Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR15. MAÍ 1994 B 15 fréttir komast í blaðið. Á þessum fundum er yfirleitt mikil rekistefna meðal ritstjóranna og eru þeir ekki alltaf sáttir við endanlegar ákvarð- anir. Það sem ákveðið er á fyrri fundinum sem haldinn er rétt eftir hádegi getur breyst á kvöldfundin- um ef eitthvað mjög fréttnæmt ger- ist í millitíðinni. Állra síðasti mögu- leiki fyrir blaðamenn til að skila inn fréttum er kl. 21.00 en æskilegt þykir að þær séu komnar mun fyrr. New York, New York ... Á Manhattan eru höfuðstöðvar dagblaðsins The New York Times, sem er það fjórða stærsta í Banda- ríkjunum. Eins og starfsbræðrum þeirra á The Washington Post er þeim meinilla við allar myndatökur innanhúss. Heimsókn þessi var ekki eins gagnleg og á W.P. því okkur var blandað inn í hóp menntaskóla- krakka og allar umræður miðuðust við þau. Eitt af því sem leiðsögu- maðurinn ráðlagði okkur ef við ætl- uðum að leggja blaðamennsku fyrir okkur var að fara í nám í ensku (íslensku), sögu, hagfræði eða stjórnmálafræði sem aðalgrein í háskóla en velja blaðamennsku sem aukagrein því hún væri að stórum hluta handverk sem betra væri að læra á blaðinu í gegnum starfið. Stórblaðið var yfirgefið með litlu meiri vitneskju um starfsemi þess og sögu í farteskinu en við höfðum fyrir. Til að gleðja döpur hjörtu var deginum svo eytt í að skoða í búðar- hillur og matföng á veitingahúsum. Daginn eftir var förinni heitið að einu stærsta sjónvarpskerfi í Banda- ríkjunum, American Broadcasting Corporation (ABC). Höfuðstöðvar þess eru á Manhattan og höfðum við mælt okkur mót við fram- kvæmdastjóra fréttadeildarinnar, Michael að nafni (kallaður Mike). Á skrifstofu hans var allt snyrtilegt og hreinlegt enda sáum við miða á kaffistofunni er bar vitni um hugs- unarháttinn „please keep this area clean so our mouse does not breed into mice“ (Vinsamlegast haldið svæðinu hreinu svo músin okkar verði ekki að músum). Þetta sýnir að menn hugsa fram í tímann á þeim bænum. Mike virtist trúr am- eríska draumnum, að best væri að vinna sig upp því hann fór með okkur beint í kjallarann þar sem fræðslan hófst. ABC-sjónvarpskerfið er einn af þremur risum á Bandaríkjamarkaði (hinir eru NBC og CBS) sem sjá um framleiðslu á mestöllu sjón- varpsefni þar í landi. Kerfin hafa nánast allar tekjur sínar af sölu auglýsinga og öll starfa þau líka á sviði hljóðvarps en þar er mesti vöxt- urinn að sögn gestgjafa okkar. ABC er minnst sjónvarpskerfanna og yngst, stofnað árið 1943. Utsending á efni fer fram í kjall- ara byggingarinnar og þaðan er sent út til svæðisbundinna stöðva víðs vegar um Bandaríkin. Vegna stærðar landsins og tímamismunar er því skipt upp í þijú svæði til að jafna þann mismun: í fyrsta lagi austur-svæðið, öðru lagi Chicago- svæðið, sem er einum tíma á und- an, og ioks Kalifornía og Hawaii sem eru þremur tímum á undan. Tvö síðamefndu svæðin hafa sínar eigin auglýsingar því markaðurinn er ekki sá sami í svo stóm landi. Inn á milli eru svo sett hlé sem svæðisstöðvarnar nota til að setja inn eigin auglýsingar. Öllu þessu er stjómað af 4-6 mönnum. Að- spurðir sögðu þeir að ekki væri neitt sérstaklega mikið stress á þeim en Mike sagði okkur að það væri tvennt sem starf við sjónvarp tryggði mönnum ekki. Annars vegar starfs- öryggi og hins vegar 8-10 tíma svefn. Það er dálítið kaldhæðnislegt að efni sem framleitt er í Kalifomíu er sent til New York og síðan aftur til Kaliforníu þremur tímum seinna. Útsendingin er í steríó en ekki ná allar svæðisbundnu stöðvarnar að senda efnið út áfram með þeim hætti. í Bandaríkjunum era um 750 sjónvarpsstöðvar og af þeim era 235 sambandsstöðvar ÁBC sem sjá um að dreifa efni þeirra ásamt því að framleiða ýmislegt efni sjálfir. Sjón- varp í gegnum kapalkerfi sem hófst árið 1949 en varð algengt upp úr Schwartzenegger útskýrir fyrir þjóninum að hann hafi leýfi eig- andans til að reykja. Reyndar er hann sjálfur einn af þremur eigendum staðarins. 1970, nær í dag til sín sífellt meiri horfun og gerir frétta- og auglýs- ingasjónvarpi lífið virkilega leitt. Þar borga menn í áskrift fyrir að- gang að fleiri rásum tii að velja um og gæði myndarinnar þykja að auki betri en í hinu þráðlausa. Eina skipt- ið í sögunni sem allir horfðu á sama efnið hjá öllum stöðvum í Ameríku var við útför Johns F. Kennedys. Ástæðan var sú að aðeins ein myndavél var á svæðinu fyrir allar stöðvarnar. Stærsta myndver ABC er kallað TV-1 og í því eru fjögur fréttamynd- ver með mismunandi nafngiftum. Það var einu sinni leikhús sem sést til dæmis á því að ljósin eru færð upp og niður með reipum sem hanga á einni vegghliðinni og er ef til vill til marks um að þrátt fyrir víðsýni og framsækni er reynt að halda í eitthvað af því gamla. í öðru mynd- veri er tekinn upp þátturinn „Good morning America" sem hefur verið í nánast óbreyttri mynd síðan 1974 þegar tölva hannaði umhverfi þátt- arins með venjulegt amerískt heim- ili að fyrirmynd. Tölvan var einfald- lega spurð hvað yrði vinsælt sjón- varps- og útvarpsefni og hún gaf uppskrift sem staðist hefur tímans tönn. Bakgrunni þáttarins er breytt fjórum sinnum á ári til að endur- spegla árstíðirnar. Mörgum finnst nafnið frekar breskt en bandarískt enda segir Mike að í þessum bransa steli allir frá öllum og bætir við að munurinn á fréttum og skemmtun í sjónvarpi sé „miklir peningar". í fréttamyndveri er allt smekklegt en einfalt en í þáttum á borð við „Good morning America" er allt mjög íburðarmikið. Að hans mati er ekk- ert nýtt í sjónvarpi heldur fer allt í hringi eins og tískan. Löggu-, lög- fræðinga- og viðtalsþættir hafa allir sést á skjánum nokkrum áratugum áður. Viðtalsþættir með stjórnendur á borð við Oprah Winfrey og Ger- aldo finnast honum undarlegir en samt eru þeir mjög vinsælir og græða á tá og fingri. Hann segir þau í raun ekki hlusta á hvað við- mælendur þeirra segja, til þess era stjórnendurnir of uppteknir af sjálf- um sér. Samkeppnin milli stöðvanna er gífurleg og allir fylgjast vandlega með hvað hinir eru að bralla. í fréttadeildinni fer fram upplýs- ingaöflun og útsending frétta. Rannsóknir gefa til kynna að venju- legur Bandaríkjamaður endist í 24 mínútur fyrir framan fréttatímann án þess að fá leiða og þeir miða útsendinguna við það. Inn í þennan tíma eru ekki teknar auglýsingar svo þessi tími virðist vera svipaður og hjá sjónvarpsstöðvunum hérlend- is. Stjórnherbergi fréttadeildarinnar líkist helst geimskipi hvað tækni- búnað snertir og þaðan er frétta- myndverum stýrt. Aðeins tveir menn þar hafa aðgang að eyra stjómanda kvöldfréttatímans, Pet- ers JenningSj sem í starfi sínu hefur mikil völd. Á sama tíma og Jenn- ings flytur fréttirnar hiustar hann á framleiðanda sem segir honum hvað kemur næst, hverju eigi að sleppa, í hvaða myndavél eigi að horfa o.s.frv. Jennings getur svo sjálfur breytt handritinu ef hann vill, orðalagi og uppröðun og þá verða menn í stjórnherberginu að fylgja honum eftir en ekki öfugt. Ætla má að engir aukvisar komist að sem stjórnendur hjá sjónvarpsris- unum og fyrir hæfni sína setja þeir upp háar launakröfur. Á meðan meðalárstekjur Bandaríkjamanns eru um 30.000 dollarar þiggur Jenn- ings árlega litlar þijár milljónir doll- ara (210 milljónir króna) fyrir frét- taflutning sinn og Dan Rather hjá CBS hefur 2,8 milljónir í árstekjur. Menn sem þéna svo mikið eiga þó ýmislegt á hættu og Jennings hefur til að mynda aldrei viljað láta mynda börn sín opinberlega af ótta við mannrán og reynir að halda þeim utan við alla fjölmiðlaathygli. Síðasta stofnunin sem fjölmiðla- fræðihópurinn heimsótti í þessari ferð voru Sameinuðu þjóðirnar. Þar var okkur tekið með miklum ágæt- um og við frædd á hinum ýmsu þáttum er varða starfsemi og sögu þessarar merku stofnunar. Að lok- inni þessari kynningu vorum við leidd um húsakynni af starfsmanni er var ósmeykur við að ljúka upp dyrum salarkynna sem að öllu jöfnu eru lokuð almenningi og gengum við þannig óhindruð um fundarsal öryggisráðsins og allsheijarþings- ins. Að endingu vorum við þó elt uppi af öryggisvörðum hússins er veittu leiðsögumanni okkar tiltal en sá lét sér það í léttu rúmi liggja og hélt ótrauður með okkur áfram um ranghala Sameinuðu þjóðanna þó ekki væri farið inn á fleiri forboðin svæði. Pílagrímsför okkar um fjölmiðla- flóru vesturheims var mjög fróð- leiksrík og skemmtileg. Sérstaka athygli okkar vakti hversu óhemju miklir fjármunir liggja að baki sum- um þáttum í sjónvarpi vegna um- fangs þeirra og íburðar og að sama skapi há laun margra frétta- og þáttagerðarmanna. Hugurinn leitaði oft á heimaslóðir til samanburðar á fjölmiðlum og sérstaklega fréttatím- um þeirra. Virðist sem fréttir í sjón- varpi í Bandaríkjunum snúist fyrst og fremst um viðburði þar í landi en fjalli lítið um erlenda atburði nema þeir séu í tengslum við amer- íska hagsmuni eða snerti ameríska borgara á einhvern hátt. Fyrirfram höfðu flest okkar gert ráð fyrir að í Ameríku væri einkaframtakinu hampað svo hátt að annað kæmi vart til greina. Það kom því veru- lega á óvart að í landi kapítalismans skuli ríkisstjómin eiga og reka fjöl- miðlastofnanir. í þessu stóra landi rúmast þó öll viðhorf og fjölmiðlum leyfist að halda frarti öllum skoðun- um. Stjórnarskráin leyfir stjórnvöld- um engin afskipti af blöðum eða að hún reyni að hafa áhrif á þau. Eftir á að hyggja má telja eðlilegt að stjórnvöld komi sér upp sérstökum stofnunum til að koma boðskap sín- um á framfæri ef þau telja einkafyr- irtæki ekki sinna því hlutverki af nógu mikilli elju. Við þessa för skýrðust því hugmyndir okkar og skilningur til mikilla muna og tóku á sig raunsannari mynd. Það bætt- ist því í viskubrunninn í pílagríms- förinni til Mekka fjölmiðlaheimsins. Höfundar eru nemar í fjölmiðlafræði við Háskóla Islands: Ari Eyberg, Guðrún Hálfdánardóttir, Hlíf Arnlaugsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Marta Kristín Hreiðarsdóttir, Sindri Skúlason. * ÚTSALA * Hefst mánudaginn 16. maí. Fallegar vörur til heimilisins og í sumarbústaðinn. v ftta v Hverfisgötu 84, sími 13818. Glæsilegasta úrval matarstella á landinu Kristalsglös, hnífapör, gjafavörur. Brúðhjónalistar og gjafakort. oóe/zxV þegar þtí gefitr gjöf Laugavegi 52, sími 91-624244 TILBOÐ ÓSKAST í Ford Bronco U-15 XLT 4x4, árgerð '92 (ekinn 38 þús. mílur), Isuzu Crew Cab DLX 4x4, árgerð '92 (ekinn 12 þús. mílur), Mercury Cougar LS, árgerð '89 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensás- vegi 9, þriðjudaginn 17. maí kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í John Deere veghefil JD 57oA, árgerð '80, Pettybone Mercury gaffallyftara 201 GP rafknúinn 2000 Ibs, árgerð '83 og Sweepster götusóp, árgerð '79. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Blab allra landsmanna! JltotgtttiMtifrifr - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.