Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.11.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Minning Arndís Guðríður Jakobsdóttir Fædd 19. september 1923 Dáin 5. nóvember 1993 í gegn um laufið geislar skína, gullinn roði hjúpar láð. Friðar særða sálu mína, sólarlagsins geislabráð. (A.GJ.) Þetta er ein af litlu perlunum sem hún systir mín átti svo létt með að kasta fram, og hve oft hafa þessar ljóðlínur komið upp í huga minn undanfarna haustdaga þegar ég hef litið út um eldhúsgluggann minn yfír á Merkjateiginn þar sem hún systir mín bjó, ég hef beðið og von- að að batinn kæmi. En um leið og síðustu laufin féllu af tijánum, varð sú von að engu, hún kvaddi svo snöggt eftir stutta en harða baráttu við vágestinn mikla, krabbameinið. Það er ekki lengra síðan en 10. ág- úst að það uppgötvaðist, en síðan breiddist það út með þvílíkum ógn- arhraða að ekkert var hægt að gera. Amdís Guðríður Jakobsdóttir hét hún fullu nafni, fædd 19. september 1923 í Reykjahvoli í Mosfellssveit, elsta bam foreldra okkar Mörtu Hjaltadóttur og Jakobs Narfasonar, við vorum átta systkinin. Næstur henni er Sigurður Narfi, Hjalti sem lést á síðasta ári 63 ára úr sama sjúkdómi. Síðan vom Baldur, Jakob- ína Marta, Sigurrós Hulda, þau lét- ust öll nokkurra mánaða gömul, síð- an Jðhanna og Hulda. Við áttum yndislega æsku hjá góðum foreldrum í glöðuth systkina- hópi. Þó að ekki væri auður í búi finnst mér eins og alltaf hafí verið sólskin. Dísa fór snemma að hjálpa mömmu með okkur systkinin, ég held að hún hafí stutt okkur öll fyrstu sporin, og alla ævi var hún kletturinn og kjölfestan í lífi okkar, og hún kenndi okkur svo margt sem við búum að alla ævi. Þegar börnin okkar fæddust breiddist elskusemi hennar til þeirra, og síðan til bama- ,barnanna sem flest kölluðu hana „ömmu Dísu“. Hún var góðum gáf- um gædd, átti mjög auðvelt með að læra tungumálið, bókhneigð var hún og hafði yndi af ljóðum sem og kveð- skap enda var hún vel hagmælt sjálf. Það var sama hvað hún gerði, allt lék í höndunum á henni, hún teikn- aði listavel á sínum yngri ámm. Og marga flíkina saumaði hún og pijón- aði á okkur systurnar, og síðan á Fædd 18. febrúar 1902 Dáin 6. nóvember 1993 I dag er elskuleg amma mín bor- in til hinstu hvíiu. Hún kvaddi þetta líf 6. nóvember á 92. aldursári. Það er erfitt að skrifa minningargrein um jafn yndislega konu sem amma mín var. Ég ætla að lýsa reynslu minni í fátæklegum orðum. Ég fór fyrst norður til ömmu og afa sjö ára gamall og var nánast sumargemlingur til 14 ára aldurs. Alltaf var sama tilhlökkunin að fara í sveitina. Alltaf kom þessi yndislega kona brosandi á móti mér og fjöl- skyldu minni. Oft þurftum við böm- in að leita til ömmu þegar eitthvað bjátaði á, og ekki var biðin löng eftir hlýhug hennar og huggun. Ekki vantaði ömmu glaðværðina og umhyggjuna fyrir öðrum. Man ég nokkur skipti þegar amma þurfti að leggja frá sér heimilisverkin til að taka á móti nýjum einstaklingum í þennan heim. Þá var ekki verið að slóra heldur drifíð sig af stað oft systkinabömin. Ekki má gleyma áhuga hennar á leiklistinni, hún var einn stofnandi leikfélagsins okkar, og á tíu ára afmæli þess 1986 var hún gerð að heiðursfélaga nr. 1. Hinn 1. október 1942 fæddist einkasonurinn Bernhard Linn. Var hann skírður í höfuðið á bandarísk- um föður sínum. Hann ólst upp með okkur, sem einn af systkinunum. Hann er kvæntur Dagbjörtu Pálma- dóttur og eiga þau fímm böm, sem öll sakna ömmu sinnar sárt. Dísa giftist ekki, hún bjó með foreldrum okkar meðan þau lifðu, og hugsaði um þau af einstakri nærfæmi í ell- inni, síðan fluttist hún í eigin íbúð á neðri hæðinni í húsinu hans Benna á Merkjateignum. Þar tók hún ríkan þátt í uppvexti bamabamanna. Þau leituðu mikið til hennar og veittu henni mikla gleði. Börnunum mínum var hún einstök, hún fór með þau í fjöruferð, fjallgöngu og beijamó, þau minnast þess alls sem hún gaf þeim og var þeim með þakklæti. Hún vann í Álafossverksmiðjunni í mörg ár en árið 1958 hóf hún störf hjá Pósti og síma á Brúarlandi og síðan á Varmá uns hún hætti fyrir tveimur árum. Hún ól allan sinn ald- ur hér í sveit, og ferðaðist talsvert um landið á sínum yngri árum. Einu utanlandsferðina fór hún með okkur hjónum til Danmerkur, og þegar við komum á Kastrup-flug- völl beið hennar gamall danskur vin- ur hennar og færði henni blómvönd. Urðu það miklir fagnaðarfundir. Síð- an fórum við með feiju yfír til Þýska- lands og Svíþjóðar. Þetta voru ógleymanlegir dagar sem hún talaði oft um. En nú er komið að leiðarlokum, allt of fljótt finnst okkur öllum, og enn ein jólin höldum við í sorg og söknuði. Á döprum jólum í lífi okkar sendi hún mér eftirfarandi ljóðlínu í jólakorti skrifað með hennar fallegu rithönd (ég reikna með að hún sé höfundurinn): { myrkrinu höldum við hátíðleg jól, í hjartanu birtir af því og skuggamir hverfa með hækkandi sól það hlýnar og vorar á ný. Já, það vorar á ný, en veröldin okkar verður aldrei söm og hún var án hennar Dísu. Hún var mér ekki bara góð systir, heldur mín besta vinkona sem gott var að leita til jafnt í gleði sem sorg. við erfíðar aðstæður. Oft var biðin löng eftir ömmu, en afí tók þá við verkum hennar á heimilinu af mikl- um dugnaði. Þá er mér einnig minnisstætt þegar ég kom með unnustu mína aðeins 17 ára unglingur til að sýna ömmu minni og afa konuefnið mitt. Þá ljómaði amma mín af gleði sem endranær. Elsku afi minn, mamma mín, Pálmi, Jón og Hjalti, guð gefi ykkur og fjölskyldum ykkar styrk í þess- ari sorg. Að lokum þökkum við elsku ömmu fyrir allt. Hvíli hún í friði. Gísli, Jóhanna og börn. Að kvöldi laugardagsins 6. nóv- ember barst okkur hjónum sú fregn að heiðurskonan hún Jensína ljós- móðir í Bæ væri dáin. Hún andaðist í Sjúkrahúsinu á Hólmavík eftir hálfsmánaðar legu þar og kvaddi jarðlífíð í hárri elli með þeirri sömu Með hjartans þakklæti frá okkur hjónum, börnum okkar, tengdabörn- um og barnabörnum. Hafí hún þökk fyrir allt. Guð geymi hana. Hulda. Amdís Guðríður Jakobsdóttir lést í sjúkrahúsi föstudaginn 5. nóvem- ber sl., þá nýlega orðin 70 ára að aldri. Arndís, eða Dísa eins og hún var alltaf kölluð, var elst barna þeirra hjóna Mörtu Hjaltadóttur og Jakobs Narfasonar. Þijú misstu þau Lsæku, en fímm komust upp. Þau voru, auk Dísu, Sigurður Narfí, Hjalti, Jó- hanna og Hulda. Ekki kann ég að rekja ættir for- eldranna, en Marta var ættuð af Rauðasandi, fædd 1894, og Jakob fæddist á Reykjum hér í sveit árið 1891. Þar áttu hann og systkini hans góða æsku og minningar. Ein systranna var Guðlaug, hin merk- asta kona og móðir Guðjóns heitins Hjartarsonar verksmiðjustjóra á Álafossi. Jakob faðir Dísu var togarasjó- maður að ævistarfí og var þá m.a. með ágætum manni, Þorgrími Sig- urðssyni skipstjóra á bv. Baldri frá Reykjavík. Var með þeim félögum gagnkvæm og traust vinátta. Á æskudögum mínum bjuggu for- eldrar Dísu í næsta nágrenni við Reyki, hjá Boeskov í Blómvangi. Á þeim tíma var á Reykjum heima- kennsla fyrir bömin í hverfinu, þar sem Brúarlandsskólinn var fullsetinn með einum kennara, Lárusi Hall- dórssyni. Þá man ég vel eftir atviki um það leyti er Tryggvi Pétursson, seinna bankastjóri í Hveragerði, var kenn- ari, að treglega gekk með lestrar- kenrisluna. Dísa mun hafa verið um fjögurra ára er kennarinn bauð henni inn í skólastofuna og bað hana lesa fyrir þá eldri sem þama vom. Hún var sett upp á stól og las hátt, skýrt og hnökralaust upp úr biblíusögun- um. Það var svo haft fyrir satt að eftir þetta gekk kennslan stórum betur og allir lögðu sig fram við lestramámið. Dísa var bráðger og stórgáfuð. Um langskólanám var þó ekki að ræða nema fyrir fáa, því að kreppu- ástandið lék íslenska þjóð illa á þriðja og fjórða áratugnum. Eftir skyldunám hóf Dísa störf á Álafossi og var trúað fyrir vanda- sömum störfum. Árið 1958 réðst hún svo að símstöðinni á Brúarlandi og féll vel inn í það mannval sem þar var fyrir. Símastúlkur á Brúarlandi voru þekktar fyrir lipurð í starfí sínu sem oft var erfitt og vanþakklátt. Dísa fluttist svo með Guðrúnu Magnúsdóttur símstöðvarstjóra, þegar ný símstöð var reist á Varmá, og vann þar við miklar vinsældir þar reisn, sem fylgt hafði henni alla tíð á lífsleiðinni. Jensína mátti muna tímana tvenna, því að hún var fædd á morgni þessarar aldar, meðan flest- ir hlutir í umhverfinu voru óbreyttir frá tímum genginna kynslóða og allur þorri þjóðarinnar bjó í sveitum landsins. Þá voru heimilin homstein- ar þjóðfélagsins og þar var unnið úr þeim hráefnum, sem til féllu við búskapinn og öll gæði lands og sjáv- ar nýtt til fullnustu í góðri sátt við náttúm jarðarinnar. Að breyta ull í fat og mjólk í mat var list, sem hver verðandi húsfreyja þurfti að hafa á valdi sínu. Skinnaverkun og skógerð var og hluti af því námi, sem æskufólk lærði í skóla hins daglega lífs. Þetta, ásamt ýmsu fleira, var sá stóriðnaður, sem fram fór á íslenskum sveitaheimilum á fyrstu áratugum aldarinnar og var aðal þess lífsmáta, sem byggðist á iðni, nýtni og sparsemi og skilaði þjóðinni gegnum heimskreppuna miklu án teljandi skuldasöfnunar, þannig að brautin til framfara og velmegunar var bein og greiðfær þegar kreppuárin vom að baki. Það hljóta því að hafa orðið þeirri kyn- slóð, sem Jensína tilheyrði, mikil vonbrigði, hvemig þjóðin hefur nú kastað hinum gömlu gildum á glæ og sokkið á veltitímum í botnlausar skuldir við ákafa leit sína að ímynd- uðum lífsgæðum. En það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Jensína Guðrún fæddist 18. febr- úar árið 1902 og var dóttir hjón- til fyrir tveimur ámm að hún lét af störfum. Arndís Jakobsdóttir var félags- lega og menningarlega sinnuð, víð- lesin og vel ritfær og fljúgandi hag- mælt og þá hvort heldur var á móð- urmálinu, dönsku eða ensku. Um langt árabil sat hún í stjóm Héraðsbókasafns Kjósarsýslu og var bókavörður þar um skeið. Þá var hún í forystunni í skemmti- og menn- ingarmálum í starfsmannafélagi Álafoss, meðan hún starfaði þar. Þá starfaði hún einnig og ekki síður í Ungmennafélaginu Aftureldingu. Þar stóð hún ásamt fleirum fyrir menningarmálum, skemmtikvöldum og leiklistarstarfsemi. Þá starfaði hún mikið með Leikfélagi Mosfells- sveitar fram á síðustu ár. Með Dísu var gott að vinna, enda gat hún útbúið alls kyns efni, bæði í bundnu máli og rituðu, en var þó ef til vill of hlédræg á sína miklu hæfíleika og vildi helst ekki- vera mjög áberandi. Dísa giftist ekki en eignaðist einn son, Bemhard Linn. Hann er kvænt- ur Dagbjörtu Pálmadóttur frá Akur- eyri og eiga þau fímm böm. Dísa bjó lengstum með foreldrum sínum í Ullamesi en seinna fluttist hún í íbúð í húsi Bernhards og bjó þar síðan. Við vinir og samstarfsmenn kveðj- um Dísu með virðingu og þökk. Við minnumst margra menningar- og ánægjustunda er hún hefir veitt okkur af sínum nægtabrunni. Hún var vinsæl og vinmörg og verður okkur samferðamönnum ætíð minn- isstæð. Við vottum ástvinum hennar sam- úð og óskum henrii góðrar ferðar á vit almættisins. Jón M. Guðmundsson. Það er sárt en það er satt, það er orðið of seint að trítla niður tröpp- umar, hún amma á neðri hæðinni er dáin. Áður en við vissum af hafði sjúkdómurinn lagt hana að velli og eftir standa ljóslifandi minningar í hugum okkar allra. Sérhvert okkar geymir minningar um leikhúsferðir, gönguferðir eða bæjarferðir en ferð- irnar með ömmu voru tilhlökkun að morgni og umhugsun að kvöldi. Við munum líka lengi minnast þeirra morgna sem við sátum í morgun- sloppum annað hvort í morgunkaffi eða við reyndum að leiða hjá okkur ómótstæðilegan matarilm sem hafði vakið okkur af værum blundi. Oftar en ekki Ias amma fyrir okkur ljóð, útskýrði og dáðist að snilli skáldanna en í kistum sínum geymdi hún eigin ljóð sem mörg hver eru hreinustu perlur. Til hennar var líka gott að leita ef illa gekk með lærdóminn. Hún hafði einstakt lag á dönsku og ensku og hefur trúlega bjargað anna Óla Þorkelssonar og Jóhönnu Sumarliðadóttur er lengst af bjuggu í Ingólfsfirði í Árneshreppi og áttu bæði ættir að rekja til dugnaðar- fólks í sömu sveit. Jensína ólst upp í stórum systkinahópi og vandist snemma við búverk bæði innan bæjar og utan. Hún hafði mikið yndi af húsdýrum og var ekki göm- ul þegar hún byijaði að aðstoða kindur um sauðburðinn, sem ekki gátu borið hjálparlaust. Fórst henni það einkar vel úr hendi. Þá um- gekkst hún einnig mikið hesta á æskuárum sínum, fór oft á hestbak og reið í hnakk, meðan flestar kon- ur sátu enn í söðli. Sú æfíng, sem Jensína fékk í hestamennskunni á unglingsárunum, kom sér vel eftir að hún var orðin ljósmóðir sveitar- innar og engu farartæki varð við komið nema þarfasta þjóninum. Jensína lauk ljósmæðranámi árið 1929 og giftist sama ár Guðmundi P. Valgeirssyni búfræðingi í Norð- urfirði, er fljótlega valdist til forystu í búnaðar- og félagsmálum sveitar- innar sökum_ hæfileika sinna og mannkosta. Ári síðar keyptu þau hluta úr jörðinni Bæ í Trékyllisvík og hófu þar búskap og miklar jarða- bætur er fram liðu stundir. Þau hjón eignuðust þijá syni, er náðu fullorðins aldri, og tóku eina kjördóttur, sem þau gengu í for- eldrastað. Elstur bræðranna er Pálmi, járn- smiður í Reykjavík, fæddur 1934, kvæntur og á tvö börn. Næstur að aldri er Jón, húsasmiður í Reykja- margri ritgerðinni frá verri einkunn. Og það var svo til alveg sama hvað hún amma okkar tók sér fyrir hend- ur, hún var miklum gáfum gædd og allt gerði hún vel og samviskusam- Iega. En amma var ekki bara okkar, af nánast öllu okkar frændfólki, vin- um og jafnvel nágrönnum var hún sjaldan kölluð annað en „amma Dísa“, titill sem henni þótti sérlega vænt um. Alltaf var amma tilbúin til að hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda og studdi hún fólk af heil- um hug gegnum hvers konar erfíð- leika. Elsku amma, hvemig fínnum viðu falleg orð og nógu sannar setningar til að segja þér hversu heitt við elsk- um þig og hversu sárt við söknum þín? Þú varst okkur meira en nokkur orð fá lýst. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og styrkja elsku pabba okkar sem gerði okkur kleift að hafa þig hjá okkur. Barnabörn. I dag kveðjum við systkinin ást- kæra móðursystur okkar, Amdísi G. Jakobsdóttur, sem við nefndum oftast Dísu. Dísa andaðist eftir stutt en erfið veikindi 5. nóvember síðast- liðinn, þá liðlega sjötug að aldri. Dísa fæddist að Reykjahvoli í Mosfellssveit 19. september 1923, elsta bam hjónanna Mörtu E. Hjalta- dóttur og Jakobs Narfasonar. Af átta börnum afa og ömmu komust fimm á fullorðinsár. Þau eru, auk Dísu, Sigurður Narfí, Hjalti Olafur Elías, en hann lést 18. júní 1992, eftir harða baráttu við meinið illa, þá Jóhanna og yngst er móðir okkar systkinanna, Hulda. Dísa hélt alla tíð heimili með afa og ömmu á með- an þau lifðu. Lengst af bjuggu þau vík, fæddur 1936, kvæntur og á fjögur böm. Yngstur bræðranna er Hjalti, bóndi í Bæ, fæddur 1938, kváentur og á fimm böm. Kjördóttirin Fríða var fædd árið 1945. Hún var mikil efnisstúlka og var því sár harmur kveðinn að Bæjaifyölskyldunni, þegar hún veiktist af hvftblæði og dó, aðeins 16 ára gömul. Einkum tók Jensína fráfall hennar nærri sér. En hún og þau hjón bæði höfðu löngu áður orðið að þola þá þungu raun, að missa þijú fyrstu böm sín fárra vikna gömul á árunum 1930-1933. Kvenfélag Árneshrepps stofnaði Jensína Guðrún Öla- dóttir ljósmóðir í Ar- neshreppi Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.