Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 4
■r 4 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ. Öskubusku- ævintýrið íslenskrar hrossaræktar Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Faðir og sonur Þokka frá Garði GUNNAR BJARNASON fyrrum ráðunautur sagði eitt sinn að hann væri hvort tveggja í senn sonur og faðir Nökkva frá Hólmi og má svo sannarlega heimfæra þau fleygu orð yfir á Jón og Þokka sem hér horfast í augu í túninu heima í Hala. VEL ERU þekktar sögurnar um Öskubusku, Litla ljóta andarungann eða indíánastúlkuna sem kölluð var „Litla ljót“. í þessum hugljúfu sögum gengur söguþráðurinn út á baráttu hins vanmáttuga fyrir viðurkenningu og því að njóta sannmælis fyrir vanvirta og vanmetna hæfileika eða atgervi. Sög- urnar segja frá því þegar lítilmagninn nær sanngjömum markmiðum og hið góða vinnur hið illa. íslenskir hesta- menn hafa síðustu fjórtán árin átt þess kost að fylgjast með „Öskubusku“ ís- lenskrar hrossaræktar feta sig hægt og sígandi upp á toppinn, baráttu sem nær hámarki í dag þegar Jón Karlsson, bóndi í Hala í Djúpárhreppi, tekur við Sleipnisbikarnum, — æðstu viðurkenn- ingu sem veitt er fyrir árangur í rækt- un íslenska hestsins — fyrir stóðhest sinn Þokka frá Garði í Hegranesi. Saga Þokka minnir um margt á ofannefndar sögur og ekki laust við að einnig megi heimfæra hana upp á ameríska draum- inn margfræga. Þokki þótti framan af ekki merkilegur sem kynbótahestur enda má segja að hann hafí farið þymum stráða braut í þann sess sem hann er nú skipar. Jón Friðriksson, hrossabóndi og tamningamaður í Vatns- leysu, var fyrstur til að sýna klárinn í kyn- bótadómi. Það var árið 1980 á héraðssýn- ingu á Vindheimamelum. Þá var hann fjög- urra vetra gamall, aðeins mánaðartaminn auk þess sem Jón kenndi honum fræðin í tvær vikur fyrir sýningu. Fyrir þrábeiðni þáverandi eiganda Þokka og Sigurjóns heitins í Garði segist Jón hafa tekið að sér að sýna hestinn sem hann taldi engan veginn nægilega taminn og ekki tilbúinn fyrir slíkt. Taldi Jón ekki vafa á því að þarna færi gæðingur og setti því það skilyrði að hann fengi að hafa hestinn því í svona hraðtamningu eins og Þokki fékk fyrir fyrsta dóminn var hlaupið yfir margar blaðsíður í byijuninni og taldi hann að fletta þyrfti til baka næsta vetur og byija aftur á byijunarreit. Segja má að Þokki hafi fengið prýðisdóm í sinni fyrstu raun og eiginlega mjög góðan ef mið er tekið af aðstæðum. Fyrir byggingu fékk hann 7,90 og hæfileika 7,73 eða 7,82 sem í dag dugar fjögurra vetra hesti til að komast inn á landsmót. Dómsorðin voru ekki eins góð en þar segir: „Fallegur foli, einkum hálsbygging en afturbygging of grönn. Góðir hæfíleik- ar, þó mjög hæpinn sem stóðhestur." Gat Jón sér þess til að ástæðuna fyrir því að Þokki komst aldrei hátt í einstaklingsdómi megi rekja til þess að hann hafi aldrei feng- ið þá grunnþjálfun og tamningu sem hann þurfti þrátt fyrir ótvíræða eðliskosti. Eftir héraðssýninguna var Þokki seldur Jóni í Hala og þar af leiðandi ekki staðið við fyrir- heitin sem Jóni í Vatnsleysu voru gefín fyrir hérðassýninguna. Ástæðan fyrir því að Jón í Hala kaupir hestinn var sú að hann taldi sig þurfa að fríska upp á stofninn hjá sér og hafði frétt hjá nágranna sínum af jörpum fola sem hafði verið sýndur fyrir norðan og væri nokkuð efnilegur. Svo virtist í upphafi sem örlögin ætluðu að haga því svo til að hann fengi ekki Þokka því rangur foli var send- ur suður. Mistökin uppgötvuðust þó fljót- Iega og sendi Jón mág sinn, Jón M. Gunn- arsson í Mosfellsbæ, norður að skila og sækja. Var Þokki hjá honum um veturinn og næstu árin. Árið eftir er haldið fjórðungsmót á Gadd- staðaflötum og er Þokki sýndur í flokki fímm vetra stóðhesta sem betur hefði ekki verið því klárinn var illa fyrir kallaður, kom ekki vel fyrir. Féll hann um 0,55 í einkunn fyrir byggingu og en bætti sig um 0,22 fyrir hæfileika og fær í aðaleinkunn 7,65 sem var fyrir neðan ættbókarmörk sem var 7,75. í dómsorði segir : „Reistur en háls- djúpur, léttur bolur, fætur ótraustir, snún- ir. Fjölhæfír reiðhestskostir." Hefði nú mátt ætla að eftir þessar hrakfarir hafi geldingartangirnar beðið Þokka en hér kemur til sögunnar þrái og þrautsegja Jóns í Hala sem lætur engan bilbug á sér fínna. Er Þokki geymdur á vetrum í Mosfellsbæ þar sem Jón, mágur Jóns í Hala, notar hann sem reiðhest. Árið 1986 er haldið landsmót á Gadd- staðaflötum og lætur Jón sýna hestinn í forskoðun til að freista þess að koma hon- um inn á mót sem einstaklingi. Ekki geng- ur það eftir en hann fer yfír gömlu ættbók- armörkin og fær loks ættbókarnúmer. Það vekur spurningu hvers vegna hann hlaut ekki númer fjögurra vetra þar sem hann var þá með einkunn til þess. Síðast er Þokki sýndur sem einstaklingur á vorsýningu stóðhestastöðvarinnar 1989. Ekki náði hann fyrstu verðlaunum þá frekar en áður og virtist nú fokið í flest skjól hvað það varðaði. Þegar hér er komið sögu er Jón búinn að fá töluvert af folöldum undan klámum og sér strax breytingu á útliti hrossa sinna miðað við það sem áður hafði verið í stóð- inu. Um þetta leyti er verið að byija með fyrstu trippin í tamningu og virðist útlitið í góðu lagi og er hann því orðinn gallharð- ur á því að nota klárinn áfram enda kom- inn með tröllatrú á honum sem reiðhesta- föður en kannski spurning með kynbóta- gildið enn sem komið er. Fyrstu árin eftir að Þokki kom í Hala var hann nær ein- göngu notaður af Jón en síðar kom að því að nágrannamir fóm að setja eina og eina hryssu undir hann og segist Jón ekkert hafa tekið fyrir greiðann á þeim tíma. Eftir landsmótið ’86 bætist í hóp afkvæ- manna sem tamin eru með hveiju árinu sem líður. Veturinn 1990 eygir Jón mögu- leika á að sýna afkvæmi hans á reiðhallar- sýningu og er skemmst frá því að segja að hún tekst með miklum ágætum, svo vel að Jón fer að leiða hugann að því að af- kvæmasýna klárinn á landsmótinu sem halda átti á Vindheimamelum 1990. Þótti nú mörgum Jón orðinn óhóflega bjartsýnn þótt fram væru komin nokkur efnileg hross undan klárnum. Jón var ekkert á því að gefa sig og með góðra manna hjálp tókst að tryggja klárnum sæti á landsmóti og meira en það, því hann stóð efstur af- kvæmahesta sem kepptu til fyrstu verð- launa. Skaut hann þar aftur fyrir sig ekki ómerkari hestum en Feyki frá Hafsteins- stöðum, Viðari frá Viðvík og Garði frá Litla-Garði. Þótti árangurinn athyglisverð- ur því öll hrossin sem fylgdu honum þá voru frá Hala, flest undan ótömdum og ósýndum hryssum. Ekki var látið hér stað- ar numið á þeim fjórum árum sem liðin eru því Þokki hefur skilað sér hægt og bítandi upp metorðastigann. Vafalaust sýnist sitt hveijum um stöðu Þokka í dag en ef það kerfi (BLUP-ið) sem notað er er í dag svíkur ekki má hiklaust telja Þokka á toppnum á réttum tíma því á undanförnum árum hafa augu manna stöðugt beinst að mikilvægi töltsins í rækt- uninni en það er einmitt sterkasta hlið Þokka í erfðum. Þá er hann ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að í dag er hann orðinn hærri í kynbótamati en faðir hans, Hrafn 802 frá Holtsmúla, sem borið hefur ægihjálm yfír aðra stóðhesta á land- inu. Að vísu stenst hann ekki Hrafni föður sínum snúning hvað varðar stóðhesta í af- kvæmahópnum og á það bæði við um magn og gæði. I dag fer Þokki að líkindum í sína síð- ustu ferð frá Hala þegar hann mætir í verðlaunaafhendingu. Jón hefur sagt að klárinn sé orðinn gamall og hann fari ekki framar í útleigu. Vilji menn halda undir hestinn verði þeir að koma með hryssurnar í Hala. Sitt sýnist sjálfsagt hveijum um veru Þokka á toppnum um þessar mundir en flestir sem spurðir voru töldu hann vel að þessum heiðri kominn. Einn benti á að BLUP-ið væri þannig uppbyggt að það borgaði sig ekki að halda hestum undir hátt dæmdar eða ættstórar hryssur því kerfíð leiðrétti hressilega fyrir löku eða ættlausu hryssunum. Jón sjálfur segir hins- vegar að hann geti fullyrt að varla sé hægt að tala um að hross undan Þokka bregðist hvað varði reiðhestakosti, auðvitað sé þetta ekki allt gæðingar en nánast öll nýtist vel til reiðar. Um þetta verða menn sjálfsagt aldrei fyllilega sammála frekar en svo margt annað í hrossaræktinni en enginn getur neitað því að ferill Þokka á ekki sinn líka í íslenskri ræktunarsögu. Ferill sem byggð- ist á þrautseigju og jafnvel þvermóðsku Jóns í Hala þar sem hann lét hvorki álit ráðunauta né annarra rugla sig í ríminu heldur lét eigin sannfæringu ráða orðum og gerðum. Ferill sem minnir um margt á „ameríska drauminn", drauminn sem rætt- ist til hins ýtrasta! Valdinmr Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.