Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 OF THE Stjörnubíó frumsýnir stórmyndina DREGGJAR DAGSINS ANTHONY HOPKINS - EMMA THOMPSON Byggö á Booker-verðlaunaskáld- sögu Kazuo Ishiguro. Frá aðstandendum myndanna Howards End og A Room With A View er komið nýtt meistaraverk. TILNEFND TIL 8 ÓSKARS- VERÐLAUNA þ.á m. fyrir besta karlleikara í aðalhlutverki (Anthony Hopkins), bestu leikkonu f aðal- hlutverki (Emma Thompson) og besta leik- stjóra(JamesIvory). Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.30. fl MORÐGÁTA Á " MAINIHATTAN Nýjasta mynd meistarans Woody Allen. ★ * * ★ „Létt, fyndin og ein- staklega ánægjuleg. Frábær skemmtun". G.B. DV. ★ ★ ★ J.K. Eintak Sýnd kl. 7 og 9. Miðaverð 400 kr. í KJÖLFAR MORÐINGJA Sýnd kl. 11. B. i. 16ára. Miðaverð 350 kr. FLEIRI POTTORMAR Takli kátt í sienutl kvlkiyiinetraii í Sllinukii-liiiiil I síia 111115. Msiliat í ■yilln i urtlni. Veti b. 31,11 líiítn. Sýnd kl. 5. Miðaverð 350 kr. _ ********* tttttttttttH g(g| BORGARLEIKHÚSIÐ sími 680-680 ^ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra svið kl. 20: • GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon. með Árna Tryggvasyni og Bessa Bjarnasyni. Aukasýning í kvöld, uppselt, 5. sýn. mið. 16/3, gul kort gilda, uppselt, 6. sýn. fös. 18/3, græn kort gilda, uppselt, 7. sýn. sun. 20/3, hvít kort gilda, uppselt, 8. sýn. mið. 23/3 brún kort gílda, uppselt. Sýn. lau. 26/3, uppselt, mið. 6/4 fáein sæti laus, fös. 8/4 örfá sæti laus, fim. 14/4. • EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende. Fim. 17/3 örfá sæti laus, lau. 19/3 uppselt, fim. 24/3, fös. 25/3 uppselt, sun. 27/3, fim. 7/4, lau. 9/4 örfá sæti iaus, sun. 10/4, Geisladiskur með lögunum úr Hvu Lunu til sölu í miöasölu. ATH. 2 miðar og geisladiskur aðeins kr. 5.000. Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum í síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. - Greiðslukortaþjónusta. WÓÐLEIKHÚSIÐ sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00: • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson. Fim. 17. mars, uppselt, - fös. 18. mars, uppselt, - mið. 23. mars, uppselt, - fim. 24. mars, uppselt, - lau. 26. mars, uppselt - fim. 7. apríl, uppselt, - fös. 8. apríl, uppselt, - sun. 10. apríl, uppselt, - sun. 17. apríl, örfá sæti laus, - mið. 20. apríl, upppselt, - fim. 21. apríl. MENNINGARVERÐLAUN DV 1994 • MÁVURINN eftir Anton Tsjekhof Aukasýning í kvöld þri. 15. mars, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. • ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller. Lau. 19. mars - fös. 25. mars. Ath. örfáar sýningar eftir. • SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Mið. 16. mars kl. 17, uppselt, - sun. 20. mars kl. 14, nokk- ur sæti laus, - sun. 27. mars kl. 14-10. apríl kl. 14 . • ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Sun. 20. mars kl. 20 - lau. 26. mars kl. 14. Ath. sfðustu sýningar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30: • BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Lau. 19. mars, fáein sæti laus, - sun. 20. mars, uppselt, - fös. 25. mars. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.00: • SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén Fös. 18. mars, uppselt - aukasýning lau. 26. mars. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning er hafin. Miöasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á mótl sfmapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna línan 996160. Muniö hina glæsilegu þriggja rétta máltiö ásamt dansleik. LEIKHÚSKJALLARINN - ÞAR SEM LÍFIÐ ER LIST - NEMENDALEIKHÚSIÐ LINDARBÆ-SÍMI21971 Sumargestir eftir Maxim Gorki, í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Opln „generalprufa'* í kvöld þriðjud. 15. mars kl. 20. Frumsýníng mlövikud. 16. mars kl. 20, uppselt. 2. sýning föstud. 18. mars kl. 20. í S L E N $ K A LEIKHÚSI0 im Usm, HilTltHUI 21. Sfw 124121 VÖRULYFTAN eftir Harold Pinter í leikstjórn Péturs Einarssonar. Þriójud. 15. mars kl. 17.00. Miövikud. 16. mars kl. 17.00. Fimmtud. 17. marskl. 17.00. Mlðapantanir í Hinu húslnu, sími 624320. I' R Ú E M I L í A L E I K H Ú Sl Seljavegi 2, S. 12233 Skjallbandalagið sýnir leiksýninguna • Dónalega dúkkan eftir Dario Fo og Fröncu Rame í leikstjórn Maríu Reyndal. Öll hlutverk Jóhanna Jónas. 5. sýn. fös. 18/3 kl. 20.30. 6. sýn. lau. 19/3 kl. 20.30. 7. sýn sun 20/3 kl. 20.30. Aðrar sýningar auglýstar síðar. Miðapantanir í síma 12233 og 11742, allan sólarhrínginn. Á HERRANÓTT 1994 SWEENEY TODD Morðóði rakarinn við Hafnargötuna Blóðugasti gamanleikur allra tíma í leikstjórn Ósk- ars Jónassonar og þýðingu Davfðs Þórs Jónssonar í Tjarnarbíói: ( kvöld þri. 15. mars kl. 20. Fim. 17. mars kl. 20. Fös. 18. mars kl. 23, miðnætursýning. Lau. 19. mars kl. 23, miðnætur- og lokasýning. Miðaverð kr. 900. Pantanir í síma 610280. Schindler bjargaði mörgum gyðingum úr klóm nasista. Listi Schindlers sýnd í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir kvikmyndina Listi Schindlers (Schindler’s List) eftir Steven Spielberg í kvöld, þriðju- dag. Myndin segir sögu þýska iðjuhöldarins Oskars Schindler sem bjargaði rösklega 1.300 gyðingum úr klóm nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Kvikmyndin hefur verið tilnefnd til 12 Óskarsverðlauna og þykir líkleg til að hljóta mörg verðlaun þegar þau verða veitt í Los Angeles eftir viku. * Island í alþjóðavið- skiptum Á UNDANFÖRNUM miss- erum hefur verið í smíðum á vegum viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins skýrsla um alþjóðaviðskipti Islendinga. Af þessu tilefni gengst utan- ríkismálanefnd Sambands ungra jafnaðarmanna fyrir fundi um viðskipta- og verslun- arstefnu þjóðarinnar við erlend ríki. Frummælendur verða Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra og Ingjaldur Hannibalsson dósent í við- skiptafræði við Háskóla Is- lands og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs. Fundurinn verður haldinn í dag, 15. mars, kl. 20.30 í Ró- sinni, Hverfisgötu 8-10, og er öllum opinn. ------♦ ♦ ♦----- ■ FÉLAG félagsfræði- nema við Háskól íslands efn- ir til opins fræðslufundar um ofbeldi á heimilum og kynferð- islegt ofbeldi. Yfirskrift fund- arins er: Hver ber ábyrgðina? — Er þetta vandamál einstakl- inga eða samfélagsins. — Hvað er til ráða? Framsögu flytja Guðrún Ágústsdóttir frá Kvennaathvarfinu og Guð- rún Jónsdóttir frá Stígamót- um. Fundurinn hefst kl. 17, mið- vikudaginn 16. mars, í stofu 203 í Lögbergi. Fólk er hvatt til að mæta og koma með fyrir- spumir. ■ í dng, þriðjudaginn 15. mars, segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir íjölmiðlafræðing- ur frá rannsóknum sínum á stöðu íslenskra fjöimiðla- kvenna í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum. Jóhann Vigdís er með BA- próf í þýsku frá Háskóla ís- lands og MA-próf í blaða- mennsku og fjölmiðlafræði frá háskólanum í Freiburg í Sviss. Lokaverkefni hennar var könn- un á viðhorfí íslenskra fjöl- miðlakvenna til starfs og starfsstöðu. Jóhanna Vigdís starfar nú hjá Vöku-Helgafeili. Rabbið fer fram í stofu 311 í Ámagarði og hefst kl. 12. Spielberg, undrabarnið sem leikstýrt hefur ijórum af tíu vinsælustu myndum sögunnar, hefur sagt að hann hafi beðið í meira en áratug með að gera Lista Schindlers því hann taldi sig ekki hafa nægan þroska til þess fyrr. Hann gerði mynd- ina í Póllandi þar sem hinir raunverulegu atburðir gerð- ust og ákvað að hafa hana í svart-hvítu til að auka áhrifin. Sú ákvörðun ásamt þeirri staðreynd að myndin er um þrír klukkutímar að lengd stóð lengi í yfirmönn- um Spielbergs hjá Univer- sal-kvikmyndaverinu, en það segir meira um yfir- burða stöðu Spielbergs en margt annað að hann hafði allt sitt fram og niðurstaðan þykir ein athyglisverðasta mynd síðari ára. Oskar Schindler, sem leikinn er af írska leikaran- um Liam Neeson, var þýsk- ur braskari, kvennaflagari og nautnaseggur sem hugð- ist hagnast á hermanginu í kringum innrás Þjóðverja í Pólland 1939. Hann yfirtók verksmiðju, sem Þjóðverjar höfðu tekið af eigendunum, sem voru gyðingar, og hag- nýtti sér ódýrt vinnuafl gyð- inga í fangabúðum nasista. Honum blöskraði hins vegar svo hrikalega meðferð nas- ista á gyðingum, að hann hóf að bjarga gyðingum úr fangabúðunum með því að auka framleiðslu sína og búa til lista með nöfnum gyðinga sem hann taldi nauðsynlega til starfa í verksmiðjunni. Þeir sem komust á lista Schindlers voru hólpnir, hinna beið dauðinn. UR DAGBOK LÖGREGLUNIUAR í REYKJAVÍK: 11.-14. mars 1994 Bókfærð eru 402 atvik á tímabilinu. Þar af var 41 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur og 32 aðrir fyrir önnur umferðarlaga- brot. Þá voru 23 ökumenn áminntir vegna ýmissa umferðarlagabrota, 12 ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Um miðjan dag á sunnu- dag var tilkynnt að maður á vélsleða hefði fallið fram af 9-10 metra hárri hengju í Skálafelli og hafnað niður í gili. Meiðsli mannsins virðast hafa verið minni en talið var í fyrstu. Seinni partinn á sunnu- dag var tilkynnt um tvo menn að ráðast á einn á Laugavegi við Snorrabraut og ræna af honum pening- um. Mennirnir flúðu síðan upp Snorrabraut, en lög- reglan handtók þá skömmu síðar og færði í fanga- geymslu. Annar þeirra hef- ur margsinnis komið við sögu hjá lögreglu. Snemma á sunnudags- morgun varð harður árekstur með tveimur bif- reiðum á gatnamótum Frakkastígs og Grettis- götu. Áreksturinn var mjög harður því báðar bifreiðim- ar köstuðust talsverða vegalengd og höfnuðu á húsi við gatnamótin. Flytja þurfti þrennt á slysadeild, en meiðsl þeirra voru talin minniháttar. Á þessu svæði er leyfður hámarkshraði 30 km/klst. Um helgina var tilkynnt um 19 árekstra og 5 um- ferðarslys. í liðinni viku var alls tilkynnt um 83 umferð- aróhöpp og 20 umferðar- slys til lögreglunnar í Reykjavík. Auk þess eru ökumenn grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis í þremur óhöppp- um öðrum. Líklega má telja að umferðaróhöppin hafi orðið a.m.k. 200 á tímabil- inu, því u.þ.b. 60% allra óhappa er tilkynnt beint tij tryggingafélaganna. í þessum óhöppum hafa skemmst meira og minna nálægt 400 ökutækjum. Af lögregluskýrslum má sjá að allflesta árekstrana og slysin má rekja til að- gæsluleysis, glannaskapar og sofandaháttar öku- manna. Þeir virðast' ekki aka eftir aðstæðum, veita ekki gerðum annarra at- hygli og virðast jafnvel ekki vita hvað þeir sjálfir eru að gera. Þeir geta ekki brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á. Slys í umferðinni geta alltaf orðið, en að þau skuli verða svo mörg á svo skömmum tíma í jafn góðri færð og hefur verið er með ólíkindum. Lögreglan vill hvetja ökumenn og aðra vegfar- endur til þess að fara var- lega, draga úr stressinu, hafa hugann við það sem þeir eru að gera og umfram allt; haga ferð sinni miðað við aðstæður á hverjum tíma, því „gott er heilum bíl heim að aka“. Sameiginlegt umferð- arátak lögreglunnar á Suð- vesturlandi hefst nk. mið- vikudag. Athyglinni verður að þessu sinni sérstaklega beint að stöðvunarskyldu og akstri um umferðar- ljósastýrð gatnamót auk þess sem vegfarendum verða afhentir umferðar- könnunarseðlar þar sem þeim verður gefinn kostur á að segja til um forgangs- röðun umferðareftirlits- verkefna hjá lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.