Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 SPURT OG SVARAÐ MORGUNBLAÐIÐ LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Árni Sigfússon borgarstjóri svarar spurningum lesenda Arni Sigfússon borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðs- lista sjálfstæðis- fólks í borgar- stjórnarkosningum, sem fram fara 28. maí næstkomandi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Les- endur Morgun- blaðsins geta hringt til ritsfjórnar blaðs- ins í síma 691100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarsljóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borg- armál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svar- að um borgarmál, ritstjórn Morgun- blaðsins, pósthólf 3040,103 Reykja- vik. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyrj- anda komi fram. , Veiðileyfi Bjarni Valdimarsson, Grettis- götu 54,101 Reykjavík, spyr: „Af hvetju þarf öryrki að fara langan krók að Elliðavatni til að endurnýja veiðileyfi sitt á tveggja daga fresti?“ Svar: Eins og kunnugt er fá öryrkjar, ellilífeyrisþegar og unglingar innan 16 ára aldurs í Reykjavík veiði- leyfí ókeypis í Elliðavatni, sam- kvæmt samkomulagi milli Veiðifé- lags Elliðavatns og Reykjavíkur- borgar. Samkomulagið felur í sér að Reykjavíkurborg greiðir félag- inu fyrir hálfsdags og heilsdags veiðileyfí, sem gefín eru út til þess- ara aðila, en ekki er heimilt að láta sumarveiðileyfí í té á þessum kjörum. Sams konar samkomulag er einnig í gildi milli félagsins og Kópavogsbæjar. Þeim tilmælum verður beint til fulltrúa borgarinn- ar í stjórn veiðifélagsins að leita leiða til að greiða fyrir afgreiðslu leyfa til þeirra sem fá ókeypis veiði- leyfí. Frágangur lóðar Málfríður Vilhjálmsdóttir, Boða- granda 6,107 Reykjavík, spyr: A) Hvernig stendur á því að lóð- in á homi Eiðsgranda ogBoða- granda fær að vera ófrágengin árum saman? B) Hvenær verður gengið frá henni? C) Hvernig verðurgengið frá henni? Svar: í hverfaskipulagi borgarhlutans frá 1991 segir um þesar lóðir: „Eðlilegt er að þessum lóðum verði breytt úr atvinnuhúsnæði í íbúða- og útvistarsvæði, þar sem atvinnu- starfsemi í þessu hverfi er á undan- haldi.“ Á nýendurskoðuðu aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem íbúðareitur og hafa eigendur sýnt áhuga á að unnið verði deiliskipu- lag fyrir útivistarsvæði og íbúðir. Borgaryfírvöld munu fara þess strax á leit við lóðarhafa að frá- gangur á lóð verði nágrönnum ekki til ama, meðan verið er að vinna að málinu. Hundahald Bryndís Jónsdóttir, Arnartanga 15, Mosfellsbæ, spyr: „Hvað ætlar D-listinn aðgera til að bæta aðstöðu hunda og hundaeigenda?" Svar: Ekki er ljóst hvað fyrirspyij- andi, sem býr í Mosfellsbæ, á við með bættri aðstöðu, en sjálfstæð- ismenn í Reykjavík, sem stóðu að því að leyfa takmarkað hundahald í borginni, munu hér eftir sem hingað til leitast við að samræma hagsmuni hundaeigenda og ann- arra borgarbúa þannig að sátt geti ríkt um þetta málefni. Heimtaugar- kostnaður Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sörlaskjóli 92,107 Rveykjavík spyr: „1. í bréfi dags. íjúlí 1992gerði Rafmagnsveita Reykjavíkur sum- arbústaðaeigendum við Hafravatn tilboð varðandi heimtaugarkostnað sem hljóðaði upp á 140.000 krónur án virðisauka. Þetta tilboðgilti til hausts árið 1993. Tilboðið er ámóta og Rarik gerirþessa dagana sínum viðskiptavinum. Spurningin er hvað hafi hækkað svo illilega hjá RR að ekki er unnt að láta sumar- húsaeigendur sitja viðsama borð áfram ogþá sem njóta þess að vera á svæði Rarik. Geta þeirekk- if engið að njóta sömu kjara og boðið var uppá til svo að segja ársloka '93? 2. Nú er framkvæmdum viðfjör- una í Sörlaskjóli lokið. Þegarfram- kvæmdir hófust varflutt á brott róla og önnur leiktæki svo ogfót- boltamörk. Stendur til að setja upp ný fótboltamörk, eða önnurleik- tæki fyrir börn sem þarna búa?“ Svar: 1. Rafmagnsveita Reykjavíkur (RR) tók upp jafnaðarverð á heim- taugum í sumarhús 1. janúar 1992. Það var þá nokkum veginn hið sama og gjaldskrárverð Raf- magnsveitna ríkisins (RARIK), án afsláttar. Sumarhúsaeigendur á ákveðnu þéttbýlissvæði við Hafravatn höfðu hins vegar sótt um rafvæðingu svæðisins um mitt ár 1991. Sann- gjamt þótti að bjóða þeim heim- taugar samkvæmt verði þágildandi gjaldskrár, sem var nokkuð lægra en hið nýjajafnaðarverð. Eins og hjá RARIK þurfa sumarhúsaeig- endur að sækja um heimtaugar og tryggja greiðslu fyrir ákveðinn tíma. Óréttlátt væri gagnvart þeim sem við það standa að víkja frá þeirri reglu fyrir einstaka notend- ur. RR býður ekki tímabundinn af- slátt á verði heimatauga í sum- arhús einsog RARIK hefur gert. (Afslættinum lýkur reyndar á þessu ári). Hins vegar býður RR: • Heimtaugarsemflytjameira rafmagn (erti öflugri). • Heimtaugar án ýmissa skil- yrða, t.d. að byggð sé þétt. • Lægra orkuverð (sem nemur um 19.000 kr. á ári fyrir 10.000 kWh notkun). (Svo geta menn spurt, hvað rétt- læti tímabundinn afslátt RARIK, — og hvers þeir eiga að gjalda sem njóta hans ekki.) Guðbjörgu Guðmundsdóttur er vinsamlega boðið að heimsækja RR og ræða þar við þjónustufull- trúa, ef henni finnst svar þetta ófullnægjandi. 2. Nýr opinn leikvöllur hefur verið gerður á svæði milli Sörla- skjóls og Faxaskjóls, en þar var áður gæsluvöllur, sem búið var að leggja niður. Á þessum leikvelli eru að sjálfsögðu rólur og önnur leik- tæki og er ekki ætlunin að setja slík tæki upp aftur á opna svæð- inu. Fótboltamörk verða sett upp fljótlega á opna svæðið við gatna- mót Faxaskjóls og Ægisíðu, enda talið að svæðið sé nú nógu vel gróið til að þola að þar sé gerður sparkvöllur. ROÐALYKILL - Primula hirsuta ROÐALYKILL (Primula hirsuta) - Primula hirsuta (Prim. rubra) - er úr Auricula-deild- inni. Roðalykill er sannkölluð íjallá- prímúia, hann er ættaður hátt úr hlíð- um Alpafjalla og Pýreneafjalla, þar sem hann er einn algengasti lykillinn. Roðalykill hefur reynst hér bæði harðger og blómvilj- ugur en hann stend- ur gjarnan í fullum heil, stofnstæð og mynda blað- blóma um miðjan maí. Hann er hvirfingu við jörð. Jarðstöngullinn smávaxinn, eða um 10 sm á hæð, er stuttur og lóðréttur og blómin með spaðalega, þykkum, tenntum standa venjulega saman í sveip og límkenndum blöðum. Blómin eða kolli á blaðlausum stöngul- eru mörg saman í þéttum skúfum, enda. Blómin eru tvíkynja og rósrauð með hvítu auga. Roðlyk- regluleg. Krónublöðin eru sam- ill myndar þétta púða, sem stund- vaxin að neðan og mynda eins um eru svo þaktir blómskrúði að konar krónupípu, sem breiðist út varla sést í laufíð. efst og mynda fimm-flipóttan Jurtunum er auðfjölgað með blómkraga. Nær allar prímúlur skiptingu, græðlingum eða sán- eru lítt viðkvæmar fyrir frosti eða ingu. Við sáningu fást þó mjög kulda, enda flestar upprunnar í misjafnir einstaklingar þannig að fjalllendi. Aðalkröfur flestra eru best er að velja vandlega úr ung- stöðugur og jafn raki við ræturn- plöntunum fallegasta einstakling- ar, þótt margar þurfi mjög gott inn og fjölga honum síðan með afrennsli, kalksnauðan jarðveg og skiptingu eða græðlingum. Marg- skýli fyrir brennandi sól. Það síð- ir lyklar ganga töluvert upp úr astnefnda er ekki erfítt fyrir okk- moldinni með árunum. Gott er ur að uppfylla en hér er það helst að hreykja á vorin mold upp að vetrarvætan, bæði jarðraki og þeim en taka þá svo upp á nokk- loftraki sem er prímúlunum erf- urra ára fresti og gróðursetja itt. Heimkynni prímúlanna - eða dýpra. Þá er gott að nota tæki- lyklanna eins og þeir hafa verið færið og hreinsa úr lyklapúðunum kallaðir á íslensku er fyrst og dauðar blaðhvirfíngar og skipta fremst nyrðra tempraða beltið. þeim um leið, annað hvort til að Prímúlubeltið svonefnda liggur eignast sjálfur fleiri lykla eða til frá Kína um Himalayafjöll, Afg- að gefa vinum og kunningjum. anistan og íran til Litlu-Asíu, en Eins og áður er sagt er roðalyk- frá því liggja greinar til Japans illinn prýðilega harðger hér á og Álpafjalla. Nokkrar tegundir landi, þó á hann sér tvo óvini eins eru þó suðrænni, frá N-Afríku, og aðrir lyklar, þar sem eru snigl- Jövu og S-Ameríku og meira að ar og ranabjöllur, um sniglastríð segja vaxa tveir villtir lyklar á hefur áður verið fjallað í Blómi íslandi, Maríulykill og Davíðslyk- vikunnar og hver veit nema rana- ill, sem er friðaður. Lyklunum er bjöllunni verði gerð skil áður en skipt í deildir og sá lykill, sem langt um líður. hér verður fjallað um, Roðalykill PRÍMÚLUÆTT- KVÍSLIN er stór og mikil ættkvísl með liðlega 600 tegund- ir. Innan þessarar ættkvíslar eru fjöl- margar tegundir sem reynst hafa góðar garðplöntur og prímúlur af ýms- um gerðum eru meðal algengustu og vinsælustu garð- blóma. Þessi stóra ættkvísl hefur mörg sameiginleg ein- kenni, blöðin eru BLOM VIKUNNAR 287. þáttur Umsjón Ájjústa Björnsdóttir ggggggg styðjum D-listann María A. Marteinsdóttir snyrti- og fótaaðgerðafræðingur Ólafur Runótfsson húsvörður Stanley Pálsson verkfræðingur Þórdís Kristmundsdóttir prófessor í lyfjafræði Ástvaldur Magnússon fyrrv. skrifststj. Siglingamálastofnunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.