Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LEITIN A Ð MISV/EGI ORKUNNAR TÆKNIN MÁ EKKI SKAÐA OKKUR Morgunblaðið/Rúnar Þór RAFMAGN þarf ekki að vera hættulegt ef það fær að vera í friði í sínu umhverfi fram að ákveð- inni styrkleikaspennu. En því miður höfum við slakað á kröfunum og gætt hefur ákveðinnar afturfarar þó ég leyfi mér að fullyrða að ís- lenskir sérfræðingar í rafmagnsmál- um hafí unnið sitt starf mjög vel og af heilindum. Þeir vissu bara ekki betur þá. Nú er hinsvegar að koma fram ný og aukin þekking, sem bendir til þess að við höfum ekki verið á beinu brautinni hvað varðar uppbyggingu rafkerfa. Við teljum okkur komna á sporið við að sjá út vandamálin. Erum komnir með ákveðnar vísbendingar, sem þurfa frekari sannana við og til þess erum við að fá til landsins nýtt og dýrt mælitæki. Þessi nýju sannindi snúast um það að við höf- um verið á vissum villigötum í upp- byggingu rafkerfa þó að mörgu leyti séum við líka í góðum rnálurn," seg- ir Brynjólfur Snorrason, sjúkra- nuddari á Akureyri. Þó hann sé lærður sjúkranudd- ari, beri þann titil og stundi það starf að hluta til er aðeins hálf sag- an sögð því Binni, eins og hann er kallaður fyrir norðan, hefur undan- farin 14 ár heigað sig áhugamálinu, sem snýst um áhrif rafsegulsviðs á menn og dýr. Síðan hefur hann aldr- ei reynt að bakka út vegna þess að árangurinn, sem hann hefur orðið vitni að, hefur gefið honum sífellt meiri innblástur í því að halda ótrauður áfram á sömu braut. Upp- hafíð segir hann hafa verið það að sem sjúkranuddari hafi hann furðað sig á því að í sumum tilfellum hafí fólk náð sér að fullu, en í öðrum tilvikum hafi fljótt sótt í sama farið að nýju. Hann var með öðrum orðum farinn að sjá að ýmsir fleiri þættir spiluðu inn í veikindi fólks en aug- ljóst þótti enda er áru ekki aðeins að fínna í kringum mannfólkið held- ur er sams konar orkusvið að fínna í náttúrunni allri. Og það er einmitt misvægi orkunnar, sem Brynjólfur hefur hin síðari ár fengist við að Ieiðrétta - jafnvægisstilla menn og dýr, eins og hann orðar það, ýmist af völdum náttúrulegra jarðgeisla eða tilbúins rafsegulsviðs af mann- anna völdum. Á undanförnum árum hafa til hans leitað hundruð Islendinga, sem glímt hafa við misjöfn „umhverfis- vandamál“, sem læknavísindin hafa átt bágt með að útskýra. En Brynj- ólfur hefur skýringar á reiðum höndum enda sér hann, ólíkt mörg- um vísindanna mönnum, rafsegul- svið sem áhrifavald í þessu sam- bandi. Sjúkranuddarinn norður á Akureyri segist hafa fylgt ákveðinni hugsjón á sínum tíma þegar hann fór á bólakaf í þessi mál, en biður mig að virða það við sig þó hann vilji ekki tala um persónuleg mál á borð við ákveðna dulskyggni, sem mér var tjáð að hann byggi yfir, en eins og gjaman er sagt í pólítískum fréttum þá hvorki „neitaði hann né játaði" þegar á hann var gengið. Binni hefur m.a. gegnt formennsku í Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar og í gegnum tíðina hefur honum orðið það æ ljósara að ýmsir mikil- vægir þættir skipta sköpum varð- andi heilsufar og vellíðan fóiks sem gerði það að verkum að hann ákvað að fara ótroðnar slóðir. Orsök og afleióing Brynjólfur er ekki í nokkrum vafa um að rafmagn geti verið hættulegt heilsu manna enda hefur hann fyrir þeirri staðhæfíngu sinni þúsundir sannana, sem hann hefur að eigin raun fengist við bæði hérlendis og erlendis síðan hann fór að sökkva sér niður í „fræðin". Auk þess að hafa verið starfandi hérlendis hefur hann starfað mikið erlendis og sinnt fólki, fyrirtækjum, dýragörðum, dýraspítölum, heimilum og bænda- býlum í Noregi, Danmörku, Þýska- landi, Belgíu, Hollandi og Englandi. Og nú er draumurinn sá að íslensk- ir sérfræðingar með mismunandi þekkingu snúi bökum saman og myndi einskonar breiðfylkingu svo hægt verði að sinna þessum málum af fullum þunga. Hann segir að oft hafí verið þörf, en nú sé nauðsyn enda ísland kjörið til slíkra rann- sóknastarfa. Því fyrr, sem við gríp- um í taumana, þeim mun fyrr getum við komið í veg fyrir að lenda í sömu „krísu“ og aðrar þjóðir eru nú í. „Ef settur yrði saman hópur ís- lenskra sérfræðinga með tækni- og verkfræðikunnáttu er ég ekki aðeins sannfærður um að sá hópur gæti látið gott af sér leiða hérlendis, heldur gæti það starf orðið að út- flutningsvöru þar sem vandamálin eru miklu stærri í sniðum erlendis. Þrátt fyrir allt eigum við íslending- ar bæði toppmenn og bestu rafkerf- in þó nú séu farnir að koma í ljós veikir punktar, en sem betur fer erum við mun betur sett «n flestir aðrir í dag. Við gætum á svo mörg- um sviðum komið með lausnir fyrir aðra, sem eru að eyða hundruðum milljóna í að leita að orsökum. Ég hef verið að hreyfa við þessum hug- myndum við Breta og Þjóðveija og þeir hafa mikinn áhuga á því að koma til íslands með hóp vísinda- manna til að gera tilraunir, sem hægt yrði að nýta annars staðar. Við þurfum t.d. að komast að því hvort rafmagnið er orsök eða afleið- ing og kanna ýmsa aðra þætti, sem koma við sögu. Sem stendur er ver- ið að kanna fjármálin svo af slíku alþjóðlegu verkefni geti orðið," seg- ir Brynjólfur. Hann er lítt gefínn fyrir fjölmiðla- fár í kringum sig, en lét þó til leið- ast í þetta skiptið eftir smá fortöl- ur. Hann er gjarnan kallaður til með mælitækin sín þar sem vart verður óróleika eða spennu í lofti, jafnt í • híbýlum manna sem dýra. Brynjólfur Snorrason hefur haft i mörg horn aó lita, bœói hjó mönnum og dýrum, siðan hann fór aó gera heilsufarslegar athuganir á áhrifum rafsegulsviós. Hann tekur það þó skýrt fram að rafmagnstækjum sé ekki alltaf um að kenna. Náttúrulegir jarðgeislar valdi í mörgum tilvikum usla og í sumum löndum, t.d. í Austurríki og Japan, fáist ekki byggingarleyfi fyr- ir nýbyggingum nema fyrir liggi vottorð um jarðgeislamælingar. Þá séu Þjóðveijar sömuleiðis famir að hugsa sinn gang í þessu tilliti og Húsnæðisstofnun Dana Iánar ekki út á hús, sem lenda innan ramma ákveðinnar orkumengunar. Berskjölduó þjóó Brynjólfur beitir svokallaðri Kirl- ian-ljósmyndatækni við mælingar á orkuútstreymi frá lifandi efni og segir að vegna mengunar hafí orku- hjúpur jarðar skaðast. Vegna þess séum við veikari fyrir en áður og berskjaldaðri fyrir utanaðkomandi raf- og bylgjusviðum og sömuleiðis náttúrulegum sviðum, sem raskast hafa vegna ójafnvægis af mannanna völdum. Orkumengun sé alvarlegt vandamál um heim allan enda höf- um við með tækni nútímans blandað saman ólíkum tíðni- og orkusviðum, sem reynst geta skaðleg. Hann seg- ir að rafmagn framleiði í sjálfu sér ekki skaðleg bylgjusvið svo fremi sem þau blandist ekki ólíkum kerf- um. En um leið og fleiri ólík orku- ■kerfí blandist saman fari þau að takast á um virknina. Þessi orku- mengun geri það að verkum að mörg hús og jafnvel heilu íbúða- hverfin séu orðin skaðleg heilsu þeirra, sem þar búa. Að sögn Brynjólfs skiptir orku- svið tækjanna engu máli í þessu sambandi, heldur hvort rétt sé raðað saman og rétt sé frá þeim gengið eða ekki. Þannig geti eitt lítið ljós valdið verulegu tjóni á meðan stærð- arinnar tölva geti verið tiltölulega meinlaus í sínu rétta umhverfi. Því miður vanti mikið upp á að tekið sé nægjanlegt tillit til tenginga raf- magnstækja og uppsetningar ljósa- búnaðar. Sá þáttur ætti að vera jafn eðlilegur og hönnun mann- virkja. Kúrfan bjagast Þegar Brynjólfur er spurður út í þá staðreynd hvers vegna það berist meiri kvartanir frá skrifstofubygg- ingum en frá efnamengaðri vinnu- stöðum segir hann að á því sé afar einföld skýring. „í skrifstofubygg- ingum skortir á að tækin séu rétt staðsett miðað við vinnslugetu hvers þeirra. Mörg orkusvið blandast sam- an með þeim afleiðingum að hin eðlilega kúrfa bjagast. Aftur á móti á þeim vinnustöðum, sem flestir myndu vænta kvartana frá, t.d. frá álverinu í Straumsvík og öðrum álíka orkufrekum vinnustöðum, er aðeins um eitt orkusvið að ræða, lokað inni í ákveðnu rými þannig að ekki komast aðrar tegundir raf- magnsmengunar að. Þar er ekki um að ræða mörg samverkandi svið, sem togast á um virknina enda hef ég margsagt að rafmagn þarf ekki að vera hættulegt eða valda okkur erfiðleikum ef það fær að vera í friði í sínu umhverfi. Því fer sömu- leiðis fjarri að allar spennistöðvar séu hættulegar, heldur aðeins þær sem eru ranglega staðsettar. Þessu er eins farið með manninn. Þegar hann fær að vera í sem jöfnustu hlutfalli miðað við sína eigin vinnslugetu, verður röskunin engin. Upphleðslan í umhverfinu veldur fyrst og fremst vandamálum, en þess ber að geta að fólk er misnæmt fyrir þessum áhrifum.“ Ertingu og álag segist Brynjólfur geta séð á fólki með sérstakri myndavél, sem hann hafí yfír að ráða. Hvort menn vinni mikið við tölvur heima hjá sér eða í vinnunni, hvers konar tölvur það vinni við og hverjir séu komnir með svokallað rafofnæmi og hverjir ekki. „Mikil geislun viðheldur bæði bakteríum og mataróþoli, sem svo minnkar yfírleitt með tímanum þegar búið er að koma hlutunum í lag. Sveppa- sýkingu er ég þó ekki tilbúinn að setja á matarreikninginn þó matar- æði og gæði vara geti spilað stórt hlutverk. Ég hugsa hinsvegar með hryllingi til innflutnings á landbún- aðarvörum vegna þess að við eigum eitt besta matarbúr í heimi. Ef Ieyfð- ur yrði innflutningur á hvaða drasli sem væri, yrðum við í slæmum málum. Það er ekki aðeins nóg að hugsa um verðið. Gæðin þurfa líka að vera í lagi. Því hærra sem orku- innihald vörunnar er sem við neyt- um, því fyrr byggjum við upp orku- hjúpinn, sem heldur í skefjum utan- aðkomandi ertingu." Tilveruréttur tækja Nýja mælitækið, sem nú er að bætast við tækjabúr Brynjólfs, kem- ur m.a. til með að skera úr um hvar heppilegast sé að staðsetja spennistöðvar. „Þær mega t.d. ekki vera á jarðgeislasvæðum, helst ekki innan dyra og fleira þarf að taka tillit til. í tengslum við staðsetning- ar spennistöðva þarf að liggja fyrir hvaða byggingar eru fyrirhugaðar í nágrenninu og ijarlægðir á milli þeirra." Eitt af því, sem oftar- en ekki kemur upp á borð Brynjólfs, er tölvuumhverfí á vinnustöðum enda getur það skipt sköpum fyrir starfs- fólk hvernig þau rafmagnstæki, sem fylgja nútíma fyrirtækjum, eru stað- sett. Og þegar rætt var við Brynj- ólf var hann á leiðinni suður með mælitækin tií að kanna aðstæður í fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafði hann verið pantaður í tvö fisk- eldisfyrirtæki á suðvesturhominu. „Sá mikli tækjabúnaður, sem fylgir nútíma fyrirtækjum, er byggður upp á mismunandi geisla- og vinnslusviði. Við staðsetningu þeirra þarf að taka tillit til þessa mikilvæga þáttar svo að þau fari ekki að betjast um tilverurétt sinn í umhverfinu og fari að hafa áhrif á þann efnis- og loftmassa, sem starfsfólkið býr við. í öðru lagi má ekki staðsetja móðurtölvuna við hliðina á aðalrafmagnsinntaki húss- ins því þá fer rafmagnið að hafa áhrif á tölvuna." Spenna og heimilisfriöur Brynjólfur hefur sér til halds og trausts fjölda sérfræðinga, sem starfa með honum að ýmsum við- fangsefnum á þessu sviði. Hann segir að svokölluð jónatækni leysi ákveðinn vanda og leynast „spólurn- ar“ hans Brynjólfs nú víða. Spólurn- ar eru sívalningar, sem hann hann- aði sjálfur, og em þær framleiddar hjá fyrirtæki á Akureyri. Þær gegna því hlutverki að hreinsa óæskilega tiðni og rafmagn úr loftinu. Spólurnar vinna ekki á rafsviðinu heldur á sviði, sem Brynjólfur kallar geótískt stresssvið og hefur áhrif á súrefnið ogjónahlutfallið í andrúms- loftinu. „Spóíumar eyða þessu stresssviði, sem veldur okkur oft meiri skaða en rafsegulsviðið en getur myndast af völdum rafsegul- sviðs, rafsviðs eða hátíðnisviðs. Við geótískt stresssvið geta komið upp ótal vandamál, t.d. spenna og vöðva- bólga, sveppasýkingar og júg- urbólga í kúm. I þeim minkabúum, þar sem tekist hefur að ná þessu sviði út, hefur minkurinn þrifist mun betur en áður og það á sömuleiðis við um menn í sínum híbýlum. Fólk- ið sefur betur, fær ekki síendurtekn- ar sýkingar og síðast en ekki síst dregur úr heimiliseijum. Þetta hef ég einnig sannreynt í skólastofum viðvíkjandi spennu og árásargirni, en þegar nemendur eru farnir að benda á sérstakar álmur í skólum sem slæmar tek ég að sjálfsögðu mark á því.“ Að lokum leggur maðurinn með mælitækin á það áherslu að nútíma tækniframfarir þurfí ekki að vera óvinur í reynd. Þær séu bæði óum- flýjanlegar og nauðsynlegar. Við þyrftum hinsvegar að læra að nota tæknina þannig að hún skaði okkur ekki. Kapp sé best með forsjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.