Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 26
.26 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eva Ólafsdóttir var fædd að Kalmansljörn á Höfnum hinn 9. febrúar 1899. Hún lést á Reykjalundi 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Ketils- son útvegsbóndi á Kalmansljörn, síð- ar Óslandi í Höfn- um og eiginkona hans Steinunn Oddsdóttir, dóttir — séra Odds V. Gísla- sonar frá Stað í Grindavík. Systkini Evu eru nú öll látin, en þau voru; Sigurður kaupmaður í Reykjavík, Anna sem dó ung, Anna sem dó fullt- íða úr berklum, Ketill, bóndi og vörubílsljóri í Höfnum, og Oddur, yfirlæknir á Reykja- lundi og alþingismaður. Enn- fremur ólu þau Steinunn og Ólafur upp þijú fósturbörn, HÚN EVA frænka úr Höfnum var af aldamótakynslóðinni, Suðurnesja- maður í húð og hár. Hún ólst upp á mannmörgu heimili og lærði _ snemma að vinna hörðum höndum við bústörf, fiskverkun og heimilis- störf. Hún fylgdi öldinni og kynntist öllum hliðum mannlífs og atvinnu- vega. Ellefu ára gömul spilaði hún fyrst við messu í Kirkjuvogskirkju, tók síðar við af föður sínum sem organ- isti og var það um áratuga skeið. Vafalaust hafa skipskaðar, björgun hraktra sjómanna og umönnun þeirra sett mark sitt á unga stúlku, sem síðar sýndi öllum mikla alúð og umhyggju og gerði öllum jafnt til. *”> Eva giftist ekki og eignaðist ekki börn en fóstursystkinum sínum, þeim Hauki og Stellu gekk hún sem næst í móðurstað og átti ríkan þátt í uppeldi okkar systkinanna. A erilsömu heimili foreldra okkar var mjög gestkvæmt og í mörg horn að líta. Þá var Eva stoð og stytta mömmu, stóð í eldhúsinu, tók á móti þreyttum og svöngum og greiddi úr ýmsum vanda. Hún hafði einstakt lag á að ræða við börn og unglinga. Eitt sinn spurði barn í hverfinu móður sína: „Mamma, af hveiju eigum við enga Evu?“ Eva las fyrir okkur á kvöldin og Steinunni Óskars- dóttur Haight, dótt- urdóttur sína, sem býr í Flórída, Evu Magnúsdóttur, sem er látin og Hauk Bergsson, vélvirkja í Reykjavík. Eva Ólafsdóttir bjó í foreldrahúsum á Óslandi og rak verslun í Höfnum. Einn vetur sat hún í Kvennaskólanum í Reykjavík og átti hún þaðan kærar minningar. Hún hugsaði um foreldra sína í elli þeirra. Steinunn, móðir hennar lifði mann sinn í tíu ár en árið 1955 fluttust þær mæðgur á heimili Odds yfirlæknis á Rey- kjalundi og Ragnheiðar eigin- konu hans. Eva gerðist siðan hjálparhella á heimilinu. Útför hennar fer fram frá Kirkju- vogskirkju í Höfnum í dag. hjálpaði okkur við skólanámið svo ötullega að fjölskylduvinur spurði hana á vorin að loknum prófum hjá okkur: „Jæja, Eva mín, hvað fékkstu nú í prófunum?" Eva hélt góðu sambandi við ætt- ingja sína í Kanada og fór þangað eitt sinn að heimsækja móðursystk- ihi sín og frændfólk. Þar sópaði að henni á þjóðbúningnum og var henni alls staðar fagnað innilega. Eva minntist ætíð þeirrar ferðar með ánægju. Eva eignaðist marga kunningja og vini á Reykjalundi og mörgum vistmanninum veitti hún huggunar- orð og uppörvun. Síðustu ellefu árin dvaldi hún þar sjálf sem vistmaður. Viljum við færa öllu starfsliði Reykjalundar alúðarþakkir fyrir alla þá umönnun og hlýju sem Eva naut. Að lokum þökkum við systkinin og fjölskyldur okkar Evu frænku fyrir hið ómetanlega veganesti sem hún gaf okkur á langri og farsælli ævi. Móðir okkar, Ragnheiður Jó- hannesdóttir, kveður mágkonu sína með þökk fyrir langa og góða sam- fyigd. Guð blessi minningu Evu Ólafs- dóttur. Fyrir hönd systkinanna frá Reykjalundi, Ólafur Hergill Oddsson. Laugardaginn 16. júlí var flaggað í hálfa stöng á Reykjalundi. Föður- s_ystir mín , Eva Olafsdóttir frá Oslandi í Höfnum, var látin. Eva hafði dvalið mörg undanfarin ár á Reykjalundi, sem er merk stofnun sem bróðir hennar Oddur hafði, ásamt öðrum merkum mönnum, byggt upp af miklum stórhug og ósérhlífni. Eva naut, sem aðrir vist- menn á Reykjalundi, bestu aðhlynn- ingar og kærleika, sem er svo ró- maður þar. Ekki er langt síðan nánustu ætt- ingjar samfögnuðu henni á 95 ára afmælisdegi hennar og var hún þá sæmilega hress. Áður fyrr var Eva húsfreyja á Óslandi í Höfnum, en foreldrar hennar, Ólafur Ketilsson, hrepp- stjóri og útvegsbóndi og Steinunn Oddsdóttir, dóttir séra Odds V. Gíslasonar, voru orðin heilsutæp. Eva var hörkudugleg og mjög stjórnsöm og gustaði af henni er hún sendi mig eða aðrar í hinar og þessar sendiferðir, en mikill gesta- gangur var á heimilinu og í mörgu að snúast, enda sá Eva ávallt um að gestir hefðu nóg. Eva var Iengi organisti í Hafna- kirkju og söng ávallt með. Á Ós- landi var éinnig orgel og spiluðu á það bæði afi og Eva. Ekki man ég eftir því að þún hafi gengið í tón- listarskóla. Ég held hún hafi haft þessa sérgáfu í sér. Systkini hennar, sem öll eru látin, voru þrír bræður, Sigurður, Ketill og Oddur, og tvær systur er báðar hétu Anna, en önnur þeirra lést á fyrsta aldursári. Eftir lát foreldra sinna dvaldi Eva árum saman á heimili Odds bróður síns og Ragnheiðar og var þar geysi- leg hjálparhella, því heimilið var stórt og eins og á Óslandi var mik- ill gestagangur á því. Eva var mjög frændrækin og hafði alla tíð gott samband við fjöl- skyldu mína og reyndist móður minni góður félagi og vinur. Sátu þær oft tímunum saman yfir kaffi- bolla og ræddu um lífið og tilveruna og gamla daga. Ef veikindi steðjuðu að í fjölskyidu minni, var Eva ávallt mætt til að veita andlegan stuðning hvort sem það var heima eða á spít- ala. Umhyggja hennar og kærleikur voru aðdáunarverð og mættu marg- ir læra af slíkum mannkærleik. Evu vil ég þakka þann vinarhug sem hún sýndi mér og minni ljöl- skyldu. Blessuð sé minning hennar. Vilhjálmur K. Sigurðsson. Eva frænka eins og hún var alltaf kölluð var ein af þeim sem tók vellíð- an og hamingju annarra fram yfir sína eigin. Hún giftist aldrei, en helgaði líf sitt foreldrum sínum, systkinum og þeirra börnum. Eva bjó hjá afa og ömmu á Reykjalundi og okkur barnabörnum þeirra var hún einstaklega góð og ein af sterku stoðunum í tilveru æskuáranna. Hún hafði hlýjan faðm sem alltaf var gott að koma í og mjúka hönd sem þurrkaði tár af bústnum kinn- um. Hún kunni ógrynni sagna og ævintýra sem hún stytti okkur stundir með og ef við vorum óþekk var gripið til sögunnar um hann Skæring lögregluþjón sem okkur stóð stuggur af og vildum alls ekki fá í heimsókn. En það nálgaðist þó töfrabrögð þegar hún setti fram neðri góminn. Eva kenndi mér að fara með bænirnar og seinna að lesa. Ein af fyrstu bænunum sem hún kenndi mér var: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H.P.) En Eva og afi voru ættuð úr Höfnunum og fannst mér það afar merkilegt pláss. Því varð mér ekki ljóst fyrr en undir fermingu að síð- asta línan í bæninni var alls ekki: „svo allir syndi í Hafnir“. Eva fór oft að heimsækja Kedda bróður sinn í Höfnunum og einu sinni var ég þar með henni í nokkra daga. Ég var ekki gömul, en ég fann hve sterkum böndum hún var tengd staðnum og fólkinu þar. Síðustu árin átti Éva við heilsu- leysi að stríða og naut hún þá góðr- ar umönnunar á Reykjalundi. Nú þegar ég kveð Evu, frænku mína og nöfnu, er mér efst í huga gleði og þakklæti fyrir að hafa notið ástúðar hennar og leiðsagnar í gegn- um bernskuárin. Eva Þengilsdóttir. Kveðja frá SÍBS og Reykjalundi SÍBS var stofnað árið 1938 og gekk Eva strax til liðs við starfsemi sambandsins. Hún var þar í hópi mikils áhuga- og athafnafólks sem vann ótrautt hörðum höndum við að ná settum markmiðum. Eitt þeirra var stofnun Reykjalundar og því ánægjulega marki var náð fyrir nú tæpum 50 árum því að starfsem- EVA ÓLAFSDÓTTIR t Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR NIKULÁSSON, Grensásvegi 56, andaðist þann 20. júlí. Margrét Ingimundardóttir og aðrir aðstandendur. t Systir mín, GUNNÞÓRUNN HANNESDÓTTIR, áður Bólstaðarhlíð 42, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt fimmtudagsins 21. júlf. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Hannesson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Oddsstöðum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. júlí kl. 14.00. Ingibjörg Rains, Russell Rains, Sigurjón Einarsson, Þóra Marinósdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir, Hallgrfmur Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, GUÐNÝ HELGADÓTTIR, Hvassaleiti 30, lést 20. júlí. Kristjana Brynjólfsdóttir, Anna Brynjólfsdóttir, Helga Brynjólfsdóttir, Birgir Brynjólfsson. Faðir okkar, ÁRNIÞÓRÐARSON frá Flesjustöðum, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14.00. Börnin. t Sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, BRYNJÓLFUR ÁRNASON, andaðist á sjúkrahúsi í Svíþjóð aðfaranótt 20. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Stefánsdóttir, Árni Guðmundsson, Guðmundur Árnason, Júlíana Árnadóttir, Lára Hrönn Árnadóttir, Ari Jónsson, Sigríður Árnadóttir, Kenneth Clarke, Haraldur Árnason, Árni Árnason, Aðalheiður l'ris Hjaltadóttir og frændsystkini. in á Reykjalundi hófst 1. febrúar 1945. Evu var málið skylt eins og svo mörgum öðrum íslendingum á þeim árum þegar það snerist um berkla- veikina. Hún var eitt sex barna hjónanna Steinunnar Oddsdóttur og Olafs Ketilssonar sem bjuggu á Kalmannstjörn í Höfnum en reistu síðar nýbýlið Ósland í sömu byggð. Systur Evu, Anna, lést fulltíða úr berklum og bróðir hennar, Oddur, sem síðar varð yfirlæknir á Reykja- lundi og enn síðar alþingismaður, veiktist af berklum á skólaárum sínum en náði yfirhöndinni yfir sjúkdómnum að lokum, íslenskri þjóð til mikils láns og gæfu eins og seinna kom í ljós. Eva þekkti því vel öll þau vanda- mál og alla þá harrria sem berkla- veikinni fylgdu á þeim árum. Sjálf veiktist hún ekki en einmitt af þeirri ástæðu taldi hún sér skylt, og raun- ar ekki síður ljúft, að styðja mál- staðinn og veita styrk þeim sem á þurftu að halda. Snemma á ferli SÍBS var komið upp trúnaðarmannakerfi innan sambandsins. Þegar SÍBS var tíu ára voru þessir trúnaðarmenn 110 að tölu og höfðu það verkefni m.a. að safna fé til starfseminnar þar. Eva var ein í þessum hópi trúnaðar- manna frá upphafi og voru Hafnirn- ar umdæmi hennar og bjó hún á Óslandi. í tímariti SIBS, Reykja- lundi, sem gefíð var út í tilefni af tíu ára afmælinu 1948 er m.a. að finna myndir af fjöldamörgum þess- ara trúnaðarmanna og byrjar „ser- ían“ með mynd af Evu ungri. Marg- ir þessara trúnaðarmanna SÍBS urðu síðar umboðsmenn Vöruhapp- drættis SÍBS. Eva bjó á Óslandi með foreldrum sinum og síðar með móður sinni eftir að faðir hennar lést árið 1947. Á 6. áratugnum fluttu þær mæðgur á heimili Odds og Ragnheiðar á Reykjalundi og átti Eva síðan bú- setu sína hjá þeim þar til hún lagð- ist inn á Reykjalund fyrir rúmum tíu árum vegna ýmislegrar elli- kramar. Trú uppruna sínum átti Eva hins vegar alla tíð lögheimili sitt á Óslandi í Höfnum. Árin sem Eva bjó á heimili bróð- ur síns og mágkonu á Reykjalundi hafði hún margvísleg bein og óbein afskipti af starfseminni þar. Á þeim árum þegar einvörðungu berkla- sjúklingar dvöldu á Reykjalundi þekkti hún marga þeirra frá því áður, öðrum kynntist hún eft,ir að þeir komu á Reykjalund. Með hressileika sínum stappaði hún stál- innu í suma, öðrum veitti hún hugg- un með innsæi sínu og skilningi á mannlegum vanda. Evar var lengi organisti í Höfnum og oft var hún kvödd að hljóðfærinu á Reykjalundi, bæði að orgeli við kirkjulegar athafnir og til að spila undir á flygilinn þegar fólk kom saman til fagnaðar og vildi syngja. Eva var með afbrigðum málhress kona og óþreytandi að fylgjast með mannlífi og framgangi mála. Hún spurði ávallt frétta og almæltra tið- inda. Mannkosti sína bar Eva með reisn og sparn vel fótum við fylgi- kvillum hækkandi aldurs allt þar til á síðustu mánuðum að Elli kerl- ing hafði betur eins og raunar ávallt á sér stað þegar árin verða eins mörg og æviár Evu. Þegar ég kynntist Evu fyrir rúm- um þijátíu árum á Reykjalundi áskotnaðist mér nýtt hlutverk, ljúft og létt. Eva og móðir mín voru saman kaupakonur á Rangárvöllum eitt sumar fyrir um 75 árum, báðar þá ungar stúlkur. Enda þótt sam- gangur þeirra síðar yrði ekki mikill vissu þær báðar allvel um hagi hinn- ar. Hlutverk mitt var fólgið í því að bera fregnir og kveðjur á milli þeirra á meðan báðum entist hugar- heilsan til slíks. „Ég bið kærlega að heilsa henni mömmu þinni,“ sagði Eva við mig oftar en tölu verður á komið. „Gleymdu ekki að skila kveðju til Évu,“ var sagt á hinum bænum. Ég þakka fyrir hönd SÍBS og fólksins á Reykjalundi fyrir elsku- legt framlag Evu um langan aldur til málefnisins og starfseminnar. Haukur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.