Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fólk l.vx\ UMisritun varð í listanum yfír mest sóttu myndir á íslandi 1994. Fíladelfía fékk 23.000 manns í aðsókn en ekki 20.000 og er í 15. sæti listans en í því sæti mun hún einmitt vera víða um lönd. MÞijár vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum um síðustu helgi voru „Legend of the Fall“ með Anthony Hopkins, „Higher Learning" eftir John Singleton og hiyllings- myndin „Detnon Nights. UNýjasta mynd breska leik- stjórans Kens Loach heitir „Ladybird, Ladybird" og segir sanna sögu ungrar móð- ur sem missir bömin sín í hendur félagsmálayfirvalda. Með aðalhlutverkið fer Crissy Rock og hreppti hún verðlaun sem besta leikkonan á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Mlndverski leikstjórinn Mira Nair vakti heimsathygli með „Saalam Bombay!" og sendi frá sér mynd á síðasta ári sem heitir Perezfjölskyldan og er með Alfred Molina og Marisa Tomei í aðalhlutverkum. MEin af þekktustu myndum franska 'stórleikarans Gérard Depardieu er Martin Guerre snýr aftur. Gérard hefur snú- ið sér aftur að mjög svipaðri sögu en í nýjustu mynd sinni, „Colonel Chabert", leikur hann mann sem kemur heim til eiginkonunnar úr stríði en fær að vita að hann hafí fallið í stríðinu, konan hefur gift sig aftur, hirt peningana og neitar að þekkja hann. MEnnþá eru Frakkar að kvik- mynda sögur Alexandre Dumas enda af nógu að taka. Drottningin Margot gerist í Frakklandi á 16du öldinni og segir af konunglegu brúðkaupi sem á að lægja ófriðaröidur á milli kaþólikka og mótmæl- enda. VÆNTANLEG í Sambíóin; úr„ Quiz Show“ eftir Robert Redford. 30.000 hafa séð Konung Ijónanna ALLS höfðu um 30.000 manns séð talsettu Dis- ney-teiknimyndina Konung Ijónanna í Sambíóunum eftir siðustu helgi. Þá höfðu 14.500 manns séð Viðtal við vampíruna, 7.500 Banvænan fallhraða, 18.000 Sérfræðinginn og 6.000 manns Kraftaverkið á jólum. Næstu myndir Sambíó- anna eru „TimeCop" með Jean-Claude van Damme, en hún verður einnig í Lauga- rásbíói, „Leon“, nýr tryllir Luc Bessons, vestrinn „Wyatt Earp“ með Kevin Costner, „Trial By Jury“, „The Last Seduction" með Lindu Fior- entino og í enn lengri framtíð „Disclosure" eftir Barry Lev- inson (sjá annarstaðar) og „Quiz Show“ eftir Robert Redford. í BÍÓ Ekki færri en fímm íslenskar bíómyndir verða frumsýndar á þessu ári sem er talsverð aukning frá því í fyrra þegar aðeins tvær ís- lenskar myndir komu í bíóin. Og fjórar myndir til viðbótar verða fram- leiddar. íslenska bióárið byijar snemma. Strax í næsta mánuði frumsýnir Frið- rik Þór Friðriksson nýj- ustu mynd sína, Á köld- um klaka, eða „Cold Fev- er“, og í mars mun Jó- hann Sigmarsson frum- sýna fyrstu myndina sem hann leikstýrir í fullri lengd, Eina stóra fjöl- skyldu. Seinna á árinu er von á þremur mynd- um: Tár úr steini heitir mynd Hiimars Oddsson- ar um Jón Leifs tón-. skáld, Benjamín dúfa er ' í leikstjórn Gísla Snæs Eriingssonar og Einkalíf Alexanders er eftir Þráin , Berteisson. Myndimar sem fram- leiddar verða á árinu eru Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór Friðriksson, Agnes Snorra Þórissonar og nýju styrkhafar Kvik- myndasjóðs, Draumadísir Ásdísar Thoroddsen og Blossi Júlíusar Kemps. "KVIKMYNDIR" A enn ad djöflast á Douglas? SífeUd áreitni Dauðinn og stúlkan eftir Polanski FYRIR höfundinn, Michael Crichton, er hún enn ein dýr Hollywoodútgáfa af metsölubók hans. Fyrir leikstjórann, Barry Levinson, er hún tækifæri til að ná sér af botninum eftir tvær ægilega lélegar myndir. Fyrir aðalleikkonuna, Demi Moore, er hún enn einn áfanginn í átt að toppsæt- inu vestra. Fyrir aðalleikarann, Michael Douglas, er hún sama gamla sagan; enn eina ferðina lendir hann í klónum á voðakvendi sem hefur á honum hreðjatak og sleppir ekki. MYNDIN, sem frum- sýnd verður í Sam- bíóunum um mánaðamótin febrúar-mars, heitir „Dis- closure" eða Afhjúpun og í henni leikur Douglas ■■■■■■■■■■■■■ kvæntan starfs- mann sem verður fyrir kyn- ferðislegri áreitni frá sérlega metn- aðarfull- samviskuiausum yfirmanni (Mo- ore), er snýr svo dæminu sér í hag með því að kæra hann fyrir kynferðislega áreitni þegar hann lætur ekki segjast og rústar lífi hans. Til að flækja málið kemur í ljós að þau áttu í ástarsambandi fyrir áratug eða svo og hún hreppti yfir- mannsstöðuna sem hann taldi sig eiga að fá. Yfir- mann þeirra leikur Donald Sutherland en handritshöf- undur er Paul Attanasio („Quiz Show“), sem vikið eftir Arnald Indriðason um og kvenkyns hefur nokkuð frá bókinni og gert myndina að meiri trylli, m.a. með sýndarveruleika en sögusviðið er háþróað tölvufyrirtæki. Moore fékk hlutverkið eftir að Annette Bening datt útúr myndinni og seg- ist hafa verið dauðhrædd við kvenvarginn. „Ég vildi ekki að hlutverkið yrði klisj- umkennt. Þetta er svo safa- rík rulla og líklega er hún miklu greindari en þeir sem í kringum hana eru. Við þekkjum öll svona konur og karla. Ráðríka. Óheiðar- lega. Hún nýtur þess að koma fólki á kaldan klaka.“ Afhjúpun er fyrsta stór- myndin frá Hollywood sem Qallar um kynferðislega áreitni á vinnustað og það vekur auðvitað mesta at- hygli að hlutverkunum skuli víxlað frá því sem er mun algengara, að kariar sýni konum áreitni. Moore segir þessa óvenjulegu efnismeðferð auka vægi málsins og leik- stjórinn Levinson segir að myndin líti á það í nýju ljósi. í HJARTA frumskógarins; Jim Jarmush kynnist innfæddum. Mika gerir mynd um Fuller FINNSKU kvikmynda- bræðurnir Mika og Aki Kaurismaki eru miklir aðdá- endur hins 83 ára gamla bandaríska leikstjóra Samu- els Fullers og á meðan Aki .fékkst við „The Total Bala- laika Show“ með Rauða hernum og Leningradkúrek- unum gerði Mika heimildar- mynd um Fuller og eina af myndum hans sem aldrei var gerð. Heitir mynd Mika „Ti- gero: A Film That Was Ne- ver Made“. Fuller hefur verið í uppá- haldi margra mætra kvik- myndagerðarmanna eins og Jean-Luc Godards, Dennis Hoppers og Wims Wenders og ekki síst Jims Jarmush en heimildarmyndin hefst einmitt á því að Jarmush og Fuller sitja á ströndinni nið- ur á Ríó þar sem sá gamli reynir að fá Jarmush til að fara með sér í ferðalag til Brasilíu og svo halda þeir af stað á fornar slóðir. Myndin sem aldrei var gerð heitir „Tigero“ (jagúar- veiðimaður) og Fuller ætlaði að gera hana fyrir 20th Century Fox í frumskógum Brasilíu fyrir 40 árum með John Wayne, Tyrone Power og Ava Gardner í aðalhlut- verkum. KYNFERÐISLEG áreitni á vinnustað; atriði úr mynd Levinsons. Hann segir þó að hún sé meira tryllir en einhver'há- tíðleg úttekt á kynferðis- legri áreitni. „Ef menn eru að leita að því ættu þeir að fara eitthvert annað.“ Dou- glas er hagvanur orðinn hiutverkum þar sem hann leikur þennan venjuiega launaþræl er lendir í klón- um á kvenfólki sem eftir nokkuð snaggaraleg kynni eru á því að hann eigi best heima í Edens fína ranni. Clenn Close ætlaði hann lif- andi að drepa í Hættulegum kynnum og enginn veit hvort Sharon Stoue drap hann eða ekki í Ógnareðli. Nú er röðin komin að Demi Moore. „Hlutverkið stóð mér nær,“ er haft eftir hon- um. „Ég_ gæti verið þessi maður. Ég þurfti ekki að setja upp neina grímu." Sagt er að illu kvenhlut- verkin í Hollywood endur- spegli hræðslu karlmanna við kvenfólk almennt og hversu vel því gengur að hasla sér völl í karlaveröld- inni. Douglas hefur þá túlk- að þennan ótta manna mest. En þótt örlög hans séu ekki öfundsverð er hann sannarlega öfundsverður af kvenfólkinu sem hann um- gengst. Bara þær væru ekki svona morðóðar. NYJASTA mynd pólska leik- stjórans Romans Polanskis verður frumsýnd í Banda- ríkjunum í þessum mánuði, en hún heitir Dauðinn og stúlkan eða „Death and the Maiden" og byggir á sam- nefndu leikriti Ariel Dorfman sem hefur m.a. verið sett upp hér á Iandi. Með aðalhlutverk fara Sigourney Weaver, Ben Kingsley og Stuart Wilson. Fimmtán ár eru liðin frá því Weaver var rænt og hún kvalin hroðalega vegna stjórnmálaskoðana sinna. Hún hefur aldrei gleymt þeirri óbærilegu reynslu og þegar hún af tilviljun kemst í náin kynni við gamla kval- ara sinn (Kingsley) í gegn- um eiginmanninn (Wilson) hefnir hún sín nótt eina. Þegar stykkið var sett upp á Broadway fóru Glenn Close, Richard Dreyf- uss og Gene Hackman með aðalhlutverkin en hér í Borgarleik- húsinu léku Guð- rún Gísladóttir, Valdimar Öm Flygenring og Þorsteinn Gunnarsson hlutverkin þijú. Fine Line framleiðir. í KLÓNUM á kven- vargi; Douglas og Moore í Afhjúpun. DÆMINU snúið við; Weaver og Kingsley í Dauðanum og stúlkunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.