Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 29 AÐSENDAR GREINAR Svikabrigsl í ótíma Svar til Elínar Torfadóttur leik- skólakennara Á FÖSTUDAGINN í síðustu viku birtist í Morgunblaðinu grein eftir þig þar sem þú beinir spjótum þínum að mér og Reykjavíkurlistanum und- ir fyrirsögninni „Smábörnin svikin — Hvenær koma gefnu loforðin?" Um fyrir- sögnina sjálfa er það að segja að hún er ein- faldlega röng. Ix>forð hafa verið gefin, en það hefur enginn verið svikinn. Þessi ótímabæru svikabrigsl er þó með góðum vilja hægt að afsaka. Það er sagt að leiðin til glötunar sé vörðuð góðum fyrir- heitum og það á sann- arlega við í leikskóla- málum. Þar hafa marg- ir komið við sögu. Eg minnist fyrirheita fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1978, ég Ingibjörg Sólrún Gísladóttir minnist fyrirheita í kjarasamningum 1980 sem verkalýðshreyfingin gekk aldrei eftir að væru efnd, ég minnist fyrirheita Davíðs Oddssonar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1990 o.s.frv. Við í Reykjavíkurlistanum gáfum svo fyrirheit í kosningunum í vor en ég vona að þú virðir okkur það til vorkunnar þó að við þurfum lengri tíma en 5 mánuði til að efna þau. Sjálf á ég enga ósk heitari en þá að við berum gæfu til að koma þess- um málum í það horf á kjörtímabil- inu að skorlur á öruggri dagvistun verði ekki kosningamál í Reykjavík framar. En einhvers staðar verðum við að byija. Þú minnist á Hitaveitu Reykjavík- ur í grein þinni og segir „öll fengum við hitaveitu hvar sem við vorum í þjóðfélagsstiganum,“ og vísar til þess að þessu séu öðruvísi háttað með dagvistarþjónustuna. Þar sé ákveðnum hópum veittur forgangur. Þetta er rétt svo langt sem þessi samjöfnuður nær. Giftir foreldrar og sambúðarfólk hefur hingað til ekki átt aðgang að heilsdagsvisun á vegum Dagvistar barna í Reykjavík. Þetta fólk hefur ekki einu sinni mátt skrá börn sín á biðlista eftir slíkri þjónustu og þ.a.l. gefa biðlist- arnir mjög ranga mynd af þeirri þörf sem fyrir hendi er. Reykjavík- urlistinn lét það verða eitt sitt fyrsta verk að opna fyrir þennan aðgang sem var auðvitað löngu tímabært. Eftir stendur þó sá vandi óleystur að við höfum engin pláss að bjóða öllu þessu fólki. Og þá erum við komin að þessu með hitaveituna. Þegar ég var að alast upp inni í Vogahverfi þá höfð- um við enga hitaveitu og stóð hún ekki einu sinni til boða. Ég man ekki betur en að við yrðum að sæta því að búa við olíufýringu allt til ársins 1970 þó að önnur hverfi borg- arinnar hefðu verið kynt með heitu vatni um áratuga skeið. Fram- kvæmdir í hitaveitumálum höfðu einfaldlega ekki haldist í hendur við uppbyggingu borgarinnar og það varð til uppsafnaður vandi sem kost- aði bæði tíma og fjármuni að leysa en tókst þó á endanum. Við í Reykja- víkurlistanum stöndum í svipuðum sporum í dagvistarmálum. Þar er uppsafnaður vandi sem við ætlum að leysa — ekki eins og hendi sé veifað, því það er hvorki á okkar færi né annarra, heldur með skipu- lögðu átaki. í kosningabaráttunni í vor kom það mjög skýrt fram hjá frambjóð- endum Reykjavíkurlistans að við myndum takast á við þennan vanda í þremur þrepum. Fyrst myndum við einbeita okkur að því að leysa vanda þeirra barna sem orðin eru þriggja ára og gera það fyrir haustið 1995. Ástæðan fyrir því er einföld og sann- gjörn — þessi börn og foreldrar þeirra hafa beðið lengst eftir úrlausn sinna mála. Því næst myndum við færa okkur niður í aldurshópinn tveggja til þriggja ára og stefna að því að leysa vanda þess hóps fyrir haustið 1996. Þá kæmi röðin að ársgömlum börnum og stefnt yrði að því að leysa vanda þeirra fyrir lok kjörtímabilsins. Þá taldi Reykja- víkurlistinn brýnt að þrýsta á um að fæðingarorlof verði lengt frá því sem nú er vegna þess að núna Ienda margir foreldrar — ekki síst einstæðar mæður — í vandræðum með dagvistun bama sinna strax og fæðing- arorlofi lýkur við sex mánaða aldur. Samhliða þessu höf- um við ákveðið að hækka rekstrarstyrki til foreldrarekinna og annarra einkarekinna ieikskóla þannig að niðurgreiðsla fyrir 8-9 tíma vistun nemur á næsta ári 12 þúsund krónum á mánuði í stað 6 þúsund króna eins og ég einfaldlega að vísa til þeirra áfanga sem ég hef lýst hér að ofan. Þeir eru vissulega stórir, en þar með er ekki sagt að við náum að leysa hvers manns vanda í dagsvistarmál- um. Höfundur er borgarsljóri. Úlpur meö oq án hettu Mikib úrval, stærbir: 34-50 Póstsendum Ao^HI/ISID Laugavegi 21, sími 91-25580 nú er. Með þessu móti viljum við styðja við bakið á framtakssömu fólki sem sparar borginni umtals- verðan stofnkostnað í leikskólarými. I grein þinni minnist þú á að leita þurfi ódýrari lausna í uppbyggingu leikskóla. I þeim efnum er ég hjart- anlega sammála þér og sjálf hef ég kynnst því af eigin raun. að það er hægt að reka góðan leikskóla í húsa- kynnum sem alls ekki er hannað til í dagvistarmálum er uppsafnaður vandi, seg- ir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem við ætlum að leysa en ekki eins og hendi sé veifað heldur með skipulögðu átaki. slíkra nota. Á vegum nýkjörinnar stjórnar Dagvistar barna var í sumar settur á laggirnar starfshópur sem hefur það verkefni að fara yfir hús- næðismál leikskóla. Hann hefur m.a. kannað lóðir sem gætu hentað undir nýja leikskóla, færanlegar húsein- ingar sem gætu tengst þegar byggð- um leikskólum og kaup á eldra hús- næði sem mætti nota fyrir leikskóla. Það hefur því verið hugsað fyrir ýmsu, margt verið gert — en enginn svikinn. í leikskólamálum hefur Reykjavíkurlistinn unnið nákvæm- lega í samræmi við þau loforð sem hann gaf fyrir kosningar. Þetta mun m.a. endurspeglast í fjárhagsáætlun næsta árs, því Reykjavíkurlistinn er staðráðinn í að gefa ekki eftir í þess- um málum þó svo að fjárhagsstaða borgarinnar sé mjög þröng eftir við- skilnað sjálfstæðismanna. Að lokum þetta: Mér finnst þú gera mér og Reykjavíkurlistanum rangt til í grein þinni. Sumt af því hef ég rakið hér að ofan en verst þykir mér þegar þú afflytur það sem eftir mér var haft um þessi mál í frétt i Mbl. þann 30. okt. sl. Þá finnst mér þú vera að þjóna þinni lund en ekki því sem rétt er. Innan tilvitnun- armerkja hefur þú eftir mér að þessi mál hafi ekki verið efst á stefnuskrá Reykjavíkurlistans. Og þú segir að þessi boðskapur hafi gert þig reiða og svartsýna. Það er óþarfi að reið- ast því að þelta hef ég aldrei sagt enda voru leikskólamálin sannarlega efst á stefnuskrá Reykjavíkurlistans. Ég vil hins vegar engan blekkja og sagði því í samtali við blaðamann Mbl. að ekki væri víst að okkur tækist „að leysa þétta allt á kjör- tímabilinu, enda ekki á stefnu- skránni". Með þessum orðum var Víð hjá Sjöfn erum stolt af því að hynna nýja hágæða þvottaduftið okhar, mts iAurAf 45 pVOTTA HRMFT er jafnoki allra erlendra þvottaefna, - eini munurinn er sá að það er fslenskt og óc/ýrara < HH&S KRAFf þvottaduft er milt en þó svo öflugt á óhreinindi, að þú þarft ekki nema tvær litlar skeiðar í fulla þvottavél. Innihald pakkans dugar í allt að 45 þvotta. Með KRAFTI getur þú þvegið Ijósan þvott við öll hitastig, en á litaðan þvott notar þú hámark 40 gráður. KRAFT L á Ijóst og litað - þú færð ekki betra Efnaverksmiðjan Sjöfn hf Þú getur unnið glæsilega AEG þvottavél í AEG HRAFT leiknum Þú færð allar upplýsingar og þátttökuseðil í næstu verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.