Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 „Flórgoðinn verður að fara“ eftir Erling Ólafsson Þessa dapurlegu yfirlýsingu gaf einn málsvari tillagna að nýju aðal- skipulagi fyrir Hafnarfjörð, þegar tillögurnar voru kynntar á almenn- um borgarafundi í Hafnarborg mánudagskvöldið 7. mars síðastlið- inn. Á fundinum kom enn einu sinni fram ábyrgðarleysi bæjaryfii’valda í Hafnarfirði gagnvart fallegu og viðkvæmu bæjarstæði sínu. Sú gleðilega þróun er þó að eiga sér stað víða um heim að menn eru að átta sig á mikilvægi þess að umgangast náttúruna af varfærni. Mönnum er jafnframt að verða það ljóst að það er forsenda þess að mannkyn fái þrifist á jörðinni til frambúðar. Þess hefur jafnve! orðið vart, að slíkur þankagangur sé far- inn að skjóta upp kollinum hér á íslandi, en til Hafnarfjarðar hefur hann, að því er virðist, ekki náð enn. Hafnfirðingar, sem eru fram- kvæmdasamir og stórhuga menn, hafa oft verið taldir standa að fram- kvæmdum meira af kappi en for- sjá, eins og ýmis dæmi vitna um, t.d. í hraununum sunnan og vestan bæjarins. I umræddum tillögum að aðal- skipulagi, sem gilda skal til ársins 2012, er fjölmargt vel gert og ber vitni um fagmannleg vinnubrögð. En sú nýtingarstefna sem ávallt hefur verið í hávegum höfð í Hafn- arfirði virðist ekki á nokkru undan- haldi. „Þarfir“ okkar mannanna eru í algjöru fyrirrúmi og þar sem „hagsmunir" okkar og náttúrunnar stangast á skal náttúran víkja - sbr. fyrirsögn þessa pistils. Árið 1978 öxluðu bæjaryfirvöld {__ Hafnarfírði þá ábyrgð að veita Ástjörn og lífríki hennar vernd skv. heimild laga nr. 47/1971, sem stað- fest var með auglýsingu í Stjórnar- tíðindum (Stj.tíð B., nr. 189/1978). Þetta var málsvörum náttúruvernd- ar mikill hugarléttir, enda er Ástjörn sönn náttúruperla og þar er fuglalíf bæði fjölskrúðugt og mikið miðað við rými það sem kvos- in undir Ásíjalli afmarkar. Það var hins vegar strax ljóst að mörk frið- landsins voru alltof þröng. Fuglam- ir þurfa ekki aðeins vatnsflöt til að synda á, þeir þarfnast einnig lands til að verpa. Vissulega átta fuglarnir sig ekki á þessum mörk- um sem sett voru á kort, enda byggir mikilvægur hluti fuglalífs kvosarinnar tilveru sína á landi utan markanna. Við tjörnina verpa m.a. flórgoð- ar, sem eru með sjaldgæfustu varp- fuglum okkar. Undanfarið hafa þeir því miður verið á miklu undan- haldi á öllu landinu, meira að segja í aðaivígi þeirra í Mývatnssveit. Er nú svo komið að tegundin hefur verið tekin á gjörgæslu hjá Fugla- vemdarfélagi Islands, enda aðeins eftir um 300 pör á landinu. Við Ástjörn hefur þessarar fækkunar ekki gætt enn sem kom- ið er. Þar hafa orpið 4-5 pör flór- goða á hveiju sumri frá því að far- ið var að fylgjast með þeim fyrir fjórum áratugum. Hins vegar er Ástjöm nú síðasta vígi hans á öllu suðvestanverðu landinu, þar sem hann varp þó á ýmsum stöðum áður fyrr. Ástjörn er einstök hér á Innnesjum og þarf að leita allt vest- ur í Staðarsveit eða austur að Þjórsá tii að fínna hliðstæðu henn- ar. Ábyrgð Hafnfírðinga er því mikil. Fuglaverndarfélagið lagði fram ályktunartillögu á náttúruverndar- þingi síðastliðið haust um aðgerðir til verndunar flórgoðanum. Tillag- an var samþykkt og í kjölfarið hef- ur umhverfisráðherra ákveðið að veita nokkru fé til rannsókna á tegundinni og athugunar á því hvað OPIÐ HÚS IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI BOÐSKORT Laugardaginn 9. apríl frá kl. 13.00 til kl. 18.00. Nemendur sýna verk sín og kynna fjölbreytt námsval skólans. „Margt er gert“ - ýmsar nýjungar. Komdu og skoðaðu „Opið hús“. SÝNINGIN ER í BÁÐUM HÚSUM SKÓLANS. í FLATAHRAUNI: Kynntar verkdeildir málmiðna, rafiðna og tréiðna ásamt sýningu á munum nemenda. Sýning á verkum nemenda í hönnunardeild. Þar er að sjá margar frumlegar hugmyndir og líflega hönnun Á REYKJAVÍKURVEGI 74: Hárgreiðsla, tækniteiknun, tölvuteikning og samn- ingsbundið nám. Þar er sýning á teikningum og verk- um nemenda og ráðgjöf handa þeim, er hafa áhuga á námsbrautum starfs- og tæknimennta. KOMDU - SJÁÐU - SPURÐU ÞAÐ BORGAR SIG p rft Meim en þú geturímyndaó þér! hægt er að gera henni til bjargar. Hafnfirðingar eru því alveg úr takt við opinberar aðgerðir æðsta yfir- valds umhverfísmála. „Flórgoðinn verður að fara.“ Með þessum orðum fínnst mér að- standendur aðalskipulagsins taka sér meira vald ■ en þeir hafa rétt til. Nú, hvers vegna verður flórgoð- inn að fara? Jú, „við þurfum þetta land“, svo ég vitni enn frekar í orð sem féllu þetta kynningarkvöld. íbúðabyggð er fyrirhuguð beggja vegna Astjarnar. Sunnan hennar, á svonefndum Ásvöllum, gæti byggð eflaust risið án þess að líf- ríki Ástjarnar liði fyrir, ef tryggt yrði að það leiddi ekki til aukinnar umferðar við tjörnina á viðkvæm- um tímum. Byggð í brekkunum norðan tjarnarinnar yrði hins vegað stórt skipulagsslys Hafnfirðingum til ævarandi smánar. Það kom fram á fundinum að þarna yrðu mjög skemmtilegar lóðir, sem vita mót suðri, og landið vandmeðfarið skipulagslega séð. Það yrði vissu- lega fróðlegt að sjá hvernig lóðaút- hlutun yrði háttað á þessu svæði, - hveijir í þessu klíkusamfélagi okkar fengju að njóta. Kynningarfundurinn var að vissu leyti uppörvandi, þ.e. þegar um- ræður fóru af stað að lokinni fram- sögu. Þar var fljótlega bent á að liðurinn umhverfísmál hafði alveg gleymst í tillögunum og umræðan snérist nær öll um Ástjörn og af- skiptaleysi bæjaryfírvalda í um- hverfismálum. Það var deginum ljósara að hugur bæjarbúa virðist ekki sá sami og yfírvalda. Ekki einn einasti fundarmaður mælti með þessari aðför að tjöminni. Einn forsvarsmanna tillagnanna, sem virtist hissa á þessari andstöðu fundarmanna, benti á til varnar að engar breytingar hefðu orðið frá því aðalskipulagi sem síðast var í gildi. Þess gat sá hinn sami hins vegar ekki að mikil vinna var lögð í að reyna að sannfæra yfirvöld um það í millitíðinni að nauðsynlegt væri að útvíkka mörk friðlandsins til að tryggja vernd Ástjarnar inni í vaxandi byggðarlagi, byggðarlag- inu til sóma. Það sýnir vel þá tregðu sem ríkir meðal yfirvalda og starfs- manna þeirra. Eg undirritaður sat í náttúruverndarnefnd Hafnar- ljarðar á árunum 1987-1990, en á þeim árum skilaði nefndin grein- argerðum um tjömina og vægast sagt mjög hæversklegum tillögum til stækkunar friðlandsins. Ekkert / Erling Ólafsson „Við verðum að fara að átta okkur á því að ef við ætlum að skila land- inu okkar í sæmandi ástandi þá verðum við að læra að lifa með náttúrunni - ekki á henni.“ var að gert. Það er því ákaflega léleg afsökun að þetta sé svona í dag vegna þess að þetta var svona hér áður fyrr. Það var ekki hlustað á rök. Þá má geta þess að Heilbrigðis- ráð Hafnarfjarðar og Umhverfis- málanefnd Garðabæjar tóku hönd- um saman síðastliðið sumar og réðu mann til að kanna fuglalíf við tjarn- ir í landareignum bæjanna. Til verksins valdist Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur og skilaði hann af sér skýrslunni Fuglalíf við vötn ofan Hafnarfjarðar og Garðabæjar þá um haustið. Þar kemur margt áhugavert fram sem bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ættu að hafa að leiðar- ljósi við skipulagningu á umhverfi Ástjarnar. Eins og fyrr getur skuldbundu Hafnfirðingar sig til að standa vörð um Ástjörn og lífríki hennar. Til að verndunin haldi gildi sínu verður að gæta þess að athafnasemi utan Fróðleikskorn um meinatækna eftir Lísbet Grímsdóttur Þar sem meinatæknar hafa mikið verið í fréttum undanfarna daga vegna verkfalls þeirra fínnst mér þarft að gera stuttlega grein fyrir starfi þeirra og námi. Sá misskiln- ingur virðist nokkuð útbreiddur að starf meinatækna felist fyrst og fremst í því að „sjúga“ blóð úr sjúkl- ingum daginn út og inn. Raunin er önnur. Vissulega tökum við blóð- sýni frá sjúklingum, en meinatækn- ar vinna fyrst og fremst að rann- sóknum sem notaðar eru við grein- ingu sjúkdóma og til að fylgjast með framgangi í meðferð á sjúk- dómum. Rannsóknir þessar eru gerðar á sýnum úr mannslíkaman- um, s.s. blóði, mænuvökva, þvagi, liðvökva, brjóstholsvökva, munn- vatni, vefjasýnum o.fl. Vinnan við rannsóknirnar er fjölþætt og má þar nefna efnagreiningu, ræktun, smásj árskoðun, lífeðlisfræðilegar mælingar og geislamælingar. Þróun í aðferðafræði og á tækja- búnaði hefur verið ör undanfarin ár og hefur leitt til fjölgunar rann- „Meinatæknar vinna fyrst og fremst að rann- sóknum sem notaðar eru við greiningu sjúk- dóma og til að fylgjast með framgangi í með- ferð á sjúkdómum.“ sókna sem um leið hafa orðið ná- kvæmari og markvissari. Til þess að fylgja þróuninni eru meinatækn- ar í stöðugri endurmenntun og í rauninni sífellt að bæta við þekk- ingu sína. Menntun meinatækna Skilyrði til náms í meinatækni er stúdentspróf. Menntunin fer fram í Tækniskóla íslands, heil- brigðiseild. Námið er á háskólastigi og tekur þrjú og hálft ár eða 7 annir. Fyrstu tvö námsárin taka allir nemendur sama námsefni sem er fyrst og fremst bóklegt. í upp- hafi þriðja árs hefst sérhæfing, en þá velur hver nemandi tvær sér- marka friðlandsins getur haft mjög neikvæð áhrif innan markanna. Eg lít því svo á að þótt mörkin fáist ekki færð út þá ber Hafnfirðingum skylda til þess að áhrifa athafna okkar gæti sem minnst á friðland- inu. Umhverfis friðlandið er því í raun vítt „grátt“ svæði sem við getum ekki leyft okkur að gera hvað sem er á, ef við ætlum að uppfylla skyldur okkar gagnvart friðlýsingunni. Nýlega var hafist handa við upp- byggingu íþróttasvæðis Hauka á hrauninu vestan Ástjarnar. Þar var því miður farið svo nærri tjörninni við lagningu knattspyrnuvallar að 3,4% friðlandsins (9000m2) lentu inni á íþróttasvæðinu. Það er því ekki ósanngjarnt að fara fram á viðbót við friðlandið sem því nemur - í það minnsta. Lagning vegar á milli tjarnarinnar og Ásíjalls yrði með öllu óásættanleg framkvæmd. Umferð svo nálægt tjörninni væri skaðleg fuglalífi og myndi spilla mjög útliti kvosarinnar. Nú standa fyrir dyrum sveitar- stjórnakosningar I Hafnarfirði sem annars staðar á landinu. Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur hafa nú þegar staðið fyrir prófkjörum til vals á frambjóðendum. Þar hafa fulltrúar flokkanna fengið tækifæri til að kynna sig og sjónarmið sín. Það vakti athygli mína að ekki einn einasti fulltrúi Alþýðuflokks, sem nú situr einn og óstuddur að völduin í bænum, ininntist orði á stefnu sína í umhverfismálum. Hins vegar örlaði fyrir því hjá Sjálfstæðisflokki og einn fulltrúa hans gerði Ástjöm að mikilvægu baráttumáli og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hafnar- fjörður þarf fleiri slíka menn til áhrifa í bænum, hvar í flokki þeir standa. Umhverfismál eiga að vera þverpólitísk ekki flokkspólitísk. Við verðum að fara að átta okkur á því, að ef við ætlum að skila land- inu okkar í sæmandi ástandi þá verðum við að læra að lifa með náttúrunni - ekki á henni. Að lokum vil ég benda Hafnfirð- ingum á að tillögur að nýju aðal- skipulagi Hafnarfjarðar liggja nú frammi til kynningar og athuga- semda. Ég skora á fólk að kynna sér þær og láta í ljós skoðanir sín- ar. Auk þess skal á það bent að þetta er ekki einkamál Hafnfirð- inga. Slæm meðferð á viðkvæmum og merkum náttúrufyrirbærum varða þjóðina alla og verndun dýra- tegunda er ekki einkamál einstakra byggðarlaga. Höfundur er náttúrufræðingur, uppalinn og búsettur í Hafnarfirði. Lísbet Grímsdóttir greinar af átta sem í boði eru. Námsefni síðustu þriggja annanna er bæði bóklegt og verklegt og er hveijum nemenda skylt að vinna lokaverkefni í annarri tveggja sér- greina sinna. Nemendur útskrifast með prófgráðuna B.Sc. sem veitir þeim rétt til starfsheitisins meina- tæknir. Höfundur er kennslumcinatæknir á Rannsóknastofu Ijandspítalans, meina efnafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.