Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 11 Sjópróf vegna Margrétar EA tekin upp að nýju Sjóslysanefnd var meinað að spyija vitni AKUREYRI TIL snarpra orðahnippinga kom milli Kristjáns Guðmundsson- ar, og Þorsteins Más Baldvinssonar að loknum sjóprófunum í gær en Ragnhildur Hjaltadóttir reyndi að bera klæði á vopnin. SJÓPRÓF voru haldin í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær vegna Margrétar EA sem fékk yfir sig brotsjó 24. janúar 1993. Sjópróf höfðu verið haldin í febrúar 1993, en að kröfu Rannsóknarnefndar sjó- slysa voru þau endurupptekin í gær. Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður nefndarinnar, segir að óskað hafi verið eftir upptöku þar sem endurrit frá fyrri sjóprófi hafi leitt í ljós að mjög mikilvægar upplýsingar vant- aði, nauðsynlegar nefndinni til álykt- unar í málinu. „Starfsmanni nefnd- arinnar var t.d. meinað að spyija mikilvægt vitni á sínum tíma,“ segir Ragnhildur. „Hér er um gífurlegt tjón að ræða og eitt alvarlegasta slys þar sem um er að ræða skip sem verða fyrir brotsjó. Þar sem endurrit sjóprófs og önnur gögn veittu ekki nauðsyn- legar upplýsingar um m.a. atburða- rásina, hleðsluna og annað, og starfsmaðurinn fékk ekki að spyija spurninganna, gat nefndin ekki látið hjá líða að óska eftir endurupptöku málsins," segir Ragnhildur, sem sagði að dómari hefði fallist rök nefndarinnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samheija og útgerð- armaður Margrétar EA, kveðst ekki hafa séð ástæðu til endurupptöku sjóprófanna fyrir og hann hafi verið sömu skoðunar eftir að þeim lauk í gær. Hann segir að nefndin verði að svara því sjálf hvers vegna hún sá ástæðu til að óska endurupptöku 600 gaml- ir fótbolta- menn keppa UM 600 fótboltamenn á aldrinum 30 ára og eldri taka þátt í „Polla- móti Þórs og Nýja Bautabúrsins" sem verður haldið í sjötta skipti á Akureyri á morgun og laugar- dag. Þátttökuliðin eru alls 57 talsins, víðs vegar af landinu og er búist við að fjöldi gesta í tengslum við mótið verði um 1.500 manns. Keppt verður í tveimur flokk- um; flokki 30-40 ára, svonefndum „pollaflokki" sem í eru alls 48 lið, og í flokki 40 ára og eldri, alls níu Iið sem kallast „lávarða- deild“. Hver leikur stendur yfir í 24 mínútur og eru leikirnir alls 160 talsins. Keppnin stendur frá föstudagsmorgni til laugardags- kvölds og verður efnt til grill- veislu á föstudagskvöld og kvöld- verðar og skemmtunar í Iþrótta- höllinni í laugardagskvöld. Meðal annars verður kosinn persónu- leiki og skaphundur mótsins og sjá liðin um eigin skemmtiatriði. Gífurlegur áhugi Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- maður íþróttafélagsins Þórs, seg- ir hugmyndina að mótinu hafa vaknað hjá nokkrum gömlum leikmönnum á sínum tíma, og 16 lið hafi komið á fyrsta pollamót- ið. „Fjölgun liða á þessum tíma sýnir vel hvað áhuginn er gífur- legur og þörfin fyrir mót af þess- um toga mikil,“ segir Aðalsteinn. „Þarna eru menn sem kepptu í gamla daga að endurnýja sín kynni og gleðin skín af hveiju andliti.“ Hann segir óhemju mikla vinnu lagða í livert polla- mót en á móti komi töluverður f járhagslegur ávinningur, og sé það orðið stærsta tekjulind fé- lagsins. Mótið sé því komið til að vera. prófa. „Ég held að allt hafi verið mjög eðlilegt af hálfu skipveija í þessu máli, og tel það enn,“ segir Þorsteinn. Rannsakar ekki afbrot Margrét EA varð fyrir miklu sjó- tjóni þegar brotsjór reið yfir skipið 24. janúar 1993. Fylltist brúin af sjó, flestar t'úður í brú þess brotn- uðu, stjórntæki fóru úr sambandi og skipið var stjórnvana um tíma. Nokkrir skipveijar gáfu vitnisburð í gær, m.a. skipstjóri skipsins. „Við höfum lagt á það áherslu að við erum ekki að rannsaka hvort að framið hafi verið afbrot eða hvort að skapast hafi refsiábyrgð eða bóta- ábyrgð, það er ekki okkar hlutverk að gera slíkt. Nefndin rannsakar öryggismálin og reynir að leiða í ljós orsakir þessa óhapps,“ segir Ragn- hildur. Hún kveðst telja að margj, hafi komið fram í sjóprófunum í gær sem nefndin vissi ekki áður og var ekki skráð. Unnið verði úr þeim upplýsingum sem fram komu í gær um leið og endurrit berist nefnd- inni, og sé niðurstöðu að vænta í málinu innan skamms. Morgunblaðið/Rúnar Lávarðar í ham KNATTSPYRNUMENN úr lávarðadeild Þórs á Akureyri jafn- höttuðu járnkarla og sleggjur í gær og settu í sameiningu upp skilti Pollamótsins, þar sem gestir eru boðnir velkomnir. Happdrætti Blindrafélagsins 1994 Dregið var 23. júní Vinningsnúmerin eru: 19475 20393 9944 15966 16445 12372 13841 16508 145 6999 7613 13229 19316 1127 7115 9052 14742 20747 1402 7234 9130 15531 20841 2373 7523 12007 15658 22608 Gagnfræðiskólinn á Akureyri Farandsýn- ing á verkum unglinga FARANDSÝNING á 120 verkum frá myndlistarverkefni barna og unglinga undir heitinu ísland, sækjum það heim, stendur nú yfir í Gagnfræðiskólanum á Ak- ureyri og lýkur 3. júlí. Sýningin var opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík og sóttu um 10 þúsund gestir hana. Frá Ráðhúsi Reykjavíkur fór sýningin til Stykkishólms og kemur þaðan til Akureyrar. Myndimar eru af- rakstur verkefnis sem hrundið var af stað meðal rúmlega 19.500 ungmenna á aldrinum 6-20 ára í 131 skóla, í þeim tilgangi að vekja athygli þátttakenda á nán- asta umhverfi, landi og sögu. Samgöngumálaráðuneytið og Fé- lag íslenskra myndlistarkennara stóðu að verkefninu. Sumartón- leikar hefjast að nýju SUMARTÓNLEIKAR á Norður- landi hefjast í kvöld með tónleik- um í Ólafsfjarðarkirkju, og er þetta áttunda sumarið sem efnt er til tónleikaraðar á Norðurlandi undir þessu heiti. Haldnir verða 16 tónleikar í átta kirkjum á tímabilinu 30. júní til 31. júlí og leika 25 tónlistarmenn, þar af fjórir erlendir gestir frá Eng- landi, Austurríki og Svíþjóð. Margrét Bóasdóttir, sópran, Guðlaugur Viktorsson, tenór, Ragnar Davíðsson, barítón, og Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari, leika á tónleikunum í kvöld. Á morgun koma þau fram í Þóroddsstaðarkirkju í Köldukinn, á laugardag í Reykjahlíðarkirkju og á sunnu- dag í Akureyrarkirkju. Á efnis- skrá tónleikanna verða verk eft- ir Johann Sebastin Bach, Joseph Haydn og íslensk þjóðlög í út- setningum m.a. Ferdinands Reuters og Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Ókeypis aðgangur er að Sumartónleikunum en tek- ið er við fijálsum framlögum þeim til stuðnings. Listasumar ’94 Fimmtudagur 30. júní DJASSKLÚBBUR Karólínu og Listasumars verður opnaður í Deiglunni í kvöld kl. 22 með leik bandaríska gítarleikarans Pouls Weed- ens, sem lék um helgina á djasshátíð á Egilsstöðum. Klúbb- urinn verður starfræktur á fimmtudögum í sumar á sama tíma. Klukkan 20.30 hefst Söngvaka í kirkju Minjasafnsins á Akureyri. Glæsileg raðhús á Akureyri Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. er með í byggingu 16 raðhúsa- íbúðir við Huldugil í Giljahverfi á Akureyri, en það hverfi er verið að byggja upp. í næsta nágrenni verða verslanir, grunnskóli og leikskóli. (búðirnar eru seldar allt frá því að vera tilbúnar undir málningu og upp í það að vera fullPúnar. Stærð íbúða er frá 123 til 140 fm fyrir utan bílskúr en áföst bifreiðageymsla fylgir hverri íbúð. Auk þess er um 20 fm herbergi yfir bílskúr. Hægt er að gera ýmsar breytingar á innra skipulagi íbúða, s.s. stærð herbergja, í samráði við seljanda, sem hefur lítinn eða engan kostnaðarauka í för með sér. íbúðirnar eru afhentar eftir óskum hvers og eins allt frá nokkrum vikum upp í 1 'h ár. Hafið samband og við sýnum ykkur íbúðirnar. Tryggið ykkur vandaða eign á góðu verði. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. Skipagötu 16, 600 Akureyri. Símar 96-12366 og 985-27066. Fax 96-12368 Skrifstofan er opin frá kl. 14-17, mánudaga - föstudaga Sveinn Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri, Bæjarsíðu 5,603 Akureyri sími 96-21589

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.