Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 11 Gerum tilkall til veiðiréttar á alþjóðlegxim hafsvæðum eftirÁrna R. Árnason Á þessu ári fögnum við íslending- ar tveimur stórum áföngum á leið okkar til sjálfstæðis. Báðir ollu straumhvörfum í þjóðlífmu, einkum vegna þeirrar vakningar sem það varð þjóðinni að ráða sjálf örlögum sínum. Níutíu ár eru frá skipan fyrsta íslenska ráðherrans. Við nýju for- ystuhlutverki tók eldhugi sem af orðkynngi stórskáldsins stappaði stáli í fámenna þjóð svo hún reis úr öskustó vanmetakenndar til djörfungar og samstöðu í fram- kvæmdum og baráttu fyrir rétti sín- um. Síðar á árinu fögnum við fimm- tíu ára afmæli lýðveldis og sjálf- stæðis. Það leysti úr læðingi þrótt og sjálfstraust þjóðarinnar sem á næstu árum og áratugum réðist í hverja stórhuga framkvæmd af annarri á öllum sviðum þjóðlífsins. Um aldamótin urðu miklar fram- farir í útgerð. Landsmenn eignuð- ust fyrstu togskipin undir aldamót- in, rétt eftir þau var fyrsta vélin sett í árabát á ísafirði og fyrsti nýi togarinn kom skömmu síðar. Toga- raútgerð krafðist mikilla hafnar- mannvirkja og dró það úr út- breiðslu hennar. Vélbátaútgerð var mikil framför frá útvegi smábáta og seglskúta án þess að þurfa nýja hafnaraðstöðu. I kjölfar hennar döfnuðu bæir og þorp við sjávarsíð- una. Bátarnir stækkuðu eftir því sem hagur útgerðar styrktist og tækni fleygði fram í skipasmíðum og hafnargerð. Síðustu áratugi hafa stærri bátarnir sótt björg í bú á öllum árstímum og langt út til hafs -stundum jafn Iangt og togararnir sem stunda heimamiðin. Um miðja þessa öld, í kjölfar lýð- BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, mun sunnudaginn 13. mars vísitera Árbæjarsöfnuð og predika við guðsþjónustu í Árbæj- arkirkju á venjulegum messutima safnaðarins kl. 11 árdegis. Eftir hádegið heldur hann síðan fund með sóknarnefnd og starfsfólki safnaðarins. Ólafur er fyrsti biskup- veldisstofnunar og fyrir þann afl- vaka sem hún varð í þjóðlifinu og í krafti efnahagslegrar velgengni á fimmta áratug aldarinnar, varð mikill vöxtur í togaraútgerð með tilkomu „nýsköpunar“-togaranna. Á þeim skipum var sótt lengra en áður um opin höf á þau mið sem líklegust voru til aflasældar á hverj- um tíma. Fimmta og sjötta áratug- inn sóttu íslenskir togarar vestur til Grænlands, vestur um haf á Nýfundnalandsmið og norð-austur í Barentshaf, sem við nefndum þá Hvítahaf. Á áttunda áratugnum varð aftur mikill vöxtur fyrir fjölg- un skuttogara og auknum veiðum þeirra á heimamiðum innan lögsög- unnar sem erlendir togarar hurfu nú af. Sjávarútvegur hefur gegnt vax- andi hlutverki í atvinnulífi þjóðar- innar og enn stærra eftir því sem liðið hefur á þessa öld. Afkoma hans og framþróun varð grundvöll- ur framfara í öðrum greinum at- vinnulífs. Afkoma hans ræður mestu um afkomu þjóðarbúsins og er því undirstaða lífskjara okkar. Hagsmunir sjávarútvegs eru hags- munir okkar allra. Full yfirráð á heimamiðum Um aldamótin toguðu útlendir togarar hvar sem fengsælt var allt upp í landsteina. Framganga mannsins sem nokkrum árum síðar varð fyrsti íslenski ráðherrann kveikti með þjóðinni nýja baráttu- glóð og íslendingar hófu sjálfir að stugga útlendingum úr landhelgi. Síðar var mótuð sú stefna að færa landhelgina út, svo langt að öll helstu mið við ísland yrðu innan hennar og öll nýting þeirra undir okkar stjórn. Útfærslan í 12 mílur, inn sem vísiterar söfnuði í Reykjavík- urprófastsdæmi en sérstakt prófasts- dæmi var myndað hér árið 1940, út úr Kjalarnesprófastsdæmi, segir í fréttatilkjmningu. Þriðjudaginn 15. mars mun biskup heimsækja þjónustumiðstöð fyrir aldraða í Hraunbæ 105 og opið hús fyrir eldri borgara í Árbæjarkirkju miðvikudaginn 16. mars. síðar í 50 mílur og síðast í 200 mílur varð við hvern áfanga mjög hart sótt baráttumál og hvert mannsbarn tók með sínum hætti þátt í þorskastríðunum. Að þeim loknum gerðust okkar helstu and- stæðingar fylginautar okkar í þessu merkasta baráttumáli strandþjóða. Að lyktum fékkst alþjóðleg viður- kenning á rétti þeirra til yfirráða og stjórnar á nýtingu grunnmiða og annarra auðlinda landgrunnsins. Fiskiskipaflotinn okkar tók fullan þátt í baráttunni og stundaði veiðar eingöngu á heimamiðum meðan hver útfærsla var fest í sessi. Þegar fullnaðarsigur vannst yfir 200 mflna lögsögu má segja að öll út- gerð okkar hafi beinst að nýtingu auðlindanna innan hennar og á mörkunum. Veiðar togara okkar við Nýfundnaland og í Hvítahafi lögð- ust af. Grænlandsmið hafa verið misjafnlega fengsæl og síðustu ár mjög rýr af bolfiskafla. Framan af var síldveiði stunduð hvar sem til hennar náðist meðan stofnarnir tveir sem við veiddum úr gáfu góð- an afla. Loðnuveiðar hafa einnig verið stundaðar mjög langt úti eftir aflabrögðum. En botnfiskveiðar færðust nær allar á heimamið, nýt- ing þeirra varð meginmarkmið okk- ar og gæsla hagsmuna okkar sem fiskveiðiþjóð varð fyrst og fremst gæsla strandveiðihagsmuna. Gætum einnig réttinda okkar utan lögsögunnar Fiskimiðin og rétturinn til nýt- ingar þeirra og annarra auðlinda landgrunnsins eru okkur hinir mik- ilvægustu hagsmunir. Rétturinn til að nytja fiskimið nær langt út fyrir landhelgi og efnahagslögsögu. í því efni er afar mikilvægt að hagsmuna okkar á alþjóðlegum hafsvæðum verði gætt af sömu einurð og á heimaslóð. Við erum og verðum um ófyrirsjáanlega framtíð fiskveiði- þjóð, ekki einungis strandveiðiþjóð. Ríkisvald sem hvetur útgerðir og sjómenn til sóknar á fjarlæg mið og alþjóðleg hafsvæði á að sjálf- sögðu að styðja sókn þeirra í hví- vetna að ekki sé minnst á þeirra eigin samtök. Hagsmunir okkar á fjarlægum miðum eru þeir sömu og á heimaslóð og verður best gætt á sama hátt. Með því að rétti okkar til að nytja þau sé skýrt og skorin- ort haldið fram; að við höldum hlut okkar með því að leggja ekki af sókn á mið sem við höfum stundað; og að við höfum frumkvæði að sam- Árni R. Árnason „Rétturinn til að nytja fiskimið nær langt út fyrir landhelgi og efna- hagslögsögu.“ starfi þjóða um nýtingu veiðisvæða og veiðistofna innan þeirra marka sem þeir gefa af sér. Til þess þarf góða samvinnu um rannsóknir, eft- irlit og veiðistjórn og um öryggi sjómanna á miðum og siglingaleið- um. Á annan hátt liggja hagsmunir okkar sem fiskveiðiþjóðar ekki að- eins innan lögsögunnar heldur einn- ig utan hennar. Um alþjóðleg haf- svæði og lögsögu grannríkja okkar fara stofnar sem við veiðum hér við land, í lögsögu okkar eða á mörkum hennar. Aðrir vaxa upp á strandsvæðum grannríkja okkar og koma hingað fullvaxta til hrygning- ar. Enn aðra má telja flökkustofna sem fara um okkar lögsögu eins og annarra þjóða og um alþjóðleg hafsvæði. Okkur er það mikilvægt að samstarf takist um nýtingu allra þessara farandstofna sem annarra. Enn má nefna fiskveiðihagsmuni okkar við og innan lögsögu annarra ríkja þar sem við höfum um langan aldur stundað veiðar, svo sem við Grænland, Nýfundnaland og í norð- urhöfum - þó með hléum hafi ver- ið. Allra þessara hagsmuna þurfum við að gæta í samskiptum við aðrar Biskup vísiterar Arbæjarsöfnuð þjóðir, halda fram rétti okkar og láta ekki niður falla þær nytjar sem við höfum haft. Ef svo færi er hættan sú að við missum réttindi, eða eigum harða baráttu til að stað- festa þau á ný, samanber deilur okkar nú við Norðmenn og Rússa vegna veiða á alþjóðlegu svæði í Barentshafi. Við höfðum áður stundað þar veiðar, en lögðum þær af. Við stunduðum þá einnig reglu- lega þorskveiðar á Nýfundnalands- miðum, en höfðum hætt því áður en þær voru bannaðar. Þegar stofn- ar þar hjarna við á ný má búast við því að við eigum þar ekki leng- ur óskorað tilkall til veiðiréttinda. Þá álít ég að við eigum að gera tilkall til veiðiréttar á alþjóðlegum hafsvæðum, ekki aðeins á jöðrum lögsögu okkar, heldur einnig á öll- um alþjóðlegum hafsvæðum norður af íslandi, sökum legu landsins sem er eyland í austanverðu Norður-Atl- antshafi og á mörkum þess og norð- urhafa. Það er þannig skoðun mín að við eigum t.d. að gera tilkall til veiðiréttar á alþjóðlega fiskverndar- svæðinu við Svalbarða á þessari forsendu. Þó við höfum ekki stund- að þar reglulega veiðar undanfarna áratugi tel ég samt að við eigum tilkall til þess á þessum grundvelli. Einnig eigum við að gæta réttar okkar og kröfu til fiskimiða og sjáv- arbotns á þeim hafsvæðum sem landfræðilega tengjast landgrunni íslands, til allra átta. Þannig eigum við að ganga eftir rétti okkar til að stjórna nýtingu auðlinda Reykja- neshryggjarins og rétti okkar til aðildar að nýtingu auðlinda Hatton Rockall svæðisins suður af íslandi. Svo mjög sem við erum háðir fiskveiðum og annarri nýtingu auð- linda hafsins og eigum ekki aðrar gulli líkar auðlindir, hljótum við að vænta þess að grannar okkar og frændur, Norðmenn, hafí manndóm og dirfsku til að sýna okkur sann- girni og virða tilkall okkar til veiði- réttar í norðurhöfum. Telja verður óeðlileg þau viðbrögð þeirra að neita íslenskum skipum um hafnkomu og þjónustu vegna ágreinings um veið- ar á alþjóðlegu hafsvæði. Þó hags- munir okkar rekist á um sinn fara þeir saman á fleiri og mikilvægari sviðum hafréttarmála. Við íslend- ingar unnum brautryðjendastarf til að fá alþjóðlega staðfestingu á yfir- ráðarétti strandþjóða yfir grunn- slóð, heimamiðum og landgrunni, en þeir komu í kjölfarið þegar bar- áttan var unnin. Nú loks hafa þeir tekið saman höndum við okkur um málflutning og baráttu á hafréttar- ráðstefnu SÞ til að tryggja fram- gang sameiginlegra hagsmuna í verndun og nýtingu fiskimiða og annarra auðlinda hafsins. Samstarf okkar verður væntanlega mikilvægt í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. OPIÐ: STORA BOKAVEISLA FJOLVA s — Tvöfalt HELCARTILBOÐ: # ÍO % aukaafslátrtux* við kassann! Öll börn fá bók í kaupbætí! UNDRAHEIMUR FYRIR BORN QQ FULLPRBMAt Hundruð œvintýra- bóka, teiknisögur: Tinni, Prins Valíant, Ástríkur, Lukku-Láki. Listaverkabækur, Fjölfræðisöfn, Skáld- sögur, Ævisögur, Spennusögur og ótal margt fleira. Hagstæðustu bókakaup sem hægt er að gera!! Komib í heimsókn í góöa vehrinu um helgina. Allir eru auhvitah velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.