Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 h Tillaga í félagsvísinda- deild Háskóla Islands Aukagrein í atvinnu- lífsfræð- umánæsta námsári STEFÁN Ólafsson prófessor við Háskóla Islands hefur lagt þá tillögu fyrir deildarfund félags- vísindadeildar að samþykkt verði að bjóða upp á aukagrein í atvinnulífsfræðum á næsta námsári til 30 eininga. Markmið hugmyndarinnar er að gefa nemendum kost á að velja nám- skeið sem fjalla fræðilega um atvinnulífið til að styrkja þá og deildina í harðnandi baráttu um störf á vinnumarkaðinum, eins og segir í tillögunni. Þar segir að um sé að ræða námskeið sem hvort eð er séu hluti af meginnámi innan félagsvísinda- deildar. Verði því ekki um kostnað- arauka að ræða enda sé einungis verið að mælast til skipulagsnýj- ungar. Innan félagsvísindanna séu greinar sem fjalli um atvinnulífið til dæmis vinnustaðafélagsfræði, vinnusálfræði, vinnumarkaðs- fræði, stjórnsýslufræði, þróunar- fræði, stjórnunarfræði og mark- aðsfræði. Leiðir til aukins skilnings á atvinnulífinu Hafi þessum sviðum ekki verið sinnt á heildstæðan og skipulegan hátt til þessa þótt um kennslu hafi verið að ræða í almennu námi innan aðalgreina deildarinnar. Loks segir að með sérstöku 30 eininga atvinnulífsfræðanámskeiði megi undirbúa nemendur sem stefni á hagnýt störf á vinnumarkaði að loknu BA námi. Megi ætla að það auki skilning nemenda á atvinnulífinu, virkni þess og árangri, auk þess að beina rannsóknaráhuga þeirra í átt til atvinnulífsmálefna í meira mæli. ----------♦ ♦ ♦----- Aukafjár- veiting til Iþrótta- húss Fylkis BORGARRÁÐ hefur samþykkt 25 milljóna króna aukafjárveit- ingu til Skólaskrifstofu Reykja- víkur vegna fyrirframgreiðslu uppí væntanlega leigu á Iþrótta- húsi Fylkis í Árbæjarhverfi. Í erindi skólamálaráðs til borg- arráðs segir að forsvarsmenn íþróttafélagsins Fylkis hafi áhuga á að hraða byggingu íþróttahúss síns í Árbæjarhverfi. Árbæjarskóli búi við þrönga aðstöðu til íþrótta- iðkana og þarf á viðbótarrými að halda til að geta haldið uppi lög- boðinni kennslu í íþróttum. Fyrirframgreiðsla Því hafi sú hugmynd þróast, að Skólaskrifstofa Reykjavíkur greiddi íþróttafélaginu fyrirfram uppí væntanlega húsaleigu sam- tals 25 millj., er skiptist í tvær greiðslur 12,5 mill. árið 1994 og sömu upphæð árið 1995. Endur- greiðslur yrðu síðan með þeim hætti að Skólaskrifstofan greiddi helming tímagjalds vegna leigu á húsinu frá því það verður tilbúið þar til umrædd fyrirframgreiðsla er að fullu endurgoldin. Gagngerar endurbætur gerðar á gistirými á Hótel Holti Tólf svítur ÁTTA nýjar svítur af mismunandi stærðum hafa verið teknar í notkun á hótelinu. Ný baðherbergi ÖLL baðherbergi á Hótel Holti hafa verið endurnýjuð alveg frá grunni. Svítum fjölgað úr 4 í 12 NÝLEGA er lokið gagngerum breytingum á gistirýminu á Hótel Holti, en að sögn Skúla Þorvaldssonar hótelstjóra hefur ver- ið unnið að breytingunum undanfarna sex mánuði. Hótelherbergjum hefur verið fækkað úr 53 í 42, og á móti hefur svítum verið fjölgað í 12 af mismunandi stærðum og gerðum, en þær voru fjórar áður. Þá hafa öll baðherbergi verið endurnýjuð frá grunni, og nýir sjónvarpsmóttakarar og sjónvarpstæki hafa verið tekin í notkun, en hótelið er með tvo gervihnattamóttakara auk ljósleiðara til móttöku á sjónvarpsefni. Auk þessa hefur verið skipt um öll teppi og hluta af húsgögnum sem verið er að end- umýja á hótelherbergjunum. „Þetta hefur ver- ið gert til að mæta vaxandi þörf sem við höf- um fundið fyrir hjá viðskiptavinum okkar, en auk þess eru gerðar mjög strangar kröfur um viðhald og hreinlæti hjá Relais & Chateaux- samtökunum sem Hótel Holt er aðili að,“ sagði Skúli. Hótel Holt var veitt innganga í Relais & Chateaux-samtökin í nóvember 1990 eftir að hafa verið undir smásjá í tvö ár, en aðeins einn af hveijum þremur umsækjendum fær inngöngu og þá í eitt ár til reynslu. í samtökun- um em 450 hótel og veitingastaðir í tæplega Morgunblaðið/Kristinn Hótelstjórinii SKÚLI Þorvaldsson hótelstjóri á Hótel Holti. 40 þjóðlöndum sem öll uppfylla afar strangar gæðakröfur í mat, þjónustu og aðbúnaði. Sam- tökin eru frönsk að uppruna og hafa frá upp- hafi verið ímynd hins fullkomna í hótel- og veitingarekstri. Hótel Holt er eina hótelið hér á landi sem er aðili að samtökunum og á Norð- urlöndunum eru aðeins 11 hótel sem eru aðilar að þeim. Gert til að standast kröfur tímans Aðspurður sagði Skúli að breytingarnar á hótelinu kostuðu tugi milljóna króna og sagði hann þær vera nauðsynlegar. „Við erum alltaf að veija einhvetjum millj- ónum króna á ári í endurbætur þótt þær sjáist kannski ekki alltaf. Þetta er hlutur sem verður að gera til að standast kröfur tímans þegar verið er að selja fyrsta flokks vöru og þjón- ustu. Annars drabbast þetta bara niður og einn daginn segir viðskiptavinurinn að þetta sé orðið of sjúskað og hann fari annað. Við erum ekkert á þessum ódýra markaði og höfum hvorki lagt okkur eftir því né viljað það. Ég býð ekki þessum viðskiptavinum sem við erum með upp á þann markað, en þetta er fólk sem í flestum tilfellum er alveg sama hvað það borgar fyrir gistinguna. Langt yfir 90% við- skiptavina okkar er fólk í viðskiptaheiminum og yfir 96% eru útlendingar," sagði Skúli. Reykjavíkurborg- verði í fram- tíðinni laus við ólögleg vímuefni Samstarf við SAA um forvarnir gegn vímuefnaneyslu unglinga Morgunblaðið/Sverrir Samstarf um forvarnir ÞÓRARINN Tyrfingsson, yfirlæknir og formaður SÁÁ, og Árni Sig- fússon borgarsljóri kynna samstarf borgaryfirvalda og SAÁ í barátt- unni við vímuefnáneyslu unglinga. REYKJAVÍKURBORG er ein Evrópuborga sem undirritað hafa yfir- lýsingu um þátttöku í baráttu gegn vímuefnum. Árni Sigfússon borg- arstjóri segir að markmiðið sé að Reykjavík verði í framtíðinni alger- lega laus við ólögleg vímuefni. Þá hafa borgaryfirvöld tekið upp samstarf við SÁÁ um forvarnir gegn vímuefnaneyslu unglinga. Yfirlýsingin var undirrituð af full- trúa Reykjavíkurborgar á ráðstefnu Evrópuborga gegn vímuefnum sem haldin er í Stokkhólmi og sagði Árni að yfirvöld Evrópuborga hefðu vax- andi áhyggjur af neyslu vímuefna. Nú ríði yfir áróðursbylgja í Evrópu- borgum. Þeir sem standi fyrir henni geri lítið úr umgengni við fíkniefni og vilji aukið fijálsræði í meðferð þeirra. „Með undirritun þessarar yfirlýsingar vilja borgirnar sporna við þeirri umræðu og þeim hug- myndum." Borgarstjóri sagði að ákveðið hafi verið að taka upp samstarf við SÁÁ um forvarnir gegn vímuefnaneyslu unglinga auk þess sem nýlega hafi verið samþykkt að veita 400 þús. krónum til verkefnisins Stöðvum barnadrykkju á vegum Vímulausrar æsku og Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vörnum. Minnti hann á að borgin hefði fjármagn til að leggja málefn- inu lið en þekkingu og reynslu væri að finna hjá samtökunum. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir og formaður SÁA, segir að með þessu samkomulagi við Reykjavík- urborg hafi verið ákveðið að auka áherslu á forvarnastarf í samvinnu við aðra og leggja til þess meiri tíma og fjármuni. Kannanir sýni að áfeng- is- og vímuefnanotkun unglinga sé útbreidd. Nær helmingur 14 ára barna noti áfengi og meirihluti þeirra sem eru 15 ára neyta áfengis reglulega. Hefur stjórn SAÁ ákveðið að í haust verði ráðnir tveir starfs- menn til að sjá um upplýsinga- og forvarnastarf. „Við þurfum að kenna unglingunum að segja nei,“ sagði Árni og Þórarinn benti á að vandann þyrfti að nálgast með ýmsum hætti. „En í upphafi verður að setja sér markmið eins og nú hefur verið gert,“ sagði Þórarinn. > \ \ i » I » I i l i \ i I r > \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.