Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Fiskistofnarnir - fjöregg þjóðarinnar ÞAÐ er dapurlegt að hafa þurft að hlusta á umræðuna undanfama daga um fískveiði- stjómun okkar íslend- inga. Svo mikils mis- skilnings gætir og svo miklar ranghugmyndir eru uppi að jafnvel for- ystumenn þjóðarinnar gera sig seka um að afhjúpa þekkingarleysi sitt á því hvemig helstu auðlind þjóðarinnar er best borgið. Tillögur þær sem þingmenn Vestfirðinga settu fram á dögunum um afnám kvótakerfís- ins og að hefja beri „sóknarstjóm" á ný era ekki aðeins þeim til vansa heldur era þær hreint og beint hættulegar. Til þess að gera sem best grein fyrir máli er rétt að taka einfalt dæmi sem sýnir hvers vegna sókn- arstjóm leiðir til þess að fískveiðiarð- inum verði fómað á altari ofjárfest- ingar og óhagkvæmni. Segjum sem svo að í upphafí séu 100 nákvæm- lega eins skip sem veiða 100 þúsund tonn af þorski árlega. Bundið er í reglugerð að ekki megi veiða meira en áðurgreindan afla og gefum okk- ur að þessi tala verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð. Eðli málsins samkvæmt munu útgerðarmenn og skipstjórar þessara skipa keppast við að ná sem mestum afla á sem skemmstum tíma til að fá sem mesta hlutdeild í heildaraflanum, því að í þessu fískveiðikerfí á sá fund sem fyrst fínnur. Eins og alþjóð veit era til skipstjór- ar sem era aflaklær. Þær munu að sjálfsögðu hremma stæsta hluta heildaraflans auk þeirra sem eiga skammt á miðin, eins og t.d. Vest- fírðingar. Til að að ná enn meiri afla og til að hagnast meira munu þeir ijárfesta í afkasta- meiri skipum og veiðar- færam fyrir næsta físk- veiðiár. Auk þess sem framtakssamir ein- staklingar munu hefja útgerð í þeirri von að þeirra skipstjórar verði fengsælir og hagnaður- inn verði þeirra. Nú era skipin e.t.v. orðin 110 og sum betur útbúin en önnur. Ef þetta kerfí verður við lýði í nokkur ár mun offjárfesting í fískiskipum óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Vestfírðingamir gera sér grein fyrir þessu og vilja miðstýra ijárfestingu í fískiskipum til að spoma við offjár- festingu. Mönnum er enn í fersku minni hvemig fór fyrir Sovétríkjun- um og miðstýringunni sem þar var stunduð og er_það mér til efs að hún virki betur á Islandi. En í kerfínu felst annars konar óhagkvæmni. Þar sem útgerðarmenn þurfa að keppa innbyrðis um hlut- deild í heildaraflanum mun þetta gerast: a) Gæði fara minnkandi þar sem magn ræður nú ferðinni, b) at- vinnuleysi eykst í þeim byggðarlög- um sem liggja illa við helstu fískimið- um þar sem menn munu leitast við að landa á þeim stað sem liggur best við og c) sveiflur munu aukast í framleiðslunni þar sem menn reyna Tillögur Vestfirðinga í fiskveiðimálum eru þeim til vansa, að mati Tryggva Þórs Herbertsson, og stórar hættulegar. nú að ná sem mestu fyrst á fiskveið- iárinu sem aftur leiðir til þess að eftir að heildaraflinn, 100 þúsund tonn, er veiddur liggur fískveiðiflot- inn bundinn við bryggju seinni hluta árs með tilsvarandi atvinnuleysi. Þetta er í raun í hnotskurn það kerfi sem við bjuggum við áður en núver- andi kvótakerfi var tekið upp. Til að leysa þetta vandamál sýndu stjórn- málamenn um miðjan síðasta áratug þann dug og það þor að innleiða kvótakerfi í íslenskar fískveiðar sem byggist á ígildi eignarréttar. Þetta hefur verið eitt mesta framfaramál í íslenskum sjávarútvegi frá upphafi. Hvort sem menn era veiðigjaldsinnar eður ei eða hvort þeir telji auðlindina vera sameign íslensku þjóðarinna eða ekki ættu þeir að geta tekið undir þessi orð. Mikils misskilnings hefur gætt hjá hluta veiðigjaldssinna, t.d. ritstjóra Morgunblaðsins, að veiði- gjald og kvótakerfí fari ekki saman. Sem dæmi væri hægt að taka 10% kvóta af hverri útgerð á ári og selja hæstbjóðanda og láta andvirðið renna í sameiginlegan sjóð lands- manna eða leggja aflagjald á hvert landað kíló. Gallinn við að taka 10% Tryggvi Þór Herbertsson af útgerð á hveiju ári er að við það bjagast verðkerfið. Heppilegasta leiðin væri að leggja á aflagjald. Þannig væri eiginleikum kvótakerfis- ins, ígildi eignarréttar, haldið og komið væri á veiðileyfagjaldi. En hvemig skyidi dæmið sem tekið var hér að framan líta út ef við væram að lýsa núverandi kvótakerfi. Gerum ráð fyrir sama heildarafla og skipa- fjölda. Eins og áður gengur aflaklón- um betur að veiða þorskinn en í stað þess að einbeita sér að magni eru gæði nú höfð að leiðarljósi. Þeir sem veiða á hagkvæmasta hátt og koma með gæðamesta aflann að iandi munu hagnast mest. Þetta veldur því að þeir eru tilbúnir til að kaupa út þá sem verr gengur sem þá geta snúið sér að öðrum rekstri. A næsta fiskveiðiári myndi skipum fækka þar sem þeir sem seldu aflahlutdeild sína yrðu að hætta veiðum. Helsti gallinn á þessu kerfí er að það hvetur til þess að físki sé kastað fyrir borð til að kvóta sé ekki eytt á gæðarýran físk. Þetta er reyndar líka niðurstað- an í hinu kerfínu, þó að það sé ekki í jafn miklu mæli, því þegar heildar- kvóti er nálægt því að vera veiddur er einungis komið með verðmætasta fískinn að landi. Ekkert fyrirkomulag í fískveiðum kemur algjörlega í veg fyrir frákast físks þó að það sé í lágmarki í kerfí sem byggist á óheftri veiði, þ.e. þar sem heildarafli er fijáls. Andmælendur kvótakerfísins hafa einnig bent á að kvótinn sé stöðugt að færast á færri hendur og er tíð- rætt um sægreifa. Það er rétt að kvótinn hefur verið að færast til færri og stærri fyrirtækja en það fylgir ekki sögunni að flest þessara fýrirtækja era almenningshlutafélög pg sennilega hafa aldrei jafnmargir íslendingar átt „raunveralegan" hlut í aflaheimildum og þar með físki- stofnunum eins og nú. Er nærtækast að benda á lífeyrissjóðina. En sé kvótakerfið er jafn gott og haldið er fram hvers vegna er flotinn ekki komin í hagkvæmari stöðu en raun ber vitni, nú tíu áram eftir upptöku kerfísins. Svarið er fjór- þætt. í fyrsta lagi eru göt á kerfinu. Hið opinbera hefur haldið eftir hluta af heildaraflaheimildum og skipt til útgerðarmanna eftir pólitískum leið- um og sk. krókaleyfi hafa undanþeg- ið hluta sjómanna frá því að lúta kvótakerfínu. I öðra lagi hafa verið veittir styrkir til landshluta til að halda uppi óhagkvæmri útgerð sem kvótakerfíð átti einmitt að útrýma. Er þar nærtækast að nefna Vest- fjarðaaðstoðina svonefndu sem veitt var fyrr í vetur. í þriðja lagi era ís- lendingar byijaðir að stunda úthafs- veiðar af alvöru í fyrsta skipti í ís- landssögunni. í fjórða og síðasta lagi var innan við 50% af heildarafla tek- inn í kvótakerfi á áranum 1984- 1990. Úthafsveiðamar skipta mestu máli um offjárfestingar og er nær- tækast að minnast útsölutogaranna frá Kanada. Hvers vegna skyldi ég að vera blanda mér í jafn viðkvæmt mál og þetta og hugsanlega skapa mér óvildarmenn án þess að vera á leiðinni á þing? Svarið er einfalt. Umræða undanfarinna daga hefur opinberað fyrir mér vankunnáttu sumra stjónmálamanna á mesta hagsmunamáli þjóðarinnar, þ.e. hvemig haga beri nýtingu fískstofn- anna til sem mestrar hagsældar fyr- ir þjóðfélagsþegnanna. Einnig hefur afskiptaleysi fjölmiðla hvatt mig til skrifa. Síðastliðið sumar vann ég fyrir danska forsætisráðuneytið að úttekt á því hvað hefði farið úrskeið- is í efnahagsstjóm Færeyinga. Eitt af því sem ég og félagar mínir kom- um auga á var að það voru að stór- um hluta útgerðarmenn og fulltrúar sjómanna sem höfðu farið með mál- efni útgerðarinnar í Lögþinginu. Sér- plógsstarfsemi þeirra hefur átt dijúgan þátt í hrani fískstofna við Færeyjar og þar með efnahagskrepp- unni. Skyldi það vera tilviljun að í hópi sjálfstæðismannanna íjögurra sem vilja kvótakerfið feigt eru tveir útgerðarmenn og einn fulltrúi sjó- manna? Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá Hagfræðistofnun Háskóla íslands. Fiskveiðistj órnun og fötin keisarans Ohóf og skilningsleysi gagnvart meginauðlind Fiski hent HELSTI annmarki þess kerfís sem notað er til stjórnunar físk- veiða við ísland er að kerfið er með inn- byggðan hvata til að henda físki í stórum stíl ef ekki fást út úr honum hámarks verð- mæti. Þetta leiðir til þess að veiðar eru miklu meiri en það sem skilar sér til vinnslu í landi og oft á tíðum einnig meiri en það sem fer til vinnslu á hafi úti. Leiða má líkur að því að alls sé hent í sjóinn 80-110 þúsund tonn- um samtals af fiski af öllum tegund- um utan og innan fískveiðilögsög- unnar þar sem aflasamsetning er óhagkvæm, vegna þess að veiðar- færi eru þannig búin að fískur sem í þau kemur sleppur ekki. Ef menn telja að möskvastærð skipti miklu máli í þessu tilliti í trollum þá er það alrangt því það fer eftir því hvernig togað er í möskva á trolli hversu smár fiskur sleppur út. Ég þekki til þess að í vængjum trolla er þannig háttað að togað er á legg og möskvinn þannig opinn en al- mennt er möskvinn lokaður og þar að auki má sjá á myndum sem tekn- ar hafa verið af trolli á veiðum að fískurinn fælist straumiðuna frá trollnetinu þannig að möskvastærð hefur minni áhrif en menn hafa haldið fram. Alkunna er að miklu er hent af smáfíski á togurum o g hann sleppur ekki lifandi, þetta vita allir þeir sem togveiðar hafa stund- að. Sjómaður skýrði málið á eftirfarandi hátt. „Við erum sendir á sjó til að koma með afla að landi, okkur ber að koma með sem mest verðmæti í takmörkuð- um kvóta,“ og til við- bótar: „Menn hugsa fyrst og fremst um að lifa af daginn'áður en þeir fara að hugsa tíu ár fram í tímann." Eftir slæm veð- ur þegar bátar hafa ekki getað vitj- að neta þá er miklu magni hent í sjóinn aftur vegna þess að kvótinn er svo lítill. Ef menn ætla að reyna að bjargast koma þeir einvörðungu með verðmætasta fískinn,að landi. Rétt er að vitna í grein Sigfúsar Schopka frá 16. des. sl. þar sem lesa má að fiskveiðistjómunin hefur algjörlega brugðist og fiskverndun er eins og nýju fötin keisarans, hún er engin og seiða- og smáfískadráp- ið er gegndarlaust. Líkur eru á að fískstofnar hrynji eins og við Ný- fundnaland. Menn verða að eygja afleiðingarnar Það er með ólíkindum hversu mikil blindni hefur ríkt, og vart er unnt að ræða þessi mál án þess að minnast á hversu lítinn trúnað hv. sjávarútvegsráðherra lagði á að Ég óttast, segir Gísli S. Einarsson, að kvótakerfíð valdi því að lítil breyting verði á meðalafla og förgun fisks í sjó. tugum þúsunda tonna af fiski hafi verið hent í sjóinn, samanber um- ræður á síðasta ári á þingi. Þó ber svo við að nú í ár hefur hann marg- viðurkennt að miklu magni sé hent þó ekki sé tiltekið magn. E.t.v. er rétt að minnast orða Tómasar Guð- mundssonar í tengslum við þetta ... meðan til er böl sem bætt þú gast og barist var á meðan hjá þú sast er ólán heimsins einnig þér að kenna. Þetta skulum við tengja við að um ólán íslands sé að ræða að menn vildu ekki viðurkenna stað- reyndir. Viðurkennt er að miklu magni meðafla hefur verið hent sem hefði getað skapað fjölda starfa í landi og þar með minnkað atvinnu- leysi og bætt þjóðarhag. Enn á að bæta við með reglugerð um að allur smáfiskur sem undanþeginn hefur verið kvóta skal nú teljast með. Það er með ólíkindum að menn skuli ekki átta sig á að það þýðir: Ef reikna á allan smáfisk inn í kvótann kemur sá fiskur ekki meira að iandi. Við það fellur út mikið af harðfísk- framleiðslustörfum víðs vegar um landið. „Flugfískvinnslan" úr smá- Gísli S. Einarsson fiski leggst af og þar með fjöldi starfa, og þar með eykst enn það magn sem menn koma ekki með að landi þó aflað hafí verið. Ég legg til að kannað verði hversu margar fískvinnslur byggja á smáfiski. Klórað í bakkann Fram er komið á þingi frumvarp sjávarútvegsráðherra um bætta umgengni við auðlindir sjávar. Það ber að virða viðleitni en ég óttast þó að kvótakerfið verði þess vald- andi að ástandið muni lítið breytast varðandi meðafla og það sem hent er í sjóinn. í annarri grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að sleppt sé lifandi físki, þessar hugleiðingar bera með sér þekkingarskort þeirra manna sem samið hafa frumvarpið. Ef menn halda að krókaveiðar með línu og handfærum séu aðalsmáfíska- drápsvaldurinn þá eru þeir staddir við fjóshauginn en ekki í fjörunni. Afli af eða úr öðrum veiðarfærum á ekki von. Banna á veiðar í net báta undir 30 brúttótonnum eða 30 brúttórúm- lestum frá 1. nóvember til febrúar- loka! Vita menn ekki að ef ekki er unnt að draga net á 10 tonna bát þá gildir í flestum tilvikum það sama um 100 tonna bát. Fiskistofa á að áætla t.d. hversu mikill afli þorsks kemur í net þegar veidd er ýsa á einhveiju svæði. Ræðið þetta mál við sjómenn og spyijið hvort þorskur eða ýsa gangi eftir einhveijum afmörkuðum brautum. Ég ætla ekki að setja fram fleira í þessa minnispunkta varðandi um- rætt frumvarp en segi þó að mikið skal til viðbótar ef duga skal til vemdar og viðhalds fískistofna við ísland. • Aðgerðir sem m.a. verður að grípa til svo betur megi fara 1) Seiðaskiljur verði settar á öll troll. Tveggja ára aðlögunartími er hámark. Seiðaskiljur verða að koma á rækjutroll á þessu ári. Grundvall- aratriði að skiljur verði settar á troll þar sem veitt er í „hlýjum sjó“. Fyrir nokkrum árum var gerð seiða- talning á bátaflota við rækjuveiðar á Húnaflóa. í ljós kom að seiðafjöld- inn nam sem sem svaraði öllum leyfðum afla við ísland á átta klst. fresti hjá þeim flota sem þar var að veiðum. Staðreynd er að öllum seiðum er mokað dauðum aftur í sjóinn. Eru menn undrandi á treg- ari afla við ísland? 2) Breyta verður togstefnu á möskva í trollum svo möskvar haldi þeirri opnun sem vera á. 3) Rétt er að semja togara út fyrir 200 metra dýpi eða 50 sjómíl- ur, þetta atriði er mjög vandasamt því taka verður tillit til tímabund- inna veiða togara á ákveðnum svæðum, fyrst og fremst þarf að miða við vemdun á hrygningartíma og nýtingu stofns. Um gæti orðið að ræða mismunandi svæði við landið eftir árstíma. 4) Gera verður úttekt á stærð báta við krókaveiðar með línu og handfærum og skiptingu á milli þessara veiðarfæra, einnig mismun á aflaverðmæti þessa flota eftir því hvar afla er landað. Staðreynd er að sá sem veiðir 100 tonn í Gríms- ey fær meira en milljón minna en sá sem leggur sama magn upp á markað á Suðvesturlandi vegna verðmismunar. 5) Grundvallaratriði er að allur veiddur fískur komi að landi og skapi með því störf sem minnka verulega atvinnuleysi líklega um 40—50%. Það er slæmt ef sagan mun segja að fiskveiðistjómunar- stefna sem við búum við í dag hafí verið grundvöllur atvinnuleysis og illra tíma á íslandi. 6) Ef til vill væri rétt að gefa krókaveiðar að mestu fijálsar í 120 daga á hveiju ári. Ef menn vilja ekki fara að mínum hugmyndum eða orðum þá bendi ég á öruggan ráðgjafa: Það er reynsla undanfar- inna kvótakerfisára. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðuflokk í Vesturlandskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.