Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FOLK MLögreglan í Los Angeles hefur dregið kæru sína til baka á Courtney Love um meinta eiturlyflamisnotkun. Lögreglan gerði rassíu á hót- elherbergi hennar daginn áður en lík Kurts Cobains eiginmanns hennar fannst og samkvæmt yfirlýsingu lög- reglunnar fundust hvorki eit- urlyf í hótelherberginu né í blóði hennar. Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Kurt Cobain í skólanum sem hann útskrifaðist úr í Aberde- en í Washington-fylki. Úr honum verða hæfileikaríkum nemendum í listum veittir námsstyrkir og sjóðnum verður stjórnað af tveimur kennurum sem hvöttu Coba- in mest til dáða. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Jólaplata Kolrössur. Ljósmynd/STEPH Tilflnning Jón Ólafsson stjórnar upptökum með tilþrif- um. Fyrir aftan hann sést Sveinn Kjartansson, hæstráð- andi í hljóðverinu Fílabeins- kjallaranum. SUMARIÐ verður tími mikils hippisks trega, enda eru liðin 25 ár frá því hápunkti hippism- ans var náð. Það er því vel viðeigandi að setja upp Hárið. Þó Hárið hafi áður verið sett upp hér á landi slær uppsetningin að þessu sinni flest út, en til að kynna verkið enn frekar kemur út á plötu tónlistin úr Hárinu á íslensku. Yfirumsjón með þeirri gerð hafði Jón Ólafsson. Jón Ólafsson segir að upptökur hafi gengið að óskum, reyndar betur en hann þorði að vona, „enda mikið álag að vera að taka upp plötu og setja upp söngleik sam- tímis“. Hann segist að vitanlega nýtist vinnan við hvort tveggja að nokkru leyti, ekki síst nýtist þetta söngvurun- um, sem fá aukreitis ýt- arlega æfingu við upp- tökurnar sem nýtist vel á sviðinu síðar. Hárið er langur söng- leikur og Jón segir að valið hafí verið úr til að koma öllu á eina plötu. „A plötunni, verða tólf lög, sem allir þekkja," segir Jón. Hann segist ekki hafa veigrað sér við að breyta til með útsetn- ingu laganna og þannig í raun fært þau nær upp- runalegri útgáfu. „Eg hef verið að hlusta á út- gáfur frá ýmsum tímum og það er búið að þynna Hárið ansi mikið út, til að mynda í kvikmynd- inni. Það er því meira bit í okkar útgáfu og meiri sýra.“ Jón segir að söngvar- arnir séu 12, þar af margir sem ekki hafa unnið í hljóðveri áður, „en ég læt tilfinninguna ráða frekar en fullkomn- unarþrá, sem tengir plöt- una líka miklu betur við það sem fólk á eftir að upplifa á sviðinu." Hipp- ismi Horft til útlanda UNDANFARIÐ hefur vakið nokkra athygli Iag með hljómsveitinni Spoon sem spilað hefur verið í þaula. Það er ekki á hverjum degi sem hljómsveit kemst svo sterkt á blað og það án þess að hafa gcfíð út plötu. Spoon tók á sig núverandi mynd um áramótin, þó sveit- in hafi leikið nokkrum sinnum fyrir áramót með breytilegri mannaskipan. Þegar söngkonan Emiliana Torr- ane gekk til liðs við Spoon small hinsvegar allt saman og sveitin var ekki lengi að koma sér í hljóðver, hvar hún tók upp breiðskífu. Lagið er fyrsta lagið af þeirri plötu, sem enn er óútgefin, því þeir Spoonliðar segjast ekki vera búnir að finna útgefanda. „Platan kemur út, hver svo sem gefur hana út,“ segja þeir ákveðnir, enda segjast þeir þess fullvissir að þeir séu með gott efni í höndunum. Þó platan sé ekki komin út og ekki væntanleg strax, hefur lagið vakið þvílíka athygli á sveitinni að hún hefur nóg að iðja í tónlist: hefur hitað upp fyrir Pláhnetuna víða og þeir félagar segja það góðan skóla að standa fyr- ir framan fólk sem hvorki veit á þeim haus eða sporð og Spoon Allt á ensku. prufukeyra lögin. „Þetta er vitanlega mjög góð auglýsing, en ekki eitthvað sem við viljum gera alla tíð.“ Spoon fiytur allt sitt á ensku og er ekkert að skafa utan af því að það sé einfaldlega vegna þess að hljóm- sveitin horfir til útlanda. „Við viljum nota þessa plötu til að koma okkur á framfæri úti og þá þýðir ekki að syngja á íslensku." Þeim sem hafa hug á að kynna sér Spoon skal svo bent á að sveitin verður á Gauknum 30. júní og 1. og 2. júlí næstkomandi. DÆGURTÓNLIST Af hverju allarþessar safnplötur? Auglýsing og upphitun í TAKT við samdrátt í verslun hefur hljómplötusala dregist saman; um all að fimmtung segja sumir, en það er víst misjafnt milli verslana. í því ljósi er fróðlegt að líta til þess að útgáfan þetta sumar verður síst minni en árið áður, sem bendir til þess að annað hvort telja menn sig vera með pottþéttan söluvarning í höndunum, eða þeir sætta sig við minna en áður. Safnplötur hafa sótt í sig veðrið undanfarin miss- eri og gera enn, enda má segja að slík útgáfa, þar sem menn blanda saman erlend- um lögum og innlend- um, sé ódýr og hefur sýnt sig að selst ágætlega. Þær hafa og þann kost að út- gáfur geta reynt markaðinn fyrir óþekktar íslenskar hljómsveitir til að meta hvort þær séu á setjandi; hvort borgi sig að gefa þær út einar sér. Gott dæmi um það er safnplötur Spors, þar sem vinsæl erlend lög tryggja söluna og hljóm- sveitir eins og Bong, Tweety og Þúsund andlit hafa átt lag og lag þegar þær voru að stíga fyrstu skrefin, og safnplötur Skífunnar þar sem til að mynda Vinir vors og blóma hafa undirbúið jarðveginn fyrir breiðskífu sem kemur út á næstu vik- um og safnplata Japís, Já, takk, þar sem ýmsar sveitir láta í sér heyra, allar ís- lenskar, þar á meðal ný hljómsveit Siggu Beinteins, Nl+. Önnur safnplata með eingöngu íslenskri tónlist er safnplata Smekkleysu, Smekkleysa í hálfa öld, en þar eru fjölmargar nýsveitir, aukinheldur sem aðstand- endur Smekkleysu eiga ýmis lög, til að mynda Unun, sem eftir Árno Motthíasson Samstarf Bong og Bubbleflies. Morgunblaðið/Gulli Stuðboltar Vinir vors og blóma. meðal annars er skipuð Þór Eldon, Kali, sem Einar Örn Benediktsson leikur í, Björk Guðmundsdóttir tók upp sérstaka útgáfu af akkeris- laginu og Einar Melax á lag á plötunni í félagi við Þorra Jóhannsson. Upphitun Vorsafnplötur eru oft auglýsing fyrir hljómsveitir sem hyggja á strandhögg um sumarið, en líka öðrum þræði upphitun fyrir hljóm- sveitir sem hyggja á útgáfu fyrir jól. Þannig stefna Sporliðar á að gefa út plötur með bæði Bong og Tweety fyrir jól. Smekkleysa hefur einnig hug á að gefa út plöt- ur með sveitum af lýðveldis- plötunni, til að mynda Unun, sem stefnir á sína fyrstu breiðskífu fyrir jól, Kolrössu krókríðandi og Bubbleflies. ELLEIM OG KOMBÓIÐ ELLEN Kristjánsdóttir hefur fengist við flestar gerð- ir tónlistar frá því hún skaust í sviðsljósið. Þó hefur orðið bið á því að hún setti saman eigin hijómsveit, en þeirri bið er lokið því væntanlega er hljómsveit með Kombóinu, hljómsveit Ellenar Kristjánsdóttur. Ellen segir það hafa verið draum lengi að setja saman eigin hljómsveit. „Það tókst loks á síðasta ári og við byijuðum að æfa síðasta haust.“ Síðan hefur hljóm- sveitin verið að spila öðru nvoru, kanski ekki eins mikið og vilji var fyrir, enda er það ekki ballhljómsveit og vill ekki vera að sögn Ellenar. Kombóið, sem skipað er auk Ellenar Birgi Baldurssyni trommuleikara, Eðvarð Lár- ussyni gítarleikara og Þórði Högnasyni bassaleikara, náði þegar vel saman að sögn El- lenar, sem segir að strax á fyrstu æfingu hafi eitthvað byijað að gerast _ og fyrsta lagið orðið til. A plötunni verða og lög sem hljómsveitin hefur samið saman eða út- sett, en Ellen segir að lög sem hún hafí átt í fórum sínum séu líka í lagasarpinum og eitt lag eftir Tom Waits. Eins og áður segir hefur Ellen Kristjánsdóttir fengist við flestar gerðir tónlistar, en hún segir að erfitt sé að Iýsa tónlist Kombósins svo Morgunblaðið/Þorkell Kombóið, Ellen Kristjánsdóttir með dóttur sinni, Þórður Högnason, Birgir Baldursson, og Eðvarð Lárusson. vel sé, „líklega má helst kalla þetta létt popp, lágstemmt, en enga froðu, það er heil- mikið að gerast.“ Eftir að hafa sungið lög eftir aðra alla tíð er Ellen að vonum ánægð með að vera farin að syngja eigin lög; „það er svo miklu auð- veldara að syngja eigin lög en annarra, það er mikiu meira spennandi og eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert hingað til“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.