Morgunblaðið - 04.01.1994, Síða 60

Morgunblaðið - 04.01.1994, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 t STEFÁN ÍSLANDI óperusöngvari, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Einarsdóttir. t Faðir okkar, ALFREÐ WASHINGTON ÞÓRÐARSON, lést á elli- og hjúkurnarheimilinu Grund 2. janúar. Útförin auglýst síðar. Börn hins látna. t Elskuleg systir, mágkona og móðursystir, SVAVA EYÞÓRSDÓTTIR G. ROBINSON frá Sandgerði, lést á heimili sínu, 30 Fens Cresent, Hartlepool, Englandi, þann 30. desember sl. Guðrún Eyþórsdóttir, Guðjón Guðjónsson og systrabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði lést ( Landspítalanum þann 31 desember. Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Skarphéðinsson, Gréta Jónsdóttir, Gunnar Konráðsson, Sigurður L. Jónsson, Klara Sigurgeirsdóttir, börn og barnabörn. t Systir okkar og móðursystir, RANNVEIG JÓNASDÓTTIR, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Jónasdóttir Birkis, Ásta Jónasdóttir, Regína Birkis, Svanhildur Bjarnadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ HARALD ANTONSEN bakari, Gnoðarvogi 30, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 31. desember sl. Jónina G. Jónsdóttir, Birgir Alfreðsson, Erla Alfreðsdóttir, Ásgeir Þorvaldsson og barnabörn. t Faðir okkár, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐURÞÓRÐARSON fyrrv. verkstóri og framfærslufulltrúi, Háukinn 4, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala á gamlársdag. Sigurður Þórðarson, Kristín Friðriksdóttir, Trausti Þórðarson, Barbro Þórðarson, Guðbjörg Hulda Þórðardóttir, Þórður Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fóstur- faðir, afi og langafi, ODDGEIR HJARTARSON, Hólmgarði 33, lést í Borgarspítalanum 30. desember. Lilja Margrét Oddgeirsdóttir, Paul Oddgeirsson, Kristjana Gfsela Herbertsdóttir, Markúsína Guðnadóttir, Erlingur Reinhotd Herbertsson, Sonja Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bára Sigurbjörns- dóttir - Minning Bára Sigurbjörnsdóttir andaðist hinn 28. desember sl. á 82. aldurs- ári. Hún var fædd í Grímsey 8. febr- úar 1912 og var hún fimmta barn hjónanna Sigurbjöms Sæmunds- sonar útvegsbónda á Sveinsstöðum og Sigrúnar Indriðadóttur, en alls áttu þau átta börn sem upp komust. Bára ólst upp í Grímsey við leik og störf í fjörugum systkina- og vinahópi, en hún hleypti heimdrag- anum á unglingsárum er hún fór til Mattheu systur sinnar á Húsavík er gift var Þorgrími Maríussyni. Hún starfaði næstu árin við hús- störf á Húsavík og síðar á Akur- eyri en fór síðan til Reykjavíkur þar sem hún starfaði einnig við hús- störf og við saumaskap í Sjóklæða- gerðinni. í Reykjavík starfaði hún um tíma á heimili Vigfúsar Einars- sonar ráðuneytisstjóra í Fjólugötu 5 og komst í mikið vinfengi við Guðrúnu Sveinsdóttur konu hans. Leiddi það til kynna við bróður Guðrúnar, Matthías Sveinsson, f. 1905, og gengu þau í hjónaband. Dóttir þeirra er Guðrún, listmálari í Reykjavík, f. 1940, gift Sigurði St. Helgasyni lífeðlisfræðingi og háskólakennara, en sonur Guðrúnar og Sigurðar er Matthías háskóla- nemi, f. 1971. Bára og Matthías bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap og starfaði Matthías sem fulltrúi á skrifstofu tollstjóra uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Auk t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, STEINGRÍMUR VILHJÁLMSSON frá Sæbakka, Grenivfk, verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 14.00. Hulda Bessadóttir, Hannes Steingrfmsson, Elsa Svavarsdóttir, Stella Steingrímsdóttir, Pétur Guðjónsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og sambýliskona, SVAVA SVEINSDÓTTIR, Aflagranda 40, lést í Borgarspítalanum að kvöldi gaml- ársdags. Kristinn Stefánsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Erlingur Jennason, Sigrún Ingimarsdóttir, ömmubörn, Finnbogi Júlíusson. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KNUD ALFRED HANSEN fyrrverandi simritara, ferframfrá Háteigskirkju ídag, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, Hlíðabæ, Flókagötu 53. Esther Larsen, Bent Larsen, Óskar Hansen, Jakobina Úlfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS GUÐMUNDSSON, Kríuhólum 2, - Reykjavík, lést í Borgarspítaianum 1. janúar. Útförin auglýst síðar. Hjálmrún Guðnadóttir, Magnea K. Andrésdóttir, Hannes Helgason, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Konráðsson, Guðjón R. Andrésson, Margrét Björgólfsdóttir, bárnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS THORDARSON, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 31. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.30. Maria Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Jónas Þór Guðmundsson, Guðmundur Már Guðmundsson, Unnur Elín Guðmundsdóttir, Jón Már Jónsson og barnabarnabörn. heimilisstarfa starfaði Bára nokkuð við saumaskap og um margra ára skeið starfaði hún við iðnaðarstörf í fyrirtæki Halldórs Jónssonar og Ögnu konu hans sem voru nágrann- ar og góðir vinir Báru og Matthías- ar. Bára og Matthías bjuggu lengst af ýmist í nágrenni eða nánu sam- býli við Halldóru systur Báru og eiginmann hennar Friðfinn Ólafs- son. Lengst bjuggu þau á efri hæð- inni í húsi Friðfinns og Halldóru í Snekkjavogi 21. Barnahópurinn á neðri hæðinni var stór, sjö börn alls, og var sam- gangurinn á milli heimilanna í þeim mæli að nánast var eins og um eitt stórt heimili væri að ræða. Systurn- ar Halldóra og Bára voru afar sam- hentar og Bára reyndist börnunum á neðri hæðinni eins og önnur móð- ir. Bára var glæsileg og greind kona og jafnlynd svo að heita má að hún skipti aldrei skapi. Hún hafði óvenju ríka kímnigáfu og laumaði oft út úr sér bráðfyndnum athugasemdum um menn og málefni. Aldrei var kímni hennar meiðandi, aðeins hlý og græskulaus — en hitti í mark. Við sem þetta skrifum eigum Báru óendanlega mikið að þakka. Minningarnar um hana eru margar og allar á einn veg. Hún umvafði okkur þeirri gleði og hlýju sem henni var svo eðlislægt að láta fólk- inu í kringum sig í té og það var ævinlega tilhlökkunarefni að hitta hana. Oft var glatt á hjalla í stof- unni hjá Báru og voru systkini hennar, böm þeirra og barnabörn frá Grímsey, Húsavík, Grindavík og víðar að tíðir gestir þar. Árið 1985 fluttu Bára og Matthí- as í þjónustuíbúð aldraðra á Dal- braut 26. Þó að húsrými yrði þá naumara skorið en verið hafði var hjartarými Báru engin takmörk sett. Þannig fylgdist hún af áhuga með hverjum nýjum afkomanda í stórfjölskyldunni frá Snekkjuvogi 21 og langömmubörnin voru sömu aufúsugestirnir á heimili hennar eins og foreldrar þeirra, afar og ömmur höfðu verið. Það hefur verið sagt að þeir sem guðirnir elski deyi ungir. Bára Sig- urbjörnsdóttir var rúmlega áttræð og líkaminn verulega farinn að gefa sig undir það síðasta. En hún hélt sinni andlegu reisn þar til yfir lauk og eftir situr sú tilfmning í brjóstum okkar að þrátt fyrir að hún næði háum aldri hafi hún verið ung til hinsta dags og þannig eigi máls- hátturinn við um hana í yfirfærðri merkingu. Við vottum Matthíasi og fjöl- skyldu hans innilega hluttekningu. Blessuð sé minning Báru Sigur- björnsdóttur. Iðunn Steinsdóttir, Björn Friðfinnsson. ERFIDRYKKJUR ^jeWngahús^ IðTBL ESJt sími 689509 v y Erfidrykkjur Glæsileg kaíli- hlaOlHmY l’ídlegir Síilir og mjög góð þjÓlHIStiL Gpplýsingar ísínia 22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIBIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.