Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 EIGMMIÐLLTMN111 Siiiú • SiiWila 21 - Vln rji |ijiMiii-la i áraliip. mmmBnm: Smir kn4iflwni. Hikhljflri • 1'itfWiir I. ISin4fiir m. loefr. • l.iMlmiuuliir SmirjiHi-uNi. hiífr. Kaldasel - einbýli Vegna flutninga erlendis ereinbýlishúsið Kaldasel 2 til sölu nú þegar. Mögul. að taka eina til tvær íbúðir uppí. Verð 15,3 millj. 3342. Við Elliðavatn Vorum að fá í einkasölu nýtt 120 fm einb. á 1400 fm lóð ásamt 51 fm bílsk. Mögul. á hesthúsi. Húsið er frá að utan en rúml. fokh. að innan. Fráb. stað- setn. og útsýni. Verð 10,9 millj. 2703. Seljabraut - raðh. Ákaflega vandað og fallegt um 190 fm endaraðhús ásamt stæði í bílgeymslu. Vandaðar innr. Suðurlóð. Verð 11,7 millj. 3710. Engjasel - raðh. Um 200 fm vandað enda- raðhús með séríb. í kjall- ara. Stæði í bílgeymslu. Skipti á 2ja-4ra herb. íb. koma vel til greina. Verð 11,9 millj. 3590. Vesturgata 7 - þjónustuíbúð Vorum að fá í sölu 4ra herb. glæsil. 99 fm endaíb. á 3. hæð. íb. er laus nú þegar. Áhv. 3,5 millj. frá byggsj. Verð 10,9 millj. 3711. Hraunbær - 2ja - skipti Rúmg. og björt um 62 fm íb. á 1. hæð. Suðursv. Vill skipta á 3ja-4ra herb. í Hraunbæ á verðbilinu 6-6,5 millj. Verð 5,1 millj. 3709. -Ál»\rji |>j«nni»la í áralnyi.e S»rrrir Kri-linwHi. «.lu-l>.ri l‘..rirtíur Siðfræði í öldrunarmálum eftir Kristjönu Sigmundsdóttur Öryggi er mikilvægast í lífi aldr- aðra og aðstandenda þeirra. Öryggið getur verið fólgið í ýms- um þáttum en sá mikilvægasti er að aldraður einstaklingur hafi vissu fyrir því að þegar hann getur ekki hjálpað sér sjálfur heima fái hann viðeigandi þjónustu á borð við heim- ilisþjónustu, heimahjúkrun, dag- vistun og hvíldarinnlagnir. Þegar þau úrræði dugi ekki lengur verði hægt að fá vist á viðeigandi stofn- un. Allfiestir aldraðir eiga þá von að vera ekki upp á aðra komnir, þess vegiia er svo nauðsynlegt að þessi þjónusta sé sjálfsögð og veiti eðlilega öryggistilfinningu. Þó ýmislegt hafi þokast í rétta átt í málefnum aldraðra er samt ennþá alltof langt í land með að aldraðir njóti þess öryggis sem nauðsynlegt er. Mikilvægt er að fjölskyldur aldr- aðra fái upplýsingar um þá þjón- ustu sem er í boði ef á þarf að halda. Flestir aldraðir fá mikla hjálp frá fjölskyldu sinni og þá oft á nótt- um og um helgar. Þessar fjölskyld- ur lifa oft við kvíða og óöryggi um framtíðina auk mikils álags dags daglega. Nauðsynlegt er að hið opinbera hjálparkerfi geti þá gripið inn í og t.d. skipulagt hvíldarinn- lagnir fram í tímann og boðið skyndihjálp ef á þarf að halda. Aldraðir eru oft viðkvæmir fyrir breytingum, sérstaklega þeir sem hafa tapað minni. Undirbúa þarf breytingar vel, því álagi fylgir kvíði sem getur varað lengi og haft áhrif á allt umhverfi þess aldraða. Undanfarin ár þegar birt hefur :■ : ■ p ITALSKIR; SKÓR ' 38 þrep JVC-húsinu Laugavegi 89 p LauQ 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, löggilturfasteignasau Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna: Glæsileg sérhæð í Laugarneshverfi 5 herb. efri hæð um 130 fm. Nýtt parket. Nýtt gler. Rúmg. forstherb. m. sérsnyrtingu. Tvennar svalir. Góður bílsk. Langtlán kr. 6,2 millj. Stór og góð við Álfheima 3ja herb. íb. á 1. hæð. Þvegið á rúmg. baði. Sólsvalir. Geymsla í kj. Húsið er nýsprunguþétt og málað. Mjög gott verð. Skammt frá Háskólanum nýendurbyggt og stækkað timburhús á kyrrlátum stað í Skerjafiröi. Ný sólstofa. Ræktuð eignarlóð 816 fm m. gróðurhúsi. Tilboð óskast. Úrvalsgóð einstaklingsibúð Ný 2ja herb. íb. á 1. hæð v. Rekagranda tæpir 60 fm nettó. Rúmg. sér Jóð. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Glæsileg endaíbúð - gott verð 4ra-5 herb. 118,7 fm í suðurenda v. Breiðvang, Hafn. Sérþvhús. Ágæt sameign. Góður bflsk. Eignaskipti mögul. Tilboð óskast. Stór og góð við Eiðistorg Glæsil. 3ja herb. íb. á 3. hæð. Parket. Rúmg. sólsvalir. Ágæt sam- eign. Mikið útsýni. Langtlán kr. 4,6 millj. Tilboð óskast. Góð íbúð - bílsk. - eignaskipti möguleg Suðuríbúð 2ja herb. á 2. hæð v. Stelkshóla um 60 fm. Vel umgengin. Sólsvalir. Góður bílsk. getur fylgt. Ágæt sameign. Skipti mögul. á lít- illi einstaklíb. sem næst miðborginni. Tilboð óskast. Skammt frá Sundlaug Vesturbæjar góð 3ja herb. íb. á 2. hæð á besta stað v. Kaplaskjólsveg. Sólsvalir. Ágæt sameign. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Sérstaklega óskast á söluskrá húseign m. tveimur íb. og bílskúrum. Ennfremur 3ja herb. góð íb. í smíðum á höfuðborgarsvæðinu. Opiðídagkl. 10-14. Opið sunnudag kl. 12-14. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGHASALAN LAUGAVEP118 SlMAR 21150-21370 „Kannski má segja að strákar sem eru að stjórna megi leika sér að því að flytja til pen- inga ef það bitnar ekki á lífi fólks en það er ekki hægt að láta það óátalið þegar það ógnar öryggi fjölmargra aldr- aða og fjölskyldna þeirra.“ í lofti og vorið fyllir fólk bjartsýni hafa borist vátíðindi um sumarlok- anir á sjúkrastofnunum í sparnað- arskyni að okkur er sagt. Við vitum samt öll að það er í heild enginn sparnaður í sumarlokunum heldur flutningur á peningum milli vasa. Það sem sparast á einni sjúkra- stofnun eykur annan kostnað t.d. í heimilisþjónustu, heimahjúkrun og svo ótal bráðainnlögnum í rándýr sjúkrapláss. Nú er vor í lofti og enn berast sömu váboðin um sumarlokanir. Kannski má segja að strákar sem eru að stjórna megi leika sér að því að flytja til peninga ef það bitn- ar ekki á lífi fólks, en það er ekki hægt að láta það óátalið þegar það Krisljana Sigmundsdóttir ógnar öryggi fjölmargra aldraða og fjölskyldna þeirra. Lokun á deild þýðir t.d. tilfærslu á „gamalmennum" innan eða á milli deilda. Á mannamáli þýðir það að aldraður einstaklingur er orðinn fyrir, hann fer í annað herbergi með ókunnu fólki, í nýtt rúm, fær ókunnugt starfsfólk sem m.a. hjálp- ar því á salerni — ókunnar hendur sem fara um allan líkamann. Lokun á deild þýðir að „gamal- menniff‘ er flutt heim með mikla þjónustu eða heim til ættingja. Á mannamáli þýðir það að kvíðinn og hræddur aldraður einstaklingur verður upp á aðra kominn. Hann þarf hjálp við flesta hluti, t.d. sal- ernisferðir og það er ekki víst að einhver sé hjá honum einmitt „þá stundinaAllir í fjölskyldunni eru í vinnu eða í skóla og þó að allir hjálpi og vilji vel finnur sá aldraði sárt til vanmáttar síns — hann er fyrir alls staðar. Lokun á deild þýðir að færri fá hvíldarinnlagnir. Á mannamáli þýðir það t.d. að það hefur úrslita- áhrif á hvort fjölskylda fær sum- arfrí saman eða aldraður maki geti fengið langþráða hvíld og svefn heilar nætur í 3-4 vikur yfír árið. Nú er ár fjölskyldunnar — í fyrra var ár aldraðra. Væri ekki ráð að við sem vinnum við öldrunarmál, aldraðir og fjölskyldur þeirra skori á ráðamenn að sjá til þess að aldraðir búi við öryggi og mann- sæmandi kjör, en ekki niðurlæg- ingu og óöryggi? Höfundur cr félagsráðgjafi og forstöðumaður vistunarsviðs öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastofnunar Reykja víkurborgar. fbtefeft ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Jón G. Friðjónsson fjallar hér um efni sem ég veit að margir vilja kynna sér: Alla vega og alla vegana „í nútímamáli enda allmörg atviksorð á -na og fela þau í sér sterka bendivísun, t.d. hérna, þarna, núna, hana og svona, sbr. einnig hvað er að tarna(na), atarna og sá arna. Viðskeytið -na var talsvert fijótt í fyrri alda máli. I Guð- brandsbiblíu (1584) er t.d. að finna fjölmörg atviksorð af þess- ari tegund, t.d. algjörligana, augljósligana, dagligana, klárligana, margfalldligana, meistaraligana, nógligana, nytsamligana, opinberligana, réttligana og skilmerkiligana. í nútímamáli er notkun þess bundin tiltölulega fáum orðum. Orðasambandið alla vega er margfalt í roðinu eins og reynd- ar beyging síðari liðarins vegur. í fornu máli er fleirtalan oftast vegir (þf. vegi/vegu) en fleirtal- an vegar (þf. vega) er einnig kunn. Orðasambandið alla vega mun upprunalega notað í merk- ingunni alls staðar, hvarvetna en þegar í fornu máli er það kunnugt í merkingunni með öll- um hætti; með ýmsu móti. Ur síðari alda máli er það kunnugt í ýmsum merkingum, t.d. ‘úr öllum áttum, frá öllum hliðum’ (þrengja að e-m alla vega) og ‘margs konar’ (alla vega iitur). Úr nútímamáli er loks kunn merkingin ‘að minnsta kosti; örugglega’ sem trúlega er feng- in úr ensku (anyway). Atviksleg notkun alla vega á sér því forn- ar rætur í íslensku. Af því er einnig kunnugt afbrigðið alla vegana og þar kemur viðskeytið -na til sögunnar. Það afbrigði á sér nokkuð langa sögu í íslensku þótt þess sjái ekki stað í orðabók Blöndals svo að dæmi sé tekið. Elstu dæmi sem ég þekki eru úr Guðbrandsbiblíu: þetta sam- hljóðar alla vegana og í allan máta vorum dögum, sbr. einnig e-ð gengur alla vegana til ‘með öllum hætti’, umbreyta sér alla vegana ‘með ýmsu móti’, alla vegana í landinu ‘hvarvetna’, leita alla vegana (að e-m) ‘alla staðar’ og óvin- irnir voru hræddir fyrir hon- um allavegana ‘hvarvetna’. Af framansögðu er ljóst að vegana í orðasambandinu alla vegana er upprunalega þf. flt. af vegur að viðbættu viðskeyt- inu -na. Orðmyndin vegana mun hins vegar fyrir margt löngu hafa orðið ógagnsæ enda er hún stundum (ranglega) tengd ef. flt. veganna. Þessa sér t.d. stað í afbrigðinu allra vegna ‘alls staðar’ sem kunnugt er úr Sír- aksbók (Guðbrandsbiblíu).“ Umsjónarmanni hefur borist eftirfarandi spurningalisti frá Friðgeiri Haraldssyni í Kópa- vogi: a) Er rétt að sú stofnun sem innheimtir meðlög skuli heita Innheimtustofnun sveitarfélaga, skal ekki rita sveitafélaga? b) Hvort þykir réttara að segja (rita) Japanir eða Japanar? c) Hvort telst betra írakskur eða íraskur? d) Ávallt hefur stungið í augu að sjá Landspítali í stað Lands- spítali (t.d. Ríkisspítalar). e) Á í að vera á eftir i í orða- bókum, símaskrám og fleiri stöð- um eða innanum, eftir því hvaða stafur kemur næstur? f) Hvort skal rita dómhús eða dómshús — dómsalur eða dóms- salur? g) Er til einhver regla — önn- ur en málvenja — varðandi notk- un á í og á t.d. í orðatiltækjum eins og á (i) Dalvík, í (á) Hvera- gerði, í (á) Ólafsvík o.s.frv.?“ Umsjónarmaður svarar þessu svo: a) Já. Orðið sveitarfélag fellir ekki niður r-ið í flt. sveit- arfélög. b) Ami Böðvarsson telur að íbúi í Japan sé réttnefndur Jap- ani og því sé rétt fleirtala Jap- anar. Úmsjónarmaður á erfitt með að venja sig af fleirtölunni Japanir. c) Árni Böðvarsson vildi hafa lýsingarorðið samsvarandi írak annaðhvort írakískur eða ír- akskur. Umsjónarmaður skrifar 735. þáttur íraskur, sbr. reykvískur og keflvískur. d) Ekki hefur það stungið í augu umsjónarmanns að sjá Landspítali. Honum þykir það fallegra en „Landsspítali". Hvor tveggja samsetningin er gild, sjá lið f. Umsjónarmaður teiur land- læknir og landsími betri kosti en *landslæknir og *landssími. e) Samkvæmt stafrófi okkar á í að vera á eftir i og duga um það engir vafningar. Þegar slík rétt uppröðun komst inn í síma- skrána og þjóðskrána var það stórmál, stórsigur fyrir þá sem varðveita vilja íslenskt mál og menningu, sjá leiðara hér í blað- inu 25. febrúar sl. f) Þarna er frjáist val; smekk- ur og venja verða að ráða. Is- lenskan leyfir samsetningar bæði af stofni (þolfalli) og af eignarfalli. g) Járnhörð regla um þetta er því miður ekki til. Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur rannsakað málvenju að þessu leyti vandlega og umsjónarmað- ur birti niðurstöður hans hér í blaðinu í júlí 1990 (545-547). Rúmið leyfir ekki að endurtaka þær hér. Ég vísa þessu til hins gagnmæta manns Steindórs Steindórssonar. ★ Vegna vísu, sem ég birti í næstsíðasta þætti, eftir Baldur Hafstað, kemur hér leiðrétting frá höfundi. Honum fínnst vísan falla örlítið létar svona: Staðarfallið féll í nótt, fer hann geyst hann Mangi. Nú mun gnginn anda rótt austur á Dalatangi. Frá höfundi barst líka svofelld eftirskrift á nútímamáli: „Við skoðum málin og verðum meðvit- aðir um að þau skili skilvirkum árangri." Umsjónarmanni þykir mjög miður að hafa misfarið með vísuna, en hann taldi sig hafa afar traustar heimildir. P.s. Ósköp er að heyra þaulvan- an fréttamann ríkisútvarpsins segja (að vísu um helgi) að „lagt hafí verið á ráðin um . . Ennþá sleppa ráðin (ráðagerðirnar) við á|ögur,.þó að ráðin kunni að vera lögð á um slíkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.