Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 62
2 MORGUNBLAÐIÐ 62 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Allir voru í sólskinsskapi áttvirtu áheyrendur! ágæti þjóð- kór. Þessi æfing verður að líkind- um sú einasta á þessu sumri hér í útvarpinu. Annað mál er það að þið æfið ykkur sjálf þegar ykkur lystir og syngið í þjóðkór á sam- komum bæði utan húss og innan í allt sumar. Það hefur glatt mig að heyra þegar auglýst hefur verið að sungið yrði í þjóðkór við skemmtanir úti um land. Já, svona á það að vera. Það hressir upp á allar skemmtanir að taka undir. Því miður hef ég ekki getað orðið við tilmælum um að koma á nokkra staði úti um land til að stjórna þjóðkórnum. Ég á ekki alltaf heimangengt og þess vegna verð ég að neita mér um þá ánægju sem það annars veitir mér að stjórna þjóðkórum úti um sveitir landsins. Þó veittist mér sú mikla gleði að stjórna nokkrum lögum á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum. Þannig hljóðar upphaf kynningar sem Páll Isólfsson flutti í útvarpið skömmu eftir lýðveldishátíðina á Þingvöllum. „Þegar hann skrifaði þetta lá mamma banaleguna, þess vegna átti hann ekki heimangengt," Til síðustu stundar ótt- aðist Þuríður Pálsdótt- ir að eitthvað yrði til að koma í veg fyrir lýð- veldisstofnunina. Guð- rún Guðlaugsdóttir ræddi við hana. segir Þuríður söngkona, dóttir Páls. Fyrir framan okkur á sófaborði ligg- ur stór bunki af handskrifuðum blöð- um, kynningum dr. Páls í útvarps- þáttum sem hann var með áður en lýðveldishátíðin gekk í garð. „Ég var sautján ára þann 17. júní 1944 og var á Þingvöllum í rigningunni ásamt Emi Guðmundssyni, sem seinna varð maðurinn minn, en nú er látinn,“ bætir Þuríður við. „Ég var mikið hjá frændfólki mínu á Sjafnargötu, Sigríði Theódórsdótt- ur og hennar systkinum. Mamma var mikið veik, lá á spítala og dó eins og fyrr sagði þetta sumar og pabbi var önnum kafinn maður. Við unga fólkið vorum óskaplega þjóð- emislega sinnuð, með hjarta sem sló fyrir ísland, við gátum ekki beðið eftir því að lýðveldi yrði komið á. Það voru nokkrir sem vildu bíða með þetta út af Dönum, þar sem þeir voru hersetnir af Þjóðveijum, en það vildum við alls ekki hætta á. Við vildum losna, skera á böndin, seinna hef ég hugsað um að sennilega hafi ekki verið hægt að gera þetta öðruvísi, þetta er mál sem ekki er hægt að semja um,“ segir Þuríður. „Þetta var næstum eins og hver önnur kórvilla, við áttum ekki margt sam- eiginlegt með Dönum og þeir voru ekki sérstaklega vinsælir hér, a.m.k. ekki af minni kynslóð. Fram á síð- ustu stund óttaðist ég að eitthvað myndi koma í veg fyrir lýðveldis- stofnunina og auðvitað ætluðum við öll til Þingvalla, það var ekki maður með mönnum sem ekki fór þangað. Ég æfði með pabba í Þjóðkórnum í þættinum Takið undir. Hann var með Takið undir-kór, nokkrar mann- eskjur í útvarpssal og ég var með honum þar um veturinn, en í þetta sinn bætti hann við talsvert mörgu yngra fólki. Á Þingvöllum lét hann suma vera við pallinn þar sem út- varpið var og mikrafónninn, en aðr- ir voru sendir upp í brekkurnar meðal fólksins og látnir syngja þar, ég var ein af þeim. Þetta gerði hann til þess að fá almenning til að syngja með, fólk var margt svo feimið. Ég stóð þarna ásamt manninum mínum tilvonandi í þessari hrikalegu rigningu og söng allt sem átti að syngja og allir horfðu á mig - svo byijaði fólkið í kring að syngja með. Mér þótti þetta erfitt en ég vissi að þetta yrði að gera. Pabbi sagði allt- af: Fólk syngur með þótt það syngi ekki upphátt, það syngur í huganum. Það voru margir af því tagi þarna. Við byijuðum á að syngja sálma og síðan ættjarðarlög. Ein magnaðasta stundin var þegar lýðveldinu var lýst yfir, þá var hringt kirkjuklukk- um. Það hafði verið tekinn upp slátt- ur margra klukkna og sú upptaka var svo send út þarna, það var sterk- ur og magnaður samhljómur. Eftir það sungum við Guð vors lands, sú tilfinning sem greip um sig þá var einstæð. Þennan sama morgun höfðum við farið mörg saman í rútu til Þing- valla frá Fríkirkjuveginum. Við vor- um ekki með tjald með okkur og vorum öll illa skóuð, ég var bara í dragt og venjulegum skóm og ekki með neitt yfir hárinu. Ég var því bæði blaut og köld á Þingvöllum. Orn var sem betur fer í frakka sem Þuríður Pálsdóttir r LAGT af stað 17. júní 1944 frá Fríkirkjuveginum til Þingvalla, í fylgd frændfólksins af Sjafnargötunni. ÞURÍÐUR á Þingvöllum 17. júní 1944 í frakka af manninum sínum tilvonandi. hann lánaði mér, eigi að síður vorum við gegnvot. Halldór Laxness segir í Grikklandsárinu um Emil Thorodd- sen: „Þessi gáfaði duli maður lifði það að semja lagið við þjóðhátíðar- kvæðið Hver á sér fegra föðurland, 19 4 4, og ók til Þíngvalla og hlustaði á flutníng þess í Rigníngunni Miklu á lýðveldisdaginn, varð innkulsa og dó fáum dögum seinna.“ Emil of- kældist þarna, fékk lungnabólgu og dó skömmu síðar. Ég hef aldrei upp- lifað slíkan rigningardag á íslandi, fyrr né síðar. Pabbi var búinn að æfa mörg lög í útvarpinu fyrir hátíðina. Flest lag- anna voru sungin einhvern tíma dagsins. Hann sagði í útvarpsþætt- inum eftir lýðveldishátíðina: „Hafið öll þökk fyrir sönginn á Þingvöllum þennan dag. Mér varð ein ósk, þeg- ar þið sunguð í Fangbrekkunni, hún var sú að mér mætti einhverntíma auðnast að heyra slíkan mannfjöld syngja í sjálfri Almannagjá, því þar er sá rétti staður. Þá mætti stjórna söngnum frá Lögbergi. Þá myndi söngurinn njóta sín stórkostlega undir hinum mikla hamravegg. En hvað bíður síns tíma.“ Þegar fór að líða á kvöldið þurft- um við að bíða eftir rútunum heim. Þá var einhver sem þekkti einhvern sem var með tveggja manna tjald. Þar fengum við að troða okkur inn, ég man að við töldum sautján manns í pínulitlu tveggja manna tjaldi. Þar var einhver með brennivínsflösku, það var í eina skiptið ég sá slíkt á þessari hátíð. En vafalaust hefur sopi úr henni verið vel þeginn af ýmsum, allir voru hraktir og kaldir. Rútan kom ekki fyrr seint og um síðir. Pabbi var mjög ánægður með þennan dag. í kynningunum fyrr- nefndu segir hann: „Veðurskilyrði voru ekki ákjósanleg, eins og öllum er kunnugt. Þess vegna var ekki að vænta að allt gengi alveg eftir áætl- un hvað sönginn snerti. En þó má heita að svo hafi verið og sérstak- lega var söngurinn góður við alþing- ispallinn. Raunar voru ekki öll lögin sungin sem Þjóðkórinn átti að syngja síðar um daginn og smávegis breyt- ingar varð að gera á efnisskránni. En hvað gerði það til? Allir voru í sólskinsskapi, og allir voru glaðir og ánægðir á þessum mikla degi og enginn getur nokkru sinni gleymt honum." Þetta eru orð að sönnu, ég get varla ímyndað mér að slík stemmning eins og ríkti á Þingvöll- um hinn 17. júní 1944 muni skapast aftur.“ ► ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND lýðveldisstofnunarinnar á ís- landi, eins og hátíðarnefndin hét fullu nafni, fékk Stefán Jónsson teiknara í Reykjavík til að hanna hátíðarmerki í tilefni af lýðveldisstofnuninni. Var það að undangenginni sam- keppni þar sem heitið var 2.000 krónum í verðlaun fyrir bestu tillögu, en tillögurnar sem bár- ust þóttu ónothæfar. Teikning- in af merkinu yar síðan send til sendiherra íslands í Was- hington ásamt beiðni um að merkin yrðu gerð í Bandaríkj- unum og honum falið að semja um kaup á þeim og afhend- ingartíma. Merkin komu til landsins með herflugvél 15. júní, alls 25 þúsund talsins. Eftirspurnin eftir hátíðar- merkjunum var svo mikil að hópast var umhverfis sölubörn á götum úti þegar sala hófst og sluppu menn ekki úr þvög- unni fyrr en allt var uppselt. Flugvél dreifði merkjunum til landsbyggðarinnar, auk þess sem farið var með nokkur þús- und merki til Þingvalla til að selja 17. júní, og seldust þau öll á skömmum tíma. ► ÍSLENSKA lýðveldinu barst mikill fjöldi kveðja og heilla- óska, jafnt frá erlendum þjóð- höfðingjum, Islendingum er- lendis og erlendum vinum ís- lands. Meðal annars bárust heillaóskaskeyti frá Franklin D. Roosevelt, forseta Banda- ríkjanna, Cordell Hull, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, Bandaríkjaþingi, Fulgencio Batista, forseta Kúbu, Jorge Unico, forseta Guatemala, Mar- iano Arguello, utanríkisráð- herra Nicaragua, Horacio Chir- iani, utanríkisráðherra Paragu- ay, Charles de Gaulle, hershöfð- ingja og foringja Fijálsra Frakka, Johan Nygárdsvold, forsætisráðherra Noregs, sem þá var hersetið Þjóðveijum, Tryggve Lie, utanríkisráðherra Noregs, Banomi, utanríkisráð- herra Ítalíu, Vilhelmínu Hol- landsdrottningu, lögþingi Fær- eyja, undirritað af Thorstein Petersen, ogpólsku stjórninni. Kristjáni X. Danakonungi voru sendar kveðjur og árnaðaróskir og sendi hann einnig skeyti sem var lesið upp á Þingvöllum við mikinn fögnuð viðstaddra. Af hverju hringja klukkurnar? Líka þeir sem í dag eru á miðj- um aldri eiga sínar minn- ingar frá 17. júní 1944. Ásdís Kvaran lögfræð- ingur var sex ára gömul þegar lýðveldishátíðin var haldin á Þingvöll- um. Hún fór ekki þang- að heldur sat í rigning- arúða úti á gangstétt á hjólinu sínu og var að hjóla. „Einhverra hluta vegna fór ég inn, lík- lega til að leita að litlu systur minni, þá heyrði ég sagt í útvarpinu: „Nú verður tveggja mínútna þögn um land Ásdís. „Ég flýtti mér aftur út til þess að hlusta á þögnina og settist á hjólið. Svo var eins og ég yrði fyrir rafiosti, allt í einu heyrði ég gífurlega klukkna- hringingu frá kirkjun- um í bænum og frá útvarpinu út um gluggana, sem stóðu opnir. Ég æddi inn og kallaði: „Mamma, mamma, klukkurnar hringja, af hveiju hringja klukkurnar?“ Þá svaraði hún: „Það Ásdís Kvaran er verið að hringja inn lýðveldið, Addý mín.“ allt,“ segir Með það fór ég út skýringarlaust og hélt áfram að hjóla í rigningunni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.