Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Alþýðubandalagið hefur kosningabaráttu Ifunda- ferð á ís- landsrútu Al- þýðubanda- lagsíns ÞINGMENN og annað forustufólk Alþýðubandalagsins fer á næst- unni í fundaferð um landið og að sögn formanns flokksins er þetta upphafíð að kosningabaráttunni fyrir næstu alþingiskosningar. í ferðinni verða kynntar tillögur flokksins um jöfnuð, siðbót og nýsköpun í atvinnumálum sem byggist á útflutningsléiðinni sem Alþýðubandalagið hefur lýst í Grænu bókinni svonefndu. Einnig ætla þingmenn að ræða efnahags- stjórn ríkisstjórnarinnar og fjár- lagafrumvarpið. Þingmennimir munu ferðast um landið á sérútbúnum bíl, sem nefnd hefur verið íslandsrúta Alþýðu- bandalagsins. Er bíllmn búinn há- talarakerfi og ljósum, þannig að hægt er að halda fundi hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er, eins og Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins orðaði það þegar hann kynnti fundaferðina fyrir blaðamönnum. Ólafur Ragnar sagði að Stein- grímur J. Sigfússon varaformaður flokksins fengi það hlutverk að aka bílnum yfír erfiðustu fjallveg- ÓLAFUR Ragnar Grimsson, for- maður Alþýðubandalagsins þeg- ar ferðin var kynnt. ina norðan heiða, enda bæði með meirapróf og rútupróf, en annars myndu þingmenn skipast á að aka. Þeir Steingrímur ásamt Kristni H. Gunnarssyni alþingis- manni ætluðu að leggja af stað til Vestfjarða í gær og var ísa- fjörður fyrsti áfangastaðurinn en einnig voru fyrirhugaðir fundir á Bolungarvík, Suðureyri, Súganda- fírði, Flateyri og Þingeyri fram á sunnudag. Síðari hluta næstu viku verða fundir á Bíldudal, Patreks- fírði og Tálknafirði. Atvinnuhúsnæði til sölu: Bæjarhraun 446 fm skrifstofuhúsnæði í 3. hæð í lyftuhúsi. Selst tilb. u. trév. og máln. Unnt að skipta upp í tvö bil hvort með sérinng. Mögul. að lána til 15 ára. Teikn. á skrifst. Kópavogur - Vesturvör 85 fm vinnusalur með stórri innkhurð. Einnig á sama stað 3 skrifstofur, frá 30-60 fm, fyrir ofan vinnusalinn. Bygggarðar 390 fm atvhúsnæði auk 100 fm millilofts, vestast á Seltjarnarnesi. Mjög góð lofthæð. Húsnæðið er fokhelt að innan en fullfrág. að utan. Lóð fyrir utan grófjöfnuð, 4 góðar innkhurðir og mögul. að skipta upp í minni einingar. Lyklar og teikn. á skrifst. Bfldshöfði Um 200 fm verslunarhúsnæði á góðum stað. Góð að- koma. 45 þús. kr. pr. fm. Laugavegur68 225 fm atv.-/skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í lyftuhúsi. Ýmsir möguleikar. Hagstæð greiðslukjör. Eldshöfði Nýlegt gott fullb. 640 fm húsn. m/góðri lofhæð og innk- dyrum. Gott loftræsikerfi. Skrifst,- og starfsmannaað- staða. í kj. er 340 fm húsn. með góðri innkhurð. Loft- hæð í kj. um 2,40 og því upplagt lagerhúsnæði. Eignin selst saman eða í sitt hvoru lagi. Góð kjör. Til afh. strax. Bfldshöfði 18 260 fm skrifstofuhúsn., 190 fm verslunarhúsn. m/góð- um sýningargluggum, 900 fm atvinnuhúsn. (bakhús) með góðum innkhurðum og 350 fm lager- og skrifstofu- rými með innkhurð. Selst allt saman eða í einingum. Teikn. og lyklar á skrifstofu. Suðurhraun - Garðabæ 6.238 fm atvhúsnæði er skiptist í nokkra húshluta, skrifst., steypustöð, sílóhús, þjónusturými og stóra lóð. Byggt á árunum 1984-1987 og mikil lóð. Teikn. á skrifst. Hjallahraun - Hafnarfirði 930 fm iðnaðar- og skrifstofuhús, byggt 1970, 2.000 fm verksmiðjuhús, byggt 1974 og 1650 fm lagerhús, byggt 1983-1984. Um er að ræða stálgrindarhús, byggð ur Barkareiningum. Seljast öll saman eða í einingum. Teikn. á skrifst. Smiðjuvegur - E.V. húsið 141 fm eining, tilbúin undir tréverk. Góðir gluggar á fram- hlið og góð bílastæði. Gott verð. Góð kjör. Lyklar á skrifst. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 19540 og 19191. FRÉTTIR Minnisblað heilbrigðis- ráðuneytis um námsferðir Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðissráðherra, hefur beðið Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri að taka saman minnisblað um námsleyfí, kynnisferðir og starfsskipti starfs- manna í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Upplýsingar þessar spanna rúmlega tvo áratugi, en minnnisblaðið fer hér á eftir, auk formála ráðherra. „í minnisblaðinu er ítarleg grein gerð fyrir kynnisferðum, starfs- skiptum og námsleyfum starfs- manna heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins. Jafnframt er gerð grein fyrir störfum einstakra starfsmanna á vegum Alþjóðaheii- brigðismálastofnunarinnar. Eg tel að með þessum hætti séu nú fullskýrð af ráðuneytisins hálfu þau námsleyfi o.fl. sem starfsmenn ráðuneytisins hafa fengið. Ég vænti þess að önnur ráðuneyti geri með samsvarandi hætti grein fyrir fram- kvæmd þessara mála hjá sér.“ Minnisblað Efni: yfírlit um námsleyfi, kynn- isferðir og starfsskipti starfsmanna í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Vegna íjölmiðiaumíjöllunar síð- ustu daga þykir rétt að taka saman fyrir ráðherra eftirfarandi minnis- blað um námsleyfi, kynnisferðir og starfsskipti einstakra starfsmanna í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu á undanfömum árum. Allar fjárhæðir eru á verðlagi við- komandi árs. 1. Styttri kynnisferðir og starfsskipti Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri fór í kynnisferð til Bandaríkjanna í 5 vikur árið 1972 í boði Independ- ence Foundation. Hann var á fullum launum meðan á kynnisferðinni stóð. Fargjöld og dagpeningar vom greidd af Independence Foundation. Engir dagpeningar voru greiddir af ráðuneyti. Edda Hermannsdóttir fv. skrif- stofustjóri fékk norrænan styrk til starfsskipta á vegum Norðurlanda- ráðs árið 1991 og var hjá SPRI í Svíþjóð. Reglur Norðurlandaráðs um þessi starfsskipti gera ráð fyrir að vinnuveitandi í heimaríki greiði hlutaðeigandi full laun meðan á starfsskiptum stendur. Norður- landaráð greiðir húsaleigustyrk ásamt ferðakostnaði. Vegna stárfs- skyldna í ráðuneytinu var nauðsyn- legt að Edda kæmi heim í maí vegna fjárlagagerðar. Ráðuneytið greiddi fargjald vegna þeirrar ferðar. Engir dagpeningar voru greiddir til Eddu vegna þessara starfsskipta. Svanhvít Jakobsdóttir skrifstofu- stjóri fór árið 1993 í eins mánaðar kynnisferð til Bandaríkjanna á áfengis- og vímuefnastofnanir til að kynna sér rekstur slíkra stofnana og fjármögnun. Svanhvít fékk styrk til fararinnar frá Bandaríkjunum. Hún fékk greiddar kr. 188.123 í dagpeninga vegna ferðar í einn mánuð sem var mismunur styrkjar og fullra dagpeninga. Engin far- gjöld voru greidd. Svanhvít var á fullum launum meðan á kynnisferð stóð. 2. Námsleyfi Ingimar Sigurðsson fv. skrif- stofustjóri fór tvisvar á vegum ráðuneytisins í námsleyfí. Árið 1975 dvaldi hann í Svíþjóð í 6 mánuði í starfsnámi í sænska heilbrigðisráðuneytinu og Social- styrelsen. Jafnframt dvaldi hann í Statens Naturvárdsverk. Hann fékk full föst laun og fargjöld voru greidd. Engir dagpeningar voru greiddir. í ársbyijun 1990 fór hann í tæplega þriggja mánaða náms- leyfl til Englands. Hann var þar í starfsnámi í heilbrigðisráðuneytinu breska, almannatryggingaráðu- neytinu, umhverfísráðuneytinu og matvælaráðuneytinu auk þess sem hann dvaldi í nokkrum undirstofn- unum þessara ráðuneyta. Honum voru greiddar kr. 749.551 í dagpen- inga og fargjöld voru greidd. Auk þess naut hann fullra launa meðan á leyfínu stóð. Magnús R. Gíslason yfirtann- læknir hefur fjórum sinnum farið í námsleyfí á vegum ráðuneytisins. Árið 1988 sótti hann námskeið í félagstannlækningum við Nor- ræna heilsuverndarháskólann. Námskeiðið stóð í 4 vikur. Hann fékk hálfa dagpeninga allan tím- ann, samtals kr. 110.650, hluta fargjalds og full laun. Arið 1990 sótti Magnús nám- skeið í stjórnun við Norræna heilsu- verndarskólann. Námskeiðið var tvískipt og stóð í 4 vikur hvort skipti, eða samtals 8 vikur. Hann fékk hálfa dagpeninga allan tím- ann, samtals kr. 327.157 hluta far- gjalds og full laun. Á þessu ári fór Magnús í 8 vikna námsferð til Bandaríkjanna. Hann tvískipti ferðinni og er nú í síðari hluta hennar. Hann hefur fengið fulla dagpeninga allan tímann, sam- tals kr. 962.528, fargjöld og full laun. Guðjón Magnússon skrifstofu- stjóri fór í námsdvöl við Norræna heilsuvemdarháskólann í Gauta- borg á árinu 1991. í skýringum á ferðaheimildum og á ferðareikning- um vegna þessarar námsdvalar seg- ir ýmist að farið sé í námsdvöl við Norræna heilsuverndarháskólann eða í námsleyfi á sama stað eða að tekinn sé hluti námsleyfis. Guð- jón fékk full laun frá ráðuneytinu í námsleyfinu. Greiðslur til hans í námsdvöl voru sem hér segir: * 4.-15. mars: Dagpeningar kr. 218.159 fyrir samtals 14 daga (4.-6. mars voru sóttir norrænir fundir í Gautaborg.) * 1.-12. apríl: Dagpeningar kr. 191.583 fyrir samtals 12 daga. * 22. apríl til 3. maí: Dagpening- ar kr. 191.963 fyrir samtals 12 daga (sótti einnig fund heilbrigðis- stjórna Norðurlanda í Stokkhólmi). * 13. maí til 15. júní: Dagpening- ar kr. 463.183 fyrir samtals 29 daga. * 19. ágúst til 4. september: Dagpeningar kr. 288.851 fyrir sam- tals 17 daga. * 16.-26. september: Dagpen- ingar kr. 186.264 fyrir samtals 11 daga. * 2.-31. október: Dagpeningar kr. 439.484 fyrir samtals 26 daga. * 11. nóvember til 19. desember: Dagpeningar kr. 385.171 fyrir 23 daga. 3. Styrkþegar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar Ráðuneytið hafði áður yfir að ráða fjárhæð til styrkveitinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Reglur stofnunarinnar gerðu ráð fyrir að styrkþegi, færi hann úr starfí úr heilbrigðisþjónustunni, fengi jafnframt full laun frá heima- ríki. Eftirtaldir aðilar hafa fengið styrki frá Alþjóðaheilbrigðsmála- stofnuninni gegnum ráðuneytið til lengri námsdvalar. Orn Bjarnason þá héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1972-1973 til DPH (Diploma in Publie Health) við Bristol-háskóla í Englandi. Hann fékk full laun meðan á námi stóð en enga dagpeninga. Brynleifur Steingrímsson þá hér- aðslæknir á Selfossi 1972-1973 til DPH (Diploma in Public Health) við Bristol-háskóla í Englandi. Hann fékk full laun meðan á námi stóð en enga dagpeninga. Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri 1985-1986 til MPH (Master of Public Health) nám við Johns Hopk- ins-háskóla í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir reglur Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar um að styrkþegi fái full laun að heiman var ákveðið að hún fengi laun í samræmi við regl- ur starfsmannaskrifstofu, þ.e. 60% laun. Hún fékk þó full föst laun fyrstu 3 'h mánuðinn vegna skýrslu á ensku um öldrunarmál á íslandi sem henni var falið að semja. Þess er og rétt að geta að Dögg fékk ekki styrk af úthlutunarfé Islands heldur beitti Almar Grimsson lyf- sali, sem þá var fulltrúi íslands í stjóm Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, sér fyrir því að hún fengi styrk af almennu styrkjafé stofnun- arinnar. Fyrir tíma ráðuneytisins fékk Páll Sigurðsson þá tryggingayfir- læknir styrk frá Álþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni 1969-1970 til DPH (Diploma in Public Health) við Bristol-háskóla í Englandi. Hann fékk full laun frá Trygginga- stofnun ríkisins en ekki dagpen- inga. 4. Störf hjá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni Eftirtaldir aðilar hafa farið í tímabundin ráðgjafarstörf hjá Evr- ópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar í Kaupmanna- höfn: Örn Bjarnason þá skólayfirlækn- ir 3 mánuði 1981 Pétll Sigurðsson ráðuneytisstjóri 6 mánuði veturinn 1982-1983. Ólafur Ólafsson landlæknir 12 mánuði 1984-1985. Ólafur H. Oddsson héraðslæknir 3 'h mánuð 1991. Skv. reglum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar skulu einstak- lingar sem fara í tímabundin ráð- gjafarstörf af þessu tagi fá full laun frá heimaríki. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin greiðir dagpeninga sem staðarappbót auk þes sem hún greiðir ferðir. Engir dagpeningar eru greiddir frá heimaríki. ■ ■ immmoLumi - lýUnr um helgina! Enn hægt að gera frábær kaup HoHMöfðum ReyHavlk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.