Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 35 Sigrún Jóna Ein- arsdóttir frá Dynj anda — Minning Fædd 26. apríl 1907 Dáin 17. mars 1994 Sigrún móðursystir mín, Silla frænka, er látin. Hún fæddist á Dynjanda í Jökul- fjörðum í Grunnavíkurhreppi N-ís. 26. apríl 1907 og var yngst þrettán barna hjónanna Einars Bærings- sonar bónda og hreppstjóra á Dynj- anda og Engilráðar Benediktsdótt- ur. Einar var sonur Bærings Vagns- sonar bónda í Furufirði (Ebenezers- sonar Jónssonar á Dynjanda) og Jóhönnu Einarsdóttur frá Homi (Sigurðssonar Pálssonar á Horni). Foreldrar Engilráðar voru hjónin Benedikt Jóhannesson frá Kvíum (Jónssonar Teitssonar) og Kristjana Vagnsdóttir frá Dynjanda (Ebenez- erssonar Jónssonar frá Dynjanda). Dynjandasystkinin voru þrettán og eina hálfsystur átti Sigrún, Guð- rúnu Jónsdóttur. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Sigurður Magnússon, seinni maður var Illugi Sigurðsson. Þeir voru báðir frá Hellissandi. Hin systkinin voru: Vagnborg húsfreyja á Hrafnsfjarðareyri og í Hnífsdal, gift Guðmundi Jónssyni frá Bolungarvíkurseli. Kristín, ógift. Bæring bóndi á Höfðaströnd. Kona hans var Vagnfríður Vagns- dóttir (Elíassonar á Leiru). Alex- ander bóndi á Dynjanda, kona hans var Jóna S. Bjarnadóttir frá Beija- dalsá á Snæfjaliaströnd. Guðbjörg, Guðný og Jóhanna létust allar í frumbernsku. Kristín Benedikts lést um tvítugt. Jóhannes bóndi á Dynj- anda og í Bæjum á Snæfjalla- strönd. Kona hans var Rebekka Pálsdóttir frá, Höfða. Elísa hús- freyja á Oddsflöt og á ísafirði, gift Guðmundi Pálssyni frá Höfða. Guð- mundína húsfreyja í Furufirði og á ísafirði, gift Ólafi Samúelssyni frá Skjaldabjarnarvík. Einar Ágúst bóndi og sjómaður á Sæbóli í Aðal- vík, Hesteyri og ísafirði, hans kona var Þórunn Magnúsdóttir frá Sæ- bóli. Og yngst var Sigrún Jóna. Nú eru þau öll látin og makar þeirra. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Dynjanda ásamt systkinum sínum og fósturbróður, Gesti Lofts- syni. Hún fór ung að vinna fyrir sér, var í vistum á ísafirði og í Reykjavík. Hún fór líka í síldina á Siglufirði. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum Ósk á ísafirði og lauk þaðan prófí 1931. Sigrún giftist Einari Guðbjarts- syni stýrimanni 1939. Hann var sonur Guðbjarts Kristjánssonar bónda á Kollsá og á Höfðaströnd og konu hans Ragnheiðar Jónsdótt- ur ljósmóður. Sigrún var seinni kona Einars, hann missti fyrri konu sína, Karól- ínu Jónsdóttur, frá tveimur ungum börnum 1932. Einar og Silla byrj- uðu búskap sinn á Ránargötu 13, í Doktorshúsi. Þar var eins konar samkomustaður Grunnvíkinga í Reykjavík og var oft glatt á hjalla þegar hópur fólks kom þar saman um helgar og húsbændurnir nutu þess líka að fá gesti. Eftir nokkur ár keyptu þau íbúð á Rauðarárstíg 13. Talan þrettán virðist hafa verið happatala þeirra hjóna. Laust fyrir 1950 byggðu þau sér íbúð í Eskihlíð 29 og þar stóð heim- ili þeirra til æviloka. Einar lést 15. júní 1991. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru þessi: Ingi Dóri Einar, f. 29. maí 1939, Jónína Þóra Rann- veig, f. 5. september 1941, Guð- björt Jóhanna Guðrún, f. 31. maí 1952. Barnabörnin eru þrettán og barnabarnabömin sautján. Silla fylgdist grannt með hópnum sínum og bað fyrir þeim öllum í bænum sínum. Amma hennar Jó- hanna Einarsdóttir dvaldi á heimil- inu hjá Einari syni sínum og konu hans í fjörutíu ár, hún var ákaflega fróð kona, hún fóstraði börnin og uppfræddi á allan hátt, en sérstaka rækt lagði hún á að kenna þeim bænir og vers. Eitt af þeim versum sem hún kenndi þeim höfðu Dynj- andasystkini að leiðarljósi upp frá því. Sú bæn fylgir nú Sillu frænku: Jesús mér ljúfur lýsi leið þú mig Jesú kær. Jesú mér veginn vísi, vertu mér Jesú nær. Hafðu mig Jesú hýri handanna á milli þín. Jesú mér stjórni og stýri stoð Jesú vertu mín. Sigrún var ákaflega frændrækin, og ljúf og góð var hún okkur systk- inabörnum sínum, sem alltaf áttum athvarf hjá henni. Hún tók vel á móti frændum og vinum að vestan, sem komu og gistu um lengri eða skemmri tíma og veitti þeim alla aðstoð, sem þeir þurftu. Hún mat þarfir annarra meira en sínar eigin. Einar maður hennar amaðist heldur ekki við gestunum. Hann var sjó- maður og eftir að hann kom í land upp úr 1950 áttu þau góð ár sam- an. Þau fóru vestur í Jökulfirði á sumrin í um þrjátíu ár. Þau undu sér vel á Dynjanda í sumarhúsinu með Ragnari Maríassyni fóstur- bróður Einars og konu hans Krist- ínu Alexanders, en hún var bróður- dóttir Sillu. Einar og Silla voru sam- hent og samrýmd, hjónband þeirra byggðist upp á gagnkvæmri ást, virðingu og vináttu sem aldrei bar skugga á. Eftir lát Einars var Sillu minni brugðið, hún saknaði maka síns sárt. Heilsan var farin að bila og lífslöngunin þvarr og síðustu mán- uðirnir voru henni erfiðir. Við höfum notið samvista og vin- áttu hennar og kveðjum kæra frænku og vinkonu með söknuði. Við sendum börnum hennar og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Steinunn og Kristbjörn. Þótt sorgin sé mikil við fráfall ömmu get ég samt glaðst innra með mér að hún fékk að fara á sinn hljóðlega hátt. Síðustu misseri var af henni dregið og hún talaði oft um að hún vildi hitta ástvini sína hinum megin. Ég veit að nú hefur henni orðið að ósk sinni og þar er henni fagnað. Hluti af mínu lífi er horfinn en eftir sitja minning- ar sem ég geymi. Amma og afi í Eskihlíð voru stór þáttur í uppvexti mínum. Ég var ekki gömul þegar ég var send ein suður með rútunni til að heimsækja þau, eftirvæntingin var alltaf mikil þegar sást til Reykjavíkur, ljósin í Óskjuhlíð sáust þá og þar áttu amma og afi heima. Amma tók á móti mér og sá um að ég gerði það sem átti að gera í bæjarferðinni. Hún fór með mig til læknis eða tannlæknisins og beið eftir mér. Mér er minnisstætt að alltaf tók hún pijónana með sér og það kom fyrir að hún dottaði og þurfti ég þá oft að hnippa í hana. Stundum fór afi með okkur í bæinn og leidd- ust þau þá alltaf eins og táningar. Ég var á þeim aldri að ég skammað- ist mín fyrir þetta og reyndi helst að vera að minnsta kosti tveimur metrum á eftir þeim. Seinna skildi ég hvað þetta var einstakt að fólk gæti verið svona hamingjusamt saman eftir öll þessi ár. Þegar ég hóf menntaskólanámið í Reykjavík var sjálfsagt að ég byggi hjá afa og ömmu. Afi var fjarverandi vegna vinnu sinnar meirihluta vikunnar og ömmu þótti því notalegt að hafa einhvern til að stússa í kringum. Eftir á að hyggja voru þessi fjögur ár í sam- býli okkar ömmu mér dýrmæt. Vegna þess hvað amma og afi voru vel látin voru alltaf gestir í heim- sókn. Fyrir bragðið kynntist ég skyldfólki og lífshlauþi þeirra sem ég að öðrum kosti hefði misst af. Árin liðu og ég stofnaði mitt eig- ið heimili og fjölskyldu. Heimsóknir til ömmu voru alltaf fastur liður. Þegar ég kynnti Jón sem manns- efni tók amma honum strax sem gömlum fjölskylduvini, „enda var hann af góðu fólki að vestan". Þeim varð líka strax vel til viha og vildi hann gjarnan heimsækja hana sem oftast. Ömmu þótti mjög gaman að segja okkur sögur að vestan og leiddi okkur inn í heim forfeðra okkar sem auðvitað þekktust enda sveitin lítil. Dætur mínar fengu líka að kynnast Sillu ömmu og eins og öll böm hændust þær að henni. Þeim leið vel nálægt henni og spjöll- uðu mikið við hana. „Af hveiju eru hendurnar þínar svona hrukkóttar amma,“ spurðu þær og amma svar- aði þeim alltaf og útskýrði ellina fyrir þeim. Við lát afa 1991 missti amma mín mikið. Hún var tregari til að fara út á meðal fólks og vildi helst bara vera heima. Hún vildi þó vera innan um sína og oft kom hún í heimsókn til okkar. Þótti henni þægilegt að sitja í sófanum með pijóna í höndum. Tveimur dögum fyrir andlát hennar sátum við sam- an og pijónuðum heima hjá mér. Hún var að pijóna enn- eina lopa- peysuna, en ég gekk frá endum á annarri peysu sem hún hafði pijón- að á Ingu Dóru. Við pijónuðum saman þegjandi eins og oft áður og það nægði okkur báðum. Nú er ég þakklát fyrir að hafa átt þennan síðasta dag með henni og meðan ég geng frá endunum fyrir hana hugsa ég til hennar og þakka henni fyrir allt. Ég trúi því að nú hafi afi og hún sameinast á ný og gangi hönd í hönd á guðs vegum. Sigrún Ingadóttir. Elsku amma okkar er dáin. Okkur langar með örfáum orðum að þakka henni fyrir allt það sem við systur nutum frá henni. Alltaf er sárt að kveðja, en við vitum að nú fær hún að hitta hann afa okk- ar, sem hún saknaði svo mjög. Sam- rýndari hjón en hana ömmu og hann afa var vart hægt að finna. Ferðirnar þeirra vestur í Jökul- firði á sumrin voru þeim mikils virði og það var gaman fyrir okkur stelp- urnar að fá að fara með. Það var sveitin þeirra og afa leið greinilega vel þegar hann var að leggja netin saman og pijónuðu heilu lopapeys- urnar, sem við og fleiri nutum síðan góðs af. Já, ýmsar minningar streyma um huga manns og alltaf eru minning- arnar um þau afa og ömmu jafn yndislegar. Frá þeirri stundu er afi lést, fyrir tæpum þremur árum, hrakaði heilsu ömmu hægt og ró- lega þar til hún lést 17. þessa mán- aðar. Alltaf var hún amma svo þakklát fyrir allt sem við gerðum fyrir hana. Heimsóknirnar í Eskihlíðina eru okkur minnisstæðar og þangað var alltaf gott að koma og fá kleinur hjá ömmu. Minningin um ömmu og afa mun lifa í hugum okkar um ókomin ár: Elsku amma, nú kveðjum við þig með sálminum sem þú kenndir okk- ur: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Við þökkum þér fyrir allt það sem þú gafst okkur, með hlýju þinni og ástúð, og biðjum algóðan Guð að blessa minningu þína og varðveita. Sigrún, Lilja, Ilafdís og Þóra Guðný. Starf sjómannsins kemur oft í veg fyrir að hann geti verið með vinum og vandamönnum í gleði eða sorg. Vegna fjarveru get ég ekki kvatt Sillu ömmu á þann hátt sem ég hefði óskað. Ég hugsa til vina hennar og vandamanna í dag og sendi þeim samúðarkveðjur. Það eru rúm fjörutíu ár síðan ég kom fyrst heim til Sillu og Einars í Eskihlíðina. Þetta var jafnframt mín fyrsta ferð til Reykjavíkur og í augum púka að vestan var borgin ógnarstór. Hlíðarnar voru í bygg- ingu og þar höfðu afi og amma komið sér upp hæð fyrir sig og börnin sín. Ámma tók mér strax eins og einu af sínum börnum og mun ég alltaf þakka henni það. Heimilið í Eskihlíðinni varð einn af föstu punktunum í tilverunni. Allir voru velkomnir og amma tók mér opnum örmum í hvert sinn, hvernig sem á stóð fyrir mér. Hún spurði einskis, sagði fátt og felldi aldrei dóma. Aldrei talaði hún orð- inu hærra og baktal var fjarri henni, hún frekar þagði ofan í bollann sinn ef henni mislíkaði. I hennar augum höfðu allir sína kosti og galla og hún kaus að einblína á kostina. Það nutu fleiri en ég þessara mannkosta hennar ömmu. Frændur og sveitungar fengu húsnæði og fæði hjá Einari og Sillu ef þeir þurftu að leita til Reykjavíkur. Ómmu fannst ekki til mikils mælst þó hún útvegaði vinum sínum að vestan lækni í borginni, færi með þann veika í skoðun og ef einhver var lagður inn á sjúkrahús vegna veikindanna sá hún um að heim- sækja viðkomandi, helst tvisvar á dag. Allt þetta gerði hún með glöðu geði og ætlaðist ekki til að neitt kæmi í staðinn. Heimilið í Eskihlíðinni var alla tíð samkomustaður fjölmargra vina og ættingja. Hægt var að ganga að því vísu að hitta einhvern kunn- ugan þegar maður kíkti í kaffi til afa og ömmu og stundum var þröngt við eldhúsborðið hennar. Ósjaldan voru þar vetrargestir af yngri kynslóðinni undir verndar- væng ömmu sem sá um allt. Vegna þess hvað hún var blessunarlega laus við að setja fólki einhveijar reglur leið öllum börnum og ungl- ingum vel í návist hennar. Amma var hógvær og lítillát en stórbrotin kona. Þegar hún hélt upp á áttræðisafmæli sitt var hún frá- bitin því að leigja sal fyrir gestina og bauð þeim heim. Hún bjóst svo sem ekki við mörgum en þeir sem til hennar þekktu vissu betur. Enda kom það á daginn að íbúðin í Eski- hlíðinni var full út úr dyrum á af- mælisdaginn og hún hálfhvumsa yfir öllu tilstandinu í fólkinu. Það voru ekki bara vinir hennar sem mættu heldur börn þeirra og jafn- vel barnabörn. Henni hafði nefni- lega tekist á langri ævi að laða til sín hveija kynslóðina á fætur ann- arri án þess að hafa nokkuð fyrir því að hæna fólk að sér. Amma mín hafði alla tíð vakandi auga með mér og ég veit að hún hugsaði til mín í vondum veðrum á sjó. Ég mun sakna þess að eiga hana ekki framar að þegar ég kem í land eftir langt úthald. Hún var sú sem alltaf fagnaði mér af sjónum og kvaddi mig þegar haldið var út á sjó aftur. Þegár ég nú kveð ömmu mína í hinsta sinn óska ég henni allrar blessunar og veit að minning henn- ar mun lifa með okkur öllum. Gert um borð í Örfirisey RE. Matthías Ragnarsson. og vitja þeirra, og þegar þau sátu Stf 25% afsláttur af Polaroid sótgleraugum fram að páskum. Stórkostlegt úrval af nýjum gerðum. POLAROID - skýrari sjón og fallegra útlit - stæll og gæði! Gleraugnaverslun Benedikts Hamraborg 7 - Kópavogi - Sími 44820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.