Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 15 isskipulagi Þingvalla-, Grafnings- og Grímsneshreppa. Þar er vissu- lega um viðkvæmt svæði að ræða og mikil vinna verið lögð í það á undanfömum árum að ná sam- stöðu um stefnu í skipulagsmálum á svæðinu. Ymsar fullyrðingar hafa heyrst um ráðstjóm, yfirgang og annarleg sjónarmið. Samvinnu- nefndin og ráðgjafar hafa verið sökuð um óvísindaleg vinnubrögð. Leggja eigi 5 ára vinnu til hliðar og byija upp á nýtt. Ég hef fylgst nokkuð með skipu- lagsvinnunni og fullyrði að þar hefur verið unnið af heilindum og formaður og ráðgjafar lagt á sig mikið og gott starf til að ná niður- stöðu í helstu málum sem þar hafa borið á góma. í samvinnunefndinni eiga sæti sex fulltrúar sveitarfé- laganna, sex frá Þingvallanefnd og formaður skipaður af skipulags- stjóm ríkisins. Nefndin réði sér ráðgjafa sem hafa kynnt sér mjög vel aðstæður á svæðinu og gert tillögur í framhaldi af því. Sam- vinnunefndin er að ljúka við gerð tillögu sem auglýst verður og öllum sem telja sig hagsmuna hafa að gæta verður gefínn kostur á því að gera athugasemdir. Fyrr en niðurstaða samvinnunefndar ligg- ur fyrir og farið hefur verið yfir innsendar athugasemdir að auglýs- ingu lokinni er ekki hægt að meta hvert framhaldið verður. Eins og tillagan lítur út í dag er gert ráð fyrir að sumarbústöðum verði fjölgað á tilteknum svæðum í Grímsnesi og Grafningi. í Þing- vallahreppi og Grafningshreppi er ekki gert ráð fyrir fjölgun sum- arbústaða innan vatnasviðs Þing- vallavatns, nema þar sém þegar hefur verið veitt leyfi eða lóðir leigðar að fengnu samþykki hreppsnefndar og skipulagsstjóm- ar ríkisins. Við Þingvallavatn hafa verið að undanfömu stofnuð tvö hagsmuna- félög þ.e. félag landeigenda og fé- lag sumarbústaðaeigenda. Stofnun þessara félaga ber að fagna og raunar hefði þurft að stofna þau fyrir löngu. Þessi félög þurfa að kynna sér vel þá tillögu sem sam- vinnunefndin sendir frá sér og gera rökstuddar athugasemdir við tillög- una ef ástæða verður til. Ég vona að samstaða náist um svæðisskipulagstillöguna og að gott samráð verði um framkvæmd skipulagsins milli sveitarstjóma, landeigenda, sumarbústaðaeigenda og annarra hagsmunaaðila. Höfundur er skipulagsstjóri ríkisins. ar lendi í vandræðum með veðurat- huganir og íslensk tunga sé jafn- vel í hættu. Einhvern veginn hefur tekist að gá til veðurs og gera veðurspár í löndum Evrópu og Ameríku þrátt fyrir sumartíma. Einhvern veginn hafa tungumál þjóða Evrópu og Ameríku líka haft það af að hádegið hnikaðist til. Með sumartímanum yrði íslenskan reyndar auðugri vegna þess að inn í málið kæmu alls kyns orð sem lýstu hinni góðu sumarstemmn- ingu sem myndaðist við ilminn af blessuðu lambakjötinu á grillum landsmanna. Sumartímifyrir hinn vinnandi íslending Sumartíminn er hagsmunamál hins vinnandi íslendings til sjávar og sveita. Það má ekki láta klukku- verði sem tregðast við að fylgjast með tímanum og háskólaprófess- ora sem ekki vilja láta raska ró sinni koma í veg fyrir að sam- skipti við helstu viðskiptaþjóðir okkar verði auðveldari og að þjóð- in fái notið góðviðrisdaganna á sumrin sem þvi miður eru stundum alltof fáir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk í Norðurlandskjördæmi vestra og framkvæmdastjóri Verskunarráðs íslands. Innfhitningur gældudýrafóðurs Arlega keypt fyrir 70 milljónir króna INNFLUTNINGUR á gæludýrafóðri hefur verið vaxandi á sein- ustu árum og eru árlega flutt inn um 750-800 tonn til landsins. áætlað er að meðalkaupverð á gæludýrafóðri erlendis á seinasta ári hafi verið 90-100 kr. kílóið og skv. því sé keypt gæludýrafóð- ur erlendis fyrir um það bil 70 milljónir króna á hveiju ári. Þetta kemur fram í svari við- skiptaráðherra við fyrirspurn Guð- mundar Hallvarðssonar alþingis- manns á Alþingi. í svarinu kemur fram að áætlað er að árle’ga séu flutt inn rúm 300 tonn af blautum kattamat, 80 tonn af þurrum kattamat, rúm 130 tonn af blautum hundamat, 144 tonn af þurrum hundamat og tæp 130 tonn af öðru gæludýrafóðri. Innlend framleiðsla á gæludýra- fóðri er sögð óveruleg en þó sé þróunarvinna í gangi. 94029 Excel námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvsgi 16 • ® 68 80 90 Læknastofa Hef opnað læknastpfu í Læknamiðstöðinni í Mjódd, Álfabakka 12. Símapantanir í síma 683300. Guðjón Vilbergsson, Dr.Med., sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. ÆVINTÝRALEGT ÁSKRIFTARTILBOÐ! SAFNKIAPPA AD GJÖR - og tryggðu þér vinsælasta mynda- sögublað á íslandi á aðeins 225 krónur hvert blað - sent heim til þín. ns 225 krónur Ef þú tekur tilboðinu innan 10 daga færðu vandaða safnmöppu fyrir blöðin að verðgildi 720 krónur! HRINGDU STRAX I DAG! SÍMINN ER (91) 688 300 FVRIR ALLA - KRAKKA, K0NIIR 06 KALLA. Síöumúla 6, 108 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.