Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Spennandi nám fyrir framsýnt fólk Ferdamálaskóli Islands, Menntaskólanum í Kópavogi. Nemendur geta valið um hvort þeir sæki sjálfstæð námskeið þar sem farið er yfir afmarkaða hluta ferðafræðinnar eða taki tvær heildstæðar annir. Nemendur ráða því sjálfir fjölda námskeiða sem þeir vilja sækja og hversu hratt námið sækist. Námsframboð á vorönn: 41 Fargjaldaútreikningur ® Farbókunarkerfi 0 Ferðalandafræði íslands 41 Ferðalandafræði útlanda © Ferðaskrifstofur 9 Markaðsfræði ferðaþjónustu II 4Þ Rekstur ferðaþjónustu © Þjónustusamskipti 9 Umhverfis- og náttúruvernd (nýr áfangi) 41 Enska fyrir ferðaþjónustu (nýr áfangi) Skráning stendur yfir. Hikið ekki við að hringja í síma 643033 og fá nánari upplýsingar. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 10:00- 15:00 virka daga. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá 11. janúar. Kennslutími er mánud.-fóstud. kl. 17:30-21:40. Ferðamálaskóli Islands MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI ICELAND SCHOOL OF TOURISM ___________ÁRAMÓT___________ __ Nýjárspredikun herra Ólafs Skúlasonar biskups Baggar fortíðar við áramót GUÐSPJALL: Lúkas 2,21. Við horfðumst í augu, þegar síð- ustu tónar sálmsins dóu út í nótt, þess sem betur höfðar til okkar um áramót en nokkur annar. Litum þá, sem næstir stóðu, og þá var ekki aðeins um líkamlega nálægð að ræða, ekki síður þelið, sem tilfinn- ingar móta, kærleikur, samstaða. Og hvað gerðist? Áminningin sterka, sem sálmur séra Valdimars hefur flutt íslenskri þjóð í rúma öld, laðaði fram myndir, sem árinu fylgja. Því, sem aldrei kemur til baka. Og þær sýndu ekki aðeins árið sem slíkt, mánuðina tólf, held- ur lék hugur við sérstaka viðburði, einstaklinga og staði, sem ýmissa hluta vegna leita tjáningar á þessu alvöruþrungnasta kvöldi ársins. Og þótt það gæfist ekki tóm til að deila áhrifum minninganna með þeim, sem í kring stóðu, þá voru þær það sterkar, að aðrir finna, hvað hver og einn laðar fram. Ekki í smáatriðum, ekki í einstaka mynd- um, heldur í þeim áhrifum, sem skýrskotunin mikla krefst, þegar litið er við og til ársins alls, sem aldrei kemur til baka. En svo gerðist eitthvað annað líka á því andartaki, sem sjónvarpið lét tákn ársins í tölustöfum hverfa út í buskann. Það örlaði á nýjum stöfum, sem rétt raðað bar okkur nýtt ár. Og við stóðum á þeim út- sýnishóli, sem við njótum að virða fyrir okkur umhverfið frá, ekki síst þegar aldur færist yfir, og skoðum slóðina, sem við höfum fylgt. Og þó var ekki lengur unnt þrátt fyrir skírskotunina, sem sálmur túlkaði og tilfinningar tjáðu, að líta til baka einvörðungu. Það var kom- in önnur stefna. Kunnug í endur- tekningu sinni vissulega, en þó á þessu andartaki alveg ný, hrein og óflekkuð rétt eins og svipur foreldr- is, sem lýtur hið fyrsta skipti yfir agnarsmáan líkama nýfædds barns síns. Barnið borið í heiminn. Þján- ingar móður ekki gleymdar en huld- ar fyrir áhrif fagnaðarins yfir nýju lífi, nýju tækifæri, nýrri sönnun kærleika. Og við gengum hvert að öðru, umvöfðum hvert annað. Og jafnvel þeir, sem ekki eru fyrir fleðulæti eða óhóflega túlkun til- finninga, buðu fram vanga fyrir koss. Til þess að kveðja og í kveðj- unni að þakka, en um leið að leit- ast við að lyfta tjalddúki tímans agnarögn, þegar skyggnst er til framhalds. Árið var liðið. Allt. Hver einasti dagur þess. Hver stund þess. Horf- ið með vonum sínum. Horfið á burt með hughrifum, sem því fylgdu og skipti engu, hvort heldur vonbrigði höfðu gert sár eða fögnuður hafið á æðri stig. Það var allt farið. Allt horfið. Og aldrei það kemur til baka. Aldrei, aldrei aftur. Árið 1994 með birtu sinni við áramót upphafsins fyrir dögunum 365, með heitstreng- ingum gljúps hugar og áformum, sem ekkert, ekkert átti að setja af sporinu, Það er farið. Og aldrei það kemur til baka. Árið liðna, árið 1994. Og ekki veit ég, og ekki þú held- ur um hve stóran hluta heildar ég er að tala, þegar árið er kvatt. Er það veigamikill skerfur þeirra líf- daga, sem einhveijum eru taldir? Barnið, sem breytti sársauka-vipru í fagnaðarsvip á fæðingarstundu er undirorpið því sama. Enginn veit, hversu oft það fær að fagna nýju ári nýrra tækifæra í faðmi fjölskyld- unnar. Og ekki heldur hversu marg- ir, án tillits til aldurs, fá að njóta þess við næstu áramót að geta gengið að þeim, sem kærleikur gjör- ir dýrmæta og umvefja í yndisfaðmi þakklætis og vonar. En hvað var það annars, sem við kvöddum í nótt? Árið 1994, auðvit- að og er engum þraut að finna rétt svör við þeirri spurningu. En sé skyggnst undir yfirborð, — og jafn- vel ekki að því dýpsta, hversu stór hluti ævi þar hafi horfið á vit þeirr- ar eilífðar, sem geymir þau öll, árin og aldirnar, — þá vitum við vel, að það sem var kvatt er hluti okkar sjálfra. Ekki aðeins verka okkar með árangri eða undanlátssemi, ekki aðeins tilfinninga í hlýleik eða hörku, heldur við sjálf, slík sem við erum. Við vorum vitanlega að kveðja okkur sjálf í nótt. Ég get ekki lengur horfst í augu við foreldra og þakkað þeim. Eg gat ekki einu sinni umvafið öll barna minna á þessari ginnhelgu nóttu, því veldur íjarlægð. Og þó er ég áfram hlekkur í þeirri keðju, sem á sér viðmiðun í upphafshring og framhald í því, sem framtíðin færir, þótt enginn þekki. Og ég er þetta jafnóhjákvæmilega, hvort heldur þeir eru í nánd, sem enn standa næst eða hafa færst út í blámóðuna.' Það þurrkar enginn út tengsl við aðra né upphaf sitt og rætur, ekki frekar en hann gleymir sjálfum sér, nema þá allt sé glatað. Við slíkar hugsanir banka áramót á móttækilegan huga. Og þau fylla því geð bæði trega og söknuði. Eftirsjá vegna einstaklinga og ekki síður sviða fyrir þær sakir, að hafa ekki nýtt svo tækifæri sem skyldi, meðan enn var unnt að skrá sögu með öðrum hætti en nú er boðið upp á. Samt kjósa sumir að reyna að láta áramót sýna eina stefnu ein- vörðungu, þá til baka. Kveðja árið og neita að líta fram til að kanna, hvað kunni að bíða. Þó nemur eng- inn staðar á hæðinni, sem áramót leiða okkur til. Við kveðjum ekki VIITII MNSA? óÍlIlwI, Innritun og upplýsingar dagana 3. - 10. janúar, frá kl. 13.00 - 23.00 í síma: 564 11 11 DANSSKÓLi SIGURÐAR HÁKONARSONAR Kennum alla samkvæmisdansana: Suðurameríska, standard og gömlu dansana. Svo kennum við líka barnadansa. Einkatímar fyrir þá sem vilja. Fjölskyldu- og systkinaafsláttur. Kennarar og aðstoðarfólk í vetur: Sigurður, Oli Geir, Sólveig, Þröstur, Hildur Yr og Edgar auk erlendra gestakennara. AUÐBREKKU 17, KÓPAVOGI 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.