Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Pennavinir Fyrirspurn til borg’ar- yfirvalda í Reykjavík Frá Leifi Sveinssyni: 1. Hvaða embættismaður Reykja- víkurborgar bar ábyrgð á því, að vandaðar, eldtraustar sorp- tunnur voru aflagðar og eldfim- ar plasttunnur settar í staðinn? 2. Voru öskutunnuskiptin borin undir: a) Brunámálastofnun ríkisins? b) Þáverandi slökkvistjóra í Reykjavík? 3. Hvenær má vænta þess að ör- uggar sorptunnur verði settar upp við hús Reykvíkinga? 4. Framleiða blikksmiðjur í Reykja- vík eldtraustar tunnur, ef menn vilja ekki nýta sér hina eldfimu þjónustu borgaryfirvalda? Reykjavík, 18, janúar 1994, LEIFUR SVEINSSON, Tjarnargötu 36, Reykjavík. TÓLF’ ára tékknesk stúlka með áhuga á tónlist og íþróttum: Martina Tobolkova, Lany 30, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. ÞÝSKUR 23 ára karlmaður með áhuga á tónlist, bókmenntum, bréfaskriftum, kvikmyndum o.fl.: Thorsten Helbing, Hopfenhellerstrasse 5, D-37445 Walkenried, Germany. TVÍTUG Ghanastúlka með áhuga á tónlist, dansi, kvikmyndum og bréfaskriftum: Antoinette Amissah, Aladura Box No. 390, Oguaa Town, Cape Cóast, Ghana. FINNSK stúlka, 24 ára, með áhuga á tónlist og langar að eignast ís- lenska pennavini: Saija Juvala, Yo-Kyla 13D 28, 20540 Turku, Finland. TVÍTUG dönsk stúlka sem skrifar á ensku auk dönsku vill eignast íslenska pennavini. Getur ekki um áhugamál: Christine R. Nielsen, Finsensvej 47A, 1.-102, 2000 Frederiksberg, Danmark. TÓLF ára tékkneskur piltur með áhuga á ensku, tónlist og íþróttum: Zdenek Kraus, Vaclavska 421, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. TÉKKNESK 22 ára stúlka með áhuga á ferðalögum: Renata Spackova, Tyrsova 357, 506 01 Jicin, Czech Republic. Þjóðráð Frá Einari Kristinssyni: Þegar stjórnmálamaður gerist gamlaður, eða á annan hátt van- hæfur og samflokksmenn hans eru orðnir leiðir á honum er oftast þrautalendingin sú að gera hann að bankastjóra. Viðkomandi fær þá þægilegan stól og gott lífsviðurværi og getur unað glaður við sitt. Þetta er mikill munur borið saman við það, sem bíður venjulegra launa- manna þegar þeir missa vinnuna og verða þaðan í frá að draga fram lífið á atvinnuleysisbótum einum saman. Þvi vil ég leggja til að ráðn- ir verði ekki aðeins tveir nýir banka- stjórar að Seðlabankanum heldur allir þeir, sem núna eru atvinnulaus- ir, svo sem '5000 manns. Við nána skoðun sést að þessi ráðstöfun hef- ur marga kosti. í fyrsta lagi sláum við heimsmet í íjölda Seðlabanka- stjóra og komumst þá væntanlega á blað hjá Guinness. Það er glæsi- leg ráðstöfun að hafa svipaðan fjölda starfsmanna í Bankanum og á öllum fiskiskipaflotanum, enda þótt það kosti marga blýanta. í öðru lagi gæti þessi ráðstöfun bjargað Atvinnuleysistrygginga- sjóði frá gjaldþroti. í þriðja lagi útrýmum við atvinnuleysi algera- lega (geri aðrir betur). Að sjálf- sögðu verða bankastjórarnir hver um sig að fá bíl við hæfi. Þetta gæti þýtt að flytja þyrfti inn svo sem 5000 nýja eðalvagna. Það er dágóð búbót fyrir bílaumboðin, sem öll eru við það að rúlla vegna lítill- ar sölu. Og í fjórða lagi gefur þessi inn- flutningur sársvöngum ríkissjóði kærkomnar tekjur, sem lagar greiðsluhallann. Ekki þarf að hafa áhyggjur af hag Seðlabankans, ef marka má orð fyrrverandi banka- stjóra hans þegar hann var spurður um kostnað við byggingu Seðla- bankahússins, en þau voru „pening- arnir verða til hérna í bankanum". Að öllu athuguðu sé ég ekki annað en þetta sé þjóðráð. EINAR KRISTINSSON, Funafold 43, Reykjavík. VELVAKANDI UTVAIH5SLEIKFIM1N VIÐ, sem erum orðin öldruð og stirð, reynum eftir megni að fylgjast með leikfiminni í útvarp- inu en heyrnin er ekki nógu góð hjá okkur svo við getum alls ekki numið þessi leikfimisorð vegna þess að kennarinn er svo fljótmæltur og orðin og setning- arnar svo áherslulausar. Ég vona að blessunin geti hægt svolítið á sér og skýrt æfingarnar betur. Músíkin er bara ágæt. Guðrún Pétursdóttir, Efstalandi 14, Reykjavík. P.S. Póstkassinn sem hefur verið hér úti í Grímsbæ er allt í einu horf- inn, þvílíkt böl. Frímerkin fást í Grímsbæ svo þetta er mjög baga- legt. GÓÐ LEIKSÝNING MIG LANGAR að benda fólki á stórskemmtilega sýningu Leikfé- lags eldri borgara á leikritinu Margt býr í þokunni. Ég hvet fólk til að fjölmenna i Risið, Hverfísgötu, þar sem sýningar fara fram, um leið og ég þakka Snúði og Snældu fyrir mjög góða skemmtun. Rannveig HANDKLÆÐA- SKORTUR Á LANDAKOTI FYRIR NOKKRU þurfti ég að leggjast inn á Landakot og er niðurskurðurinn í heilbrigðisgeir- anum ástæða þess að ég vil segja frá eftirfarandi. Ég þurfti að fara í sturtu á spítalanum og mér voru afhentar buxur og bolur til að fara í eftir sturtuna. En þegar ég ætlaði að þurrka mér eftir baðið fannst ekkert handklæði á allri hæðinni. Eftir langa leit kom þó hjúkrunarkona með risastórar nærbuxur sem hún sagði mér að þurrka mér með. Myndi fólk ekki ætla að stjórn- völd væru orðin fullstórtæk með niðurskurðarhnífínn í heilbrigðis- þjónustunni þegar þannig er komið? Ef heilbrigðisráðherrann ætti aukanærbuxur, myndi hann kannski vera svo vænn að gefa Landakoti þær fyrir handklæði. Elíeser Jónsson, Hörpugötu 1, Reykjavík. KLUKKU VANTAR Á INGÓLFSTORG KRISTÍN hringdi og sagðist vera ákaflega hrifin af nýja Ingólfs- torginu. Hún heldur þó að það yrði til bóta ef þar yrði sett skemmtileg klukka. TAPAÐ/FUNDIÐ Leðurhanskar fundust KVENLEÐURHANSKAR fund- ust við Laugardalslaugina sl. Iaugardag. Upplýsingar í síma 12267. Óskilamunir í Borgarapóteki HRINGT var frá Borgarapóteki og sagt að þar væru ýmsir óskila- munir, s.s. segulbandsspóla merkt „til Heiðu“, hanskar, vasa- hnífur, budda, lyklaveski, leik- fangalögreglubíll og ýmislegt fleira. Þeir sem kannast við þessa muni geta haft samband við apó- tekið. Kvenmannsúr glataðist KVENMANNSÚR á silfurlitaðri keðju glataðist í íþróttahúsinu í Bessastaðahreppi á gamlárs- kvöld. Ef einhver hefur fundið úrið, þá er eigandinn í síma 654918. Bækur og handklæði fundust TVÆR bækur og handklæði fundust á milli Engjasels og Dalsels. Þetta er ein bók og bæklingur frá Herranótt 1992. Upplýsingar í síma 72048. Gullkross fannst DAGINN fyrir Þorláksmessu fannst gullkross neðarlega á Laugavegi. Eigandinn má vitja hans í síma 26910. Gullnæla tapaðist GULLNÆLA sem er eins og laufblað í laginu tapaðist þann 28. desember. Þeir staðir sem koma til greina eru Þrír Frakkar við Baldursgötu, Miðbraut á Sel- tjarnarnesi eða við Frostafold. Upplýsingar í síma 675456. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með fimm lyklum fannst við Hörgsland sl. mánu- dag. Upplýsingar í síma 34753. Lyklar fundust GYLLT lyklakippa með Oldsmo- bile-merki og fimm lyklum fannst við veitingahúsið Hornið fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 71477. Óskað eftir læðu KOLSVARTUR kettlingur, læða, óskast, helst ekki eldri en fjög- urra mánaða. Upplýsingar í síma 71237. (22718) Læða fæst gefins VEGNA ofnæmis á heimilinu vantar góða og kelna bröndótta læðu annað gott heimili. Upplýs- ingar í síma 689488 eða 51437. Farsi Með morgunkaffinu Mér finnnst einni konu of- aukið í lífi mínu. Og er ég þó ekki giftur nema einni. Ást er. .. . að skipta sér ekki af aksturslagi hans. TM Reg. U.S P*t Off,—all rights reserved c 1994 Los Angeles Times Syndicate Kiktu í spegil og gáðu hvort þér fínnst liturinn passa. HOGNI HREKKVfSI »§G VIL Dl AÐ þ(j FEMGtR þÉR þlMM ElGiH REGMFRAICKA."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.