Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 19 Gullfiskar dregn- ir úr sálardjúpi Bókmenntir Erlendur Jónsson Unnur Jökulsdóttir, Þorbjörn Magnússon: Kría siglir um suðurhöf. 335 bls. Mál og menn- ing. Reykjavík, 1993. Þótt höfundar bókar þessarar séu tilgreindir tveir er svo að skilja að Unnur hafí haft hönd á textan- um. Þorbjöm á þá væntanlega meira í myndunum. Þarna er sagt frá ferð sem verið hefur ævintýra- leg í meira lagi. Farartækið var skúta og sagan hefst í Mið-Amer- íku. Þaðan er svo haldið út á Kyrrahafíð sem höfundur segir að sé jafn kyrrt og Grænland sé grænt. Og stefnan tekin á Galapa- goseyjar. En þar vildi margur hafa stigið á land. Þar er sagt að Darw- in hafí séð það sem sjá þurfti til að setja fram þróunarkenninguna. Skútufólki er yfírhöfuð meinaður aðgangur að eyjunum nema með leyfi sem er í raun ófáanlegt. En Unnur og Þorbjörn treystu á guð og lukkuna og tvær whiskýflöskur handa hafnarverðinum. En »gjaf- ir« af því taginu ganga sem lykill að hjartarúmi embættismanna í Mið- og Suður-Ameríku. Ærið væri ferðasaga þessi merkileg þótt ekki væri frá öðru greint en heim- sókn til þessara furðueyja þar sem varðveist hafa lifandi fornmenjar frá liðnum árþúsundum. Hálf önn- ur öld er liðin síðan Darwin sigldi þarna á skipinu Beagle. Langur tími miðað við mannsævina en örskammur miðað við jarðsöguna. Frá Galapagoseyjum er svo haldið suður um höfín að sólgylltri strönd. Sú var tíð að stritandi Vesturlandabúar litu svo til að líf- ið á Suðurhafseyjum hlyti að vera ein samfelld paradísarsæla, þar þyrfti ekki annað fyrir lífínu að hafa en að lesa aldin af greinum trjánna og njóta sumars og sólar alla daga ársins, og ævilangt. Kannski var það nú orðum aukið. Allt um það telst leiðangur um þær slóðir vera meiri háttar reynsla, um það er engum blöðum að fletta. Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon Þótt til einsdæma megi telja að íslendingar leggi upp í ferð sem þessa er urmull lítilla skemmti- skipa ávallt á siglingu um heims- höfín. Þar eru einkum á ferðinni menn sem Englendingar kölluðu fyrrum the idle rích class. Því auðvitað kostar þetta pening, mik- inn pening. Hvernig fóru réttir og sléttir Frónbúar að hafa efni á slíku? Því er útþrykkilega ljóstrað upp: »Við afréðum að lóga litla steypugrísnum.« Setningin er dæ- migerð fyrir talsmáta höfundar sem forðast eins og heitan eldinn að orða nokkuð á þann veg sem búið er að segja áður. Sjaldnast á það að valda misskilningi. En hér treystir höfundur ekki lærdómi lesandans betur en svo að skýring er látin fylgja: »... það er að segja að selja íbúðina heima.« Samsetn- inginn má útskýra með aðferðum fomfræðinnar. Grís er sparibauk- ur, góð og gild dönskusletta. Og hvað er svo sparibaukur úr stein- steypu? Auðvitað kassi þar sem maður hefur komið fyrir sparifé sínu. Einfalt mál og auðskilið! Sá sem les þessa bók í því skyni að fræðast fær nokkuð fyrir snúð sinn. Þetta er dálítii landafræði. Höfundarnir geta þó varla talist neinir alþýðufræðarar. Frumleik- inn og hugkvæmnin situr hins vegar í fyrirrúmi. I stað þess að kalla fram á skjá hugans myndir af því sem verið er að lýsa hveiju IIOYI> íkúdojhmlkii^ sinni tekur lesandinn óðara að beina auga að stílnum og undrast hvað höfundur textans getur látið sér detta í hug til að koma lesand- anum á óvart, hversu margt snið- ugt hann dregur upp úr eigin sál- ardjúpum. Lítil takmörk sýnast vera fyrir því sem hann leggur á sig til að vera ekki eins og aðrir. Að tala um að halla sér á kodd- ann, fara að sofa, ganga til svefns eða hverfa inn í draumalandið eins og sumir segja, er til að mynda allt of flatt og hversdagslegt. Sæfarinn íslenski lætur það heita að slökkva á meðvitundinni. Þess háttar líkingamál setur svo mjög svip sinn á sjóferðasögu þessa að minnt getur á dróttkvæði forn- skáldanna þar sem ekkert mátti segja á hversdagsmáli en allt varð að binda í kenningar. Ekki svo að skilja að þetta sé þungur texti, öðru nær. Bókin er þvert á móti auðveld. Höfundur er afar mælsk- ur og fer því létt með að valda þessu verkefni sínu, fágar þennan skrautlega stíl sinn sem framast er unnt, hefur þó jafnframt taum- hald á sögugleðinni, stundar al- hliða tilraunastarfsemi með orða- sambönd og hugmyndatengs! en leiðist ógjarnan út í málfarslegt óhóf, sleppir sér aldrei í galsa. Ætli megi ekki segja að stíllinn á bók þessari sé íslenska fyrir þá sem lengra eru komnir. Verulegur fjöldi afar góðra lit- mynda gerir bókina sýnu eigu- legri. Sumar eru til augnayndis, aðrar til að styðja textann og enn aðrar til fróðleiks. Útgefandinn hefur svo fyrir sitt leyti bætt um betur með því að gera bók þessa glæsilega úr garði. Hugsanlega færir hún höfund- um sínum aftur það sem þeir fórn- uðu fyrir skemmtunina: Nýjan og ef til vill myndarlegri steypugrís! Skólakór Kársness. Hljómdiskar Oddur Björnsson Skólakór Kársness Barnakór Kársnesskóla og Litli kór Kársnesskóla Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Undirleikari: Marteinn H. Frið- riksson Útgefandi: Skólakór Kársness. Dreifing: Japis Skólakór Kársness var stofnaður árið 1977 og Þórunn Björnsdóttir hefur verið stjórnandi hans frá upphafi. Kórinn syngur í þrem hóp- um. Yngstu bömin syngja í Litla kór Kársnesskóla. í Bamakór Kársnesskóla syngja 10-12 ára börnin, en þau elstu í Skóiakórnum. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika, heima og erlendis; komið fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands og í útvarpi og sjónvarpi. Skemmst er að minnast er kórinn söng á opnunarhátíð norrænu menn- ingarhátíðarinnar í London haustið 92. Þar flutti kórinn dagskrá með íslenskum þjóðlögum og lögum ís- lenskra tónskálda, og em þau flest að fínna á þessum hljómdiski. Skemmst er frá því að segja að þetta er mjög góður kór — eigin- íega alveg ótrúlega, einkum þegar þess er gætt að börnin koma og fara, eins og gengur í skóla, og varla er söngur neitt aðalfag. Gæti þó verið það, eftir hljómdisknum að dæma! Burt séð frá mjög góðum kór- söngi (fallegar raddir) bamanna hlýtur stjórnandinn, Þórunn Björnsdóttir, að eiga allan heiður af árangrinum. Enda geri ég ráð fyrir að skólaböm annarsstaðar á landinu séu jafngóðir söngvarar, þótt annað mætti ætla eftir þessum diski að dæma. Samhæfíng radd- anna og hvert einasta lag ber vott um smekkvísi og múskalska ögun án minnstu bælingar. Sönggleðin allsráðandi. Og hvað er hægt að segja meira — annað en að bera fram hamingju- óskir! Agæta upptöku annaðist Stúdíó Stemma undir stjórn Sigurðar Rún- ars Jónssonar, en hljóðupptaka fór fram í Víðistaðakirkju og Kópa- vogskirkju sl. vor. Sannkallaður jólahljómdiskur. Lvkill að Hótel Örk í boði eru 0 mismunandi lyklar SÆLU 1 nótt (2 dagar) alla daga vikunnar kr. 11.000,- fyrir tvo. HVUNNDAGS 2 nætur (3 dagar) j miðri viku kr. 17.800,- lyrir tvo. 2 nætur (3 dagar) 4 nætur (5 dagar) fóstud. til sunnud. í miðri viku kr. 21.800,- fyrir tvo. kr. 29.800,- fyrir tvo. Innifalið í lyklum: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður auk aðgangs að öllum þægindum hótelsins svo sem jarðgufubaði, útisundlaug, heitum pottum, þrekæfmgasal, tennisvelli, níu holu golfvelli o.fl. Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta svo sem snyrti- og hárgreiðslustofa, nuddstofa, hestaleiga, bflaleiga, stangveiði og margt fleira. Gjafalyklaruir eru til sölu í Jólagjafaliúsi okkar í Kringlunni, Burgarkringlunni eða í síma 98-34700 og þú færð ivkilinn sendan heini. Sendum í póstkröfu. Visa - Euro raðgreiðslur Gjafalyklamir gilda allt úrid 1994 HÓTEL ÖÍX UVERAGHRDt - SÍMl 98-34700 - FAX 98-34773
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.