Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Frá frumsýningu Évgenís Ónegíns í íslensku óperunni. Óperan Évgení Ónegín Áhorfendur á frumsýningunni. _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Margir samstarfsmenn Tsjaj- kovskís voru vantrúaðir á að ljóða- saga Púshkins væri heppilegt efni fyrir óperu. Tsjajkovskí ritaði í bréfi til bróður síns, að hann hafi orðið „yfir sig hrifinn af sögunni og á einni andvökunótt gerði ég efnisskissu að yndislegri óperu, sem ég fór með næsta dag til Shilovskí. Hann er nú í óða önn að skrifa óperutextann. Þú getur ekki ímyndað þér hvað þetta efni heillar mig!“ Seinna viðurkennir tónskáldið að efni óperunnar sé ekki sérlega leik- rænt og segir meðal annars: „Évgení Ónegín er í raun ekki ópera, heldur ljóðrænar myndir og á móti leik- rænni kyrrstöðu vinnur ljóðrænn textinn og mannlegar tilfinningar". Við þetta má svo bæta orðum Ha- rolds C. Schonberg í The New York Times árið 1963: „Hvílíkt endalaust streymi fagurra steíja ... sem aðeins getur að heyra hjá Tsjajkovskí." Þeir sem þekkja þessa óperu vita að hún er ekki síðra hlustunarefni en sviðsverk og að það er fegurð og gæði tónlistarinnar, umfram margar vinsælli óperur, sem er aðal þessa fágæta verks. Óperan Évgení Ónegín, eftir Tsjajkovskí, var frumsýnd hér á landi 30. desember sl. í Islensku óperunni. Hljómsveitarstjóri sýningarinnar var Robin Stableton, sem stýrði hljóm- sveit (konsertmeistari Zbigniew Du- bik) og söngvurum af öryggi, svo að sýningin var mjög heildstæð í flutningi. Hljómsveitarritháttur Tsjajkovskís kallar á mun fjölmenn- ari strengjasveit en var til staðar í íslensku óperunni. I fámennri strengjasveit verður mönnum það ósjálfrátt á, að knýja um of á hljóm- styrk, sem í stórri sveit verður síður nauðsynlegt og því hægt að vanda meira til tóngæðanna. Þetta er lög- mál og það hefur í raun aldrei verið tekið tillit til þess, varðandi §ölda strengjaleikara í íslenskum hljóm- sveitum. Þarnar verður ekki sakast við hljóðfæraleikarana, sem gerðu margt fallegt og má þá ekki gleyma af- burða fallega leiknum strófum blás- aranna. Hlutur hljómsveitarinnar í Évgení Ónegín er mikill og gegnir miklu fyrir leikræna mótun verksins, með svipuðum hætti og hjá Wagner og Strauss og því verður fæð strengj- anna tilfmnanlegri í Évgení Ónegín en í óperum með einfaldari rithátt. Leikstjóri var John Copley, er naut aðstoðar Laurie Feldman, og leystu þau sviðsþrengslin á mjög sannfær- andi máta, meðal annars með því að láta kórinn ekki aðeins syngja, held- ur og dansa, sem tókst ágætlega, undir stjórn Terry Gilberts, þó ekki dyljist að margt á kórinn ólært í dansmenntinni. Söngur kórsins, sem æfður var af Garðari Cortes, var hinn ágætasti eins og hann á vanda til, t.d. í sveitasenunni í 1. þætti og valsinum fræga í 2. þætti. Leikmynd (Robin Don), glæsilegir búningar (Michael Stennet með aðstoð Huldu Kristínar Magnúsdóttur) og lýsing (Jóhann Hjálmarsson) gerði sitt til að binda þessa sýningu þétt og vel saman. Sönglínumar í þessu ágæta verki eru svo einkennilega samofnar rúss- neska textanum, eins og t.d. ítalskar óperur ítölskunni, að vafasamt getur reynst að þýða textann. Þýðing Þor- steins Gylfasonar er í heild mjög góð og það sem er mikilvægast, að hon- um tekst snilldar vel að samhæfa íslenska textann tónlistinni. Fram- burður textans var í heild nokkuð góður, þó hann mætti á köflum vera skarpari. Systumar Tanja (Ólöf Kol- brún Harðardóttir) og Olga (Ingveld- ur Ýr Jónsdóttir) opna óperuna með æskuglöðum söng, sem er fallega útfærður. Ingveldur syngur hér í fyrsta sinn í óperu og er þarna á ferðinni vel lærð og efnileg söng- kona. Með þeim systrum eru móðir- in, Larína, sem Sieglinde Kahmann fer með á sannfærandi máta, bæði er varðar söng og framburð, og fóstr- an gamla, Filipévna, sem Hrönn Hafliðadóttir gerði allt of gamla, lík- lega að ráði leikstjórans. Vel hefði mátt forðast að ofgera atferli fóstr- unnar, er í raun skemmdi þessa ann- ars hlýju persónu, sem Hrönn túlk- aði að öðru leyti fallega og gæddi söng sinn umhyggju fóstrunnar góðu. Á eftir kór- og dansþætti leigulið- anna, með Sigurjón Jóhannsson sem forsöngvara, komu Lenskí (Gunnar Guðbjörnsson) og Ónegín (Bergþór Pálsson) til sögunnar en þar tjáir Lenskí ást sína til Olgu í aríunni „Þig ég elska“ sem Gunnar söng fallega og af töluverðri tilfínningu. Einn frægasti þáttur óperunnar er „bréfaarían" og er þessi tilfinn- ingaþmngni þáttur meistaraverk, gæddur mannlegri hlýju og ást. Ólöf Kolbrún náði að túlka óþol þess sem elskar af öllu hjarta og sést ekki fyrir í tjáningu hennar. Önegín vísar ást hennar á bug og nær Bergþór að túlka á sannfærandi máta yfir- læti og jafnvel sjálfsánægju þessa veraldarvana manns. Á eftir valsinum fræga syngur herra Triquet (Sigurður Björnsson) kátlegt og skemmtilega samið lag fyrir Tönju. Sigurður var ekta „monsieur" og þó of ýkt gervið ynni nokkuð á móti honum, söng hann aríuna mjög vel með tilheyrandi frönskum tildurtilþrifum og sérlega skýrum framburði. Það sem einkenn- ir þessa óperu, er að ýmis atvik eiga sér næsta stuttan aðdraganda og af því leyti er ást Tönju nærri því án forspils og sama má segja um af- brýði Lenskís og hefði Ónegín mátt vera aðeins ástleitnari við Olgu, til að gera viðbrögð Lenskís eðlileg. Hólmgönguáskorunin var samt nokkuð sannfærandi og á þessum tíma þurfti oft ekki meira til að menn færu í þennan vitlausa byssu- leik. Aftur á Tsjajkovskí fallegan tón- leik, er Lenskí bíður komu Ónegíns og hugleiðir tilveruna og ást sína á Olgu. Gunnar söng þessa innilegu aríu mjög vel og má segja að ásamt lokaatriði óperunnar hafi söngur Gunnars verið hápunktur óperunnar. Einvígisvottinn söng ungur söng- nemi, Bjarni Thor Kristinsson, og er þar á ferðinni efnilegur bassi. Þriðji þáttur hefst á dansleik og eru þá lið- in 6 ár frá hólmgöngunni og dauða Lenskís. Tanja er gift Gremín fursta (Guðjón Óskarsson). Guðjón söng ástararíu Gremíns mjög vel og túlk- aði fallega innilega ást hans og end- urnýjun lífdaganna, sem hún færði honum. Þá ber einnig að geta þess, að framburður textans var einstak- lega góður hjá Guðjóni. Lokaatriðið er hápunktur óper- unnar og er eins og verkið öðlist þá fyrst leikrænt líf. Hástemmd tilfínn- ingatúlkun Bergþórs á ofsafenginni ást hans á Tönju var mjög sterk og tvískipt túlkun Ólafar, fyrst með bældu yfirlæti Tönju, er síðar nær þeim mörkum að verða stjórnlaust tilfinningaflæði, svo að ekkert gagn- ar nema að rífa sig lausa, hversu sárt sem það er. Samleikur og söng- ur Bergþórs og Ólafar var áhrifamik- ill og sannkallað „drama“. Tsjajkovskí var mikill tilfinninga- maður og gaf þeim oft lausan taum- inn í verkum sínum, svo mjög, að mörgum hefur þótt nóg um. Sú stað- reynd að óperan Évgení Ónegín er tilfinningalega nokkuð einlitt verk og fyrir utan leikatriðið með „herra Triquet" nærri laust við „karakter- “túlkun, mætti e.t.v. ætla, að það hafi verið vegna þess að Tsjajkovskí var vanari að túlka eigin tilfinningar en ekki annarra og að átökin í síð- asta atriðinu, svona þrungin og hömlulaus, hafi í raun verið sam- stillt þeim ofsa, sem oft má greina í verkum hans. Með öðrum orðum, að það sé tvennt ólíkt, að tjá sínar eigin tilfinningar og að finna til með öðrum og útfæra reynslu annarra á sannfærandi máta. Hvað sem þessu líður er tónverkið Évgení Onegín ákaflega fallegt, ekki aðeins sem söngverk heldur og í tónmáli hljóm- sveitarinnar, sem fáir vinna með af meiri leikni en Tsjajkovskí. GOMLU DANSARNIR okkar sérgrein Á mánudögum og miðvikudögum í sal félagsins í Álfabakka 14A í Mjódd. Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd. Alla mánudaga (12 tíma námskeið) Kl. 20.30-21.30 Framhaldshópar fyrir lengri komna Kl. 21.30-22.30 Byrjendahópur þar sem grunn- spor eru kennd ítarlega Kennslahefst mánudaginn lO.janúar 1994. Opinn tími og gömludansaæfing verður ann- an hvern miðvikudag, fyrst 12. janúar. Kl. 20.30-21.30 Opinn tími - þú mætir þegar þér hentar Kl. 21.30-23.00 Gömludansaæfing - þeir sem koma í tímann fá frítt DANSIÐ ÞAR SEM FJÖRIÐ ER Innritun og upplýsingar í síma 681616. IÚN\ & Fyrirtæki - sala - kaup Eins og öll undanfarin ár þá endurnýjum við spjaldskrána okkar í janúar. Vinsamlega hafið samband hvort heldur um lítið eða stórt fyrir- tæki er að ræða - því fyrr - því betra. Höfum örugga kaupendur að öllum stærðum og gerðum fyrirtækja, jafnvel uppí 70,0 millj. staðgreitt ef fyrirtækin eru álitleg. Allar upplýsingar í fullum trúnaði. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.