Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI \ Engu lofað um betri hljómburð í íþróttahöll BÆJARRÁÐ Akureyrar getur ekki gefið fyrirheit um að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á Iþróttahöll- inni til að bæta hljómburð þar svo unnt verði að halda tónleika Sinfó- níuhljómsveitar Norðurlands með Kristjáni Jóhannssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur þar næsta vor. Gunnar Frímannsson formaður hljómsveitarráðs Sinfóníuhljómsveit- ar Norðurlands og Ingólfur Ár- mannsson skóla- og menningarfull- trúi hafa beint þeirri spurningu til bæjarráðs hvort það sé tilbúið að beita sér fyrir nauðsynlegum breyt- ingum í íþróttahöllinni til að hægt verði að halda þar umrædda tónleika. í fyrravetur var gerð kostnaðar- áætlun vegna úrbóta sem gera þarf í íþróttahöllinni svo hún verði boðleg sem tónleikasalur, en áætlaður kostnaður var um 17 milljónir króna þar sem m.a. var innifalið gerð sviðs, kaup á stólum og lýsing auk þeirra aðgerða sem gripa þurfti til vegna bætts hljómburðar. Áætlað var að kostnaður vegna bætts hljómburðar væri um 6 milljónir króna. Fleiri komast í Höllina „Við vonum að til þess komi ekki að halda þurfí tónleikana í íþrótta- skemmunni, því við viljum gefa sem ,flestum tækifæri á að koma á þá,“ sagði Gunnar Frímannsson. Gert er ráð fyrir að um 7-800 manns komist fyrir í íþróttaskemmunni en væntan- lega komst eitthvað yfir 900 manns í Iþróttahöllina. Cyrille Simard, umsjónarmaður fjarkennslu við Moncton-háskóla í Kanada Flytur með sér reynslu af menntanetinu til Kanada „FERÐIN hefur verið skemmtileg og árang- ursrík. Ég hef hitt mikið af góðu fólki og orðið mikils visari um menntanetið. Sú reynsla á eflaust eftir að nýtast mér heima í Kanada,“ sagði Cyrille Simard, umsjónar- maður fjarmenntunardeildar Moncton- háskóla í Kanada, þegar hann var staddur á Akureyri í vikunni. Erindi hans var að kynnast íslenska menntanetinu og kynna íslendingum fjarkennslu með aðstoð mynd- banda. Kynntist menntanetinu í Stóru-Tjarnarskóla Simard kynntist menntanetinu í gegnum Manfreð Lemke kennara við Stóru-Tjarnar- skóla. „Ég kynntist Manfreð eiginlega af tilviljun í gegnum Internet fyrir rúmum tveimur árum. Við fórum fljótlega að skipt- ast á upplýsingum um hvað við værum að vinna að. Manfreð sagði mér frá menntanet- inu ykkar og ég sagði honum frá verkefni mínu á sviði fjarkennslu með aðstoð mynd- banda. Tæknin byggist upp á því að kenn- ari, á einum stað, getur kennt nemendum í gegnum sjónvarpsskjái á mismunandi stöð- um. Veigamesti kosturinn felst í því að kenn- ari og nemendur þurfa ekki að vera á sama stað. En kennsluaðferðin er sú sama. Kenn- arinn beitir hinni sígildu fýrirlestraraðferð og nemandinn heldur áfram að vera hlutlaus Morgunblaðið/Rúnar Þór CYRILLE Simard við tölvuna. viðtakandi," segir Simrad. Hann segist hafa áhuga á að prófa sig áfram með aðrar kennsluaðferðir. „Tölvan hefur að mínu mati þann kost að hún gerir nemandann að þátttakanda í kennslunni. Hann velur og hafnar og prófar sig áfram. Því hefur mér dottið í hug hvort ekki væri hægt að samnýta myndbandatæknina og tölvuna. Annars er mjög erfítt að geta sér til um hvert tækniþróunin í fjarkennslu er að stefna. Aðeins eitt er víst, þ.e. að hún kemur til með að nýta sér tækni á sviði sím- kerfisins, tölva og sjónvarps.“ Gagnlegar viðræður um þessa nýju tækni Simrad hóf heimsókn sína í Reykjavík. „Ég hitti fólk frá háskólanum, kennaraháskólan- um, menntamálaráðuneyti og menntanetinu og átti við það gagnlegar viðræður um þessa nýju tækni,“ segir hann og tekur fram að tilgangurinn með heimsókninni til Akureyrar sé í raun dálítið annars konar. „Ég hef líka áhuga á hinni hliðinni. Hvaða tilfinningar fólk hafi gagnvart tækninni og hvernig því finnst að notfæra sér hana. Hér get ég spurt kennara sem hafa reynslu af menntanetinu hvort þeim hafi fundist stafa af því ógn, t.d. í atvinnulegu tilliti, o.s.frv.,“ sagði Simrad. Hann hrósaði landi og þjóð og sagðist hlakka til að hitta upphafsmann- menntanetsins, Pétur skólastjóra á Kópaskeri. Tónlistarskólinn Ekki lagður niður „MENN þurfa ekki að vera að velta vöngum yfír því. Tónlistarskólinn verður ekki lagður niður,“ segir Jakob Björnsson, bæjarstjóri, þegar ummæli Odds Halldórssonar, bæj- arfulltrúa, um rekstur tónlistar- skólans eru borin undir hann. Haft hefur verið eftir Oddi að leggja beri Tónlistarskólann á Ak- ureyri niður eða draga verulega úr starfsemi hans. Jakob segir að hér sé aðeins um persónulega skoð- un Odds að ræða. Hvorki hafi ver- ið til umræðu að leggja skólann niður eða draga úr starfsemi hans. „En af því við erum nú í gerð fjár- hagsáætlunar minni ég á að skólinn er ekki, fremur en aðrar stofnanir Akureyrarbæjar, undanskilinn þeg- ar horft er til kostnaðar og hag- kværnni," sagði Jakob. Mestur gróði í íði miðað tap á veriðákveðiðaðmiðsíö matvatla - ferðamál J^uráð verði í MK. Árið 199/ unt'; handanviðbyggjngu ■ fynr a'mu og nú er verið acmcl |un ' 5.000 fm verknámshú 1 þ |end- verðurínotkuninnJgil án voruiSH um mun fara framkennshmVvT var il f mun reiðslu, framléiðslu,; ðarbú- hapaft. IJekkt kjötiðn. Einnig eru h iivawt á er um að þar verði boð "ga- umstarfsnámsbrauti: h ram- ast ferðaþjónustu sv Þessar tif.sia á gestamótlöku og ra erindi Sveinim í ýmis félög og fyrj, hagfræðings m til fræðslu í ferðamál takanna j gtegð á ár, t.d. Flugleiðir Lvo^ fram, að háerða- skrifstofa, söitunar bafi boð- asta ári, en á fyrir 3%. Veiðmsla er nú talihn vututa- Ólafi af tekjuitt Og hfram- menntai _ á næsta ári. Lcverið að ferðaþji er nú taiin veruut í grein sem vaxic ^ hagnað af tekji undanfömum á s(, útlitið verði sfcjón- j,ennar hefði t\ jn ' I hetld er sjáv áratugum og n xf( með 2% hagnaémna- efúrsjSvarútv yjn vegar í það að unum mestum gjaldý aðcins I % á þvf 1 y,ú\ð. „Ails hi ...... ...■«■;< Þýskir velferdarsvanir? SVANIR sem hafast að á Alstervatni í kjarna Hamborgar á sumrin eru fluttir til vetrastöðva sinna á bátum en áður þurfa starfsmenn dýragarðsins í borginni Allir eiqa möguleika á milljónavinningi í Víkingalottóinu. 1 en á:ðum Vöxtur og ai efðu tnta- »Ia | ,menn stundi hlula námsins sfst í ferðaþjónustu. síðasta þrepið tekur ,tunar. Margrét segir ð sé á endurmennt- tóga þó hún efist urti ^amræmi við magn- stefnuleysi sem j||n og í and- ■ pékkist víðast keniur frum- fremst frá launþeg Stvinnurekendum. þarf' þetta að fara saman iifa fyrirtæki f ferðaþjón- sig betur í þessu en ist.“ téistarinn segir að nauð- breið samstaða náist Ijptun í menntamálum .ústunnar. Um sé að ræða fitta atvinnugrein, sem kitlar fjölbreytni í náms- _____________allt frá stnttn starfsnámii að binda fuglana svo að ekki komi til (ð Geysast niður göngustíginn Regnbogaframköllun V erðlaunahafar í ferðagetraun ÞAU komu flest á fjórum fótum í skólann, krakkarnir sem þurftu að fara niður þennan göngustíg á leið sinni í Glerárskóla í gærdag. Og ekki hefur ferðin upp verið betri, stígurinn var einn svell- bunki. Foreldrafélag skólans og fleiri hafa farið fram á úrbætur en erindið er á meðal þeirra sem verið hafa til umfjöllunar hjá tækni- og skipulagsdeildum bæj- arins án þess að hljóta afgreiðslu. Deildunum hefur hins vegar verið falið að gera tillögur um úrbætur og kostnaðaráætlun. ARNÞRÚÐUR Eik Helgadóttir, Hafrafellstungu 11, Kópaskeri, hlaut fyrsta vinning, vikuferð fyrir tvo til London með hóteli, í ferða- getraun Regnbogaframköllunar. Önnur verðlaun komu í hlut Guðnýjar Árnadóttur, Bleiksárhlíð 25, Eskifirði, og eru þau Canon EOS 1000F myndavél. Þriðju verð- laun hlaut Ríkharður Ríkharðsson, Fossahlíð 5, Grundarfirði. Hann fær Fuji DL-90. Fimmtíu bangsar og lukkutröll voru í aukaverðlaun. € 6 «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.