Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ búnir að gegna skyldu sinni skilyrð- islaust og vera á varðbergi ef hætta steðjaði að.“ Baden-Powell, stofnandi skáta- hreyfingarinnar, var foringi í breska hernum og lávarður. Hans er samt hvarvetna getið sem mikils friðarsinna og bamavinar. í Skáta- bókinni kemur til dæmis fram að Baden-Powell hafi orðið fyrir mikl- um vonbrigðum þegar heimstyijöld- in síðari braust út og haft er eftir hönum: „Það er undir þjóðunum sjálfum komið að tryggja friðinn og þá blessun og heill, sem honum fylgir. Fyrstu sporin eru, að ástunda sannleik og réttlæti, svo velþóknun ríki meðal manna og þjóða í stað öfundar og óvildar. Æskan kemst fljótlega á fullorðinsár. Ég fagna því að skátafélagsskapurinn er orð- in alþjóðahreyfing og bræðralag." Líf og reynsla Baden-Powells er í raun samofín skátastarfinu, enda byggði hann að mestu leyti á eigin reynslu við uppbyggingu skáta- hreyfmgarinnar. Hann hafði trú á keppni, hrósi fyrir vel unnin störf og verðlaunum. í skátastarfi eru þessi viðhorf hans ennþá ríkjandi, eins og glögglega kemur fram í starfsemi Gilwell-skólans, þar sem vinnuflokkarnir fá viðurkenningu fyrir störf sem vel eru unnin. Aðdáun og hrós skiptir máli Séra Árelíus Níelsson skrifaði grein um Baden-Powell í Skátabók- ina og segir meðal annars: „Aðferð- in til að efla þær dyggðir drengj- anna, sem hann óskaði að rækta, var fólgin í aðdáun hans og hrósi, þegar vel gekk og sigrar unnir, hvort heldur var í smáu eða stóru. Verðlaun, sem voru þó alltaf fremur tákn en laun, áttu einnig mikinn þátt í að hvetja til átaka og dugnað- ar.“ Helgi Eiríksson er formaður for- ingjaþjálfunarráðs Bandalags ís- lenskra skáta._ Hann segir að skáta- hreyfingin á íslandi hafi ekki farið varhluta af viðhorfsbreytingum í þjóðfélaginu. Ákveðnar breytingar hafi verið gerðar á umgjörð starfs- ins, en grundvallarþættir sem skátahreyfingin er byggð á, séu enn hinir sömu. „Skátastarf kennir fólki að vinna saman og brjóta niður múra hvers kyns fordóma. Hver skátaflokkur og hver sveit hefur eigin venjur og vinnur sjálfstætt að hinum eiginlegu markmiðum hreyfíngarinnar sem eru falin í skátalögunum." Skátalögin eru: * Skáti segir ávallt satt og stendur við orð sín. * Skáti er traustur félagi og vinur. * Skáti er hæverskur í hugsun- um, orðum og verkum. * Skáti er hlýðinn. * Skáti er glaðvær. * Skáti er öllum hjálpsamur. * Skáti er tillitssamur. * Skáti er nýtinn. * Skáti er snyrtiiegur í umgengni. * Allir skátar eru náttúruvinir. Skátalögin segja heilmikið um vaxtarbrodd starfs og hugsjónar skátahreyfmgarinnar. Hugsjónir alheimsfriðar og bræðralags koma fram í þeim, en í útskýringum í Skátabókinni segir að til að al- heimsfriður komist á og bræðralag ríki í heiminum þurfí samskipti ót- eljandi einstaklinga að vera vinsam- leg og traust. „Þótt skátar hafí aldr- ei sézt áður, heilsast þeir sem bræð- ur í fullri alúð og trausti hver til annars. Berið hvers annars byrðar á þar bezt við.“ Ekki fer á milli mála að þeir sem staddir eru í Gilwell-skólanum við Úlfljótsvatn, eru fullkomlega með- vitaðir um skátalögin. Þeir hafa ekki aðeins lært þau utan að til að þylja upp þegar við á, heldur hafa þeir grafíð dýpra í leit að eiginlegri merkingu þeirra. Góður andi er ríkj- andi og heilbrigði sem því miður er ekki allt of algeng sjón þegar stórir hópar ungs fólks koma sam- an. Þótt einhveijir viðstaddra kunni að gleyma skátalögunum öðru hvoru, jafnvel þótt þeir muni ekki eftir þeim nema endrum og eins, er ljóst að við erum á réttri leið, inn í ennþá betri heim. Sumarið er komið í Valhúsgögn! Vinsælu, sænsku garðhúsgögnin frá KWA eru komin aftur. Gegnvarin fura - gæði í gegn. 15 ára reynsla á íslandi. Mikið úrval áklæða* Yalllúsgögll ÁRMÚLA 8, SÍMI 812275. (© Sw blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 B 9 ■ GJAFA VÖRUVERSLUNIN Karel hefur flutt starfsemi sína frá Laugavegi 13 að Laugavegi 24 (í gamla Fálkahúsið). Verslunin Karel hefur umboð fyrir Iitala-gler- vörur frá Finnlandi, sem margir af þekktustu listamönnum Finnlands hafa unnið fyrir, s.s. Alvar Alto (sem hannaði Norræna húsið) Aino Álto og Tabio Virkala svo að ein- hveijir séu nefndir. Einnig hefur verslunin umboð fyrir önnur heims- þekkt fyrirtæki, A/S Stelton of Danmark-stálvörur, Table de France-postulín og Apart-púða, einnig úrval af nýjum vörum frá Grikklandi og Ítalíu s.s. borðlampa og hnífapör. Verslunin Karel býður upp á brúðkaupsgjafalista og einnig er hægt að kaupa gjafakort. Versl- unin Karel er opin mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14, nema Langan laugardag sem er fyrsti laugardagur í hveijum mánuði, þá er opið til kl. 17. ■ Frá versluninni Karel, f.v.: Vilborg Ragnarsdóttir, Karen Rögn- valdsdóttir, eigandi verslunarinnar, og Sigrún Viktorsdóttir. 3ja dyra 882.000 kr. 5 dyra 932.000 kr. 4 dyra 985.000 kr. HYUmöRI ...tíl fratttííðar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 í tilefni 40 ára afmælis B&L höfum við fengið sendingu af Hyundai Pony með ríkulegum aukabúnaði. Því er óhætt að fullyrða að sambærilegur bíll er vandfundinn á þessu verði. Afmælisútgáfan af Pony er með: • 1,3 lítra og 74 hestafla vél • samlæsingu • styrktarbitum í hurðum • tölvustýrðu útvarpi og segulbandi með 4 hátölurum • lituðu gleri í rúðum • samlitum stuðurum Innifalið í verði: 6 ára ryðvarnarábyrgð og 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Auk þess frír ís í Perlunni fyrir alla farþega bílsins í átta sunnudaga. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.