Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Lýð veldisstofnun á stríðstímum Vegna hemáms og heimsstyrjaldar urðu ís- n lensk stjómvöld að líta til sjónarmiða Breta og Bandaríkjamanna við undirbúning sam- bandsslitanna. Guðni Einarsson hefur kynnt sér skrif sagnfræðinga um þau samskipti. Morgunblaðið/Jón Sen Dátar á Stjórnarráðinu KVIKMYNDATÖKUMENN bandaríska hersins tylltu sér á mæni Stjórnarráðsins til að taka mynd af hátíðarhöldum á 17. júní 1944. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar komu við sögu þegar ís- lendingar undirbjuggu lýðveldisstofnunina. Síðari heimsstyrjöldin hafði mikil áhrif á áform íslend- inga um lýðveldisstofnun. Aðilar sambandslaga- samningsins frá 1918 lentu hvor sínu megin víglínunnar, ísland ** bandamannamegin en Þjóðveijar hersátu Danmörku. Við hernám Þjóðveija í Danmörku 9. apríl 1940 rofnuðu í raun þau tengsl sem bundin voru í sambandslaga- samningnum. Dönum var ókleift að annast utanríkismál þjóðarinn- ar eða landhelgisgæslu við ísland og konungi ófært að gegna skyld- um þjóðhöfðingja. íslensk stjórn- völd ákváðu að ríkisstjórnin tæki við konungsvaldi og utanríkismál- um hinn 10. apríl 1940. Því má ' ■ segja að íslendingar hafi notið sjálfsforræðis og fulls sjálfstæðis í mánuð, eða þar til að Bretar hernámu landið 10. maí 1940. Samkvæmt ákvæðum sam- bandslagasamningsins gátu ís- lendingar farið fram á endurskoð- un hans eftir árslok 1940, en ekki rofið sambandið við Dani einhliða fyrr en þijú ár voru liðin frá því að óskað hefði verið eftir viðræð- um um samninginn. Sambandsrof varð að staðfesta með þjóðarat- kvæðagreiðslu í viðkomandi landi. Þegar árið 1941 gekk í garð voru fijálsar viðræður á milli þjóð- anna óhugsandi vegna striðsins. a Ef farið yrði nákvæmlega eftir ~ ákvæðum sambandslagasamn- ingsins gat stofnun íslensks lýð- veldis því tafíst um ófyrirsjáanleg- an tíma. Hugmyndir um sambandsslit Þau sjónarmið fóru að heyrast árið 1940, meðal annars í hópi þingmanna og víðar, að slíta bæri sambandinu við Dani þegar árið 1941. Þar eð landið var hemumið af Bretum var afstaða þeirra til einhliða sambandsslita könnuð. Sendiherra Breta á íslandi, Char- les Howard Smith, taldi þá að breska stjómin myndi ekki skipta sér af þeim, enda Island sjálfstætt í raun og hefði sendi- fulltrúa í London. Innan bresku ut- anríkisþjón- ustunnar vora þó uppi efasemdir um ágæti ein- hliða sjálfstæðisyfirlýsingar ís- lendinga og talið að Þjóðveijar kynnu að nota hana til áróðurs gegn Bretum í Danmörku. Sendiherrar Dana í Reykjavík og London vora meira og minna úr tengslum við stjómina í Kaup- mannahöfn vegna þess hvemig víglínur lágu. Þeir reyndu að vemda danska hagsmuni og leit- uðu á náðir Breta í því skyni. Fr. *■ le Sage de Fontenay sendiherra Dana í Reykjavík gat ekki haft samband heim án vitneskju Þjóð- veija og ráðfærði sig því við sendi- herra Breta í Reykjavík. Re- ventlow greifi, sendiherra Dana í London, hvatti bresku stjórnina til að sannfæra íslendinga um að ekki væri ráðlegt að slíta sam- bandi við Danmörku fyrr en samn- ingurinn væri útranninn. Tókst honum að sannfæra breska utan- ríkisráðuneytið um að nauðsynlegt væri að halda aftur af Islendingum og að tafarlaus sambandsslit væru lögleysa. Bretar beita áhrifum Breska stjómin sagði sendi- mönnum Dana að hún gæti ekki haft bein afskipti af málinu, enda ekki aðili að samningnum, en bauðst til að reyna að hafa áhrif á íslendinga eftir óopinberum leið- um. I framhaldi af því fékk How- ard Smith sendiherra Breta í Reykjavík fyrirmæli um að reyna að fá íslendinga ofan af því að ganga í berhögg við samband- slagasamninginn og fresta aðgerð- um þar til hann væri útrunninn. Smith ræddi við Hermann Jónas- son forsætisráðherra og Stefán Jóhann Stefánsson utanríkisráð- herra og fleiri íslenska stjómmála- menn. Ráðherrarnir bentu á lög- fræðileg álit um að í raun væri samningurinn fallinn úr gildi því Danmörk væri ekki lengur fijáls og fullvalda. í þessum viðræðum mun Hermann hafa bent á þann möguleika að íslendingar gætu lýst því yfir að þeir teldu samband- slagasamninginn fallinn úr gildi og gefið Dönum kost á viðræðum. Ef þær bæru ekki árangur yrði samningnum sagt upp eftir árslok 1943, eins og samningurinn gerði ráð fyrir. Danir vanhæfir vegna hernáms Bjarni Benediktsson ritaði tíma- ritsgrein 1941 og benti þar meðal annars á að Danir hefðu þá ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart íslendingum um utanríkisþjónustu o g landhelgis- gæslu í tæpt ár. Vitnaði Bjarni í þekkta sérfræð- inga í alþjóðarétti til stuðnings þeim málstað að van- efndir Dana gæfu íslendingum rétt til að rifta samningnum. How- ard Smith sendiherra gerði bresk- um stjórnvöldum grein fyrir rökum Bjama og spurði hvernig hann ætti að bregðast við ef Islendingar riftu sambandslagasamningnum. Honum var sagt að líta á slíkt sem einkamál íslendinga og Dana og að Bretar kærðu sig ekki um að hafa áhrif á sambúð ríkjanna tveggja í framtíðinni. Tilmæli breskra stjórnvalda um að íslendingar færu eftir sam- bandslagasamningnum í einu og öllu höfðu sín áhrif. Bæði Her- mann Jónasson forsætisráðherra og Ólafur Thors lýstu andstöðu sinni gegn tafarlausri riftun sam- bandslagasamningsins í blaða- greinum og drógu í efa að önnur ríki viðurkenndu lýðveldisstofnun undir ríkjandi kringumstæðum. Ályktanir Alþingis Hinn 17. maí 1941 samþykkti Alþingi einum rómi þijár ályktanir sem ríkisstjórnin lagði fram um framtíðaráform í sambandsmál- inu. Byggðust þær á því að Danir hefðu ekki staðið við sinn hluta sambandslagasamningsins. Sú fyrsta fól í sér að Islendingum væri fijálst að slíta sambandinu við Dani þegar þeim þóknaðist, án tillits til ákvæða sambandslag- anna. í annarri var því lýst yfir að lýðveldi yrði stofnað á íslandi um leið og sambandið við Dan- mörku væri aflagt. I þeirri þriðju var því yfirlýst að ríkisstjóri yrði kjörinn þegar í stað til þess að fara með konungsvald, en það hafði verið í höndum ríkisstjórnar- innar frá hernámi Danmerkur. Þjóðveijar reyndu að nota þess- ar ályktanir í áróðursskyni og sagði Berlínarút- varpið að Bretar hefðu neytt ís- lendinga til að slíta sambandinu við Dani. Eins var ijallað um ályktanirnar í norrænum blöð- um. Þar var ekki dregið í efa að íslendingar hefðu rétt til að ijúfa sambandið við Dani í samræmi við samband- slagasáttmálann, en ákvörðunin þótti bera upp á óheppilegum tíma og sýna tilfinningaleysi í garð Dana. Bandaríkjamenn leysa Breta af hólmi Þegar kom fram á árið 1941 tilkynntu Bretar að þeir væra til- neyddir að flytja mestallan herafla sinn frá íslandi og yrði landið óvar- ið nema Bandaríkjamenn kæmu til sögunnar. Málið var rætt á Alþingi og var meirihluti þingsins andvígur umræddri hervernd Bandaríkjamanna. Engu að síður ákvað ríkisstjórnin að Bandaríkja- menn skyldu leysa Breta af hólmi, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Eitt þeirra var að Bretar og Bandaríkjamenn viðurkenndu fullt frelsi og sjálfstæði íslands og beittu áhrifum sínum til að þeir sem undirrituðu væntanlega frið- arsamninga gerðu slíkt hið sama. Afstaða Breta til sambandsslita breyttist eftir að Bandaríkjamenn leystu þá af hólmi og töldu þeir ekki lengur skipta máli hvort ís- lendingar væru í sambandi við Dani eða ekki. Stefnt að lýðveldisstofnun 1942 Vorið 1942 komust sambands- slitin aftur á dagskrá, þegar Ólaf- ur Thors var nýlega orðinn forsæt- isráðherra. Hann sagði að ekki þyrfti lengur að efast um afstöðu Breta og Bandaríkjamanna til sambandsslita og lýðveldisstofn- unar, því bæði ríkin hefðu lýst yfir í júlí 1941 að þau viðurkenndu frelsi og fullveldi Islands. Gerðar voru breytingar á stjórn- arskrá 1942 vegna kjördæma- breytinga. Þess vegna var einnig mögulegt að samþykkja breyting- ar á stjórnarskránni varðandi lýð- veldisstofnun. í kosningabarátt- unni lýstu allir flokkar stuðningi við stofnun lýðveldis og ríkis- stjórnin kvaðst stefna að því að leiða málið til lykta fyrir árslok. Lýsti Ólafur Thors forsætisráð- herra því yfir að Alþingi ætti hik- laust að taka síðasta skrefið í sjálf- stæðismálinu. Kynnti Ólafur fyrir- ætlanir Íslendinga í lýðveldismál- inu fyrir breska sendiherranum. Breskir embættismenn voru sam- mála um að það væri í þágu Breta að ísland væri laust úr samband- inu við Dani að stríðinu loknu og ákváðu því að skipta sér ekki af málinu. íslenska ríkisstjórnin fól Jóni Krabbe í Kaupmannahöfn að kunngjöra Kristjáni konungi og dönsku stjórninni áform íslend- inga um lýðveldisstofnun. Tilmæli frá Bandaríkjunum Sendimenn Dana í Reykjavík og London gerðu enn sem þeir gátu til að hindra sambandsslit. Enn leituðu þeir liðsinnis Breta sem daufheyrðust nú við erindinu. Dönunum varð betur ágengt við Bandaríkjamenn, sem nú voru komnir í sömu stöðu og Bretar vora í 1941. Upptök afskipta Bandaríkjamanna af sambandsla- gamálinu má rekja til skýrslu sem bandaríski sendiherrann í Reykja- vík, Lincoln Mac Veagh, ritaði um mitt sumar 1942. Margt bendir til að aðalheimildarmaður hans hafi verið danski sendiherrann í Reykjavík og er mikið lagt upp úr sjónarmiðum Dana. Tilmælum Bandaríkjastjórnar til ríkisstjórnar íslands var komið á framfæri fyrir milligöngu banda- ríska sendiráðs- ins í Reykjavík 26. júlí 1942. Þá var hér staddur nánasti sam- starfsmaður Ro- osevelts forseta, Harry Hopkins, og var hann feng- inn til að koma tilmælunum á framfæri við Ólaf Thors forsætisráðherra. Banda- ríkjastjórn tók þá afstöðu að mæla með því að sambandsslitum yrði frestað meðal annars vegna þess að hún óttaðist að Þjóðveijar myndu nota sér þau til áróðurs í Danmörku. Ólafur Thors taldi þessi tilmæli koma sér í erfiða stöðu. Þingnefnd hafði þegar gengið frá tillögu til stjórnarskrárbreytingar og sjálfur hafði hann lýst sig fylgjandi lýð- Berlínarútvarpið sagði að Bretar hefðu neytt íslend- inga til að slíta sam- bandinu við Dani Afstaða Breta brejdtist eftir að Bandaríkjamenn komu og leystu þá af hólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.