Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 117. TBL. 82.ÁRG. Hvalveiðiráðið Féllust á griða- svæðið Puerto Vallarta. Reuter. Alþjóðahvalveiðiráðið sam- þykkti í gærkvöldi á fundi sín- um í Mexíkó tillögu um griða- svæði fýrir hvali í suðurhöfum. Aðeins Japanir greiddu at- kvæði gegn tillögunni. Norð- menn og fleiri bandamenn Japana sátu hjá við atkvæða- grejðsluna. Áður höfðu fulltrúar þriggja ríkja, Frakklands, Mexíkó, og Chile, lagt fram nýja breytingartillögu sem var umhverfisverndarsinnum að skapi og kom jafnframt til móts við kröfur Suður-Amer- íkuríkja, sem var annt um að halda forræði yfir landhelgi sinni. Norðmenn veiða hrefnur Fulltrúi Norðmanna á fund- inum, Karsten Klepsvik, sagði í gær að norska stjórnin hefði ekki breytt stefnu sinni í hval- veiðimálum og gaf til kynna að Norðmenn myndu halda áfram hrefnuveiðum sínum, hvað sem kæmi út úr fundi hvalveiðiráðs. Matvælaskortur í Irak Hung- ursneyð í nánd Baghdad. Reuter. REFSIAÐGERÐIR Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) gegn írakj sem gripið var til vegna innrásar Iraka í Kúveit, hafa lamað landbúnaðarstarfsemi og valdið alvarlegum matvælaskorti í landinu. Er ástandið svo ajvarlegt að hungursneyð blasir við írökum, að sögn fulltrúa stofnana SÞ. Fulltrúi Matvæla- og Iandbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í írak, Amir Abdulla Khalil, sagði í gær að stærstur hluti írösku þjóðarinnar byggi við gífurlegan skort, viðvarandi hungur og land- læga vannæringu. Heilu stéttirnar hefðu verið sviptar tekjum og bjarg- ræðislausum fjölgaði afar hratt. „Fyrstu merki hungursneyðar eru farin að sjást,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu FÁO og Matvælaáætlun- ar SÞ (WFP). Aðstoð nauðsynleg Khalil sagði að ástandið í írak væri mjög alvarlegt og nauðsynlegt að ríki heims kæmu þjóðinni til hjálp- ar. írökum væri heimilt að flytja inn matvæli en vegna viðskiptabannsins gætu þeir ekki flutt út olíu og skorti því peninga til þess að kaupa mat- væli. STOFNAÐ 1913 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hátækni- risaeðlur BRESKA sjónvarpskonan Emma Forbes opnar risa- eðlusýningu í Náttúrusögu- safninu í Lundúnum í gær. Sýningin er afrakstur sam- starfs sérfræðinga á sviði hátækni og náttúruvísinda- manna og sýndar eru eftir- líkingar af risaeðlum sem geta hreyft höfuðin, fæt- urna, halana og klærnar eins og talið er að risaeðlurnar hafi gert áður en þær urðu útdauðar. Vandræðaleg kúvending Reuter Litið er á ákvörðun Clintons sem vandræðalega kúvendingu, enda sagði hann í fyrra að Kínverjar myndu ekki fá bestu viðskiptakjör nema þeir féllust á „almennar og verulegar úrbætur“ í mannrétt- indamálum. í kosningabaráttunni árið 1992 gagnrýndi hann George Bush fyrir að „dekra við“ komm- únistastjórnina í Kína, en hefur síðan framfylgt því sem næst sömu stefnu og forverinn í forseta- embættinu. 180 ríki njóta bestu kjara í við- skiptum við Bandaríkin, þeirra á meðal íran og Líbýa. Þessi ríki fá aðgang að Bandarískum mörkuð- um með lægstu tollum. Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnír tilslökun Kína heldur bestu viðskiptakj örum Washingfton. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að Kínveijar myndu njóta bestu viðskiptakjara áfram þótt kínverska stjórnin hefði ekki gengið að kröfum Bandaríkjastjórnar um að virða mannréttindi. Clinton sagði þó að Bandaríkjastjórn myndi banna innflutning á vopnum og skotfærum frá Kína. Sá innflutningur er aðeins lítill hluti af heildarviðskiptum ríkjanna. „Með tilliti til þess að nokkrar úrbætur hafa verið gerðar þótt öllum kröfum okkar hafi ekki ver- ið fullnægt er vert að spyija: hvernig getum við þokað mann- réttindamálstaðnum áfrarri og hin- um miklu hagsmunum Bandaríkj- anna í Kína?“ sagði Clinton þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. „Ég tel að þessi ákvörðun veiti okkur besta tækifærið til að leggja grunninn að varanlegum úrbótum í mannréttindamálum og tryggja aðra hagsmuni okkar í Kína.“ Forsetinn hyggst einnig skipa nefnd sem fylgjast á með þróun mannréttindamála í Kína. Mann- réttindahreyfingar í Bandaríkjun- um höfðu áður gert lítið úr þeirri hugmynd og telja hana gagns- lausa. Evrópskir utanríkisráðherrar á öryggismálaráðstefnu í París Deilt um leiðir til að afstýra stríði Ölík sjónarmið koma fram um.mikil- vægi varnarbandalaganna í Evrópu París. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópuríkja komu saman í París í gær til að ræða hvernig koma mætti í veg fyrir stríð í álfunni milli þjóða og þjóðarbrota í líkingu við átökin í fyrrverandi lýð- veldum Júgóslavíu og Sovétríkjanna. Á ráðstefnunni komu fram ólík sjónarmið um mikilvægi varnarbandalaga í Evrópu og leið- ir til að afstýra stríðsátökum. Gestgjafmn, Edouard Balladur, forsætisráðherra Frakklands, sem átti hugmyndina að ráðstefnunni, hvatti til „fyrirbyggjandi rikiser- indreksturs“ til að afstýra því að deilur um landamæri og eijur þjóð- arbrota breyttust í striðsátök líkt og í Júgóslavíu fyrrverandi. RÖSE fái æðsta vald Allir voru sammála um það markmið en þegar rætt var hvern- ig leysa ætti deilurnar kom hins vegar upp ágreiningur. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði að Ráð- stefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) ætti að hafa æðsta vald sem „æðstu stjórnmálasam- tök álfunnar“. Klaus Kinkel, utan- ríkisráðherra Þýskaiands, lagði hins vegar áherslu á að ekki mætti skipa öðrum bandalögum á „óæðri bekk“ en RÖSE. ‘'V Edouard Balladur, forsætis- ráðherra Frakídands. Markmiðið með ráðstefnunni er að leggja grunninn að samningum sem ætlunin er að tíu Mið- og Austur-Evrópuríki, sem vilja aðild að Evrópusambandinu, geri sín á milli og við önnur nágrannaríki í Austur-Evrópu til að koma í veg fyrir þjóðernisátök. Tillaga um árlegan fund Balladur og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, birtu sameiginlega grein í Le Monde í tilefni af ráð- stefnunni og lögðu til að efnt yrði til árlegra funda leiðtoga Evrópu- sambandsins og Mið- og Austur- Evrópuríkjanna. Fulltrúar íslands á ráðstefnunni eru Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra í Bonn, sem situr fyrir hönd utanríkisráðherra, Sveinn Björns- son, sendifulltrúi við sendiráðið í París, og Sturla Siguijónsson, sendiráðsritari í utanríkisráðu- neytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.