Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 9 Kiósum málsvara umhverfis- oq heilsuverndar Ólaf F. Magnússon lækni í 4.-6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfiokksins Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Ólafs er í Garðastræti 6, símar 17474 og 17476. Opið frá kl. 16-22. Stuðningsmenn Próf kjör sjálf sfæöismanna 30.-31. janúar nk. Kjósum Jónu Gróu í 3. sætið. Skrifstofa okkar á Suðurlandsbraut 22 er opin frá kl. 14-22 daglega. Símar 880812, 880813, 880814, 880815. Stuóningsmenn. Próf kjör Sjálf stæðisf lokksins 30. og 31. janúar. Kjósum Axel Eiríksson í 6. tíl 9. sæti. Kosningaskrifstofa er á Laugateigi 33 (vinnustofa). Opin frá kl. 18-22 og frá kl. 13-18 um helgar. Símar 884533 og 884534. Allir sjállstæðismenn velkomnir. Sjálfstæóismenn í Reykjavik Kosningaskrifstofa Þórhalls Jósepssonar er á Laugavegi 178. Símar 19260,19263,19267. Opið kl. 13.00-22.00, laugardag kl. 13.00-18.00. 4.-6. sæti. Allir sjálf stæðismenn velkomnir. Konur í fremstu röð - veljum Guðrúnu Zoéga borgarfulltrúa í 3. sæti í prófkjöri 30. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna er í Síðumúla 8., 2. hæð. Opið kl. 14-22 virka daga og 13-18 um helgar. Símar 684490 og 684491. > f p If* Metsölublad á hxerjum degi! ItYDllBIMD Siimeigin fulltrúa fcrr—r tl Sj*H- iNrrt. rcno •Artm 0 UUnU f lurnU rtil 1 HVumfyltifmmboA, legi listini en íhaldið Ánægður með þessa niðurstöðu nnm í HeykJvvOt fengi 10 aðeins 5 Ileilt og brotalaust samsUrf —•»*■«- u'v"^,l"« , rr.mh.jw™ lyrtr ho.. Kaldastríðsorðbragð Kaidastríðsorðið „íhald“, sem fyrrum var eins konar sauðskinnsskór á fótum rót- tæklinga, gengur í nýja lífdaga á forsíðu Alþýðublaðsins síðastliðinn þriðjudag. Þar hlakkar blaðið yfir bví í litskreyttri fyrirsögn að „íhaldið" fái aðeins fimm fulltrúa kjörna í borgarstjórn að vori, ef skoðanakönnun DV fyrir viku stenzt í raun að vori. „ Allt er betra en íhaldið“! Alþýðublaðið fer mik- inn í forsíðufrétt síðast- liðinn þriðjudíig. Þar seg- ir í 3ja dálka rauðprent- aðri rammafyrirsögn: „Sameiginlegi listinn fengi 10 fulltrúa en íhald- ið aðeins 5“! Blaðið leggur út af DV-könnun á fylgi fram- boða, ef borgarstjórnar- kosningar hefðu farið fram þá könnunin var gerð. Og Alþýðublaðinu er nyög mikið niðri fyrir: „fylgið hrynur af“ ihald- inu, það „býður afhroð í kosningunum", ef og svo framvegis. Kaldastríðsorðið „íhald“, sem Alþýðublað- ið hampar í forsíðufyrir- sögninni (en hefur ekki verið því tungutamt síð- ustu árin) minnir á gam- alt slagorð róttæklinga og sósíalista: „Allt er betra en íhaldið"! Nú er þetta gamla slagorð vakið upp úr kumlum fortíðar. Enda stendur mikið til: vinstra fólk úr fjórum flokkum samfylkir á einurn fram- boðslista. Listaheitíð er sum sé nýtt, enn bakland- ið er gamall fjórflokkur með gamalkunnuga frambjóðendur. Nýr vett- vangiir — nýtilraun í leiðara Alþýðublaðs- ins daginn eftir segir: „Nýr vettvangur var tilraun í síðustu borgar- stjórnarkosningum til að sameina krafta félags- hyggjuflokkanna. Sú til- raun tókst að hluta tíl, en var í raun upphafið að þeirri tilraun sem nú verður að öllum líkindum gerð til að bjóða fram sameiginlegan valkost gegn Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík.. Nýr vettvangur — ný tílraun, segir Alþýðublað- ið. Fréttin kann að reyn- ast ígildi ástralsks kast- vopns, búmerangs, sem kemur gjaman í koll þess sem kastar, þegar vopnið missir marks. Það er nefnilega tvíeggjað áróð- ursbragð, að ekki sé meira sagt, að nefna til Nýjan vettvang, eins raunalega og til tókst með hann, sem fyrirboða þess sem koma skal hjá vinstri fylkingunni. Nýr vettvangur var nefnilega það fjall fyrir fjórum árum, sem hinir róttæku horfðu af til stórra hluta. En þegar fjaliið tók jóð- sótt fæddist aðeins lítil mús. „Flokkskerfin semenn leynast þar að baki“ DV íjallar um sömu skoðanakönnun sama þriðjudaginn. Höfimdur leiðarans fer létt með að skýra meinta uppsveiflu vinstri flokkanna. Niður- staða hans er þessi: „Svo virðist sem marg- ir kjósendur í Reykjavík vi(ji kjós:i sér borgar- stjóm úr nýrri átt og vilji um leið líta framhjá flokkskerfum, sem enn leynast þar að baki.“ Líta fram hjá flokks- kerfum, segir leiðarahöf- undur. Em þá gamal- kunnir flokkaframbjóð- endur, sem líkur standa tíl að skipi samsuðidist- ann, allt í einu orðnir ut- anflokka, utan flokka- kerfa, fólk úr nýrri átt? Er tíl dæmis Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi fyrir Framsókn- arflokk í mörg kjörtíma- bU, sem talið er að skipi fyrsta sæti samsuðunnar, dæmigerð fyrir þetta „ný- áttarfólk"? Eða Guðrún Ágiistsdóttír, sem gegnt hefur margs konar póli- tískum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið um langt árabil, sem altal- að er að skipi annað sæt- ið? Em þessir tveir gam- alkunnu póUtíkusar ekki lengur flokkslega niðum- jörvaðir? Svipuðu máli gegnir raunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrr- verandi borgarfuUtrúa og núverandi þingmann Samtaka um kvennalista. Trúlega hefur leiðara- höfundur, ómeðvitað, hitt nagiann á höfuðið þegar hann talar um „flokks- kerfin, sem enn Ieynast þar að baki“! Vopnaleit- argjaldið lagt á fleiri en áður FLUGLEIÐIR hafa sent utanríkis- ráðherra bréf og andmælt hækk- un vopnaleitargjalds en með nýrri gjaldskrá sem gefin var út 1. jan- úar sl. og gildir frá 1. febrúar nk. hækkar gjaldið um 50% eða úr 60 í 90 krónur fyrir hvern farþega. Að sögn Einars Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, verður einnig sú breyting með nýrri gjaldskrá að gjaldið verður innheimt af fleiri farþegum en verið hefur. Vopnaleitargjald er innheimt með farmiðum „fyrir hvern mann sem ferðast með loftfari frá íslandi til annarra landa um Keflavíkuiflug- völl,“ eins og segir í gjaldskránni. Að sögn Einars Sigurðssonar eru Flugleiðamenn m.a. óhressir með hinn skamma fyrirvara sem þeir fá vegna þess að stór hluti farmiða í flug í febrúar er þegar seldur. Þá gagnrýnir Einar hve hækkunin er mikil, eða 50%. Innheimt af börnum Einar sagði einnig að samkvæmt nýju gjaldskránni ætti að innheimta vopnaleitargjald af börnum innan eins árs sem fara í gegnum vopna- ieit í fangi forráðamanns og væri það breyting frá því sem verið hef- ur. „Þá var þetta hvorki lagt á „stop- over“ farþega né svokallaða Bláa lóns-farþega. Stór hluti nýrra far- þega Flugleiða á síðasta ári voru á leið frá Kaupmannahöfn og Ham- borg vestur um haf með nokkurra klukkustunda bið í Leifsstöð. Þessum farþegum náðum við með því að selja þeim ferð í Bláa lónið í leiðinni. Þeir voru undanþegnir þessum gjöldum en nú leggst þetta á þá líka,“ sagði Einar Sigurðsson. RÝMINGARSALA Nýjar innréttingar bíða þess að fá rými í sýningarsal okkar. Nokkrar eldhúsuppstillingar bíða því nýrra eig- enda og fást með allt að 40% afslætti. Einnig rýmum við á lagernum og seljum innréttingahurðir, borðplötur, tréstiga (90gr beygja) o.fl. með góðum afslætti. Kynnið ykkur einnig innréttingatilboð janúar- mánaðar. Gegnheilar rammahurðir úr eik, hlyn og kirsuberjatré á sérstöku tilboðsverði. Opið laugardag kl. 11-16 Nýbýiavegi 12 200 Kópavogur Slmi 44011. Pósthótf 167. Kosningaskrifstofa Júlíus Hafstein borgar- fulltrúi hefur opnað kosningaskrifstofu vegna prófkjörs sjálfstæðismanna 30. og 31. janúar nk. á Suðurlandsbraut 50 (bláu húsi við Faxafen). Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 14-22 en laugardaga og sunnudaga kl. 13-18. Sími 681056. Styðjum Júlíus í 2. sætið Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.