Morgunblaðið - 26.03.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 26.03.1994, Síða 1
80 SIÐUR LESBOK/C STOFNAÐ 1913 71.tbl. 82.árg. L AU G ARDAGUR 26. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Borís Jeltsín um orðróm um veikindi sín Sambras síngimi og fúlmennsku Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær í viðtali við dagblað- ið Izvestíu að nýlegan orðróm um meint veikindi sín og byltingar- áform mætti rekja til stjórnmálaafla sem vildu koma honum frá völdum hvað sem það kostaði. Orðrómur um meint veikindi for- setans og drykkjuskap komst á kreik um það leyti sem hann fór til hvíldardvalar í Sotsjí við Svarta- haf 14. mars sl. Óróleika gætti í Moskvu og komst skjal, sem gekk undir heitinu „Fyrsta útgáfa“, og fjallaði um meinta byltingaráætlun, í hendur fjölmiðla. Orðrómurinn staðfesti varnarleysi Kremlarvalds- ins gagnvart kviksögum. „Þetta var samsull af lygum, fúlmennsku og síngirni. Það er auðvelt að afhjúpa sambras af þessu tagi. Ég mun valda fólki af þessu sauðahúsi von- brigðum því við höfum nægan styrk og dugandi ráð til þess að vernda og tryggja stöðugleika í Rúss- landi,“ sagði Jeltsín. Sagðist hann myndu snúa aftur til Moskvu á morgun, sunnudag. Sergej Stepashín yfirmaður rússnesku gagnnjósnaþjónustunn- ar (FSK) sagði að ljóst væri hveij- ir væru höfundar áætlunar um að steypa Jeltsín. Þar hefðu fjórir menn verið að verki. Gaf hann reyndar til kynna að einhver önnur öfl, „sem þrífast helst á óstöðug- Agreiningur á OPEC-fundi Genf. Reuter. OLÍURÁÐHERRUM OPEC-ríkj- anna mistókst á fundi sinum i gær að semja um að draga úr framleiðsiu. Offramleiðsla og birgðasöfnun hefur valdið 20% verðlækkun á olíu frá í fyrra og sögðu sérfræðingar að fatið gæti að óbreyttu fram- leiðslustigi lækkað fljótlega niður fyrir 10 dollara en svo lágt hefur olíuverð ekki verið frá 1986. Ólík- legt var talið að ráðherrunum tæk- ist að ná samkomulagi í dag. leika“, eins og hann komst að orði, hefðu staðið á bak við þá. í því sambandi nefndi hann sakarupp- gjöf leiðtoga októberuppreisnarinn- ar án þess þó að skella skuldinni beinlínis á þá. „Með ítarlegum rannsóknum höfum við uppi á þeim,“ sagði hann. Gleb Pavlovskíj, ritstjóri tíma- ritsins 20. öldin og umheimurinn, játaði höfundarrétt sinn á byit- ingaráætluninni, í blaðaviðtali í gær. Sagði hann að um hefði verið að ræða saklausa æfingu í rök- greiningu en einhver hefði stolið ritgerðinni á skrifborði hans eða úr tölvu og komið henni á fram- færi við fjölmiðil sem skjali hátt- séttra manna. Yfirgefa Sómalíu Reuter Síðustu bandarísku hermennirnir fóru frá Sómalíu í gær og eru þá einungis eftir í gæslusveitum Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) hermenn frá Afríku- og Asíu- ríkjum. Bandarískt herlið gekk á land í Sómalíu 9. nóvember 1992 til að tryggja að hjálpargögn bær- ust bágstöddum en þá var logandi ófriður í landinu. Um tíma voru 28.000 bandarískir hermenn þar við friðargæslu. Á myndinni ganga síðustu hermennirn- ir um borð í landgöngupramma sem fluttu þá um borð í herskip sem biðu undan strönd landsins. Tæpar tvær milljónir hermanna í viðbragðsstöðu á Kóreuskaga Bandaríkjamenn áforma vopnasendingar til S-Kóreu Gervihnattamyndir sagðar sanna leynilega framleiðslu á plútoni í kjarnavopn Seoul, Lundúnuni. Reuter, The Daily Telegraph. MEIRA en 1,7 milljónir hermanna voru viðbúnar því að heyja stríð á Kóreuskaga í gær þegar reynt var að finna leiðir til að knýja Norður-Kóreumenn til að fallast á eftirlit með verksmiðjum þar sem talið er að þeir séu að vinna að smíði kjarnavopna. Will- iam Perry varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að áformað væri að senda fleiri og fullkomnari vopn til Suður- Kóreu, þungavopn og taktísk vopn, til þess að sunnanmenn yrðu sein best búnir undir árás úr norðri. Sagðist hann vantrúaður á að stríð væri yfirvofandi en Bandarrikjamönnum bæri þó að efla varnir suður-kóreskra bandamanna sinna. Breska dagblaðið The Independent birti í gær gervihnattamyndir sem Gamli tíminn ognýi Albanskur bóndi leggur glaðbeittur upp í 16 kílómetra ferðalag heim til þorpsins Mdroq frá höfuðborginni Tírana eftir að hafa fjárfest í móttökubúnaði fyrir sjónvarpssendingar um gervihnött. Asn- inn er eini farskjóti flestra albanskra bænda sem búa við forna landbúnaðar- hætti og fremut' kröpp kjör. Reuter það sagði sanna að Norður-Kóreu- menn hefðu reist leynilega verk- smiðju til að framleiða plúton í kjarnorkusprengjur. „Norður-Kóreustjórn hefur skip- að hernum að vera í viðbragðs- stöðu,“ sagði Oh In-hwan, upplýs- ingamálaráðherra Suður-Kóreu. Alls er rúm milljón hennanna und- ir vopnum í Norður-Kóreu. Suður-Kóreustjórn fyrirskipaði her sínum í gær að gera ráðstafan- ir til að vera undir það búinn að heyja stríð þá og þegar. í suður- kóreska hernum eru 650.000 manns, en auk þess eru 36.000 bandarískir hermenn í landinu. Stjórn Norður-Kóreu neitar enn að fallast á eftirlit með meintum kjarnavopnastöðvum sínum. Opin- ber fréttastofa landsins sagði í gær að stjórnin mýndi hvergi hvika þótt öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti efnahagslegar refsiaðgerðir. Norður-Kóreumenn hefðu öflugan iðnað, sjávarútveg og landbúnað og væru því ekki háðir innflutningi á nauðsynjum. The Independent sagði að vís- indamenn við King’s College í Lundúnum hefðu rannsakað gervi- hnattamyndirnar og teldu þær sanna að Norður-Kóreumenn hefðu reist leynilega verksmiðju til að framleiða plúton sem er nauð- synlegt í kjarnavopn. Myndirnar voru keyptar af gervihnattafyrir- tækjum og kosta jafnvirði 150.000 króna hver. Þær voru síðan stækk- aðar með hjálp tölvu. Kim Young-sam, forseti Suður- Kóreu, fer í dag til Kína til að freista þess að fá þarlenda ráða- menn til að láta af andstöðu sinni við efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Austurríkismeim gramir Bretum AUSTURRÍKISMENN létu í gær í Ijós óánægju í garð Breta vegna deilna innan Evrópusambandsins (ESB) um atkvæðavægi eftir stækkun sambandsins um næstu áramót, að sögn Reutei-s-frétta- stofunnar. Alois Mock utanríkisráðherra sagði að deilurnar kynnu að skaða möguleika á því að aðild Austurrík- is að ESB verði samþykkt í þjóðar- atkvæði sem ráðgert er í júní. Stuðningur við aðild hefur aukist að undanförnu en Mock sagði deil- urnar um atkvæðavægi til þess fallnar að snúa þeirri þróun við. Nýjar kannanir sýna að 40% Aust- urríkismanna eru hlynnt aðild, 25% á móti en 30% þjóðarinnar hafa ekki gert upp hug sinn og óttast austurríska stjórnin að deilan um atkvæðavægi geti snúið flestum hinna óákveðnu á sveif með and- stæðingum aðildar. Franz Vran- itzky kanslari ræddi málið í síma við Jolin Major forsætisráðherra Bretlands í gær. Að sögn Jans Gunnars Furuly fréttaritara Morgunblaðsins í Ósló, hefur norska stjórnin ekki viljað fjalla um deilur innan ESB um at- kvæðavægi á þeirri forsendu að um „innanríkismál" aðildarríkjanna væri að ræða. Norskir andstæðing- ar ESB-aðildar hafa hins vegar notað deilurnar sem vopn í and- róðri sínum. Sjá „Pangalos segir ESB-fund um helgina . . .“ á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.