Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HASKOLABIO SÍMI 22140 Sjáðu Sannar lyi y^our Weddlngs tmd oFuneral inifer Jason rim Robbins BLAÐIÐ KIKA BLÓRABÖGGULLINN FJÖGUR BRÚÐKAUP OG JARÐARFÖR Dramatísk gamanmynd um ævintýralegan sólarhring á dagblaðinu The Sun í New York þar sem sannleikurinn lendir í harðri samkeppni við fjárhag blaðsins og eiginkonuna sem þolir ekki alla þessa yfirvinnu! Stórleikararnir Michael Keaton, Glenn Close, Robert Duvall og Marisa Tomei í nýrri mynd frá Ron Howard Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.15. Guðdómlegur gleðileikur með Hugh Grant, Andie McDowell og Rowan Atkinson. Vinsaelasta mynd Breta fyrr og síðar. Sýnd kl. 11.10. Allra síðasta sýning Kvikmyndir Heimsfrægir leikarar og heimsfrægar ófreskjur INNAN skamms verða frumsýnd- ar í Bandaríkjunum tvær kvik- myndir þar sem tveir af vinsæl- ustu leikurum Bandaríkjanna koma fram í óvenjulegum hlut- verkum. Tom Cruise leikur vamp- íru í myndinni Interview with the Vampire og Robert De Niro leikur ófreskjuna, sköpunarverk dr. Frankensteins, í mynd Kenneth Branaghs, Mary Shelley’s Fran- kenstein. Upphaflega hafði Francis Ford Coppola. hugsað sér að gera Frankenstein-myndina en fannst komið nóg af ófreskjum eftir að hafa gert Bram Stoker’s Dracula. Kenneth Branagh tók að sér hand- ritið og lét endurgera það og færa það nær upphaflegu sögunni. Sjálfur ætlar Branagh að leika dr. Frankenstein, en fékk De Niro í lið með sér til að leika ófreskjuna. Saman eyddu þeir félagar um það bil ári í að hanna útlit ófreskj- unnar sem dr. Frankenstein bjó. Þeim fannst skipta miklu að hún bæri merki uppruna síns en í sög- EINHVERS staðar á bak við þetta andlit er Robert De Niro. unni saumaði doktorinn sköpunar- verk sitt saman úr líkamsleifum VAMPÍRAN Tom Cruise. EFTIR að River Phoenix lést tók Brad Pitt við hlut- verki hans í vampíru- myndinni. dauðlegra manna. „Það fór mikill timi í að lesa sumar þær óhugnan- legustu bækur sem ég hef nokk- urn tíma komist í kynni við,“ seg- ir Branagh. „Ein hét Mynd- skreytta alfræðibókin um skurð- aðgerðir á andliti og önnur var handbók slysadeilda um andlitsá- verka.“ í myndinni Interview With a Vampire leikur' Tom Cruise vamp- íruforingja. Mikil leynd hvíidi yfir myn.d- inni, langt umfram það sem tíðk- ast í Hollywood. Allir leikarar og tæknilið varð að undirrita eiðstaf þar sem það lofaði að þegja um allt sem myndinni viðkæmi og svo mikil var leyndin að aukaleikurum var sérstaklega skipað að láta hinn feimna og einræna Tom Cruise í friði. Tom Cruise er að sjálfsögðu stjarna myndarinnar en aðrir leikarar eru engir aukvisar. Þar eru á ferðinni Brad Pitt, sem tók við hlutverkinu eftir að River Pho- enix lést, Antonio Banderas, Christian Slater og Stephen Rea, sem lék aðdlhlutverkið í Crying Game, en leikstjóri Inteiyiew with a Vampire er einmitt Irinn Neil Jordan, sem leikstýrði Crying Game. Fönn, fjör o g fríðir kroppar ►MALIBU-ströndina í Kaliforníu fennti á dögunum. Veðurguðirnir munu þó ekki vera gengnir af göflunum heldur hefur heimur kvikmyndanna enn og aftur sann- að að ekkert er ómögulegt. Ástæða fannfergisins var sú að upptökur á sérstökum jólaþætti sjónvarpsmyndaflokksins „Strandverðir" stóðu sem hæst. Þótt veðurskilyrði hafi ekki verið á bandi aðstandenda þessa sívin- sæla sjónvarpsefnis létu þeir drauminn um hvít jól engu að síð- ur rætast. Þeir urðu sér einfald- lega út um sérstakan búnað og innan tíðar var ströndin á kafi í gervisnjó. Ef marka má meðfylgjandi mynd höfðu breyttár aðstæður á strönd- inni ekki mikil áhrif á fatatísk- una. íturvaxnir englakroppar spókuðu sig eftir sem áður í hald- litlum klæðum. Ef marka má gleð- ina, guðsmanninn og jólasveina- húfurnar hefur hinn sanni jóla- andi þó vafalaust svifið yfir vötn- um á tökustað. EKKI FÓR stór hluti af Malibu-ströndinni undir snjó enda yfir 30 stiga hiti þegar myndatakan fór fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.