Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 15 Reuter Eldgosið flúið IBUAR bæjarins Rabaul í Papúa á Nýju Gíneu hafa orðið að flýja vegna eldgoss og hér er verið að koma með nokkra þeirra tií Port Moresby. Yfir Rabaul liggur nú öskulag og flóðbylgja utan af sjónum hefur skollið á bænum en samt eru fréttir um að þjófar og ræningjar hafi flykkst þangað til að láta greipar sópa um það, sem íbúarnir skildu eftir. Frönsku forsetakosningarnar Aukinn stuðningur við Delors París. Reuter. JACQUES Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, nýtur aukins stuðnings meðal Frakka, vegna forsetakosninganna á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið Le Parisien birti á miðviku- dag. Edouard Balladur forsætisráðherra nýtur þó ennþá meira fylgis en Delors. Þess ber að geta að hvorugur þeirra hefur enn lýst því yfír að hann gefí kost á sér. Forsetakosningarnar verða haldnar í maí á næsta ári. Samkvæmt könnuninni í Le Par- isien bera 53% franskra kjósenda nægilegt traust til Balladurs til að geta séð hann fyrir sér sem forseta en 52% bera að sama skapi sam- bærilegt traust til Delors. í áþekkri könnun í síðasta mán- uði sögðust 47% bera traust til Delors en 50% til Balladurs. Tveir fyrrum forsætisráðherrar njóta einnig töluverðs fylgis meðal franskra kjósenda og eru það þeir Jacques Chirac (37%) og Raymond Barre (38%). Svo virðist sem efnahagslífið í Frakklandi sé nú farið að rétta úr kútnum og er það ásamt aðgerðum Frakka í Rúanda og handtöku hryðjuverkamannsins Carlosar talið styrkja stöðu Balladurs. Samkvæmt könnun sem blaðið Le Figaro birti á fimmtudag gæti nú líka aukinnar bjartsýni meðal Frakka vegna stöðu efnahags- og félagsmála miðað við könnun sem gerð var fyrir hálfu ári. Fyrrverandi uinanríkisráðherra handtekinn Grunur um tengsl við Camorra Róm. Reuter. ANTONIO Gava, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og um margra ára skeið einn af áhrifaríkustu leiðtogum kristilegra demókrata, var í gær handtekinn vegna gruns um tengsl við mafíuna í Napólí er þar nefnir sig Camorra. Fulltrúi saksóknara í borginni sagði að handtökuskipun hefði verið gefin út á alls 98 manns, þ. á m. háttsettan sósíalistaleiðtoga, kaup- sýslumenn og Camorra-formgja. Eij gerðar uþptækar. Gava er 64 ára gamall og var hann vakinn fyrir sólarupprás á heimili sínu og fluttur í herfangelsi. Handtökumar fylgdu í kjölfar vitnisburðar Carmine Alfíeris, sem var æðsti maður Camorra þar til hann var handtekinn 1992 ásamt staðgengli sínum, Pasquale Ga- lasso. Alfieri braut þagnareið sam- takanna og hefur veitt mikilvægar upplýsingar um samstarfsmenn sína. Sjálfur braust Alfieri til valda hjá samtökunum með því að ryðja keppinautum vægðarlaust úr vegi, ferillinn er blóðugur en nú segist hann leysa frá skjóðunni til að „komast nær Guði“. Miðstöð valda Gava var í Napólí og embætti innanríkisráðherra veitti honum æðstu völd yfír lög- reglu, upplýsingaþjónustu stjórn- valda og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Giulio Andreotti, fyrrverandi for- sætisráðherra og kristilegur demó- krati, hefur verið sakaður um aðild að sikileysku mafíunni og verður ákveðið í desember hvort hann verð- ur leiddur fyrir rétt. iir að andvirði milljarða króna voru Berlusconi treystir tökin á útvarpi o g sjónvarpi Mílanó. Reuter. RÍKISSTJÓRN Silvios Berlusconis á Ítalíu hefur skipað nýja yfirmenn yfír öllum þremur rásum ítalska sjónvarpsins, RAI, en þeir, sem fyr- ir voru, þóttu ekki nógu hlynntir stjórninni. Þykir sumum sem fjöl- miðlakóngurinn Berlusconi hafí nú tök á allri útvarps- og sjónvarps- starfsemi í landinu. Hefur þessi ráðstöfun sætt harðri gagnrýni, meðal annars fréttamanna hjá RAI. Auk þess að skipt var um yfír- menn sjónvarpsrásanna þriggja, voru nýir menn skipaðir jrfír frétta- og útvarpsdeildina og búist er við fleiri mannabreytingum á næstu dögum. Eru nýju mennirnir flestir miðjumenn eða úr hægrisinnuðum, kaþólskum hópum og sumir tengdir flokki Berlusconis, Áfram Ítalía, eða fyrirtæki hans, Fininvest. Tveir stjórnarmenn í RAI neituðu að samþykkja mannaskiptin, sem þeir sögðu eingöngu af pólitískum toga, og stjórnarandstaðan á Ítalíu og fréttamenn RAI hafa mótmælt þeim. Norðursambandið, einn stjórnarflokkanna, var einnig óánægt og hótaði að stöðva fjár- framlög til RAI og leggja fram á þingi frumvarp um bann við hringa- myndun, sem neyddi Berlus'coni til að selja tvær af Jaremur sjónvarps- stöðvum sínum. Ástæðan fyrir þess- ari óánægju Norðursambandsins er hins vegar sú, að flokkurinn hefur ekki fengið neina stöðu hjá RAI. Giuseppe Giulietti, formaður í TIL skotbardaga kom í Peking í gær þegar kínverskur hermaður lenti í átökum við lögreglumenn eftir að hafa rænt jeppa og reynt að komast á Torg hins himneska friðar. Skaut hann sjö manns til bana, þar á meðal íranskan sendi- ráðsstarfsmann og son hans, áður en hann féll sjálfur. Atburðurinn átti sér stað á fjöl- förnum gatnamótum en hermaður- inn hafði komið til Peking á jeppa, sem hann hafði rænt ásamt öku- manni. Þegar hann skipaði honum að fara með sig á torgið, ók ekillinn stéttarfélagi blaðamanna hjá RAI, sagði í fyrradag, að ítalska ríkisút- varpið væri nú orðið að deild í fjöl- miðlasamsteypu Berlusconis. „Brátt mun einn maður ráða yfír þessu öllu eins og á dögum fas- ista,“ sagði hann. bílnum út af veginum og á tré og tókst að flýja. Hermaðurinn greip þá sjálfvirkan riffíl og skaut af handahófi á fólk með þeim afleið- ingum, að sjö manns féllu. Hermenn felldu síðar byssumanninn. Haft er eftir heimildum, að her- maðurinn hafí átt í einhveijum úti- stöðum við yfírmenn sína og það sé hugsanlega skýringin á því, að hann vildi komast á Tiananmen- torg. Það er táknrænt fyrir vald kommúnistaflokksins og þar var lýðræðisbylting námsmanna kæfð í blóði fyrir nokkrum árum. Blóðugur skot- bardagi í Peking Peking. Reuter. FARSIMAKERFIÐ GSIVl tarsímakerfiö Póstur og simi hefur tekið í notkun nýtt farsímakerfi hér á landi. Kerfið kallast GSM (Global System for Mobile Communication) og er stafrænt farsímakerfi fyrir talsímaþjónustu innanlands og milli landa. Fyrst um sinn nær GSM kerfið aðeins til höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja og Akureyrarsvæðisins en það verður síðan byggt upp (áföngum út frá helstu þéttbýlissvæðum landsins. ms Alþjóölegt kerfi Notandi fær einnig aðgang að GSM farsímakerfum í öðrum Evrópulöndum eftir að nauðsynlegir samningar hafa verið gerðir. GSM kortiö - lykillinn aö kerfinu Áskrift að GSM kortinu er bundin við kort, svokallað GSM kort sem stungið er í símann. Kortið er í senn lykill að kerfinu og persónulegt númer þess sem er notandi og greiðandi þjónustunnar. Kynntu þér nýja GSM farsfmakerfið og stigðu skref í átt til framtíðarfjarskipta. Allar nánari upplýsingar um GSM farsímakerfið er að fá hjá seljendum farsímatækja. Þeir eru: Bónusradíó, Bræðurnir Ormsson hf., Hátækni hf., Heimilistæki hf., (stel hf., Nýherji hf., Radíóbúðin hf., Radíómiðun hf„ Símvirkinn - Símtæki hf„ Smith & Norland hf„ söludeildir Pósts og síma í Ármúla, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og slmstöðvum umlandallt. “ PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.