Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.01.1994, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 HANDKNATTLEIKUR Fullkomlega boðleg að- staða fyrir áhorfendur - segir Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, um -fyrirhugaðar breytingar á Laugardalshöllinni fyrir HM JÚLÍUS Hafstein, borgarfull- trúi, sem er formaður íþrótta- og tómstundaráðs og á sæti í HM nefndinni, segir að fyrir- huguð breyting á Laugardals- höllinni, þar sem gert er ráð fyrir 4.200 áhorfendum og þar af 2.2001 stæðum, sé boðleg. „Fyrst Alþjóða handknattleiks- sambandið samþykkti þessar tillögur okkar á þinginu í Barc- elona 1992 þá er þessi aðstaða fullkomlega boðleg. Þessar fyr- irhuguðu breytingar hafa aldrei verið neitt leyndarmál," sagði Júlíus. Júlíus sagði að það hafi verið skoð- að á sínum tíma að stækka Laugardalshöllina, þannig að hægt væri að koma fyrir 300 sætum sitt hvoru megin aftan við mörkin, en horfið hefði verið frá því vegna mikils kostnaðar, sem hljóðaði upp á um 200 milljónir. Reykjavíkur- borg taldi þá fjármuni ekki vel nýtta og ekki eðlilegt að hún stæði ein að þessum framkvæmdum og því var snúið frá því. „Það lá fyrir í Barcelona árið 1992 að svona myndi þetta verða, 4200 áhorfendur og þar af 2.200 í stæðum. Fjöldinn af forystumönn- um IHF sem voru í Barcelona þekkja vel aðstæður hér á landi. Þetta var ekki eitthvað sem þeir vissu ekki hvað var. Margir af þess- um mönnum hafa verið hér og sum- ir oftar en einu sinni. Hér var ekki um neinn feluleik að ræða enda kom þetta fram í fundargerðum," sagði Júlíus. „Breytingamar sem gerðar verða á Laugardalshöllinni fram að HM 1995 munu kosta borgina um 80 til 100 milljónir, en það er ekki allt eymamerkt HM 1995. Reykjavíkur- borg hefur í einu og öllu staðið við þau orð sem hún lét frá sér fara fyrir þing Alþjóða handknattleiks- sambandsins í Barcelona 1992. Vilji einhvetjir fara aðrar leiðir þá verður að koma til fjármagn sem ekki er í vösum okkar borgarfulltrúa í dag.“ - Finnst þér sjálfum þessi aðstaða boðleg fyrir svona stórmót? „Sjálfur hef ég verið á fjómm heimsmeistaramótum, 1978, 82, 86 og í Svíþjóð 1993. Ég skal fúslega viðurkenna það, að á öllum þessum mótum vom húsin miklu stærri og meira rými fyrir áhorfendur. En við eigum ekki stærra hús í dag en ég mundi gjaman vilja að við ættum stærra hús. Miðað við þær aðstæð- ur sem við búum við getur þetta ekki orðið betra en þessar tillögur gera ráð fyrir. Ég spyr á móti, er það eðlilegt og sanngjarnt að eitt sveitarfélag, í þessu tilfelli Reykja- víkurborg, standi undir öllum þess- um kröfum ein og án stuðnings annarra? Borgin hefur byggt öll þessi stærstu íþróttamannvirki sem notuð era af öllum landsliðum okk- ar fyrir skattfé Reykvíkinga og rík- isvaldið hefur hvergi komið nálægt. Við skulum hafa það í huga að það yrði engin heimsmeistara- keppni á íslandi á næsta ári ef Reykjavíkurborg hefði ekki komið inní málið fyrir ári síðan. Þegar Reykjavíkurborg fór inní þetta sam- starf við HM-nefndina og HSÍ þá var þetta mál meira og minna dautt í höndunum á HSÍ. Ef einhver á hrós skilið fyrir stuðning við þessa keppni er það Reykjavíkurborg," sagði Júlíus Hafstein. Ekki sá rammi sem ég hefði kosið Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM á íslandi, sagði að þessi niðurstaða borgaryfirvalda að búa til stæði fyrir 2.200 manns í Laugardalshöllin væri ekki sú nið- urstaða sem hann hefði óskað sér. „Þetta er ekki sá rammi sem ég hefði kosið fyrir höfuðviðburð heimsmeistarakeppninnar á íslandi og sömu afstöðu hafa fleiri HM- nefndarmenn. Hins vegar er það ekki í verkahring framkvæmda- nefndar HM 95 að reisa íþróttahall- ir. Það sem mestu máli skipti er að keppnin verði haldin hér á landi og þeirri undirbúningsvinnu þarf að vera lokið fyrir 30. janúar. Ég væri talinn lélegur kaupmaður, ef ég væri ánægður með þessa breyt- ingu á Höllinni. Það þykir ekki góð kaupmennska að vera uppiskroppa með einhveija vöru sem mikil eftir- spurn er eftir, eins og er í þessu tilfelli," sagði Hákon. Spennandi keppni Jayne Torvill og Christopher Dean komu, sáu og sigmðu á skauta- svellinu í Bröndby-höllinni í Kaup- mannahöfn í gærkvöidi, þegar þau endurheimtu Evrópumeistaratitil- inn í ísdansi, eftir tíu ára fjarvem. Þau sýndi mikinn glæsileika í stíl og frábæra tækni — í einhverri mest spennandi og glæsilegustu ís- danskeppni, sem fram hefur farið. Torvill og Dean háðu harða keppni við Rússnesku pörin Oksana Gritsc- huk/Evgeny Platov og Maya Usova/Alexander Zhulin. Gritschuk og Platov vom sigurvegarar gær- kvöldsins — voru hreint frábær í frjálsum dansi (rokki), þar sem þau fengu hæstu einkun, 6.0, hjátveim- ur dómurum, en forskot Bretanna eftir tvo fyrstu keppnisdagana var það mikið, að það dugði - ekki munaði miklu. Torvill og Dean luku keppni með 3,6 stig, en Gritschuk og Platov 3,8 stig, en munurinn á pörunum var 1,2 stig eftir tvo fyrstu keppnisdaga. Fyrrverandi meistar- ar Maya Usova og Alexander Zhul- in urðu að sætta sig við þriðja sæt- ið með 4,6 stig. Reuter Skautadrottningin Katarina Witt bíður eftir útskurði dómara. Hún varð að sætta sig við níunda sæti eftir fyrri keppnisdag í listhlaupi kvenna, grunnæf- ingum. Keppni í frjálsum æfingum verður í dag. Franski Evrópumeistarinn Surya Bonaly er í efsta sæti. AFTURFÖR Fæðing heimsmeistara- keppninnar í handknattleik á íslandi 1995 er með þeim erfíðari, sem um getur. Nú hefur verið kunngert að hún verði standandi í Laugardals- höllinni í Reykjavík. Til þessa hafa áhorfendur að- eins staðið meðan þjóðsöngvar hafa verið leiknir fyrir leik, en nú eiga þeir að dást standandi að landi og þjóð all- an leikinn alla leiki. Svo bregð- ur við að alltíeinu er það á sem áður var — og þótti þá ómögu- legt. Á Hálogalandi í þá gömlu, góðu var oft þröngt á þingi. Börn. og unglingar óttuðust gjaman að troðast undir eða kremjast í þrönginni, en þeir eldri höfðu áhyggjur af því að bragginn hreinlega gæfí sig. Einhvem veginn blessaðist þetta allt nánast áfallalaust, en viðbrigðin voru mikil að koma í Höllina, þar sem var vítt til veggja og hátt til lofts. En Höllin var ekki öll, þar sem hún var séð. Það kom í ljós, þegar færri komust að en vildu og er í raun mikið lán að ekki urðu alvarleg slys. Þrýstingur- inn var mikill í stæðunum, loft- ið oft óbærilegt, yfírlið áttu sér stað og böm, sem stilltu sér upp við handriðin voru gjaman í bráðri hættu. Þetta var fyrir tæplega aldarfjórðungi eða svo og þá var gengið út frá því að Höllin tæki um 3.000 áhorfend- ur. Alþjóða handknattleikssam- bandið, IHF, féllst á að sam- þykkja Höllina fyrir leiki í HM 95 tæki hún 4.200 manns. Að sjálfsögðu gerðu þeir, sem góðu eru vanir, ráð fyrir sætum fyrir þorra áhorfenda enda er það almenn krafa á íþróttavið- burðum að vel sé að áhorfend- um búið, fyrst og fremst örygg- is þeirra vegna. Hörmuleg slys í áhorfendastæðum á knatt- spyrnuvöllum víða um heim hafa orðið til þess að ekki má selja miða í stæði á leiki í heimsmeistarakeppninni í knattspymu og því hétu stæðin sæti á Laugardalsvelli í nýlið- inm' undankeppni. Vegna þessa hafa sæti víða komið í stað stæða á knattspymuvöllum og unnið er að ámóta breytingum, þar sem þörf er á. Erfiðlega hefur gengið að koma á nauðsynlegum breyt- ingum á Laugardalsvelli, en það, sem lagt hefur verið á borð í Laugardalshöll, keyrir um þverbak. Þar verður boðið til veislu undir kjörorðinu þröngt mega sáttir standa og til að bæta gráu ofan á svart verður naglföstum stólum fækkað til að menn geti staðið enn þéttar saman. Það er eitt að salta síld í tunnu og annað að koma áhorf- endum fyrir á kappleik. Sam- kvæmt fram lögðum hugmynd- um eiga tveir að standa þar sem áður var gert ráð fyrir einum og þannig komast ekki aðeins 2.500 til 3.000 manns í Höllina, heldur nákvæmlega 4.200 á teikningu. Þetta er eins og að segja að svartur salur verði miklu stærri hvítur. Síðan Höllin var byggð hefur margt breyst. M.a. hefur togn- að úr hinum almenna íslendingi og hann virðist einnig vera meiri um sig á þverveginn. Hann þarf meira rými en áður og þó ekki væri nema þess vegna væri eðlilegt að halda að Höllin tæki færri áhorfendur en fyrir 30 árum. Fram settar stæðishugmyndir eru því tíma- skekkja og afturför. Steinþór Guðbjartsson Laugardalshöll stækk- ar ekki við að mála hana í bjartari litum Alfreð og Valdimar með 56% marka KA Alfreð Gíslason og Valdimar Grímsson, sem báðir hafa leikið með heimsliðinu í hand- knattleik, hafa verið iðnir við kolann — að senda knöttinn í mark andstæðinganna í 1. deild. Þeir félagar hafa skorað 56,5% af mörkum KA-liðsins í deildarkeppninni, eða 165 mörk af 292 mörkum Akur- eyrarliðsins. Valdimar hefur skorað 121 mark, eða 41,4% af mörkum KA, en Alfreð hefur skorað 44 mörk. Þeir eiga örugglega eft- ir að bæta mörkum á marka- reikning sinn í kvöld, þegar leikmenn KA taka á móti IR- ingum kl. 18. Leikurinn átti að fara fram i gær, en honum var frestað vegna veður, eins og svo mörgum kappleikjum sem áttu að fara fram í gær- kvöldi. LISTSKAUTAHLAUP / EVROPUMEISTARAMOTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.