Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk Dear Editor, I am sending you my latest novel. Kæri ritstjóri, ég sendi þér síðustu skáldsöguna mína. Gjörðu svo vel, Ekki! þetta var að koma til þín ... Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Blómafrjókorn - sannkallað gnðafæði Frá Ragnari Þjóðólfssyni: í KÁKASUSFJÖLLUM býr fólk sem verður allra karla og kerlinga elst en algengt er að það nái 110 ára aldri. Dæmi er um einn ein- stakling sem talinn var að minnsta kosti 140 ára gamall. Vísindamenn hafa að vonum velt vöngum yfir hvernig skýra megi þetta stað- bundna langlífi og eftir að ýmis umhverfisáhrif höfðu verið útilok- uð var sjónum beint að fæði fólks- ins. Þetta er fátækt fólk sem neyt- ir mikiila mjólkurafurða en ómiss- andi partur af máltíðum er hun- angið sem það framleiðir. Fæstir hafa þó efni á að nýta til eigin nota annað en botnfallið sem sest í hun- angskambana en í því eru ein- mitt blómafijó- kornin. Fólkið nærist á blóma- frjókornum Þegar býflug- an treður sér inn í búið hlaðin fijói hrynur af fótum hennar hluti þeirra og sest í kambana. Lang- lífa fólkið í Kákasusfjöllum nærist því á blómafijókom- um blönduðum hráu hunangi. Það sem eftir situr á flugunni ber hún inn í búið og úr því vinna þær drottning- arhunangið. Einungis hún fær að neyta þess, þernurnar nærast á grófara plöntufijómauki enda er líftími drottningarinnar 6 ár með- an þernan lifir aðeins 6 vikur. Afkastageta drottningarinnar er einnig ótrúleg því hún getur verpt 2.000-2.400 eggjum á dag sem vega alls tvisvar og hálfu sinnum meira en líkamsþyngd hennar. Blómafrjókorn talin heilsubætandi Vísindamenn víða um heim hafa rannsakað öll næringarefni sjem Iíkaminn þarfnast en eru að auki rík af DNA- og RNA-sýrum, í þeim eru erfðaefnin fólgin og því eru þær frumuppbyggjandi. Marg- ar sem neyta blómafijókorna dag- lega telja sig því verða vara við breytingar á veikum líkamshlutum svo sem eins og bijósklosblettum t.d. í hné eða baki og konur verða varar við að mikið dregur úr tíða- spennu og tíðaverkjum. Dr. Remy Chauvin við Pasteur- stofnunina í París og kollegi hans Dr. Edouard Lenor Mand rannsök- uðu áhrif fijókorna á fólk og kom- ust að eftirfarandi niðurstöðum: Blómafijókorn auka orku, vinna gegn blóðleysi, hafa jákvæði áhrif á þyngd til jöfnunar, þeir sem voru of feitir léttust og öfugt, skjótari bati varð ef fijókornanna var neytt við eftirbata alvarlegra sjúkdóma. Síðar rannsakaði Dr. Parbisan áhrif fijókornanna og komst að sömu niðurstöðum en að auki taldi hann að tilraunahóp- ur hans sýndi bætta meltingu, betra sálará- stand og mikið dró úr áhrifum hverskyns of- næmis. Sjón og heyrn eldra fólks batnaði til muna og vöðvar styrktust. Vís- indamenn hjá Sameinuðu þjóð- unum telja að geymsluþol og næringargildi blómafijókom- anna sé slíkt að þeir líta á þau sem kjörið tæki- færi komi til hungursneyðar. Blómafrjó- kornin einnig græðandi Blómafrjó- korn virðast einnig hafa sótt- hreinsandi áhrif. Tveir bandarísk- ir stríðsfangar í austurlöndum (Víetnam, Kampútseu) fundust á flótta í frumskóginum og var hjálpað af innfæddum. Annar var með drep í fæti. Honum var gefin fæða blönduð fijókornum og á hann borin áburður úr hunangi og fijókorni. Maðurinn náði heilsu á nokkrum vikum og gat haldið áfram förinni heim. Hinn hafði verið brennimerktur á fótum og var kominn úr 80 kg í 40 kg þeg- ar hann fannst. Á sár hans voru borin samskonar smyrsl og hann látinn nærast á jurtate, fijókorni, súpu og hunangi. Stundum voru honum að auki gefnar kökur gerð- ar úr fijókorni og einnig kjöt og grænmeti. Hann náði einnig un- draskjótum bata. Margir einstaklingar á íslandi neyta blómafijókorna sem reglu- legs fæðuauka og telja þeir sig allir hafa orðið varir við undraverð jákvæð áhrif. Sjúklingar finna minna fyrir áhrifum sjúkdóms síns og lífsþróttur heilbrigðra eykst. RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Arnartanga 17. í KÁKASUSFJÖLLUM nær fólk ótrúlega háum aldri og er við góða heilsu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.