yndislega þeim liði á þessum stað. Framtakssemin og krafturinn entist honum til síðasta dags. Blómaræktin í garðhúsinu, tijá- gróðurinn í garðinum, kartöflu- ræktin og bílskúrinn áttu hug hans allan og það lá mikið á að mála húsið fyrir veturinn, alein og sjálf. Mér fannst tæplega tímabært að mála aftur svo nýlegt hús, en ég skil þetta allt betur núna. Nú kveð ég þig, kæri vinur, og þakka þér fyrir allt. Og með þínum eigin orðum: „Mér er ekki boðið upp á annað." Páll Trausti. Æi, guð, Iáttu þetta ekki vera satt, heldur bara að þetta hafí ver- ið vondur draumur. Af hverju að taka frá okkur mann sem alltaf var svo hress og kátur? Afi var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum og átti auðvelt með að fá fólk til að hlæja. Ég man aldrei eftir því að hafa séð afa reiðan og ég held að það hafi ekki verið til reiði í honum. Aðeins gleði og stríðni sem geislaði af honum og átti hann til mikið af hvoru tveggja. Því veldur guð hvort maðurinn hlær eða grætur (Sófókles). Mér finnst ekki sanngjamt hvemig guð velur úr. Fyrst tók hann frá mér móður mína í blóma lífsins, svo þig, afi. Elsku afi, ég á margar minningar við þig tengdar. Ég mun ávallt minnast þess þegar ég, pabbi, Daði bróðir, þú og amma bjuggum öll saman. Það vom bestu ár lífs míns. Þú komst og vaktir mig á morgnana og keyrðir mig í skólann, í staðinn fyrir að láta mig taka strætó. Manstu einn morguninn þegar þú keyrðir mig í skólann og ég datt þegar ég steig út úr bílnum og buxurnar mínar blotnuðu dálítið. Þú heimtaðir að fá að keyra mig aftur heim svo að ég gæti skipt um fot, þótt þú værir að verða seinn í vinnuna og ég gleymi aldrei hvað þú sagðir: Ásta mín, ég get ekki látið barnið mitt vera blautt og þar að auki er fjölskyldan ávallt númer eitt. Ó, afi, elsku afi, þetta er svo skrýtið því þú varst svo hress í af- mæli Daða og Hönnu fyrir mánuði og nú ertu dáinn. Ég veit að það var gott fyrir þig að hafa fengið að fara því að þú kvaldist svo. Samt sakna ég þín svo mikið að ég gæti dáið. Ég veit að þú ert hjá mér, en ég get ekki séð þig né snert þig. Afi, ég á eftir að sakna hringinganna frá þérþar sem þú þóttist vera lögreglan eða þess háttar, en ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, elsku afi. Ég veit að amma bjargar sér. Hún er svo sterk, þann- ig að þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur af henni. Við hjálpum henni líka. Blómin þín sem þú elskaðir af öllu hjarta eru einnig í góðum hönd- um hjá ömmu. Ég mun ávallt varðveita síðustu fallegu orðin sem þú sagðir við mig áður en þú dóst og þau voru: Ásta mín, ekki vera reið þótt ég vakni ekki aftur í fyrramálið, það var gaman að lifa með þér og mundu að ég mun ávallt elska þig. Mig langar til að skrifa ljóð í lokin sem ég.las og hef varðveitt. Þetta ljóð hefur hjálpað mér mikið í gegnum sorgina þegar móðir mín dó og nú þína. Elsku afí, yndislegi afi minn, ég kveð þig með þessu ljóði og megi guð blessi þig og varð- veita. Afi, þú ert hetja. Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann' með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þó látinn mig haldið. En þegar þér hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sá! mín upp í mót til ljóssins. Verið glðð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. I dag kveðjum við elskulegan afa okkar, Vilhjálm Pálsson, eftir stutta en erfíða sjúkrahúslegu. Það verða margar góðar minningar sem munu fylgja okkur um þennan indæla mann. Hann var vinmargur, glað- vær og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og leið okkur alltaf vel í návist hans. Hann var ávallt léttur og skemmtilegur og kom okkur alltaf til að hlæja, jafnvel í sínum erfíðu veikindum, og var það okkur ómetanleg hjálp á þessum erfiðu tímum. Það ker sárt að miissa afa svona snöggt og munum við sakna hans mikið. En vafalaust er söknuðurinn mestur hjá ömmu okkar, Valgerði Ágústsdóttur, en þau voru einstak- lega samrýnd hjón. Guð varðveiti afa okkar og veiti ömmu okkar og fjölskyldu styrk í þessari miklu sorg. Bryiya, Vilþjálmur og María. Föstudaginn 5. nóvember sl. dó ástkær afí minn, Vilhjálmur Páls- son. Þessi elska sem alltaf var svo hress og lífsglaður, lífið og ástin blómstraði hjá honum og ömmu. Það var svo yndislegt að sjá þau saman. Það má nú segja að þau hafi ekki verið tvær persónur, þau voru bara eitt, ein sál, gerðu allt saman, það var alveg sama hvað það var. Afí minn var nú bara búinn að vera fjórar vikur á spítala þegar hann dó. Og það er líka svo ein- kennilegt að hann veiktist á föstu- degi, fer inn á spítala á föstudegi, deyr á föstudegi og er jarðaður á föstudegi. Þetta gerðist allt svo snögglega að maður er ekki ennþá búinn að meðtaka það allt saman. Oft hringdi ég í þau og var að spyija hvemig þau hefðu það. Allt- af var þakklætið svo mikið hjá þeim báðum að maður fékk þetta allt endurgoldið. Það var ekki svo sjald- an að síminn hringdi, og þá var það afi í símanum. Hann var að spyija hvemig maður hefði það og lét mann vita hvað honum þótti vænt um mann. Æi. Hann var bara svo yndislegur og ég sakna hans sárt. Þetta er mikill missir. Þessi elska stofnaði fyrstu opnu AA-deildina á íslandi og það em 24 ár síðan. Hann og amma hjálp- uðu mörgum sem áttu í basli við áfengisvandann og er það fólk hon- um örugglega ákaflega þakklátt svo og fjölskyldur þeirra. Hinn 28. október síðastliðinn vom þau búin að vera gift í 50 ár (gullbrúðkaup) en þekkjast í 53 ár. Þau eignuðust saman þijú börn sem öll era uppkomin og er eitt þeirra móðir mín. Afí minn var alveg með það á hreinu að ég ætti að fara í myndlistaskóla. Þetta röbbuðum við oft um. Ég sagði alltaf við hann að ég kynni nú ekki einu sinni að teikna. Maður lærir það, sagði hann alltaf. Afi var afar fallegur og skemmti- Iegur maður og rosalegur grínisti. Hann var alltaf eitthvað að skop- ast. Þegar maður kom í heimsókn til þeirra tóku þau alltaf svo vel á móti manni. Afi fór að sýna manni blómin. Þegar það var búið sýndi hann mér kartöflugarðinn. Svona var afi minn alltaf þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann og tal- aði lengi um það á eftir. Svona er nú amma mín líka, enda vom þau bara ein persóna. Það em svo margir sem segja að við séum svo lík. Ég er svo stolt og þakklát fyrir að fá að líkjast honum. Síðastliðin tvö ár hefur vin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.