Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994 9 Franskar dragtir, pils og buxur. TESS IM t NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-14. Láttu sparnabinn gerast sjálfkrafa Mörgum finnst fátt jafn auðvelt eins og að eyða með greiðslukorti. En að sama skapi er jafn auðvelt að spara með greiðslukorti. Þú gerist áskrifandi að spariskírteinum ríkissjóðs og greiðir áskriftina mánaðarlega með greiðslukortinu þínu. Markús Örn Antonsson borgarstjóri. Fjölskyldan hefur forgang Markús Antonsson borgarstjóri segir í viðtali við Flokksfréttir, fréttabréf mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins, að málefni fjölskyldunnar verði efst á baugi. Hann fjallar einnig um uppbyggingu dagheim- ila, heilsdagsskóla og baráttuna gegn atvinnuleysinu. Falleg borg Markús Antonsson borgarstjóri seglr m.a. í viðtali við Flokksfréttir: „Smám saman hefur árangurinn af trjáplönt- un og ræktun opinna svæða verið að koma í (jós. Við höfum einnig bætt um betur með fram- kvæmdum við götustíga og gert fólki þannig kleift að fara um borgar- landið án þess að þurfa að vera inn í umferðar- niðnum. I því sambandi má nefna útivistarsvæðin í Elliðaárdal, Fossvogs- dal og Heiðmörk. Fjöl- skyldugarðurinn í Laug- ardal, sem vígður var á Jónsmessunni á sl. sumri, er til að mynda ákaflega skemmtileg viðbót. Þar er boðið upp á fjölbreytta leiki og alþreyingu í hinu fegursta umhverfi, en gestir í fjölskyldugarði og húsdýragarði voru rúmlega 200 þúsund á árinu. Ég held að það sé mjög eftirtektarvert hvað almenn jákvæð við- brögð hafa verið við þessu hjá borgarbúum sjálfum." Ör uppbygging dagheimila „Við höfum bætt við dagvistarplássum á þessu ári (1993) sem eru fleiri en á heilu kjörtímabili áður. Það hefur gerzt bæði með góðri sam- vinnu við borgarstarfs- mennina á leikskólunum þar sem börnum liefur verið fjölgað í kjölfar þess að teknir voru upp ábataskiptasamningar við starfsfólkið. Með þvi móti höfum við sparað fjárfestingarkostnað - en einnig hefur feikilega mikið verið gert í upp- byggingu nýrra leik- skóla.“ Heilsdagsskóli „Akaflega góð við- brögð hafa verið við heilsdagsskólanum, bæði hjá foreldrum og bömun- um sjálfum. Við verðum ekki vör við annað en vel hafi til tekizt." I því sambandi nefndi borgarsljóri að skóla- sljórar í Reykjavik hefðu samþykkt sérstaka álykt- un um þetta efni þar sem þeir fögnuðu heilsdags- skólanum sérstaklega. Sumarvinna fyr- ir unga fólkið „Með verkefnum til skemmri og lengri tíma höfum við getað saxað töluvert á atvinnuleysis- skráninguna. Þar fyrir utan höfum við lagt mikla áherzlu á að útvega skóla- fólki vinnu yfir sumar- mánuðina. Síðastliðið sumar veittum við auka- fjárveitingar til að útvega 5.000 ungmennum vinnu - og jafnframt eldra fólki sem hafði verið á atvinnu- leysiskrá. Atvimiuleysið í sumar fór verulega niður á við vegna þessara að- gerða og maður sér fyrir sér hvílíkt hörmungar- ástand hefði orðið hér ef skólafólk hefði ekki feng- ið vinnu. Þetta hefur kost- að okkur hundruð millj- óna króna en verkefnin skila sér, þau eru þörf og góð og mælast vel fyrir.“ Aflvaki „Varðandi nýsköpun og eflingu atvinnulífs í Reykjavík til lengri tíma vænti ég mikils af stofnun Aflvaka Reykjavikur hf., sem ég hefi beitt mér fyr- ir. Borgarsjóður og fyrir- tæki Reykjavíkurborgar munu auka hlutafé sitt í Afivaka um 75 miiyónir á árinu 1994. Vænst er þátt- töku annarra fyrirtækja og stofnana í borginni með framlagi á móti.“ Sýndarsam- staða „Ég tel að samstarfið [í borgarstjómarmeirihlut- anumj hafi síðan orðið eins og bezt hafi verið á kosið. Enda hafa andstæð- ingar okkar, þegar þeir hafa reynt að gera sér mat úr borgarstjóraskipt- um, ekki getað bent á neinn málefnaági’eining í hópi borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa Sjálf- stæðisfiokksins. Hins vegar hefur ágreiningurinn í röðum minnihlutans í borgar- stjórn verið miklu meiri og djúpstæðari núna en t.d. fyrr á ámm þegar ég var að hefja störf i borgar- sljórn ... Þó menn ræði í orði kveðnu um eitthvert samstarf og hugsanlegt sameiginlegt framboð er hver höndin upp á móti annarri." Þannig verður sparnaðurinn sjálfvirkari og þú hættir fljótlega að taka eftir því að þú leggur fyrir í hverjum mánuði - þar til þú færð yfirlit yfir sparnaðinn! Áskrift með greiðslukorti er því ljós punktur í mánaðarlegum útgjöldum þínum. Hringdu í síma 91-626040 (grænt númer 996699) og pantaðu áskrift að spariskírteinum. Það þarf aðeins eitt símtal til að byrja að spara. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 ATTÞU SPARISKIRTEINIRIKISSJOÐS 1. FL. D 1989? Þann 10. febrúar nk. er gjalddagi fimm ára spariskírteina í 1. flokki D 1989. Ráðgjafar VÍB veita eigendum bréfanna ókeypis ráðgjöf við áframhaldandi ávöxtun sparifjárins. í boði eru meðal annars eftirfarandi verðbréf: • NÝ SPARISKÍRTEINIMEÐ SKIPTIUPPBÓT • SPEGILSJÓÐIR VÍB • ERLENDIR VERÐBRÉFASJÓÐIR JAMES CAPEL Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um gjalddaga spariskírteina og ávöxtun sparifjár. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • I—_______Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 68 15 30. Myndsendir: 68 15 26. _I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.