Morgunblaðið - 25.02.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1994, Blaðsíða 1
HEIMILI s FOSTUDAGUR 25. FEBRUAR1994 BLAÐ Húsaleigu- trumvarpió Íítarlegri grein um húsaleigu- löggjöf á tímamótum fjallar Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., framkvæmdastjóri Húseigenda- félagsins, um sérstöðu og sér- kenni húsaleigumarkaðar og leiguviðskipta hér á landi og síðast en ekki sízt um stjórnar- frumvarp til nýrra húsaleigu- laga, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sigurður Helgi segir, að þetta frumvarp hafi að geyma miklar réttarbætur frá gildandi húsaleigulögum, sem eru frá árinu 1979. Þau séu meingölluð og hafi sætt mikilli gagnrýni frá fyrstu tíð. 24 Félagslegar ibúóir l'lcstar á Vesturlandi Félagslegar íbúðir voru á stð- asta ári tæplega 9% af íbúðum á landinu. Þær hafa skipzt mjög mismunandi á milli landshluta. Eðli málsins sam- kvæmt eru þær flestar í Reykja- vík, þar sem þær voru 9,5% af öllu íbúðarhúsnæði. Þær voru hlutfallslega flestar á Vestfjörðum eða 12,3%, á Norðurlandi vestra voru þær 11,1%, á Norðurlandi eystra 11% og á Austfjörðum 10,4%. Á Reykjanesi voru félagslegu íbúðirnar 6,6% af öllu (búðar- húsnæði og á Vesturlandi 5,6%. Fæstar voru þær á Suð- urlandi eða 5,2%. Fjöldi nýrra félagslegra íbúða hefur verið nokkuð mis- munandi á milli ára. Mest var byggt af þeim 1990 eða 827 íbúðir. Lengst af voru bygging- arlán íalmenna husnæðislána- kerfinu miklu meiri en félags- legu byggingarlánin, en á því hefur orðið mikil breyting á síð- ustu árum. Á síðasta ári höfðu félagslegu byggingarlánin sótt svo á, að um mitt ár voru þau um 58% á móti 42% í almenna kerfinu. Húsaleiga osatwinnu- húsnæói Stjórnendur í fyrirtækjum hyggja nú mun betur að húsaleigu sem mikilvægum lið í rekstrarkostnaði en á verð- bólgutímunum hér áður fyrr og leita leiða til þess að spara í húsaleigu likt og í öllum öðrum þáttum svo sem launakostnaði. Framboð á atvinnuhúsnæði er líka mikið og því er þetta hent- ugur tími fyrir leigutaka. Þetta kemur m. a. fram í við- tali við Reyni Kristinssson, rekstrarráðgjafa í Hagvangi, þar sem fjallað er um leigu á at- vinnuhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu. — Þegar húsaleigu- samningar runnu út hér áður fyrr, þá breyttist húsaleigan nánast alltaf til hækkunar, segir Reynir. — Nú er það algengara, að leigan lækki, ef eitthvað er. Á síðasta ári hækkaði bygging- arvísitalan um rúmlega 1 % og síðustu mánuði hefur hún beinlínis lækkað. 16 íbúðiralls 39.416 90,5% IbúðarhúsnæOi á landinu REYKJAVIK Allar íbúðir aðrar en félagslegar Félagslegar íbúöir íbúöir alls 21.668 93,4% íbúðiralls 5.250 Ibúðiralls 9.198 94,4% íbúðir alls 3.623 íbúðir alls 3.718 87,7% 88,9% 89,0% Ibúðiralls 4.663 § I § oa Ibúðiralls 7.024 89,6% 94,8% 9,5% 6,6% 5,6% 12,3% 11,1% 11,0% 10,4% 5,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.