Morgunblaðið - 20.08.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 C 3 lag var hálf teiknimyndalegu fólkið komið fyrir, og það er líka alveg eins og það á að vera, hvorki er gert lítið úr lögreglunni eða útlag- arnir upphafðir. Það er engin illska eða spilling sjáanleg í opnum, skeggjuðum og oft mjög ungum andlitum lögregluþjónanna. Sýningargestir eyða góðum tíma í að skoða og kynna sér þessa sönnu sögu sem tapar engu í með- förum Sidney Nolans. í þessum málverkum er hann í senn skáld, sagnfræðingur og leikritahöfundur. Þegar myndirnar voru sýndar fyrst, í Melbourne 1948, setti Nolan upp með þeim stutta texta sem standa fyrir hinn sögulega bakgrunn, texta sem hann tók úr hinni viðamiklu opinberu skýrslu lögreglunnar um atburðarásina, úr dagblöðum þess tíma, og nákvæmri ævisögu Kellys. Þessir textar hafa fylgt myndunum síðan, að auki hefur verið bætt við hugleiðingum Nolans sjálfs sem skráðar voru eftir honum rétt fyrir dauða hans fyrir nokkrum árum. Umhverfis aðalpersónuna byggði Nolan frásögn þar sem hann velti fyrir sér ofbeldi, ást, uppátækum, völdum og ábyrgð einstaklingsins. Inn (þetta óf hann þráð úr sjálfsaevi- sögu og persónulegum symbol- isma, en meira áberandi er þó, eins og fyrr getur, meðhöndlun hans á landslaginu, rannsókn hans á ástr- ölskum óbyggðum, Ijósi og rými. Nolan nær fullkomlega að mynd- gera þá kyrrð og þögn sem er sam- ferða útlaganum. Og einnig að sýna kraft kúlunnar sem fellir mannaveið- arann af hesti sínum. Þetta er frá- saganraleg myndlist sem gengur jafn vel upp í nærmyndum og víðum senum, hvort sem Nolan er að sýna víðáttumikið landslagið fyrir norðan Melbourne eða hinn dæmigerða ástralska smábæ sem Kelly og menn hans höfðu gert sig útlæga frá að eilífu. Þannig er heill heimur af fínlegri skynjun í myndum eins og þeirri þar sem Fitzpatrick lög- regluþjónn gerir hosur sínr grænar fyrir Kate Kelly í setustofunni. Það er þar sem Ned séstfyrst, í gegnum gluggan með byssu í hendi, og at- burðarásin hefst. Þessi málverk Sidneys Nolan eru eins fersk, sterk og heillandi og þau voru fyrir 50 árum. Gagnrýnendur segja að nálægð sé lykilorðið, hvert smáatriði er rétt og sérhvert atvik virðist satt í þessum myndum, þar sem hrífandi örlagasaga er sett upp, í einni senu eftir aðra, og leið- ir að átakanlegum endalokum. Sagan af Ned Kelly hefur skír- skotanir og tengingar sem ná langt út fyrir Ástralíu. Þetta getur verið stutt saga af atburðum sem gerð- ust langt í burtu og fyrir löngu, en einhversstaðar í goðsagnaheimin- um er alltaf og verður pláss fyrir einn Ned Kelly til. Eða eins og Sidn- ey Nolan sagði: „Kelly var ekki hálf- ur glæpamaður og hálfur uppreisn- armaður, hann var uppreisnar- umbótasinni. Það er ástæðan fyrir því að hann komst inn í tungumálið - hann gerði eitthvað fyrir heiminn." Einar Falur Ingólfsson FRIEDRICH HANDEL L EFTIR GEORG óstytt. í Bretlandi þar sem verkið sé helst flutt sé til hefð í styttingum en sér hafi fundist synd að sleppa einhverju og í raun mætti ekkert vanta. Allar aríurnar séu partur af sögu, því sem þurfi að segja, og áhugvert sé að kynnast perlum sem maður hafi aldrei heyrt. Hörður segir að lokum að í Sál sé verið að fjalla um nákvæmlega sömu tilfinningar og við séum að berjast við rétt fyrir aldamótin 2000. Ytri ramminn sé átök tveggja þjóð- flokka en þungamiðjan snúist um persónuleg átök, og tilfinningar eins og öfund og trygglyndi, ást og hat- ur. Mjög skýr skil séu á milli per- sóna. Hándel noti Davíð sem tákn fyri allar dyggðir á meðan Sál sé persónugervingur öfundarinnar. Eitt af mikilvægustu verkum Hándels Aðspurður um hvers vegna óra- tórían Sál hafi orðið fyrir valinu seg- ir Andreas Schmidt að hann hafi viljað flytja eitthvað af verkum Hándels. í fyrstu hafi Messías orðið fyrir valinu en hann hafi hætt við þá óratóríu af því að of margar uppfærslur á henni væru í gangi. Hándel hafi skrifað svo mörg verk sem væru þess virði að vera sett upp og eitt af þeim væri Sál. Andreas bætir við að hann hafi sungið Sál nokkr- um sinnum þann- ig að hann hafi vitað að óratórían væri þess virði að flytja. Að sögn Andreas er aðal- munurinn á Messías og Sál að í síðarnefndu óratóriunni er tónlistin notuð til þess að lýsa ólíkum persónum og þróun þeirra. í Sál er sögð heil- steypt saga og áherslan á skýra persónusköpun. Honum finnst mjög áhugavert hvernig tónlistin er notuð til að gera ólík skapbrigði persónanna greinileg. Andreas seg- ir að Sál síni aðrar hliðar á Hándel sem tónskáldi en Messías og spennandi sé að sjá skáldið í nýju Ijósi. Andreas segist skilja mjög vel að fólki finnist þægilegt að hlusta á verk sem það þekki. Tónlistarfólk velji einnig oft best þekktu verkin til flutnings frekar en að takast á við ný yerk. Það sé hins vegar nauð- synlegt að kynnast fleiri verkum. Svo mörg verk séu til og Hándel sé t.d. mun fjölbreyttara tónskáld en hinn almenni áheyrandi geri sér grein fyrir. Hann væri best þekktur í Bretlandi þar sem öll verk hans væru flutt með vissu millibili. Andreas segir að hann hafi mjög góða reynslu af því að syngja með Mótettukórnum og hann viti að kór- inn geti aðlagað sig að hvaða tón- list sem er. Hann voni að íslenskir áheyrendur vilji kynnast Sál af eigin raun. Óratórían sé mjög dramatískt og spennandi verk, og hann sé full- viss um að hún sé eitt af mikilvæg- ustu verkum Hándels. Davíð - draumahlutverkið Hrafnhildur Guðmundsdóttir syngur Davíð, eitt af fimm stærstu hlutverkunum í óratóríunni Sál. Það fyrsta sem blaðamaður ynnir hana eftir er hvort hlutverkið sé vanalega sungið af konu. Hún svarar því til að Hándel hafi haft ákveðna mezzo- sópransöngkonu í huga þegar hann hafi skrifað hlut- verkið. Hún hafi ekki getað tekið þátt í fyrstu upp- færslunni í janúar 1739 og því hafi karlmaður frum- flutt hlutverkið. Nú séu kontrate- nórar í tísku og þeir oft fengnir til að syngja hlut- verk Davíðs. En í óperum sé það algengt að mezzosópran fari með hlutverk ungra drengja. Hrafnhildur segir að hún hafi ekki þekkt þessa óratróríu Hándels þeg- ar fyrst var talað um að setja hana upp. Hún hafi þó þekkt Biblíusög- una um Davíð og Golíat og það hafi hjálpað til. Hún hafi fengið nót- urnar í hendurnar í byrjun sumars og æfingar með Herði hafi hafist upp úr verslunarmannahelgi. Hrafnhildi finnst frábært að fá að túlka Davíð. Hún segir að hann sé stórkostlegt draumahlutverk fyrir sig. Tónlistin í verkinu sé áhrifamikil og takist á við mannlegar tilfinning- ar. Hún bætir við að það sé ævin- týri að fá að syngja á móti Andreas Schmidt, sem syngur Sál. Reyndar séu allir einsöngvararnir meiriháttar. Hrafnhildur segir að lokum að uppfærslan á Sál sé skemmtileg- asta verkefni sem hún hafi tekið þátt í og það séu forréttindi að vinna með Herði og Mótettukórnum. Hún telur að enginn verði svikinn sem komi á tónleikana tvenna. Aðtakastávið óþekkt verk Þýski orgelleikarinn, Hannfried Lucke, er mjög hrifinn af landi og þjóð. Að sögn hans kom hann hing- að í fyrsta skipti á síðasta ári og heillaðist af landinu. Honum finnst menningarlíf á íslandi ótrúlega ríkt og áhugi almennings á listviðburð- um mikill. Hann bendir á að hann búi nú í fjárhagslega velstöndugu ríki, Liechtenstein, en það sé ekki eins ríkt af menningu og ísland. Hér sé kannsk.i ekki eins mikið af pen- ingum en íslendingar hafi sín eigin þjóðareinkenni og í þau þrjú skipti sem hann hafi komið hingað hafi hann kynnst mjög háum gæðakröf- um íslenskra tónlistarmanna. Hannfried finnst Hörður Áskelsson aðdáunarverður. Hann viti hvað hann vilji og stjórni áhugamannakór sem sé jafngóður og bestu atvinnu- kórar. Þetta er í annað sinn sem Hannfried kemur fram með Mót- ettukórnum sem hann álíturfrábær- an. Hann hefur ekki tekið þátt í flutningi á Sál áður og sagðist enn vera að læra verkið þegar blaða- maður ræddi við hann nokkrum dögum fyrir frumflutninginn í Skál- holtskirkju. Hannfried telur mjög mikilvægt að leika lítið spiluð verk. Það séu allir alltaf að gera sömu hlutina í stórborgum og flytja sömu þekktu verkin. Hér sé fólk tilbúið að takast á við eitthvað óþekkt. Hann segir að Mótettukórinn geti sungið allt og óratóría Hándels, Sál, sé mjög áhugavert verk. Hann voni þess vegna að fólk sýni áhuga og komi og hlusti á laugardag og sunnudag. AS Sumartónleikar Hallgrímskirkju hafi þá verið nýir af nálinni en geng- ið vel og sýnt að þarna væri nýr markaður og tími til tónleikahalds. BÚSTAÐAKIRKJA OG SAFNAÐARHEIMILI AKUREYRARKIRKJU Minning um tvæi ömmur NAOMI Iwase, píanóleikari, og Jón Ragnar Örnólfsson, sellóleikari, halda tvenna tónleika á íslandi nú i ágúst. Fyrri tónleikarnir verða í Bústaðakirkju í Reykjavík þriðjudaginn 23. ágúst og þeir sfðari í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 25. ágúst. Báðirtónleikarnir hefjast klukkan 20.30. efnisskránni eru: „Solitaire," einleiksverk fyrir selló, eftir Hafliða Hallgrímsson, Sónata nr. 2 í b-moll fyrir píanó,. „Pezzo Capriccioso" fyrir selló og píanó, eftir P.l. Tsjækovskí, „Pagodes úr „Estampes, eftur Debussy og Són- ata nr. 3 fyrir selló og píanó, eftir Beethoven. Naomi Iwase er fædd í Japan 1972 en hóf píanónám í Brasilíu aðeins þriggja ára að aldri og hélt því áfram í San Fransisco, Tókýó og loks í Royal Northern College of Music í Manchester. Hún hóf að leika opinberlega aðeins 13 ára gömul og hefur hald- ið tónleika í Bandaríkjunum, Japan, Hollandi, Póllandi og Englandi. Þrjú ár í röð, 1987 til 1989, var hún valin til að leika á UNICEF-tónleik- unum í San Fransisco og lék þá meðal annars píanókonsert nr. 1, eftir Mendelsohn. Aðeins 16 ára gömul vann Nami 3. verðlaun í alþjóðlegu pianó- keppninni í Chicago, sem kennd er við Stravinski. Hún hefur hlotið fjölmargar aðrar viðurkenningar, nú síðast þriðju verðlaun í alþjóð- legu Arthur Rubinstein samkeppn- inni, þar sem hún fékk einnig sér- staka viðurkenningu fyrir besta túlkun á verkum Szymanowskis. í kjölfar þessa var Naomi boðið að fara í tónleikaferð um Pólland og lék hún m.a. píanókonsert nr. 2, eftir Chopin með Bydgoszicz fíl- harmóníusveitinni og gerði upptök- ur fyrir ríkisútvarp Póllands. Aðalkennari Naomi Iwase í Manchester er pólski píanóleikar- inn Ryszard Bakst, fyrrverandi sigurvegari og nú einn af dóm- nefndarmönnum alþjóðlegu Chop- in-keppninnar í Varsjá, sem haldin er á fimm ára fresti. Naomi undir- býr nú þátttöku í þeirri keppni árið 1995. Jón Ragnar Örnólfsson er fædd- ur í Reykjavík 1970. Hann hóf selló- nám við Tónmenntaskóla Reykja- víkur átta ára að aldri og fór síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem kennari hans var Gunnar Kvar- an. Jón Ragnar tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990 og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum ári síðar. Af því tilefni lék hann sellókonsert Schumanns með sinfóníuhljóm- sveit í Háskólabíói og hélt einleiks- tónleika í íslensku óperunni. Jón Ragnar hóf framhaldsnám við tónlistarháskólann í Manchest- er, The Royal Northern College of Music, haustið 1991. Hann útskrif- aðist með „Postgraduate Diploma in Advanced Studies in Perform- ance“ vorið 1993. Sellókennari hans var Moray Welsh, þekktur einleikari, sem gegnir nú einnig stöðu fyrsta sellóleikara við Sinf- óníuhljómsveit Lundúna. Auk framhaldsnáms í sellóleik hjá rússneska sellóleikaranum Leonid Gorokæhov í Manchester undirbýr Jón Ragnar að taka meist- aragráðu vorið 1995 og fjallar próf- ritgerð hans um tónsmíðar Atla Heimis Sveinssonar. Meðal ann- arra kennara og sellóleikara, sem Jón Ragnar hefur hlotið leiðsögn hjá um lengri eða skemmri tíma má nefna Channing Robbins, Ralph Kirschbaum, Arto Noras, Erling Blöndal-Bengtson og Bern-' ard Greenhouse. Jón Ragnar tók þátt í frumflutn- ingi verksins „Tíminn og vatnið," eftir Atla Heimi Sveinsson undir stjórn Pauls Zukovskys á Listahá- tíð í Reykjavík í júní síðastliðnum og gegndi stöðu fyrsta sellóleikara. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að þau Naomi væru aðeins stödd hér í tvær vikur. „Við komum heim til að halda þessa tvennu tónleika, kíkja á landann og heim- sækja fjölskylduna," sagði hann. Um samsetningu efnisskrárinnar, sagði Jón að hún væri hugsuð þannig að hér væri fremur um sam- leikstónleika að ræða en dúett. „Við leggjum megin áherslu á ein- leiksverk og leikum aðeins eitt stórt dúó saman. í öðrum verkum, sem hafa bæði hljóðfærin er annað þeirra ríkjandi." En hvert er tilefnið? „Þetta eru minningartónleikar," sagði Jón. „Tónleikarnir hér í Reykjavík eru í minningu Finnborg- ar Örnólfsdóttur og þeir á Akur- eyri í minningu Arnfríðar Ingimars- dóttur. Þær voru ömmur mínar, sem ég missti í fyrra, báðar sama árið.“ Aðspurður hvort hann og Naomi hyggðu á áframhaldandi samvinnu á tónleikasviðinu, sagði Jón: „Já, en ekki alveg á næstunni. Það er mikið að gera næsta árið hjá okkur báðum. En það verður örugglega tími til að æfa eitthvað sarnan." ssv Jón Ragnar Örnólfsson og Naomi Iwase.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.