Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Styrkir til jafnréttis- verkefna Undanfarin ár hefur jafnréttis- nefnd Akureyrar veitt styrki til ótal verkefna á sviði jafnréttis- mála. Flestir þeirra hafa runnið til skólaverkefna en einnig hafa kvennaíþróttir verið styrktar, sjálfsstyrking kvennahópa, athug- un á stöðu karla í sjúkaliðastétt, þróun mæðravemdar og fleira. Nefndin lýsir nú eftir umsóknum fyrir þetta ár. Hámarksstyrkur er 100 þúsund krónur en alls er hálf milljón til úthlutunar á árinu. Umsóknum skal skila til jafn- réttis- og fræðslufulltrúa Akur- eyrarbæjar á bæjarskrifstofunum við Geislagötu en þar eru jafn- framt veittar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar næstkomandi. Slippstöðin-Oddi Heimild til að auka hlutafé Á HLUTHAFAFUNDI í Slippstöð- inni-Odda hf. á Akureyri í gær var veitt heimild til stjórnar að auka hlutafé stöðvarinnar um 60 milljónir króna. Jöklar hf., dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, DNG, rafeindaiðnaður í Glæsibæj- arhreppi og Málning hf. í Reykja- vík hafa tryggt sér kaup á meiri- hluta hlutabréfa í Slippstöðinni- Odda, en þau eru í eigu Lands- banka íslands. Bæjarráð Akureyrar Ein milljón til Súðavík- urhrepps BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær að leggja fram eina milljón króna til aðstoð- ar á Súðavík. Bréf Sambands íslenskra sveit- arfélaga þar sem greint er frá undirbúningi og samvinnu sveitar- félaga landsins um aðstoð við Súðavíkurhrepp vegna tekjumiss- is og tjóns á eignum hreppsins vegna snjóflóðanna 16. janúar síð- astliðinn var til umfjöllunar á fundi ráðsins. Stjóm sambandsins mælti með því við sveitarfélögin að þau styrktu Súðavíkurhrepp með 60 króna lágmarksframlagi á hvem íbúa. Á fundi bæjarráðs var einnig lagt fram bréf frá bæjarstjórninni í Álasundi, vinabæ Akureyrar í Noregi, þar sem ítrekaðar era samúðarkveðjur vegna snjóflóða- slysanna í janúar og fylgdi með bréfinu ávísun að upphæð 10 þús- und norskar krónur sem framlag í söfnunina „Samhugur í verki“. Sem frekari aðstoð hefur bæjar- stjórinn í Álasundi sett af stað fjársöfnun í Álasundi og nágrenni og hvatt til fjárstuðnings frá öðr- um vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndum, Lathi í Finnlandi, VÁsterÁs í Svíþjóð og Randers í Danmörku. Starfsemi Einangrunarstöðvar ríkisins í Hrísey lögð niður fyrir ári Einangrunarstöð gæludýra starfar án tilskilinna leyfa MÁL hundaeigenda á Akureyri sem fluttu inn þrjá dverghunda frá Bandaríkjunum síðastliðið haust var tekið fyrir í Héraðsdómi Norð- urlands eystra í gær. Hundaeig- endumir hafa neitað að greiða reikninga vegna vistar hundanna á stöðinni á þeim forsendum að um vanefndir á samningi sé að ræða og að misræmi sé milli þeirr- ar þjónustu sem veitt var og þess sem greitt var fyrir. Bent er á að eigendurnir hafi haft leyfí til að flytja inn tvo hunda, en komið með þrjá og þá hafi þeir ekki komið heim á þeim degi sem þeirra var vænst og því hafi dýra- læknir ekki verið til staðar við heimkomuna. Einn hundanna drapst í einangranarstöðinni fljót- lega eftir að þangað var komið. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis hefur veitt hundaeig- endunum aðstoð í málinu og sagð- ist Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður félagsins, hafa haft sam- band við umhverfisráðuneyti, lan- búnaðarráðuneyti, heilbrigðisfull- trúa og lögreglustjóra vegna máls- ins. Elnangrunarstöð ríkis- ins lögð niður Eigendur hundanna fengu í des- ember síðastliðnum reikning frá Mál hundaeigenda vegna vangold- inna reikninga tekið fyrir í Hér- aðsdómi Norður- lands eystra Einangrunarstöð ríkisins í Hrísey en starfsemi á hennar vegum var lögð niður 1. janúar árið 1994. Einnig hefur þeim borist reikning- ur frá Einangrunarstöð gæludýra í Hrísey, en það fyrirtæki er ekki til í skrám sýslumannsembættisins í Eyjafirði, að sögn formanns neyt- endafélagsins. Það segir hann að bijóti í bága við dýraverndarlög, í III. kafla laganna, sem tóku gildi um mitt ár í fyrra og fjalla um dýrahald í atvinnuskyni annað en í landbúnaði, segir að leyfi lög- reglustjóra þurfí til hvers konar ræktunar, verslunar, þjálfunar, tamningar, geymslu og leigu dýra í atvinnuskyni sem ekki fellur und- ir búfjárhald. Vilhjálmur Ingi sagði að Ein- angranarstöð ríkisins væri til á skrá, m.a. hjá Skýrsluvélum ríkis- ins en hún hefði hætt starfsemi fyrir rúmu ári og ekki væri sam- kvæmt upplýsingum frá umhverf- isráðuneyti hægt að framselja leyfi gömlu stöðvarinnar til hinnar nýju. Það virtist því vera að landbúnað- arráðneytið hefði gert samning við hundaeigenduma um leyfi til að flytja inn hunda af tiltekinni gerð, sá samningur væri framseldur til einkaaðila sem ekki hefði tilskilin starfsleyfi og starfaði því í and- stöðu við núgildandi dýravemdar- lög. Þarf leyfi Sigurður Þráinsson, deildarstjóri náttúrufræði- og vísindadeildar umhverfisráðuneytisins, sagði að samkvæmt lögum um dýravemd, sem tóku gildi 1. júlí í fyrra, þyrfti einangrunarstöðin að sækja um og hafa leyfi vegna þeirrar starfsemi sem þar færi fram. í áttunda kafla laganna, 18. grein, sem fjallar um eftirlit með framkvæmd laganna, kemur fram að það séu lögreglu- stjórar, héraðsdýralæknar og full- trúar dýraverndarfélaga, en Sig- urður sagðist ekki tilbúinn að segja um hvers ábyrgðin væri í þessu tiltekna máli. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Beinar siglingar í haust Eimskipafélag íslands hefur í bréfi til bæjarráðs lýst yfir að fé- lagið staðfesti allt það sem fram kemur í bréfi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna til bæjarstjórn- ar Akureyrar varðandi atvinnu- uppbyggingu í bænum og snýr að þjónustu Eimskips og starfsemi félagsins á Akureyri. Einnig kem- ur fram í bréfínu að allt sem sett er fram í bréfi SH sé í samráði við og með samþykki Eimskips. í bréfí Eimskipafélags íslands kemur fram að beinar siglingar milli Akureyrar og Evrópulanda gætu hafist á haustmánuðum, einnig er fyrirhugað að koma upp gámaviðgerðarstöð og byggja fry- stigeymslu á Akureyri. Framkvæmda- sjóöur háskólans Á fundi bæjarráðs var einnig samþykkt að Akureyrarbær gerð- ist stuðningsaðili Framkvæmda- sjóðs Háskólans á Akureyri, en bréf frá undirbúninsnefnd sjóðsins hafðí borist ráðinu og bænum boð- ið að gerast stuðningsaðili með því að greiða 25 þúsund króna framlag til hans. Bikarmeistarar fá viðurkenningu í tilefni af því að handknatt- Ieikslið KA varð bikarmeistari ís- lands 1995 staðfesti bæjarráð á fundi sínum í gær viðurkenningu að upphæð 500 þúsund krónur til handa deildinni. Bæjarstjóri færði handknattleiksdeildinni viður- kenninguna að loknum leik síðast- liðinn laugardag. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gæðingar í vetrarbúningi KULDINN undanfama daga virðist ekki bíta á hrossin, þau em í vetrarbúningi sínum, em kafloðin, en líklega er eins gott fyrir knapana að klæða af sér kuldann líkt og þeir gera þessir þrír sem Ijósmyndari rakst á syðst í Aðalstræti í vikunni. Málverka- uppboð á Hótel KEA GALLERÍ Borg heldur mál- verkauppboð í samvinnu við Listhúsið Þing sunnudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Boðin verða upp verk eftir marga af þekktustu listamönn- um þjóðarinnar og má þar nefna Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jóns- dóttur, Snorra Arinbjarnar, Svavar Guðnason, Jón Engil- berts, Louisu Matthíasdóttur, Þorvald Skúlason, Gunniaug Blöndal, Gunnalug Scheving, Kareni Agneti Þórarinsson, Jón Þorleifsson, Svein Þórarinsson, Kristján Davíðsson, Eirík Smith, Karólínu Lárusdóttur, Júlíönu Sveinsdóttur, Sigur- björn Jónsson og Tolla. Verkin verða sýnd í Listhús- inu Þingi laugardaginn 11. febrúar og sunnudaginn 12. febrúar frá kl. 14-18. Haraldur Blöndal býður upp verkin. Tónleikar í Mývatnssveit Mývatnssveit. Morgunblaðið. BLANDAÐUR kór í Mývatns- sveit hélt tónleika í Reykjahlíð- arkirkju mánudaginn 6. febr- úar kl. 21.00. Flytjendur með kórnum voru Margrét Bóas- dóttir, sópran, Baldvin Kristinn Baldvinsson baritón, Antje Go- bel, fiðla og Wolfgang Tretzsch, orgel, sem einnig var stjórnandi. Efnisskráin var mjög fjöl- breytt, einsöngslög, dúettar og orgelverk eftir innlenda og er- Ienda höfunda. Síðast var bæn og blessunarorð og almennur söngur „Nú fjöll og byggðir blunda“ Tónleikunum var mjög vel tekið. Kennsla í skíðagöngu SKÍÐARÁÐ Akureyrar, Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga og Skíðaþjónustan á Akureyri bjóða upp á kennslu í skíða- göngu í Kjarnaskógi á morgun, laugardaginn 11. febrúar. Um er að ræða klukkustund- arlöng námskeið og verða hald- in fjögur slík yfir daginn. Það fyrsta hefst kl. 1.00, það næsta kl. 12.00, þriðja námskeiðið verður kl. 13.00 og það síðasta kl. 14.00. Allir sem talja sig þurfa á tilsögn að halda, hvort heldur byijendur eða lengra komnir eru hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri. Á staðnum verður hægt að fá lánuð skíði, skó og stafí og kennslan er ókeypis. Snjómokstur tækjum ofviða BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að kaupa nýtt ámoksturstæki fyrir umhverf- isdeild Akureyrarbæjar, en vegna mikils snjómoksturs í vetur og elli hafa moksturs- tæki deildarinnar stór- skemmst. Reynt hefur verið að gera við tækin sem bila á síðustu árum en vegna málm- þreytu er nú svo komið að slíkt dugar ekki lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.